Helgarpósturinn - 15.05.1996, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 15.05.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR15. MAÍ1996 Hann keyrir of hratt: „Hvað segirðu... Eru bremsurnar virkilega pedallinn í miðjunni? Eftir aö hafa beðið lægri hlut í öllum rifrildum við konuna sína á þessum áratug ákvað Eiríkur Bergmann Einarsson að taka til sinna ráða ogfann tíu leiðirtil að losna undan sígildum rifrildum við sína heittelskuðu... fyrirgefur þér í anriað og brjál- ast í það þriðja — og segir: „Ef þú ert svona ástfanginn af þessari druslu skaltu bara drulla þér til hennar.“ Sann- leikurinn er einfaldlega sá að konur vilja ekki heyra um fyrri sambönd maka sinna. Og ef þú svo mikið sem gefur í skyn að hún hafi nú ekki verið svo slæm, þá mun óöryggi hennar brjótast fram í hefnigirni og samlífið verður jafnfjörugt og hjá munkum. Konan mun í sí- fellu mala um risavaxna mið- fætur fyrrverandi kærasta og færni þeirra í bólinu. Við það verður þú að snúa sókn í vörn og lítillækka allar fyrrverandi kærustur þegar þær koma upp í samræðum. Til dæmis: „Lára er alltaf með jafnstóran rass“; „Dísa hefur ekkert gert í bólun- um á enninu“ og „Fríða þyrfti að láta laga eyrun á sér“. 8. Að setja ekki klósettsetuna niður Eins og allir vita eru klósett- setur gæddar þeim fáheyrðu eiginleikum að hægt er að opna og loka klósettinu með þeim. Eins og von er vefst þetta þó fyrir allflestum karl- mönnum. Af einhverjum und- arlegum ástæðum líka konur á það sem tákn um aldalanga kúgun kvenna. Hættan er sú að þegar konan vaknar á nóttunni til að sinna þörfum sínum á klósettskálinni kveikir hún yf- irleitt ekki ljósið heldur fikrar sig áfram og getur fengið hrika- legt sjokk þegar hún sest á ís- kalda skálina og dettur næst- um ofan í þar sem þú hefur ekki lagt niður setuna. Þar með ertu kominn í vandræði og rifr- eins og hortugt karlrembusvín. Ég hafði ekki hjarta í mér til að segja henni að „a“, „b“ og „c“ væru akkúrat ástæðurnar fyrir að djamma með félögunum." — Þessi kynbróðir okkar hefði betur slegið ryki í augu kon- unnnar með vísindum. Djamm karlmanna með félögunum tryggir að nauðsynleg tengsl myndist milli þeirra; tengsl sem viðhalda hamingju þeirra, sjálfsmynd og geðheilsu. Karl- menn sem ekki ná að mynda slík tengsl verða á endanum einskis nýtir og óstöðugir þunglyndissjúklingar. — Ef vís- indarökfærslan virkar ekki skaltu taka konuna með í ógeðslega drykkjuveislu og sjá til þess að hún verði svo drukkin að hún æli eftir að hafa flett sig klæðum að mestu og gengið á höndum. Taktu ljósmynd af henni í því ástandi og notaðu í samningaviðræð- um daginn eftir. 6. Að heiliast af beibum í imbanum Af undarlegum ástæðum er í lagi fyrir konur að slefa yfir sjónvarpssjarmörum, en þegar karlmaður stynur upp orðum sem lýsa aðdáun hans á lögun tiltekins kvenlíkama verður allt vitlaust. Þú reynir að út- skýra að aðdáun þín á Pamelu Anderson minnki ekki þrá þína til kærustunnar og að Baywatch sé umfram annað dýrðaróður til fegurðar ALLRA kvenna. Persónuleiki þeirra fái virkilega að njóta sín og í þátt- unum sé djúpan boðskap að finna. Þetta bragð virkar hins vegar ekki á konuna. Hún mun hella sér með heift yfir þig og ásaka þig um hugrænt framhjá- hald og þrá til annarra kvenna. Hún þykist sjá f gegnum þig. Nú eru góð ráð dýr og best að snúa vörn alfarið í sókn og skella framan í hana að hún sjálf sé dæmigerð steríótýpa: kynæsandi bimbó með ljóst hár og dúndurbarm. Við þessa óvæntu atlögu verður konan ringluð. Haltu árásinni áfram og spurðu í hneykslunar- og ásökunartón hvernig hún viti að Pamela Anderson sé heimsk ljóska en ekki greind tilfinningavera. Ásakaðu hana svo harðlega um fordóma í garð kynsystra sinna og að sorglegt sé hvernig konur eru konum ávallt verstar. Orrustan er um þetta leyti unnin. 7. Að tala um fyrrverandi kærustur Ef þú talar um fyrrverandi kærustu þína dáist hún að hreinskilni þinni í fyrsta skipti, Steinhaltu kjafti, kor Ohjákvæmilegur fylgifiskur róman- tísks sambands karls og konu er rifrildi. Og hellingur af þeim. Þetta hefur orðið mörgum karlmanninum mikil raun, sérstaklega á tímum þegar kvenfrels- isbaráttan er í hámarki. En þetta þarf þó ekki að vera svo slæmt. Með klókindum og vel undir- búinni hernaðaráætlun er nefnilega hægt að losna undan flestum rifrildunum. Hér á síðunni eru talin upp tíu atriði sem orsaka rifrildi og bent á snjall- ar útgönguleiðir... 1. Að sofna eftir ástaleiki Af hverju skyldirðu ekki sofna? Þú ert þreyttur og þarft að vakna til vinnu klukkan hálf- átta. Um Ieið og þú ert að detta út af inn í sæluheim draum- anna færðu óþyrmilegt oln- bogaskot og heyrir kunnuglega setningu, sem þú hatar: „Þú virðir mig einskis.“ Nú vill hún sem sagt ræða sambandið. Þú getur svo sem reynt að útskýra fyrir henni að fullnæging karl- manna losi um ákveðin svefn- efni. En það virkar sjaldnast og hún reiðist enn meir. Einfald- asta leiðin til að losna við rifr- ildi er að verða fyrri til. í þessu tilfelli er heppilegt að segja: „Guð hvað þú varst stórkost- leg! Ég æstist svo mikið að ég hef hreinlega ofreynt mig. Ég er gjörsamlega búinn að vera.“ Síðan snýrðu þér á hina hlið- ina og líður inn í draumaver- öldina — hún hlustar sæl á hroturnar. 2. Að horfa á íþróttaþáttinn Þrátt fyrir allar skýrslur um að konur fylgist í auknum mæli með íþróttum eiga þær langt í land með að ná okkur karl- mönnunum hvað fótboltann varðar. Ég meina, hvort held- urðu að konan þín vilji frekar horfa á bikarúrslitaleikinn milli ÍA og Vals eða Bráðavaktina? Ef þú heldur hið fyrrnefnda skaltu bíða eftir leiknum og heyra hana segja í hneykslun- artóni: „Sjá þig, vonlausa sportidjótið þitt, horfandi á fullvaxna karlmenn eltast við einhverja tuðru." Og þú svarar hugsunarlaust: „Láttu ekki svona elskan, viltu ekki bara ná í einn bjór fyrir mig úr ís- skápnum fyrst þú ert hérna?“ Og þá byrjar ballið. Við skulum meta stöðuna ískalt. Að horfa á fótboltaleik er frábær skemmtun og það eru grund- vallarmannréttindi hvers karl- manns. Ef konunni líkar það ekki getur hún bara fengið sér annað sjónvarp í svefnher- bergið fyrir sína Bráðavakt. En þegar hún ræðst að friðhelgi þinni við boltagláp er klókt að segja: „Sjáðu nú til kona. Ég hef verið aðdáandi Vals í aldar- fjórðung, en aðeins þekkt þig í þrjá mánuði. Fattarðu?“ Heilla- vænlegast er að standa fast á rétti sínum þegar um stórleiki er að ræða, en gefa örlítið eftir til málamynda í þýðingarminni leikjum. 3. Að aka alltof hratt Konan þín veit fullvel að slysið sem þú lentir í um dag- inn var ekki þér að kenna, heldur helvítis fíflinu sem var fyrir þér. Af hverju er hún þá alltaf að röfla um að þú eigir að hægja á þér og aka varlegar? Nöldurkerlingin leitast við að rústa töffaraímynd þinni þegar hún hótar: „Sko, ef þú hægir ekki á þér, þá fer ég út og tek leigubíl. Fáviti." Þetta fer nátt- úrlega alveg hryllilega í taug- arnar á þér. Það er ekki bara að hún dragi úr þér allan kraft, og sé röflandi út af engu, held- ur hefur hún brotið hina óskrifuðu, en gullnu reglu, að kona gagnrýnir ekki ökulag manns — nema hún sé mamma manns. Ég meina, þetta er næstum því eins slæmt og að hún klifri upp á barborð og öskri þaðan að þú sért fáránlega illa niðurvaxinn. Hvað gerir þú nú? Ef hún hlust- ar ekki á nein rök skaltu keyra upp í sveit, henda henni út og láta þig hverfa. Þegar þú loks- ins kemur aftur verður hún svo fegin að hún mun aldrei aftur gagnrýna aksturslag þitt. 4. Að forðast uppvaskið Ókei. Hún eldaði, en þú sauðst hrísgrjónin, svo það er út í hött að hún heimti að þú eyðir dýrmætum tíma í diska- spúl! Þegar þú lætur hana heyra þessa skoðun þína verð- ur allt. vitlaust. Hún stendur upp, gengur að eldhúsinu — og þú heldur eitt andartak að þú hafir komist upp með þetta. En aldeilis ekki. Kröftugt diska- glamrið segir þér það sem í vændum er. Þú reynir gamla trikkið: að snúa þessu upp í grín og segja glettinn: „Þér myndi nú ekki finnast ég par sexí með bleika svuntu og rauða uppþvottahanska.11 En hún hlustar ekki á þig. Þá reyn- irðu að segja að þetta sé bara henni að kenna — að nota svona mikið af meðlætisdisk- um og alls konar aukadrasli. Þegar þú eldir fyrir þig sjálfan þurfirðu bara að þvo upp einn gaffal eftir að hafa hent um- búðunum. Leiðin út úr vandan- um er að bjóðast til að elda og þvo upp daginn eftir. Svo pant- arðu auðvitað pizzu og hendir kassanum. 5. Að fara út með strákunum Fjöldamörg sambönd hafa nær hrunið til grunna þegar kærustur banna mönnum sín- um að fara út á djammið með félögunum. Einn sem lenti í þessu sagði: „Ég kom blek- svartur heim eina nóttina og mistók steríógræjurnar fyrir klósett. Konan gekk inn um leið og ég lyfti upp lokinu af plötuspilaranum og meig á hann. Næsta dag setti hún mér úrslitakosti. Ef ég ætlaði að fá að hitta félagana myndi hún koma með. Astæður hennar voru: a) Ég lenti alltaf í ein- hverjum vandræðum með fé- lögunum; b) Félagsskapur minn við þá útilokaði hana og c) Með félögunum lét ég alltaf

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.