Helgarpósturinn - 15.05.1996, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 15.05.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR15. MAÍ1996 g-\ I Eftir að hafa drukkið og dópað stanslaust í yfir tíu ár var Elínborg Halldórsdóttir (betur þekkt sem „Ellý í Q4U“) allt í einu orðin hamingjusöm húsmóðir í Vesturbænum með nýfæddan son. Nú tveimur UH árum síðar komst Guðrún Kristjánsdóttir að því að Ellý er ekki bara myndlistarnemi heldur hamingjusöm einstæð tveggja barna móðir í Breiðholtinu... ,£g uppgötvaði að það er líf eftir þrítugt“ „Ég vildi stundum óska þess að ég væri lessa. Ég heillast nefnilega miklu meira af konum, af þeirra karakter, en því miður heillast ég kynferðislega af karlmönnum. Þar kemur helvítis vandamálið.“ Veturinn er búinn að vera rosalega töff hjá mér. Ég byijaði í myndlistarskólanum þegar strákurinn var rúmlega eins árs og stelpan ekki nema þriggja mánaða. Þú veist, þetta er veikt og svona, og svo hefur maður ekki gert annað en að hlaupa upp og niður stiga upp á síð- kastið, ég bý nefnilega á efstu hæð í blokk. Sem- sagt eftir að hafa verið edrú í fimm ár, ólétt í tvö ár, í samböndum og ekki samböndum, hús- móðir og allt það er ég bara ánægð með lífið,“ segir Elínborg Halldórs- dóttir í samtali við blaðamann HP, en Elín- borg er sennilega best þekkt sem Ellý í Q4U. Hvernig líkar þér í blokk í Breiðholtinu eftir að hafa búið meira og minna í Vest- urbœnum? „Frábærlega vel, sérstaklega af því að nú er ég loks komin í eigin fjögurra herbergja íbúð. Það er draumur sem ég hélt að myndi aldrei rætast. Um- hverfið hér í Breiðholtinu er að auki svo barnvænt; strák- urinn er rétt hjá í leikskóla og stelpan innan seilingar hjá dagmömmu og sjáðu leik- svæðið," segir hún og bendir út í risavaxinn garð með ról- um og tilheyrandi. „Nú og svo á ég líka bíl sem ég kemst á hvert á land sem er,“ bætir hún við. Var loks í vetur gamli myndlistardraumurinn að rcetast? „Já, svo sannarlega. Ég veit ekki hve oft í sukkinu ég reyndi að fara í skóla. Fyrir nokkrum árum, þegar ég hitti einhverja niðri í bæ og var spurð hvað ég væri að gera, svaraði ég því alltaf til að ég væri á leiðinni í skóla, en gerði svo aldrei neitt í málunum. Mér óx enda öll pappírsvinna svo rosalega í augum. Reynd- ar finnst mér pappírsvinna enn flókin en ég stauta mig samt áfram. Upphaflega fór ég í Mynd- listaskólann í Reykjavík til þess að undirbúa mig. Það er eitt af því fyrsta sem ég hef gert markvisst í lífinu. Ein- hvern veginn hefur það aldrei legið í eðli mínu að skipu- leggja mig, enda tileinkar mað- ur sér ekki svoleiðis í sukkinu. í sukkinu er meira um svona „happenings“. Maður bara lendir einhvers staðar, ein- hvern veginn. Núna er ég hins vegar farin að benda í ákveðna átt og fylgja leiðinni. Ef það koma hindranir læt ég þær ekki lengur stoppa mig, heldur reyni að komast yfir þær.“ Hvað fœr þig nú öðru fremur til þess að yfirstíga þessar hindranir? „Ætli það sé ekki ábyrgðin; börnin. Maður er ekki lengur bara að hugsa eitthvað, held- ur um börn, einstaklinga, hvað þeim sé fyrir bestu. Mað- ur er að búa þau undir fram- tíðina. Mesta tilhlökkunarefni mitt í dag er einmitt að sjá börnin mín vaxa úr grasi.“ Það er komið ú sjötta úr síðan þér tókst loks að hœtta að dópa og drekka, er ekkert lengur sem freistar þín í þeim heimi? „Nei, ég er sko alveg búin með skammtinn minn,“ segir hún ákveðin. „Það er óhugs- andi að ég leggist í þetta líf- erni aftur.“ Hvað kom til að þú hœttir ú sínum tíma, þrítug? „Ég uppgötvaði smátt og smátt að það er líf eftir þrí- tugt. Þegar ég var ung fannst mér það rosaskandall að verða þrítug, ég hélt bara að þá væri allt búið. Strax sautján ára fannst mér ég vera rosa- gömul og var þegar farin að kvíða ellinni. Um leið og ég varð þrítug uppgötvaði ég hins vegar að ég var ennþá ung, að lífið væri ekki búið.“ Hvenœr uppgötvaðirðu að þú vœrir alki? „Þetta var strax orðið að einhverju vandamáli þegar ég var sautján ára, en þá var ég samt bara unglingur sem var skítdrullusama um allt. Vandamálið byrjar ekki fyrr en maður getur ekki hætt að kenna öðru um. Ég var föst í einhverri neyslu en það var ekki út af mér, heldur alltaf öðru eða öðrum. Mér fannst allt svo ömurlegt hvort eð var.“ Segir gamli pönkarinn... „Já, einmitt, gamli pönkar- inn. Til hvers að vera öðruvísi en maður var þegar allt var hvort eð er ömurlegt og glat- að? Ég reyndi oft að rífa mig upp, en svo kom alltaf eitt- hvað upp á; vandamál sem ég meikaði engan veginn. Þegar maður kom svo úr meðferð hitti maður kannski einhvern sem hafði drukkið í fimmtíu ár en var samt á lífi. Þá var mað- ur með það sama búinn að finna sér afsökun." Hversu oft fórstu í með- ferð? „Ætli ég hafi ekki örugglega eytt ári samanlagt í meðferð, að því frátöldu þegar ég bjó í þrettán mánuði á Dyngjunni. Ég er í raun rosalega rík af þessari reynslu, sem mér finnst nýtast mér mjög vel í dag.“ Hefurðu eitthvað nýtt þessa reynslu í þúgu nú- tímafikniefnavanda? „Já og nei. Ég hef verið mjög bissí í mínu lífi og hef þar af leiðandi ekkert starfað sem sponsor, en ég er sponsor inn- an gæsalappa og hjálpa þeim sem leita til mín.“ Tók fíkniefnaumrœðan eitthvað ú taugarnar? „Ja, að minnsta kosti að því leyti að ef fyrirmyndirnar, mamman og pabbinn, eru allt- af að drekka er ekki nema von að krakkarnir taki ekki mark á einu né neinu. Þetta held ég að fari einmitt í taugarnar á unglingum. Vandamálin eru til staðar, hvort sem fólk er fimmtán eða fertugt. Ef ekkert er að gert verður pakkinn æ óviðráðanlegri því eldri sem maður verður. Maður má ekki gleyma að það er mjög spennandi að vera unglingur. Þeir byrja neyslu og verða yfirleitt ekk- ert rosalegir strax. Þetta tekur tíma, þó að hann sé reyndar orðinn styttri nú þar sem efn- in eru orðin svo hörð. Svo fer boltinn að rúlla. Sjálf átti ég fullt af vinum sautján ára sem byrjuðu í neyslunni með mér. Svo heltist alltaf einn og einn úr lestinni, þá færði ég mig bara yfir í nýja hópa. Maður átti aldrei í vandræðum með að kynnast fólki til að dópa með. Þegar maður var ungur dópaði maður með eldra fólki, en svo þegar maður fór að eld- ast fór maður að dópa með yngra fólki.“ Svona eins og þegar mað- ur var ungur þú heillaðist maður af eldri strúkunum en nú afþeim... þú veist? „Já, einmitt. Maður var hald- inn þeirri grillu — svo ég haldi mig við sautján ára aldurinn — að þegar maður byrjaði með strák væri maður búinn að hitta sinn framtíðarmann, mann sem maður ætlaði að deyja með. Þessi hugsun held ég að hafi sem betur fer breyst. í dag hitta strákar stelpur og stelpur stráka og þau eru bara saman án þess endilega að þau sjái það fyrir sér að enda í sömu gröf. Þetta er allt orðið svo miklu afslapp- aðra, sem betur fer. Ég held að þessi kynslóð sem nú hefur fengið náttúruna eigi ekki eftir að eiga jafnmörg hjónabönd að baki og okkar kynslóð. Þau hugsa öðruvísi en við.“ Langar þig ekkert í sam- búð sjúlfa? „Ekki strax, mig langar að vera ein í bili. Það líka að vera edrú eftir að hafa verið fullur í svona mörg ár tekur tíma. Maður verður að vinna úr for- tíðinni. Tvö ár edrú og svo er stokkið út í samband og barn- eignir, — það er enginn tími fyrir manneskju sem er búin að vera í rugli í mörg ár. Mig er farið að þyrsta í að vera ég sjálf eftir öll þessi ár, ég þarfn- ast einskis til þess að segja mér hver ég á að vera. Það er einmitt brýnt fyrir konum sem fara í meðferð að koma ekki nálægt karlmanni í að minnsta kosti ár á eftir. Reyndar var þetta bara í fyrstu einhvers konar frasi fyr- ir mér, því að í næstum því hvert einasta skipti sem ég kom úr meðferð hélt ég í höndina á einhverjum á leið- inni út af stofnuninni. Það er einmitt mjög algengt að ástin blómstri á meðferðarstofnun- um. Sjálf var ég undantekning- arlaust alltaf ástfangin. Það er svo erfitt segja við sjálfan sig; Ég er í molum, ég veit ekki hvar ég stend tilfinningalega, því maður er eiginlega tilfinn- ingadauður. Og til að losna við að líta í eigin barm fékk maður bara rosalegan áhuga á ein- hverjum öðrum. Hvað sem maður reyndi að tjasla sér saman fór einbeitingin strax eitthvað annað. Það sem bjargaði mér hins vegar síðast var að ég fór á Dyngjuna og var þar í þrettári mánuði til þess að læra að lifa upp á nýtt. Dyngja er hálfgild- ings heimili kvenna og þar þurftum við allar að lúta ákveðnum reglum. Þarna var mikill agi, húsinu lokað klukk- an hálftólf á hverju kvöldi og engin óregla á fólki. Maður myndaði mjög sterk tengsl við sambýlinga sína. Dyngjan var eiginlega svona stoppistöð út í lífið aftur. Hvernig var sú tími, rúmt úrú Dyngunni? „Mjög erfiður, svona þegar ég lít til baka. Mér leið alveg hryllilega illa, bara eins og ein- hverju zombíí. Ég hélt að ég gæti ekki einu sinni orðið ást- fangin aftur. Tilveran var grá. Svo leið árið og þá fór maður aftur að fá áhuga á lífinu. Þá fór ég að leigja hús ásamt góð- um vini mínum sem ég hafði kynnst í meðferð. Við bjugg- um saman í eitt ár, en vel að merkja bara sem vinir. Það ár vaknaði ég aldeilis af doðan- um, allt í einu opnuðust mér allar gáttir. Ég fór að skemmta mér á fullu — nú án þess að drekka — en komst fljótt að því að það var ekkert sniðugt. Það er nefnilega ekkert snið- ugt að verða edrú og halda svo áfram að lifa sama lífinu. Maður vissi ekki betur en að öll spennan fælist í að skemmta sér eftir að líf manns til þessa hafði allt snúist um djamm og að leita sér að ein- hverjum kalli. Að hugsa sér; tilgangurinn með lífinu var alltaf að leita sér að kalli!" Nú er djammið hœtt að toga í þig, í hvaða farvegfór öll sú orka? „Ég á alveg ofboðslega mik- ið af vinum og svo er ég nátt- úrulega í skólanum. Eg er reyndar búin að vera svo bissí að undanförnu að ég þarf eig- inlega að fara þrjú ár aftur í tímann til að finna dauðan tíma og ég er aldrei einmana. Mig er farið að dreyma um dauðan tíma, bara til þess að geta fengið aðeins að sofa út.“ Hvernig tekst þér að draga fram lífið, svona ein í nómi með tvö ung börn? „Maður finnur alltaf ein- hverjar leiðir til þess að bjarga sér. Ég er sörvæver. Fólk sem kemur úr jafnhörð- um heimi og ég kann að bjarga sér. Það er að segja þeir sem lifa af. Ég er samt ekki að segja að það megi taka mitt líf sem æðislega lífsreynslu, síður en svo. Þeir sem fara yfir og geta byrjað nýtt líf eru ofsalega fá prósent. Maður tekur alltaf all- an pakkann með sér hvert sem maður fer. Þú mátt aldrei gleyma hvaðan þú kemur; ef þú gerir það ertu í djúpum skít. Það gengur ekki upp að halda að maður geti sagt bless við fortiðina og farið þannig gegnum Iífið.“ Er þetta svona eins og maður fékk ú tilfinninguna þegar maður var barn að maður yrði allt annar þegar maður yrði stór? „Já, eitthvað í þá áttina. Þeg- ar manni hundleiðist er ein- mitt gott að staldra við og hugsa kannski fimm ár aftur í tímann og spyrja sjálfan sig: Hafði ég það betra þá? Maður verður að geta sett samasem- merki þarna á rnilli." Ertu þú núna farin að glíma við það sem kallast „venjuleg“ dagleg vanda- múl? „Reyndar held ég að það sé aldrei neitt normalt í kringum mig. Það er alltaf mjög mikið að gerast í lífi mínu og svo er ég auðvitað svolítið geggjuð." Hvernig sústu lífið fyrir þér sautjún úra? „Ég hef aldrei haft neina framtíðarsýn fyrr en nú. Það var enmitt allaf verið að spyrja mig að þessu, — einn dagur var alveg nóg fyrir mig. En loksins er ég farin að horfa til framtíðar og það finnst mér mjög gaman. Nú horfi égjrang- að og ætla þangað. Ég er meira að segja búin að ákveða hvað ég ætla að gera eftir fimm ár,“ segir hún dularfull og neitar að upplýsa það frek- ar. Til þess að ögra aðeins bætir hún við: „Það er ofsal- ega spennandi." Ég hef heyrt því fleygt að þú sért rammgöldrótt kona? „Nei, ég get nú ekki sagt það, en ég fæ oft atburði, sem eiga eftir að gerast, sterkt á til- finninguna. Oft hef ég ekki trú- að þessari tilfinningu minni, en hef svo alltaf fengið það í skallann aftur af því að hún reynist rétt. í dag hef ég lært að hlusta stundum á sjálfa mig, en er ennþá að hlaupa af mér hornin. Ég læt ekki stjórn- ast af einhverjum næmleika. Þetta eru frekar hugboð, eitt- hvað sem ég fæ sterkt á tilfinn- inguna. Ég hef aldrei fengið hugboð sem ekki hefur stað- ist. Mig hefur líka tvisvar dreymt fyrir miklum erfiðleik- um, fengið þessa vondu til- finningu en ýtt henni frá mér, en í bæði skiptin hefur það komið fram.“ Á þetta ekki einmitt við um okkur flest, við hlustum ekki á eigin hugboð? „Við hlustum alltof lítið á okkur sjálf, en svo er alltaf auðvelt að segja 'eftir á: Ég vissi það. Stundum kemur það líka fyrir að fæ ekki einu sinni hugboð heldur bara segi hluti sem standast, — eitthvað sem rennur bara spontant út úr mér. Einhvern tíma í bríaríi sagði ég við systur mína, sem hafði lengi reynt að eignast börn: „Æi hafði ekki áhyggjur, þú átt eftir að eignast fullt af stelpum.“ Og viti menn: Hún varð ólétt hvað eftir annað og á nú þrjár stelpur. — Þetta veltur upp úr mér án þess að

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.