Helgarpósturinn - 17.10.1996, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 17.10.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1996 11 WBBBR , »». Petta er hefðbundin skáldsaga í dagbókar- formi. Söguna segir ungur Englendingur sem kemur hingað til lands upp úr 1870 og ég falsa semsagt dagbók sem hann færir hér,“ segir Guðmundur Andri Thorsson um skáld- sögu sína íslandsförina, sem er að koma út hjá Máli og menningu. Þetta er þriðja skáldsaga Guð- mundar Andra. Sú fyrsta, Mín káta angist, kom út 1988, en næsta bók, fs- Ienzki draumurinn, kom 1991. Söguna segir ungur Eng- lendingur sem kemur hingað upp úr 1870 og ferðast um landið. Þetta er jöfnum hönd- um sagan af honum sjálfum og því sem hann er að hugsa, og svo því sem ber fyrir augu hans. Hefðbundin skáldsaga, segir þú. Ástarsaga? Já, ástarsaga með spennu- ívafi, þar sem glæpir og undir- ferli koma líka fyrir. Þetta er þó ekki ádeilubók. En hver er boðskapurinn? Ég er svo nýbúinn að skrifa þessa sögu að ég er eiginlega ekki búinn að átta mig á því hver boðskapurinn er. Eg býst við að hann liggi í einhverri tilfinningu fyrir landi og þjóð, tilfinningu sem gengur eins og rauður þráður í gegnum frá- sögnina. Af hverju ertu að bregða þér í líki Englendings frá síðustu öld og láta hann lýsa landinu og fólkinu fyr- ir íslendingum nútímans? Vegna þess að mér leiðist nútíminn og ég botna ekkert í honum. Sjálfur er ég frá 20. öld og þess vegna úr takt við það sem er að gerast núna, þótt ég sé náttúrlega að skrifa fyrir íslenzka lesendur. Það er nærtækt að láta Englending frá síðustu öld segja þessa sögu. Á þeim tíma var ísland í tízku á Énglandi. Þar var fullt af ríkum aðalsmönnum sem höfðu ekkert annað við tím- ann að gera en þvælast um heiminn og skoða hann. ís- land, þetta afskekkta og óspillta land í norðri, heillaði þessa menn, og með því að bregða mér í líki eins þessa fæ ég tækifæri til að líta á fortíð- ina í nýju ljósi. Það hefur fœrzt í vöxt að rithöfundar skrifi fasta pistla í blöð eða flytji þá í Ijósvakamiðlum. Þú ert einn þessara höfunda. Hver er tilgangurinn? Slík ritstörf eru liður í því að taka virkan þátt í mótun hug- myndalegs umhverfis. Mér finnst þetta verðugt verkefni, enda þótti mér það um tíma galli á íslenzkum rithöfundum hvað þeir voru afskiptalitlir um það sem var að gerast í kring- um þá. Blaðagrein er fullgilt listform. Það skildu gömlu höf- undarnir, menn eins og Halldór Laxness, Þórbergur og Haga- lín. Þeir gerðu mikið af þessu. Þeir voru sýknt og heilagt að skipta sér af einhverju sem þeir þurftu ekki að láta sér koma við. Samt töldu þeir ekki eftir sér að gera það, og nú er þetta aftur að færast í vöxt, ekki bara hjá rithöfundum, heldur hjá fólki í öðrum listgreinum líka. Margir þeirra pistlahöf- unda sem hafa sig mest í frammi segja sjaldnast neitt nema í hálfkœringi. Hvernig stendur á því? Við erum börn lýðveldistím- ans. Við erum af þessari hálf- kæringskynslóð og kunnum sennilega ekki að tala nema í hálfkæringi. Það stafar senni- lega af því að við erum dekruð og feit. Við höfum ekki Ient í neinu. Ef ekkert hendir mann þá hefur maður ekkert lífsvið- horf. Við sem erum af hálfkær- ingskynslóðinni stöndum frammi fyrir því að þurfa að koma okkur upp lífsviðhorfi. Áslaug Ragnars. Að sér upp lífsvidhorfi Omagar nútímans Lífsleiðinn Mikael Torfason er virkilega leiður á lífinu Aokkar dögum virðumst við vera orðin laus við for- dóma gagnvart þeim sem minnst hafa mátt sín í gegnum aldirnar, þá á ég fyrst og fremst við homma og konur. Eflaust eru margir ósammála mér og röfla um launamál og réttinn til kristilegrar giftingar. Sannleikurinn er sá að þjóðfé- lagið er búið að sætta sig við samkynhneigð. Hvorki karlar né konur kippa sér upp við að sjá Antonio Banderas kyssa alnæmissmitaðan Tom Hanks. Samkynhneigt fólk nýtur al- mennrar virðingar ef ekki öf- undar í samfélagi nútímans. Hommar og lesbíur hafa það best: Engar bleyjur, engir barnavagnar né bílstólar á ok- urverði frá VÍS. Allir virðast vera farnir að öfunda homma. Tveir karlar spókandi sig á kaffihúsum borgarinnar vað- andi í kvenfólki sem þeir kæra sig ekki um. Svo virðast þeir (eða svo segir Páll Óskar) lifa fjölbreyttu og mjög virku kyn- lífi. Við hinir, sem ekki erum þeirri lukku gæddir að hafa fæðst sem hommar, eyðum meirihluta ævinnar í að tæla konur okkar til mökunar. Svo virðist líka sem hommar hafi bæði vit og gæfu til að njóta ör- uggs kynlífs á meðan við hinir ráðumst á allt sem hreyfist og kveinum hástöfum ef við heyr- um minnst á getnaðarvarnir. Af þessu getur maður ályktað sem svo að framtíð heimsins felist í samkynhneigð. Og að Grikkir hafi haft rétt fyrir sér þegar þeir fóru í baðhúsin til að gamna sér á föngulegum ólympíupiltum og notuðu kon- ur sínar einungis til að ala sér erfingja. Sjálfir voru þeir sömu liðleskjurnar og nútímakarl- maðurinn innan veggja heimil- isins. Á stríðsárunum börðust hommar við að viðurkenna ekki samkynheigð sína. Svo þegar „frjálsræði" hippanna kom fóru drengir og stúlkur að spyrja sig að því hvort einhver efi væri á kynhneigð þeirra. I dag reyna ungir piltar allt sem þeir geta til að afsanna ömur- lega gagnkynhneigð sína. Þeir fara á „drag“-kvöld, íhuga al- varlega hvort það sé Cindy Crawford eða William Bald- win sem hafi haft þessi áhrif á blóðstreymi líkamans og í menntaskóla hér í borg ganga jafnvel þær sögusagnir að pilt- ar sjúgi getnaðarliminn hver á öðrum í gegnum plastpoka ein- ungis til að athuga hvort þeir hafi hjartað í blessaðan hommaskapinn. Svo er vart til sá antisportisti sem ekki leggst á bæn við annaðhvort náms- ráðgjafa eða sálfræðing biðj- andi um undanþágu frá leik- fimi, sökum þess að í hvert sinn sem hann sér félagana striplast um sturtur og bún- ingsklefa íþróttahússins fái hann holdris. Ég hef ekki enn minnst á lesbíur því ég tel það óþarft vegna þess að þær eru konur og fordómar framtíðarinnar beinast eingöngu að gagnkyn- hneigðum karlmönnum. Ef Vig- dís Finnbogadóttir hefði til dæmis heitið Vignir Finnboga- son hefði hún aldrei orðið for- seti. Einstæðum karlmanni með ættleidda dóttur hefði verið úthúðað af fjölmiðlum sem barnaníðingi og pervert. Gagnkynhneigðir karlmenn eru bara ómagar og til algjörr- „Samkynhneigt fólk nýtur almennrar virðingar ef ekki öfundar í samfélagi nútímans. Hommar og lesbí- ur hafa það best: Engar bleyjur, engir barnavagnar né bílstólar á okurverði fráVÍS." ar óþurftar. Konur hafa allt fram yfir þá. Þær eru miklu betri uppalendur, stjórnendur og svo mætti lengi telja. Karl- menn hafa ekkert fram yfir konur, þeir eru hreinlega verri helmingurinn. Hverjir fundu til dæmis upp bílinn og byssuna, klufu atómið og hafa kúgað konur í gegnum aldirnar? Það voru alltént ekki samkyn- hneigð göfugmenni! Ein heimspekilegasta skáld- sagnapersóna samtímans, Ignatíus J. Reilly, sagði að lausn vandamála heimsins fælist í samkynhneigð. Ef allir karlmenn væru hommar yrðu vígvellir heimsins að allsherjar kynsvalli og offjölgun mann- kynsins yrði ekki til að minnast á í framtíð hins samkyn- hneigða heims. Konum yrði síðan skammtað djúpfrystu sæði eftir hagfræðilegum þörf- um heimsins. Og hægt yrði að bóka það að einar myndu þær ala börnin miklu betur upp en með hjálp liðleskjanna; gagn- kynhneigðra karlmanna. Við neyðumst því til að horfast í augu við að verða brátt út- dauðir. Það eina sem við get- um gert er að vona að sonum okkar hlotnist sú gæfa að vera hommar svo þeim verði hrein- lega ekki slátrað á altari dóms- dagsins. Líklega er þetta bara heimsendirinn sem talað er um í Biblíunni; endalok karl- kynsins í þeirri mynd sem við þekkjum það. KONUR OG HOMMAR MUNU ERFA JÖRÐINA!!! Höfundur fyrirlítur sjálfan sig fyrir aí vera bara gagnkynhneigð liðleskja...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.