Helgarpósturinn - 17.10.1996, Blaðsíða 32
0
HELGARPOSTURINN
17. OKTÓBER 1996 41. TBL. 3. ÁRG. VERÐ 250 KR.
Miklum sögum hefur farið af meintum starfslokum
Elínar Hirst fréttastjóra á Stöö 2. HP birti fyrir
skömmu frétt þess efnis og hafa fleiri fjölmiðlar fylgt í
kjölfarið. Þá hefur verið þrástagast á því að arftaki Elín-
ar sé Páll Magnússon, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2
og sjónvarpsstjóri Sýnar. Hann hvarf sem kunnugt er frá
störfum á Stöð 2 vegna deilna hluthafa fyrirtækisins á
sínum tíma. Heimildamaður HP á fréttastofu Stöövar 2
sagði að erfitt væri að ráða í stöðu mála þar á bæ og
skjótt gætu veður skipast í lofti. Elín nyti fulls trausts
starfsfólks fréttastofunnar en alls óljóst væri um af-
stöðu meirihlutaeigenda fyrirtækisins. Bætti sami
starfsmaður því við að starfsfólkið frétti reyndar allar
mögulegar breytingar á starfsmannahaldi fyrirtækisins síðast af öllum.
Þær kæmu alltaf fyrst fram í DV, sem er talið vera opinber fréttastofa
meirihlutaeigenda íslenska útvarpsfélagsins, sem jafnframt eiga veru-
leg ítök í því blaöi...
Meira um Elínu Hirst, fréttastjóra Stöðvar 2. Minnugir þess
hvert starf Ingva Hrafns Jónssonar var eftir að hann lét af
störfum sem fréttastjóri á stöðinni velta gárungar því nú fyrir sér hvort
Elfn Hirstverði næsti Bingólottó-stjóri...
Peir félagar T Kjól & Anderson, eöa Gus Gus-gengið svokallaða, eru
aldeilis að gera góða hluti þessa dagana. í síðustu viku haföi um-
boðsskrifstofa amerísku pönk-danssveitarinnar Nine Inch Nails sam-
band við þá og bað um að næsta myndband þeirra yrði gert af Kjól &
Anderson. K & A eru að sjálfsögðu í sjöunda himni með þennan mikla
heiður en allt bendir til að þeir verði að neita bón þessari vegna anna.
Útgáfa þeirra í Evrópu og Bandaríkjunum er komin á fullt og næstu níu
mánuði eru Gus Gus fullbókaðir. Meðal skemmtilegra hluta sem eru í
undirbúningi má nefna 20 mínútna stuttmynd sem ber heitið Home is
where you’re happy, kúrekamynd innblásin af samnefndu Willie Nel-
son-lagi. Flest bendir til að frumsýning þeirrar myndar verði í Cannes
næsta vor...
Meira um Kjól & Anderson. Polyester Day, hin geysivinsæla smá-
skífa þeirra, er ófáanleg á íslandi um þessar mundir, plötukaup-
endum til mikillar armæðu. Enginn bjóst við svona miklum vinsældum
og dreifingarsamningar plötunnar lágu því ekki fyrir. Þeir félagar Bald-
ur, Sigurður, Stefán og Steph eru því að drukkna í samningamálum
þessa vikuna við að reyna að koma plötunni í búðir. Þeim hefur reynd-
ar bæst liðsauki, því nýlega var ráðin til fyrirtækisins ung, skoskættuö
kvikmyndageröarkona, Susan Pettie, sem hefur eytt síðustu misser-
um í feröalög með hinni heimsfrægu danshljómsveit ORB. Vonandi
kemst smáskífan sem fyrst í búðir, því í vikunni verður mynd sem gerð
var við lagið frumsýnd á MTV og á næstunni munu íslenskir kvik-
myndahúsagestir geta barið undrið augum...
I®
ff
P
mm isiís siiiniiisiuiittsniKmsii *ai
^ASTLFROCj^
Visit the STRIPTEASE wefa site at http://strip-tease.com
. ____________ EMI Records
oMswi sfflj®nwa secoœg mm on a* u ccros
FRUMSYND 18. OKTOBER
CTDÍBATÍ.
LAUCAFtAS
i n
REGNBOGINN
SKIFAN
Það eru milljónir
á miðanum
09 í þættinum
Mundu
að ski/a
afrifunni
og 13-16
552 2211
Ritstjórn:
552 4666
Fréttaskotið:
552 1900
Símbréf:
552 2311
Auglýsingar:
552 4888