Helgarpósturinn - 17.10.1996, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1996
'.m
Rannsóknir hafa leitt í Ijós aö fyrirtíðaspenna kvenna
hefur áhrif á aukna tíöni afbrota og sjálfsvígstilrauna
og misnotkun áfengis. Helga Ólafsdóttir upplýsir aö
farið sé aö taka tillit til hormónamagns líkamans í
meöferö ofbeldisglæpa og aö fyrir því hafi skapast for-
dæmi aö efnafræðilegt ójafnvægi sé viðurkennt sem
áhrifaþáttur í meðferö dómsmála.
Fyrirtíðaspenna
'
spennu. Einstaklingar bregð-
ast misjafnlega við svipuðum
lífeðlisfræðilegum breytingum
en það sem einna helst telst
hafa áhrif á þessa spennu er
áldur kvenna, en verstu ein-
kennin koma fram á aldrinum
30-40 ára. Fyrirtíðaspennan er
talin versna með árunum en
hún gerir oftast vart við sig eft-
ir 25 ára aldur. Aðrir áhrifa-
þættir eru tilfinningaleg
streita, óhollar matarvenjur,
ónóg hreyfing og hliðaráhrif
getnaðarvarnapillu.
Konur sem eru vel meðvitað-
ar um líðan sína geta notað fyr-
irbyggjandi aðgerðir gegn
þessum skapgerðarbreyting-
um og notfært sér ýms varnar-
viðbrögð.
Helstu fyrirbyggjandi aðferð-
ir sem mælt er með er að halda
sér uppteknum, taka B6-víta-
mín, hreyfa sig, gæta vel að
næringu og forðast áfengi og
tóbak. Svo má nota flóttaað-
ferðir eins og að leggjast í
dvala og sofa svo engin hætta
ætti að vera á að þær skaði
sjálfa sig eða aðra. Einnig geta
utanaðkomandi þættir skapað
að hluta til þessa spennu, til
dæmis umræður um fyrirtíða-
spennu, en þá getur verið erfitt
að sjá út hver sé orsökin og
hver afleiðingin. Þær geta not-
að þetta fyrirbæri sem afsökun
fyrir eigin hegðun og fyrir að
umturna öllu í kringum sig.
Súkkulaðivörnin
Rannsóknir á fyrirtíða-
spennu hafa leitt í ljós aukn-
ingu á misnotkun áfengis,
sjálfsvígstilraunum og afbrot-
um frömdum af konum sem
þjást af fyrirtíðaspennu. Helsti
áhættuhópur kvenna til sjálfs-
vígstilrauna er útivinnandi
konur. Ástæðan er aukin
ábyrgð og álag. Fjölmargar
rannsóknir á ofbeldisglæpum
„Sama hversu fullkomin
dömubindin væru; þau
kæmu ekkiíveg fyrirað
hún kvartaði yfir óhrein-
um sokkum á eldhús-
borðinu.11
+
sýna að þeir eru langalgengast-
ir í vikunni fyrir blæðingar.
Rannsóknir meðal kvenfanga
hafa sýnt að rúmlega 60%
þeirra sem sitja inni fyrir of-
beldisglæpi hafa framið brot
sín í vikunni fyrir blæðingar en
aðeins um 2% í vikunni eftir
blæðingar.
Karl Sæberg afbrotafræð-
ingur segir í samtali við HP
dæmi eins og um Sandie, hér
til hliðlar, frekar undantekn-
ingu en reglu. Þó beri nú meira
á því að tekið sé tillit til horm-
ónamagns líkamans í meðferð
ofbeldisglæpa. Fordæmi séu
fyrir því að efnafræðilegt ójafn-
vægi hafi verið viðurkennt sem
áhrifaþáttur í málsvörn, hvort
sem það er af völdum horm-
ónabreytinga í tíðahring, of
mikils sykurs í blóði eða af
notkun stera. Til að mynda var
nýlega mildaður dómur yfir
bandarískum kraftlyftinga-
manni sem banað hafði eigin-
konu sinni og var vörnin byggð
á tilvísun til truflunar á horm-
ónastarfsemi líkamans í kjölfar
steranotkunar. Annað slíkt
dæmi sem tengist neyslu
ákveðinna efna og ofbeldis-
hegðun er „The Twinkie De-
fense“ eða Súkkulaðivörnin.
Maður að nafni Dan White var
sakaður um manndráp af
ásetningi en hann skaut borg-
arstjóra San Francisco, Ge-
orge Mascone, og aðstoðar-
mann hans, Harvey Milk,
þann 22. maí 1979. Lögfræðing-
ur White byggði vörnina á að
sakborningurinn þjáðist af
þunglyndi vegna lífefnafræði-
legra breytinga í heila. Mat-
aræði hans samanstóð nær
eingöngu af súkkulaðinu
Twinkie og kóki, sem olli því
að of mikill sykur var í blóðinu
sem orsakaði eða brenglaði
efnafræðilegt jafnvægi í heila.
Því dæmdi dómstóllinn hann
fyrir manndráp af gáleysi í
stað morðs af ásettu ráði.
Sama hversu fullkomin
dömubindin eru...
Vitanlega er þetta ekki sam-
bærilegt við tíðahring kvenna
en varpar þó engu að síður
Ijósi á hvernig efnafræðilegt
ójafnvægi getur verið þáttur í
óæskilegri hegðun.
Ljóst er að í lífi kvenna og
fólks almennt eru sumir dagar
erfiðari en aðrir. Hvernig eiga
þeir sem þurfa að umgangast
þessar konur að bregðast við
þessum „erfiðleikum"? Þeir
neyðast til að sýna fullan skiln-
ing og nærgætni þar sem sum-
ar konur fá ekkert við þetta
ráðið. Nærgætni þarf samt ekki
að þýða að allir duttlungar og
þrasmælgi megi leika lausum
hala, eða skilyrðislausa undir-
gefni í nokkra daga í mánuði.
Hún felur frekar í sér skilning á
þessum miskunnarlausu sveifl-
um í konunni sem fylgja þeim
hæfileika hennar að fæða
börn.
Þess vegna sagði ég við vin
minn sem ég minntist á hér að
ofan að ef hann vildi að konan
sín héldi áfram að vera kona
yrði hann að umbera það sem
fylgir því að vera kona. Sama
hversu fullkomin dömubindin
væru; þau kæmu ekki í veg fyr-
ir að hún kvartaði yfir óhrein-
um sokkum á eldhúsborðinu.
Höfundur er poppsálfrsðingur.
Vinur minn sat hjá mér
í kaffi um daginn, en
á ákveðnu tímabili mánað-
arins sést óvenjumikið til
hans. Þá skilgreinir hann
sig sem eins konar flótta-
mann ofsóttan af eiginkon-
unni. Kvenlegt innsæi og
þekking á kynsystrum
mínum leiddi til þeirrar
ályktunar að konan hans
þjáðist af fyrirtíðaspennu.
Vinurinn var eins og lélegt
tímarit sem berst á mánað-
arfresti.
En hvað er fyrirtíðaspenna?
Jú, nafnið gefur til kynna að
það sé spenna sem er undan-
fari tíða kvenna. Konur sem
eru uppspenntar og hafa allt á
hornum sér hafa oft verið
nefndar móðursjúkar, en móð-
ursýki er nú varla réttnefni yfir
fyrirtíðaspennu. í gömlum bók-
um er móðursýki skilgreind
sem legkvilli, enda dregið af
móðurlífinu. Legkvilli taldist sá
sjúkdómur þegar talað var um
að konum leystist ekki girnd,
eða að konur fengju ekki full-
nægingu, og við það töldu
menn að kæmu fram hin fjöl-
mörgu hvimleiðu einkenni
taugaveiklaðra og viðbragðs-
sjúkra kvenna — móðursjúkra
kerlinga eins og þær hafa verið
og eru oft nefndar í daglegu
tali.
Hormónar
og himintungl
Tíðahringur kvenna er eitt
dæmi um hinar fjölmörgu líf-
eðlisfræðilegu sveiflur í lifandi
verum. Orsökina er að finna í
hormónakerfi konunnar sem
frjósemisveru. Þessar sveiflur
einkenna konur í meira mæli
en karla og muninn mætti
skýra með tilvísan til himin-
tunglanna. Eðli karlmannsins
mætti skýra sem gang sólar-
innar sem skín stöðugt allan
ársins hring og eðli konunnar
hins vegar sem gang tunglsins
sem tekur háttbundnum breyt-
ingum á fjögurra vikna fresti;
frá nýju tungli til tunglfyllingar
um miðjan mánuð. Þar sem
konan er í eðli sínu eins og
tunglið fylgir hún mánaðarleg-
um breytingum. Breytingin
sem um ræðir er á skapgerð
hennar fyrir tíðir. Þessi skap-
gerðarbreyting hefur verið
nefnd fyrirtíðaspenna og hefur
hugtakið verið í notkun frá
þriðja áratug þessarar aldar.
Einkenni hennar eru þung-
lyndi, önuglyndi, kvíði, höfuð-
verkur, svimi, lágt sjálfsmat og
aukin streita. Þetta ástand
stendur yfirleitt yfir í 2-3 daga.
Að jafnaði koma einkennin í
ljós um 10-14 dögum fyrir tíðir
og ágerast þar til tíðir hefjast.
Hjá sumum konum halda ein-
kennin áfram nokkrum dögum
eftir að tíðum lýkur. Haldið er
fram að í sumum tilfellum hafi
þessar konur eins konar Dr. Je-
kyll og Mr. Hyde-persónuleika-
klofnun. Þær verða kvikindis-
legar, ofsóknarkenndar og arg-
ar í kringum tíðatímabilið. Þær
æpa á börnin sín í meira mæii,
lenda í rifrildi við maka sinn og
eiga í vandræðum með sam-
skipti við vini og vinnufélaga.
En á ekki reiði rétt á sér eða
eru konur ofbeldisfullar að
upplagi?
Tíðir valda
samskiptatjóni
Ef við skoðum reiði út frá
siðferðislegu sjónarmiði eiga
sumar tegundir reiði rétt á sér,
aðrar ekki. Talað er um „heil-
aga reiði“, réttláta gremju,
óbeit, vanþóknun og þykkju.
„Rannsóknir meðai fanga
hafa sýnt að rúmlega 60%
kvenna sem sitja inni fyr-
ir ofbeldisglæpi hafa
framið brot sínívikunni
fyrir blæðingar en aðeins
um 2% ívikunni eftir
blæðingar.“
Og munurinn á venjulegri reiði
og vanþóknun eða þykkju er
að vanþóknunin er virðuleg,
en reiðin dýrsleg. Jú, við get-
um orðið dýrslegar, enda dýr.
Einhvern veginn verður arf-
leifð okkar að koma fram og í
einhverri mynd. Mögulega fær
kvendýrið hina langþreyttu
reiði fram í skjóli fyrirtíða-
spennunnar. Og að reiðinni yf-
irstaðinni — sem á sér mis-
langan aðdraganda og endist
mislengi — getur það tekið
nargar vikur að bæta fyrir tjón-
ið sem þær hafa valdið í sam-
skiptum við sína nánustu. Þeg-
ar þær hafa loks náð að afmá
eða hlúa að sárunum byrjar
hringurinn aftur.
Versnar með aldrinum
Þessar breytingar á skap-
gerð kvenna eru ekki almenn-
ar, sumar konur upplifa litlar
sem engar skapgerðarbreyt-
ingar fyrir tíðir og aðrar mikl-
ar. Bakgrunnur konunnar kem-
ur þar við sögu og skapgerð.
Konur í andlegu ójafnvægi eru
líklegri til að þjást af fyrirtíða-
spennu en konur í andlegu
jafnvægi. Til dæmis konur sem
átt hafa í útistöðum við lögin
eins og konur í fangelsum; þær
eru líklegri til að sýna fyrirtíða-
Ásökuð um 30 árásir
nokkrum dögum fyrir
blædingar
kæmi eru um að fyrirtíða-
*spenna sé notuð sem vörn
fyrir dómstólum í málum þar
sem konur hafa verið ákærðar
fyrir ofbeldisbrot. Gott dæmi
um alvarleg einkenni fyrirtíða-
spennu er saga hinnar bresku
Sandie Smith, sem starfaði
sem barþjónn í heimalandi
sínu. Hún var sökuð um að hafa
haft hníf í fórum sínum og otað
honum að lögreglu. Áður hafði
hún fengið skilorðsbundinn
dóm fyrir að stinga samstarfs-
konu sína til bana. Við nánari
athugun á bakgrunni Sandie
kemur í ljós að hún hefur verið
sakfelld í nær þrjátíu skipti fyr-
ir árásir og ofbeldisfulla hegð-
un og gert átján sjálfsvígstil-
raunir. Þessi ofbeldisfulla
hegðun átti sér alltaf stað
nokkrum dögum fyrir mánað-
arlegar blæðingar. Lögfræðingi
hennar tókst að fá hinn breska
dómstól til að milda dóminn
vegna hormónatruflana. Síðan
þá hefur Sandie fengið daglega
prógesterón-sprautu og ekki
verið viðriðin glæpi að því er
best er vitað eða brotið af sér á
nokkurn hátt. Þótt dómstólar
hafi tekið fyrirtíðaspennu góða
og gilda sem vörn í málum hef-
ur það þó ekki hlotið almennt
lagalegt gildi.