Helgarpósturinn - 17.10.1996, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1996
25
Kristján Einarsson, ritstjóri Nýrra tíma
Er eldgosið í Vatnajökli upphaf frekaii náttúruhamfara?
Eg trúi ekki á spádóma og fer
ekki eftir þeim. Engu að síð-
ur er spádómur spádómur,
hvort sem hann er tveggja
daga gamall eða tveggja alda
gamall. En hann sannar sig ekki
fyrr en hann rætist,“ sagði
Kristján Einarsson, ritstjóri
Nýrra tíma, þegar hann var
spurður um hvort hann tryði á
spádóma.
Kristján hefur um árabil
kynnt sér ýmsa spádóma um
framtíð mannkyns og lagt þó
nokkra áherslu á slík málefni í
tímariti sínu, sem hefur um
skeið verið útbreiddasta tíma-
rit um andleg málefni hér á
landi. Kristján sagði að fólk hér
á landi sem annars staðar hefði
mikinn áhuga á spádómum
hvað svo sem í þeim fælist.
„Ætli það sé ekki einhvers
konar fantasía sem fólk er að
leita að sem stundum verður
að veruleika. Það eru margir
sem stúdera alla þessa spá-
dóma, sem eru frá mismunandi
tímum og aðilum, og leggja þá
saman og reyna að gefa þeim
einhverja heildarmynd. En
langfæstir þeirra hafa ræst.
Fjölmargir spámenn, eins og
Edgar Cayse, Adam Ruther-
ford og Nostradamus, halda
því fram að íslendingur muni
skipa veigamikið hlutverk í
þeim örlagaríku atburðum sem
eiga að henda mannkyn á
næstu árum og áratugum. Með
því að skoða spádóma þessara
manna sem og annarra er hægt
að finna einhvern meðalveg og
skoða hvaða örlög eiga að bíða
mannkyns. í flestum þessara
spádóma eru sterk rök sem
benda til ófriðar auk náttúru-
hamfara um heim allan. Svo
virðist sem ísland muni fara vel
út úr heimsófriðnum og hér
uppi á hjara veraldar verði
„ljós heimsins", eins og sumir
vilja orða það. íslenska þjóðin
mun hafa allveruleg áhrif á
gjörvalla heimsbyggðina með
ákveðnum fordæmum. í fram-
haldi mun koma fram á sjónar-
sviðið íslenskur leiðtogi sem
hefur mikil áhrif á þróun
heimsmála.
Hvað ísland varðar er hins
vegar margt sem bendir til
þess að hér muni eiga sér stað
vissar náttúruhamfarir og veð-
urfarsbreytingar. Cayse telur
að þessi þróun hafi hafist með
myndun Surtseyjar árið 1963
og árið 1996 hefur ennfremur
tiltekna merkingu hvað fram-
tíðina varðar. í völvuspá Nýrra
tíma er meðal annars sagt til
um ákveðna atburðarás hér á
landi fram til 2008:
Austfirðingar fara illa út úr
þessum hamförum. Það verður
sprungugos fyrir austan Vatna-
jökul á svipuðum tíma og gosið
hefst fyrir sunnan. Það eldgos
verður ótrúlega kröftugt í sjö
til átta daga áður en það fer að
réna. Hraun rennur yfir ótrú-
lega stórt landsvæði og niður
suma firði. Byggð leggst af á
sumum stöðum. Það er eins og
Austfirðir sígi í sjó að hluta.
Norðurland verður einnig fyrir
miklu jarðraski vegna jarð-
skjálfta og breytinga á stöðu
sjávarmáls. Fólk er flutt til
Norðurlands. Fyrirboði þessa
er lítið eldgos í Vatnajökli vest-
anverðum, sem verður lítið
samanborið við sprungugosið
fyrir austan jökulinn. Vest-
manneyingar verða varir við
hamfarirnar því þangað berst
mikil aska en þeir sleppa sjálfir
nema þeir taíci mikinn þátt í
björgunar- og hjálparstarfi.
Vestfjarðakjálkinn tekur mikl-
um breytingum. Það er eins og
vesturhluti þeirra rísi úr sjó en
austurhlutinn sígi niður. Það er
eins og landið skiptist bara, en
samt ekki til helminga. Annar
helmingurinn verður minni en
hinn. Talið er að Vestfirðirnir
brotni frá meginlandinu og
verði Vestfjarða-eyja. Sumir
hafa sagt mér að eldgosið í
Vatnajökli sé upphaf þessara
jarðhræringa en það er of
snemmt að segja til um það.
Spádómur er ekki spádómur
fyrr en hann hefur ræst,“ sagði
Kristján.
Átök í Evrópu
Auk náttúruhamfara bæði
hér á landi og annars staðar í
heiminum er í fjölmörgum spá-
dómum framtíðarinnar fjallað
nokkuð um ófrið þjóða á milli.
Einkum hefur verið rætt um
framsókn múslima inn í Evr-
ópu. Kristján sagði að ef fyrr-
nefndir spádómar væru lagðir
saman kæmi í ljós að átök milli
kristinna og múslima væru ekki
langt undan.
„Nostradamus talar meðal
annars um framrás múslima
inn í Evrópu og í raun erum við
nú þegar farin að sjá nokkra til-
hneigingu í þá átt, meðal ann-
ars í Bosníu og Frakklandi. Ég
held nú að framrásin verði ekki
í formi stórfelldra styrjalda
heldur skæruhernaðar í líkingu
við það sem Frakkar hafa orðið
fyrir á undanförnum árum. í
framhaldi verður mönnum tíð-
rætt um hvaðan and-Kristur
muni koma, en svo virðist sem
hann verði úr röðum múslima.
Jafnvel er talið að hann sé arf-
taki Saddams Hussein, leið-
toga íraks.“
Kristján sagði það athyglis-
vert að um leið og átök brytust
út í Evrópu og víðar í heimin-
um mundi kristin kirkja klofna
og missa áhrif sín. „Er talið að
sú þróun muni eiga sér stað
með tilkomu nýs páfa. Á sama
tíma verður fólk afhuga kirkj-
unni vegna spillingar og leitar í
auknum mæli í austræna speki
hvers konar eins og svo margir
hafa gert í gegnum árin. Svo er
bara að bíða og sjá hvað ger-
ist.“
Nostradamus sagði bæði fyrir
um Hitler og Napóleon.
um Nostradamus, Framtíðar-
sýnir sjáenda og Spádómamir
miklu, hafa fjölmargir spádóm-
ar ræst. I fyrri bókinni, sem
kom út árið 1987, var meðal
annars að finna spádóm um
hrun kommúnismans. Mér
fannst á þeim tíma spádómur-
inn fremur ólíklegur og hafði
hann því aftast í bókinni. Við
vitum hins vegar öll nú hvern-
ig þróunin varð í Austur-Evr-
ópu aðeins tveimur til þremur
árum síðar. í fyrri bókinni er
einnig spádómur um Persa-
flóastríðið og þar er meðal
annars sagt: „Loks reiða hin
blóðugu Bandaríki til höggs.
Honum reynist ókleift að verja
sig á sjó. Milli tveggja fljóta ótt-
ast hann hernaðaraðgerðir.
Hinn dimmleiti og reiði mun
iðrast gjörða sinna. “ Þennan
spádóm túlkaði ég sem hern-
aðaraðgerðir bandaríska sjó-
hersins gegn ríkjum araba.
Eins og kunnugt er er hér um
Persaflóastríðið að ræða, sem
hóst í upphafi níunda áratug-
arins, þegar bandaríski herinn
bendi vígtólum sínum að Sadd-
am Hussein. Spádómurinn
rættist fyllilega en á fyrstu
klukkustundum stríðsins var
herskipaflota Husseins hrein-
lega eytt og Bagdad er milli
tveggja fljóta; Tígris og Efrat.
Hinn dimmleiti og reiði er síð-
an Hussein sjálfur. Ég tel þar-
afieiðandi að spádómar Nostr-
adamusar um framtíðina ræt-
ist að einhverju leyti. Hvort
það verður á okkar tím-
um eða einhvern tíma
síðar er ómögulegt að
segja.
Nostradamus nefnir
aðeins eitt ártal og það
er árið 1999. Flestir
hafa túlkað það sem
svo að þá hefjist þriðja
heimsstyrjöldin af
hálfu Kínverja. Nostr-
adamus segir hins veg-
ar að í sjöunda mánuði
ársins muni konungur
óttans stiga niður af
himni og endurvekja
hinn mikla konung An-
golmois, sem hefur ver-
ið þýtt sem Mongólía.
Ég vil frekar hallast að
því að árið 1999 merki
fæðingu þessa and-
Krists heldur en að
stríðið hefjist. Þá kom-
um við að því að spá-
dóma Nostradamusar
má túlka á marga vegu
og erfitt að segja nokk-
uð til um þá fyrr en þeir
rætast. Vísur hans eru í
upphafi fremur al-
mennt orðaðar en síð-
an fer hann í algjör
smáatriði, sem í fyrstu
hafa enga merkingu fyr-
ir lesandann. Það er
ekki fyrr en eftir að at-
burðurinn hefur gerst
sem hægt er að átta sig
á honum og tengja
hann við mannkynssög-
una.“
Listasigur
í Óperunni
„Master Class er spennandi leikverk og uppbygging
þess bæði sniðug og vel útfærð hjá höfundinum,
Terrence McNally...“
Mbl. 5. okt.
„Anna Kristín Arngrímsdóttir vinnur feiknavel
úr hlutverki sínu og persónan María Callas
verður ljóslifandi...
...Sannarleea sieur fyrir Önnu Kristínu“
DV. 8. okt.
„Marta Guðrún Halldórsdóttir var frábær í sínu
hlutverki og það var unun að heyra hana syngja.“
Mbl. 5. okt.
„Verkið er stjörnuleikur í fyllsta mæli og Anna
Kristín nýtir sér vel möguleikana...“
Dagur-Tíminn 8. okt.
„Þorsteinn Gauti naut sín vel sem undirleikarinn;
með látlausum en hárréttum áhersluin náði hann
að kitla hláturtaugar áhorfenda.“
Mbl. 5. okt.
ISLENSKA OPERAN
__jll || Miðasalan opin tlaglcga frá 15 19 nema mánutlaga.
miðapantanir S: 551 1475
w u’ w / / cc n t r u m. i s / m a s t c r 11 ;i s s
IISLENSKU
ÓPERUNNI
Anna kristín
Marla GuOrnn
raa
Stcfán
IJIcn I'rcytlií
Þorstcinn Gauli
Ejörn