Helgarpósturinn - 17.10.1996, Blaðsíða 27
FlMIVmiDAGUR 17. OKTÓBER1996
27
Vandamálið er þó það að við
eigum ekki alltof marga góða
leikmenn. Okkar menn eru að
spila í neðri deildum í Evrópu á
meðan andstæðingarnir eru að
spila í bestu liðum Evrópu. Við
erum með á annan tug manna í
útlöndum og erum háðir því að
þeirra liðum gangi vel og þeir
séu I góðu formi persónulega til
þess að við getum vænst þess
að liðið sem heild nái betri ár-
angri en hingað til. Ef við segj-
um sem svo að einhver sé ekki í
sínu besta formi þá er ekki,
með fullri virðingu fyrir íslensk-
um knattspyrnumönnum, um
marga góða að velja. Ég er þó
alveg hjartanlega sammála þér
í því að þetta með að yngja upp
liðið er umhugsunarvert sjón-
armið og það er full ástæða til
að skoða það enn frekar hvað
við eigum að gera í náinni fram-
tíð. Við verðum þó að fara var-
lega í alla slíka hluti, við verð-
um að halda eftir reynslu í lið-
inu.“
Mikið rétt, en þetta leiðir
okkur að öðru áhyggjuefni.
Þú virðist ekki hafa fundið
réttu blönduna í liðið.
„Ég fer út í að breyta liðinu
þegar ég tek við. Menn eins og
Kristján Jóns, Daði Dervic,
Þorvaldur Örlygs og Hlynur
Stefáns hafa ekki spilað undir
minni stjórn að undanförnu.
Þarna eru þó nokkrir menn um
þrítugt farnir. Á móti kemur að
við erum ekki búnir að vera
með menn sem ég hefði endi-
lega viljað hafa heila og látið
spila meira. Menn eins og Am-
ar og Eið Smára.“
„Þar var ég ekki með
neinn gamlan hund“
Tapleikurinn gegn Slóven-
um var algjör lykilleikur. Þar
var smá árœði og þor, sem
gáfnaljósin á Mogganum
auglýstu eftir um daginn.
„Fyrir leikinn gegn Rúm-
enum hugsuðu áhorfend-
ur sem svo: „Djöfullinn,
þeir drulluðu á sig úti í
Litháen. Þeirverðaör-
ugglega alveg dýrvitlaus-
ir.“ Fólk er sem sagt farið
að gera útáþessi
óvæntu úrslit. Svoverða
þessi óvæntu úrslit ekki
og þáverða allir
óánægðir."
Fram að því hafðir þú reynt
ýmsar nýjungar; boðaðir
þrjátíu menn hérlendis á œf-
ingar í fyrravetur og skoðað-
ir marga menn. Loksins var
eitthvað nýtt í gangi. Svo spil-
um við gegn Slóvenum og töp-
um stórt, 7-1, fáum rassskell
og þú hrekkur í baklás og
hugsar sem svo: „Eg reyndi
þó að minnsta kosti en það
gekk ekki, best að halda sig
við gömlu góðu formúluna.“
„Eg vil ekki meina að ég hafi
alveg farið í baklás, en eftir
þetta þá tek ég Jolla og Amór í
Íiðið. Næsti leikur eftir þetta
áfall er gegn Möltu og þá vinn-
um við 4-1. í leiknum þar á eftir
stilli ég upp svipuðu liði og við
vinnum Eista 3-0. Þar set ég Eið
Smára inná í 20-30 mínútur og
hann skapar sér ein 3-4 dauða-
færi sem því miður tekst ekki
að nýta. Þarna var kominn mað-
ur sem meiningin var að nota.
Annað dæmi er að Eyjólfur spil-
aði feikivel þarna úti. Fyrir leik-
inn gegn Makedóníu fæ ég svo
þær óskemmtilegu fréttir að
Eiður sé meiddur. Það hefði
getað verið virkilega góð
stemmning að láta strákinn
koma inn í þennan leik.“
Með pabba gamla?
„Jafnvel, já. A þriðju mínútu
þessa leiks þá meiðist svo
Bjarki Gunnlaugs, sem hafði
skorað fjögur mörk í síðustu
tveimur leikjum þar á undan.
Þarna eru farnir þrír menn. Ég
vil taka fram að ég er ekki í
þessari yfirheyrslu til að koma
að einhverju afsökunarvæli. Ég
er einungis að reyna að útskýra
og rökstyðja hvernig málið lítur
út frá mínum bæjardyrum séð.“
(Þegar hér var komið sögu
gat ljósmyndari blaðsins ekki
stillt sig lengur og skaut því að
að allt myndi blessast, — bara
ef það væru nógu margir Vals-
arar í liðinu. Blaðamaður taldi
það varla hægt miðað við
hvernig menn þar á bæ spila og
Logi sagði ljóst að þá þyrfti
hann að mæta í mörg svona
viðtöl.)
Áfram með taktísk mistök.
Var ekki vitlaust að láta rétt-
fœttan mann eins og Bjarka
spila á vinstri kantinurn og
vera með Óla gamla á þeim
hœgri þegar þú hefur um örv-
fœttan leikmann að velja?
„Bjarki var búinn að skora
fjögur mörk í tveimur leikjum
þarna á undan, einmitt á vinstri
kantinum."
Þetta er ekki spurning um
getu eða hœfileika Bjarka,
um þá þarf enginn að efast.
Miklu frekar hitt hvort Einar
.hefði ekki átt sénsinn skilið.
Hann sýndi það og sannaði
þegar hann fékk að koma
inná í sumar. Lagði upp
mark og var þrœlgóður!
„Ég ætla ekki að fara að tína
til einhverjar ástæður fyrir því
að ég lét hann ekki spila. Hann
er mætur knattspyrnumaður
en þarf auðvitað að laga ýmsa
hluti. Ég ætla ekki að verja
gerðir mínar með því að benda
á galla hjá honum sem knatt-
spyrnumanni. Ég blæs líka á allt
tal um að Rúnar Krístins geti
ekki leikið bakvörð. Hann er
þýðingarmikill fyrir okkur sem
sá maður sem getur leyst erfið-
ar stöður og leikið boltanum úr
vörninni."
Það er rétt að Rúni, sem er
upphaflega miðjumaður, er
einn affáum varnarmönnum
íslenskum sem geta spilað
boltanum frá sér.
„Rúni er mjög þýðingarmikill
fyrir vörnina, sérstaklega hvað
sjálfstraust snertir. Þú reyndar
sást ekki leikinn okkar gegn
Tékkum úti.“
Nei, KSÍklikkaði alvegáað
bjóða mér með, þvílíkur
skandall.
„Við verðum náttúrulega að
kippa því í liðinn. En þar lék
Rúni mjög vel og losaði okkur
úr erfiðum stöðum. Hann hins
vegar náði sér ekki á strik gegn
Rúmenum frekar en aðrir. Ef
við ætlum að ná þessum
óvæntu úrslitum sem við vor-
um að tala um áðan verðum við
allir að spila vel. En það hafa
alltof fáir leikið af eðlilegri getu
undanfarna tvo leiki. Það voru
kannski 3-4 leikmenn sem spil-
uðu af eðlilegri getu gegn Rúm-
enum.“
Þarna hittirðu nú á við-
kvœman blett. Er það ekki
einmitt hlutverk þjálfara að
mótívera leikmenn fyrir leiki,
þannig að menn komi eins og
grenjandi Ijón inná völl, til-
búnir að slást um alla bolta?
Ef leikmenn gera þetta ekki
er þá þjálfarinn ekki að
klikka?
„Það er hrein og klár móðgun
við þessa pilta að ætla þeim að
þeir leggi sig ekki fram í lands-
leikjum. Við reynum að stýra
því hvernig menn hvílast og
nærast síðustu dagana fyrir
leiki, en þjálfari ræður ekki
hvernig menn haga sínum und-
irbúningi eða hvernig einkalífið
gengur. Auðvitað hefur það
áhrif á leik manna hvort konan
hendir töskunni í þá þegar þeir
eru að fara í leikinn eða hvort
hún kveður þá með kossi, þó er
ég ekki að segja að það hafi átt
sér stað fyrir tvo síðustu leiki.
Menn verða líka að átta sig á
því að það kunna að vera aðrar
ástæður en hugarástand fyrir
því að mönnum tekst ekki vel
upp á leikvelli. Knattspyrnuleg
geta hlýtur að hafa eitthvað um
þetta að segja. Þess vegna er
ekki hægt að segja að fyrst
Hagi plataði Rúnar Kristinsson
þá hafi Rúnar ekki viljað standa
sig. Hann langi ekki til að spila
fyrir íslands hönd, hann geri
ekki eins og þjálfarinn segir
honum og svo framvegis. Hug-
arfar er einungis einn hluti af
þessu.
Það má líka spyrja sem svo
hvort það eigi ekki að vera
nœg mótívering að vera val-
inn til að leika fyrir hönd
síns lands. Það er œðsti
draumur hvers knattspyrnu-
manns.
Menn hafa viljað slíta þetta
nokkuð úr samhengi. Fyrri hálf-
leikurinn gegn Rúmenum var
ágætur, við sköpuðum okkur
færi. Ólafur Adolfs fékk færi
eftir hornspyrnu frá Rúnari og
Doddi átti ágætt skot og eins og
ég hef sagt, — átti að fá víti.
Þegar við erum svo að kvarta
yfir því að fá ekki víti fara þeir
fram völlinn í fjórum sending-
um og skora.“
Menn vinna sér inn sína
heppni. Það er ekkert öðru-
vísi; menn leggja inn fyrir
sinni heppni. Menn fá ekkert
gefins í þessum bransa. Það
kom líka glögglega í Ijós að
allir Rúmenarnir voru fljót-
ari að hlaupa með boltann
en Guðni boltalaus og hefur
hann verið okkar fljótasti
maður...
„Þarna kemurðu með annað
atriði sem skiptir máli en hug-
arfar og mótívering þjálfarans.
Þegar farið var yfir EM ‘96 kom
fram að einstaklingurinn þurfti
að hafa vöðva, hraða, tækni,
höfuð, leikskilning og geta leik-
ið með hjartanu. Það er hjákát-
legt að taka einn þátt út og
segja: „Við lékum ekki með
hjartanu. Þetta var alveg
ómögulegt." Menn gleyma því
til dæmis að þeir eru fljótari.
Okkar styrkleiki er að finna
góða blöndu, eins og þú segir
sjálfur, sem reyndar hefur ekki
fundist enn. Trausta varnar-
menn sem spila örugga vörn og
spræka stráka frammá. Leikur
okkar í framtíðinni byggist á því
að við getum varist á þröngu
svæði og séum snöggir að
sækja þegar við vinnum bolt-
ann. Við hefðum getað pakkað í
vörn gegn Rúmenum og slopp-
ið með 0-1-tap, en líklega hefð-
um við þá verið spurðir hvers
lags aumingjar við værum fyrir
að reyna ekki að skora á þá.
Það var einlægur ásetningur
okkar að standa okkur vel og
sækja á þá. Klaufamörkin sem
við fengum á okkur gerðu þess-
ar fyrirætlanir að engu. Ég trúi
því og treysti að við eigum eftir
að finna réttu blönduna og
hækka okkur um styrkleika-
flokk úr fjórða í þriðja flokk. Ef
við gerum það þá þýðir það að
það verða þrjú lið fyrir neðan
okkur að styrkleika næst þegar
dregið verður í riðla."
Þú segir við. Ert þú ekkert á
þeim buxunum að segja
starfinu lausu?
„Ég er hvergi smeykur. Ég á
eftir rúmt ár af mínum samningi
og ef ég hætti fyrr þá verður
það að ósk yfirmanna minna."
Má þá vœnta drastískra
breytinga fyrir leikinn gegn
írum?
„Það er mánuður í þennan
leik, ég vonast til að Arnar
Gunnlaugs fari að vinna sér
sæti í Sochaux og að strákarnir
allir bæti sig. Hvort miklar
breytingar verða á liðinu get ég
ekki sagt til um á þessari
stundu, en maður hugsar
margt. Við höfum báðir nefnt
það að við eigum ekki alltof
marga góða leikmenn. Við
hristum örugglega ekki neinar
stórstjörnur niður úr trjánum
núna í október."
Verður Birki Kristinssyni
refsað fyrir þetta heimsku-
lega mark sem hann fékk á
siggegn Litháum ogsvo Rúm-
enum?
„Ég get ekki sagt neitt til um
það. Liðið hefur ekki verið valið
fyrir næsta leik, en ef hann
hefði staðið á línunni hefði
hann líklega gripið boltann..."
„Ef, kannski, hefði,
mundi...“
„Átján rófur á einum hundi.“
Og svo framvegis."
Hefur þú heyrt þann orð-
róm að einhverjir landsliðs-
menn hafi komið að máli við
Eggert Magnússon og sagst
vilja fá Guðjón sem þjálfara?
Þeir séu óánœgðir með stöðu
mála og vilji grípa til að-
gerða?
„Þetta hef ég ekki heyrt, enda
myndi ég sjálfsagt frétta þetta
síðastur manna."
Þetta er eitthvað sem ein-
hver góður maður hefur
búið til. Þetta hef ég ekki
heyrt áður,“ segir Éggert
Magnússon, formaður KSÍ,
um þessa fregn. „Við berum
fyllsta traust til þjálfarans
og stöndum með honum, en
við erum ekki þar með að
segja að við séum ánægðir
með stöðuna. Ég vil vera í
sigurliði og gef mig allan í
mitt starf. Eg vil ná árangri,
en við verðum að vera raun-
hæfir í markmiðssetningu.“
Hvernig sem menn líta á
málin þá hefur landsliðið ekki
staðið undir væntingum, en
það er kannski rétt að gefa
mönnum séns fram yfir leik-
inn gegn írum. En þjóðina
þyrstir í sigur. írar verða erf-
iðir andstæðingar og ef riðill-
inn spilar eins og hann hefur
gert þá eru allt eins líkur á að
við lækkum um styrkleika-
flokk og hvar stöndum við
þá?
Ljúfileiði...
Leikhúsgesturinn
Guðrún Jónsdóttir
arkitekt með Áslaugu Ragnars á frumsýningu
Nemendaleikhússins á verkinu Komdu Ijúfi leiði:
Pað má ekki á milli sjá
hvort er ógeðfelldara,
sannfæring fátæklinganna
um að þeir séu dæmdir til
eilífs aumingjadóms eða
meðfædd sjálfumgleðin og
píslarvætti leiðindanna hjá
yfirstéttinni, í leiknum sem
Nemendaleikhúsið frum-
sýndi í Lindarbæ sl. laugar-
dagskvöld. Komdu Ijúfi leiði
heitir leikverkið sem samið
er upp úr tveimur verkum
eftir þýzka nítjándualdar-
höfundinn Georg Buchner,
en þýðandi er Þorsteinn
Þorsteinsson. Bæði verkin,
Vojtsek annars vegar og Le-
once og Lena hins vegar,
eru þekkt, svo ólík sem þau
eru að inntaki og allri gerð.
Hávar Siguijónsson er höf-
undur leikverksins, ásamt leik-
hópi Nemendaleikhúss Leik-
listarskóla íslands, en Hávar er
jafnframt leikstjóri. Hvað sem
árangrinum líður verður það
að teljast dramatísk hugmynd
að siengja saman svo ólíkum
verkum og reyna að gera að
einu. Því miður hefur það ætl-
unarverk mistekizt. Áhrifin eru
fyrst og fremst ringulreið og
jafnvel leiði, þannig að titill
sýningarinnar hefur þá orðið
að áhrínisorðum.
„Ég verð nú að viðurkenna
það,“ sagði Guðrún Jónsdóttir
arkitekt í hléi, „að ég skil
hvorki upp né niður í þessu.
Hvort þetta er melódrama eða
ærslaleikur er mér ráðgáta, en
það er alltaf gaman að sjá nýja
leikara spreyta sig. Einlægni
þeirra og leikgleði gefa þessu
ákveðið gildi, hvað sem öðru
líður.“
Ekki hafði Guðrún skipt um
skoðun að sýningu lokinni, en
þá bætti hún því við að það
væri leiðinlegt fyrir fólk sem er
að ljúka löngu og ströngu námi
að þurfa að lenda í því að fást
við grautargerð af þessu tagi:
„Ef eitthvað er ættu þeir sem
bera ábyrgð á starfsemi nem-
endaleikhúss að tryggja eftir
föngum að viðfangsefnin séu
pottþétt en ekki einhver von-
arpeningur. Mér fannst ég sjá
hæfileikaríka einstaklinga í
þessari sýningu og suma mjög
efnilega, til dæmis Gunnar
Hansson."
Þrátt fyrir þennan höfuð-
galla er ýmislegt vel gert og
skemmtilega leyst í þessari
sýningu. Leikararnir, sem hér
þreyta frumraun sína, eru
harla sundurleitur hópur, en
mest kveður að þeim Atla
Rafni Sigurðarsyni, í hlutverki
Vojtseks, Gunnari Hanssyni
sem lék prinsinn í Pópó og
Þrúði Vilhjálmsdóttur, prins-
essuna frá Pípí. Maríu, lags-
konu Vojtseks, leikur Katla
Margrét Þorgeirsdóttir. Hefði
hún eflaust komizt betur frá
sínu, hefði persónan verið fast-
mótaðri. Atli Rafn fór vel með
hlutverk Vojtseks, en leið þó
fyrir það eins og Katla Margrét
að persónan sem hann lék var
laus í reipum og lítt sannfær-
andi, auk þess sem báðum var
ætlað of lítið rúm í sýningunni
til þess að þau gætu látið til sín
taka að einhverju marki.
Sá sem fékk bezt tækifæri til
að njóta sín var tvímælalaust
Gunnar Hansson í hlutverki Le-
once. Framsögn hans var með
ágætum, en þrátt fyrir sanna
leiklyst náði hann ekki að túlka
yfirþyrmandi leiða þeirrar
hrokafullu aðalsstéttar sem
hann var helzti fulltrúi fyrir í
sýningunni. Þrúður Vilhjálms-
dóttir túlkaði tilgerðarlega og
innantóma persónu Lenu
prinsessu vel eftir atvikum og
bezt tókst henni upp er hún
tiplaði eins og spiladósardans-
ari inn og út af sviðinu. Inga
María Valdimarsdóttir var
kostuleg í hlutverki einkaþjóns
prinsins og að því litla leyti
sem Halldór Gylfason fékk
tækifæri til að láta að sér
kveða í hlutverkum kóngs og
læknis fór hann vel með þau.
Sérstaklega var kóngsfígúran
spaugileg. Einkaþjón kóngsins
lék Baldur Trausti Hreinsson
með tilþrifum, einkum þegar
hann var að koma þjösna-
skapnum á framfæri. Hildi-
gunnur Þráinsdóttur lék siða-
meistara og hirðmær og átti
góðar rispur í báðum hlutverk-
um.
Telja má að ytra byrði sýn-
ingarinnar hafi heppnazt mun
betur en inntakið. Það var erf-
itt að finna til með lítilmagnan-
um og enn erfiðara að láta sér
vera illa við aðalspakkið.
Sviðsmynd Axels Hallkels var
ásjáleg, að öðru leyti en því að
forljótir listlíkisklumpar drógu
úr fínlegum áhrifum góðrar
lýsingar Egils Ingibergssonar
og hríslna sem voru umgjörð
sviðsins og fóru vel við rauða-
mölina á gólfinu. Búningar
voru afar misjafnir. Til dæmis
verður að teljast hæpið að
hirðmey rokkókóprinsessu hafi
klætt sig líkt og skandínavísk
vinnukona í upphafi þessarar
aldar og umkomulaus barns-
móðir rakara sem hafði lifi-
brauð af því að þjóna aðlinum
hefur fráleitt verið til fara eins
og portkona. Förðun og hár-
greiðslu annast Krístín Thors
og var hvort tveggja ágætt inn-
legg í leikmyndina.
„Hvað sem árangrinum líður verður það að teljast
dramatísk hugmynd að slengja saman svo ólíkum verk-
um og reyna að gera að einu. Því miður hefur það ætl-
unarverk mistekizt.“