Helgarpósturinn - 17.10.1996, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 17.10.1996, Blaðsíða 22
22 FlMIVmJDAGUR 17. OKTÓBER1996 Shit Cerður Kristný, blaða- maður og rithöfund- ur, er að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu. Sagan heitir Regnbogi í póstinum en áður hefur komið út eftir hana ljóðabókin ís- frétt. Gerður lærði frönsku og bókmenntafræði í Há- skólanum, síðan hagnýta fjöhniðlun og eftir að hafa verið bæði au pair-dama og bardama brá hún sér í gervi danskra listunnenda í menningarþáttum hjá Danmarks Radio. Gerður segist nota mikið af dag- lega lífinu í sögunni enda liíi hún við mjög inspírer- andi aðstæður í Norður- mýrinni þar sem rónar víla ekki fyrir sér að kúka í garðana. „Þetta er mjög sósíalrealískt umhverfi,“ segir hún og sama má segja um söguna. Brynhild- ur Þórarinsdóttir lét Gerði bjóða sér í kaffi og Frí- hafnargóss til að ræða nýju bókina, rítstörfin, jafnréttið og hið kvenlega lítillæti sem hún segist ekki hafa fengið snefil af. Það er vafamál hvort maður hefur stigið inn í skáldsögu húsráðandans eða íbúð rithöf- undarins því á veggnum and- spænis dyrunum hangir klukkustrengur, sá sami og skreytir fyrstu síðuna í bók- inni. Neðst er ungbarn og upp strenginn stækkar barnið og þroskast, fylgihlutirnir breyt- ast úr dúkku í skólatösku í tennisspaða og verða ioks að símtóli í höndunum á ungri, settlegri dömu í bleikum kjól. „Þetta erum við segir Gerður og bendir á kjólkonuna. Blaða- maður (sá sem er gestur) finn- ur ekki til neinnar samkenndar með saumuðu konunni. Enn síður virðist neitt líkt með við- mælandanum, sem klæðist Súperman-bol og notar svart naglalakk á tám og fingrum, og blaðurskjóðunni í símanum. „Ég var í Glasgow að leika mér fyrir Nýtt líf“ segir Gerður og reynir að skýra muninn á bolnum og bleika kjólnum, „keypti mér Súperman-bol, helling af bókum og pípuhatt. Svo horfði ég á sjónvarpið, það finnst mér mjög skemmtiiegt. Ertu sjónvarpssjúklingur? Ég er bara með ríkissjón- varpið þannig að ég get ekki komið mér upp sjónvarpssýk- ingu. Úti horfði ég mest á Miss- ing persons og svoleiðis þætti. Ég hef mjög gaman af alls kon- ar „true crimes", einhverju hræðilegu sem hefur gerst í raun og veru. Hryllingurinn, sögur af misþyrmdum gleði- konum, þetta gefur lífinu gildi. Snúum okkur að bókinni, hvernig varð hún til? Ég hef aldrei nennt að skrifa sögur nema ég hafi verið beðin um það eða keppni hafi verið í gangi. Sumarið 1994 var keppni um smásögur fyrir börn sem áttu að hafa þjóð- sagnaminni og ég gerði sögu um barnapíu. Ég er svo raun- sæ, vil bara lesa um það sem ég þekki. Þetta var saga um stelpu sem var að rölta um miðbæ Reykjavíkur með barn í kerru sem hafði lent í slysi og var allt öðruvísi en það hafði verið sumarið áður, eiginlega umskiptingur. Stelpan var allt- af að vitna í stóru systur sína sem var alger töffari. Sagan komst ekkert áfram í keppn- inni en ég iengdi hana eiiítið og sýndi svo Halldóri Guð- mundssyni hjá Máli og menn- ingu. Halldóri leist vel á og sagði mér að gera annan kafla og þá gaf ég stóru systurinni orðið. Það endaði með að ég henti litlu stelpunni. Það sem kom Halldóri á óvart, sagði hann mér, var annars vegar hvað það lægi vel fyrir mér að skrifa prósa og hins vegar að ég skyldi hafa húmor. Það var kannski skiljanlegt, ljóðabókin mín var mjög þung, þar er óskaplega niðurdregin ung stúlka að yrkja. Þú hefur þannig getað fengið yfirlestur eftir þörf- um? Halldór byrjaði að lesa sög- una og svo tók Guðmundur Andri við. Einhvern tímann var ég búin að vera alveg rosa- lega ljóðræn og hafði skrifað um eina persónuna: „Hann er eins og hvíslarinn, kemur inn á sviðið og hvíslar að okkur ef eitthvað óþægilegt er að ger- ast.“ Ég ætlaði meira að segja að skíra söguna Hvíslarinn, mér fannst þetta svo óskap- lega flott líking. Svo kom at- hugasemd frá Guðmundi Andra: Þetta er álíka frumlegt og talkaflinn í „Are you lone- some tonight". Ég tók þetta því út. Heldurðu að þú lesir ekki bara þennan kafla í nœstu bók hans... Jú, hann ætlar örugglega að nota þetta sjálfur. Urðu engir árekstrar um efnið? „Þetta er tippikal byrjendabók, það er svo margt sem maður þarf að koma frá sér, svo sem áliti á femínismanum.“ ens!‘ Ég er mjög slæm með það að mér þykir það sem ég skrifa al- veg rosalega fyndið og ég bara skil ekki þegar öðrum finnst það ekki fyndið líka. Það var til dæmis brandari sem alltaf var sett spurningarmerki við í handritinu en mér og vinkon- um mínum fannst alveg rosal- ega fyndinn. í einum kaflanum var eitthvað alveg vonlaust og ég skrifaði: „Ætli það sé nú ekki bara eins og að stökkva nakinn upp úr köku án þess að hafa neina köku.“ Það væri náttúrlega alveg ferlega neyð- arlegt að hoppa þannig nakinn upp úr engu, en það skildu menn ekki. Ég endaði því með að taka þetta ágæta spaug út. Gefst nœgur tími til að skrifa? Þú ert náttúrlega í fullu starfi. Ég hef lítið að gera á kvöldin og um helgar þannig að ég hef alveg nógan tíma. Eg er í af- skaplega þægilegri vinnu til að skrifa, maður hitttir alls konar fólk og heyrir alls konar sögur. Ég var einu sinni plötuð til að skrifa í Árbók Slysavarnafé- lagsins, átti að finna öll slys og flokka þau. Þetta var alveg óskaplega skemmtilegt og in- spírerandi. Það var einhver út- lendingur sem datt ofan í Guil- foss og síðan hefur ekkert til hans spurst. Þar er Daníella komin; útlendingurinn sem birtist og hverfur í bókinni. Stœrstur hluti bókarinnar gerist í Kaupmannahöfn, skrifaðirðu hana þar? Ég skrifaði ekkert af sögunni úti, keypti bara kort til að reikna út fjarlægðirnar. Svo birtast frœgir rithöf- undar í sögunni... Sagan hefst á því að Hall- dór Laxness kemur til Kaup- mannahafnar og endar á Pétri Gunnarssyni á siglingu heim. Halldór er að kaupa bók sem heitir „Samlivet fpr og under ægteskabet". Pabbi minn á þessa bók og hún er merkt Halldóri Laxness. Hann hefur strikað undir einhverja síðu þar sem fólk er að slá sig með leðurólum. Halldór Laxness er eins konar aukapersóna í skrif- um Péturs Gunnarssonar þannnig að ég ákvað að gera Pétri sama grikk og gera hann aðpersónu hjá mér. Eg enda á Pétri því hann lýsirþví í bók sem heitir Sykur og brauð þegar hann er að sigla heim frá Hamborg: „Því skáld áttu alltaf að koma heim á skipi og sjá landið rísa úr sæ.“ „Var hann ekki að tala um dömubindi? Ég er löngu búin með 17! Ekki fæ ég mér tattó upp á það. Æ, þettavar nú algjör Hallgríms-brandari. Ef Hallgrímurværi kona hefði hann sagt þetta.“ Góðar flugsamgöngur koma sem sagt í veg fyrir að hœgt sé að vera skáld í dag? Maður ætti eiginlega að þrusast með Norrænu til og frá Færeyjum bara til að sjá landið rísa úr sæ. En svo yrði kannski bara þoka. Það eru ekki bara íslensku skáldin, þú ert líka með heimsmenninguna á tæru, vís- ar óspart í kúltúr sem maður ólst upp við; Sval og Val, Tinna, Simon Le Bon... Hvernig er hægt að lýsa tán- ingsárunum án þess að minn- ast á það þegar maður lá úti á túni að reyna að gera orminn. Það hefur enginn skrifað um þetta. Þótt það sé kannski ekkert merkilegt að vera fyrst til að skrifa um Duran Duran. Og með hvorum hélstu, Wham eða Duran? Ég hélt með U2, mér fannst ég vera allt of mikill töffari fyr- ir Wham og Duran Duran. En mér finnst Duran Duran hins vegar frábærir í dag. Spurning um peninga Hefurðu ekki unnið við eitthvað skemmtilegt sem nýtist við skriftirnar? Einu sinni vann ég á elli- heimili og eftir það læðist allt- af gamalt fólk í sögurnar mín- ar. Síðan var ég bardama í Tunglinu, það nýttist mér þeg- ar ég skrifaði bókina. Það er mjög fyndið að vera bardama. Við urðum að vera í flegnum bolum og æðislega brosmild- ar, annars komu skemmtana- stjórarnir og bönkuðu í borð- ið og sögðu brosiði! Eftir hagnýtu fölmiðlunina komst ég í starfsþjálfun hjá Danmarks Radio. Ég var notuð sem skrifta í menningarþætti en um leið sem statisti. Við vorum alltaf að mynda ein- hverjar sýningar en það var aldrei neinn á þeim þannig að þegar það vantaði konu til að ganga framhjá listaverkunum og skoða þau þá var það Gerð- ur Kristný, „vores islandske praktikant", sem kölluð var til. Hvað með blaðamennsk- una? Ég labbaði bara inn á Tím- ann og fékk vinnu. Síðan var ég á Eintaki og núna hjá Fróða. Bókmenntafólki finnst blaða- mennska svo ómerkileg og spyr af hverju ég fari ekki að gera eitthvað annað. Eins og það væri jafnvel betra að ég væri til dæmis sjúkraliði eða ynni í sjoppu. Mér finnst þetta mikil lítilsvirðing við starf mitt. Þú ert sem sagt ekki að hœtta í blaðamennsku til að gerast rithöfundur? Blaðamennskan er nokkuð sem ég ætla að halda áfram í. Ef ég væri ekki í blaða- mennsku þá gæti ég ekki pikk- að á tölvuna mína með nýj- asta Díor-naglalakkinu, þetta er bara spurning um peninga allt saman. Og ef ég væri ekki í blaðamennsku þá væri ég ekki með persnesk gólfteppi heima hjá mér. Það tæki mig mörg ár að trappa mig niður til að verða blankur listamaður. Hef ekki snefi! af kvenlegu lítillæti Er ekki nóg af blönkum listamönnum, allt fullt af ungskáldum? Það hafa ekki margir komið fram á síðustu árum, helst Sindri Freysson og Friðrik Er- lingsson. Ekkert kvenfólk. Ég skil ekki af hverju það koma ekki fleiri ungar stelpur fram á ritvöllinn. Eru þœr ekki aiveg jafn- mikið að skrifa? Auðvitað eru þær það. Mér þykir ekkert ungt að vera 26 ára með fyrstu skáldsögu. Ég tók einu sinni viðtal við konu sem var fertug og var að gefa út sína fyrstu bók. Ég spurði hana af hverju hún hefði ekki komið fyrr fram á sjónarsviðið og hún svaraði: „Vegna virð- ingar minnar fyrir íslenskri tungu.“ Ég hef aldrei skilið þetta. Ef hún hefði byrjað fyrr að líta á sig sem skáld og byrj- að fyrr að vinna sem skáld þá hefði henni fundist hún vera að vanvirða íslenska tungu. Þetta er eins og trésmiður myndi hætti að smíða af því að hann bæri svo mikla virð- ingu fyrir hefilbekknum. Það er þetta kvenlega lítil- læti, ég hef ekki snefil af því. Þú hefur þá byrjað snemma að skrifa? Ég byrjaði að troða upp í unglingaþáttum með ljóðin mín þegar ég var 16 ára. Fyrsta ljóðið kom í Lesbókinni sama ár og ég var einfaldlega titluð skáld þegar ég var svona ung. Mér fannst það bara ekkert merkilegra en að spila handbolta með Fram eins og vinkonur mínar gerðu. Það er enginn sérstakur heið- ur að vera titlaður skáld, ekk- ert merkilegra en að vera titl- aður pípulagningamaður. Það er meira að segja praktískara að vera pípulagningamaður. Kristján, maðurinn þinn, er líka að gefa út bók, meira að segja í sama flokki hjá Máli og menningu, er ekki mikil samkeppni á heimil- inu? Nei, við vorum búin að skrifa þessar bækur þegar við byrjuðum saman en þegar ein- hverjum dettur eitthvað fynd- ið í hug á heimilinu er eins gott að segja strax „pant nota þetta". Samkeppnin verður ekki erfið því bækurnar okkar eru mjög ólíkar. Hans er fág- aðri og betur unnin, en mín er örlítið flippaðri og mun fyndn- ari. Þótt Kristján sé mikill húmoristi svona frá degi til dags og fyndnari en ég þegar hann er að segja frá þá kemur þetta öfugt út í bókunum. Hefðirðu skrifað bókina eins efþú hefðir verið í sam- bandi á meðan, söguhetjan þín virðist alveg með það á hreinu að sambönd séu for- heimskandi? Það er bara hjá hinum stelp- unum. Mér finnst ég ekkert hafa forheimskast á því að vera með Kristjáni. Ég er ekki algóð Hvernig bók er þetta? Þetta er tippikal byrjenda- bók, það er svo margt sem maður þarf að koma frá sér, svo sem áliti á femínismanum. Býstu við að fá miklar skammir? Neinei. Ég hef það að leiðar- ljósi í lífinu að mér gott barn ber að vera og góðan ávöxt bera og forðast allt hið illa svo ei mér ná’ að spilla. Er þetta til marks um mjög kristilegt uppeldi? Já, þetta er vísa númer tvö í „Ó Jesú bróðir besti“. Lifirðu svona kristilegu líferni? í hverju felst það? Til dœmis að forðast allt hið illa? Ég er ekki algóð. Ég er til dæmis svo rosaleg í kjaftinum að vinir mínir halda að ég sé með tourette-syndromið. Það er þegar ósjálfráð dónaleg orð velta út úr manni þegar minnst varir. Ég vildi helst fá vottorð upp á þetta og ein- hverjar bætur því ekki getur maður verið blaðamaður þeg- ar maður er alger dóni. Stundum er þetta þó það eina sem maður getur gert. Til dæmis þegar ég sat hérna undir glugganum mínum á sjálfan kosningadaginn og var að lesa síðustu gerð af hand- ritinu. Þá varð ég vör við að tveir rónar voru að kúka í runnana í garðinum. Hvað get- ur maður þá gert annað en æða út á svalir og hella sér yf- ir þá? Þeir urðu mjög hissa og bentu mér á að þetta væri góður áburður. Ég varð að trúa því. Svo leið alveg rosal- ega langur tími þangað til það rigndi, þetta er í fyrsta sinn sem ég hef beðið eftir rign- ingu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.