Helgarpósturinn - 20.02.1997, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 20.02.1997, Blaðsíða 6
6 '' BSH HMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1997 Mercedes Benz, árgerð 1983. Eigandi Her- mann Gunnarsson sjónvarpsmaður. Sýndu mér bílinn þinn og ég skal segja þér hver þú ert. Því skyldi ekki allt eins mega lesa „karakter" fólks út úr því hvers konar bíl það velur sér, eins og fötum, litavali, skóm eða einhverju öðru? Bílasalar vita manna best um þau tengsl milli persónuleika og bílavals sem eru mörgum okk- ar hinna með öllu hulin. Við leituðum til tveggja reyndra bílasala, sýndum þeim myndir af fjórum bílum, og báðum þá að lýsa eigendunum fyrir okkur. Það voru þeir Baldur Baldursson hjá Bílasölu Guðfinns og Þorsteinn Gunnarsson hjá Bílasöl- unni Braut sem brugðu sér í gervi sálfræðinga og tókust þetta verk á hendur af stakri bjartsýni Grand Cherokee, árgerð 1993. Eigandi Þórar- inn Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins. Baldur: Hér höfum við mann Þorsteinn: Á þessum bílum Baldur Baldursson hjá Þorsteinn Gunnarsson hjá Bilasölu Guðfinns. Bflasölunni Braut. en kannski ekki jafn djúpri alvöru. Árangurinn er rakinn hér á eftir. Til að lesendur ættu sem auðveldast með að gera sér grein fyrir samræminu milli persónulýs- inga Baldurs og Þorsteins annars vegar og raun- veruleikans hins vegar völdum við bíla í eigu þekktra einstaklinga. Að sjálfsögðu fengu þeir ekki að vita neitt um eigendur bílanna fyrr en Bulinn þmn kemur upp um sem er snar í hugsun og vill fara fljótt yfir. Þessi maður er jafnframt gefinn fyrir þægindi og lúxus. Honum gengur að lík- indum vel í lífinu þangað til að því kemur að hann þarf að stíga á bremsurnar. Þá vand- ast málið. Við skulum alveg láta ósagt hvort hér er talað líkingamál eða átt við brems- urnar í bílnum. eru margir sem ekki hafa efni á því. Eigandi þessa bíls vill láta sjást að hann sé maður með mönnum. Hann vill berast á en bíllinn gæti sem best verið all- ur í skuld. Baldur: Hér er maður sem er gefinn fyrir klassík og stöðug- leika. Þessi maður hefur kannski ekki afrekað nóg í líf- inu til að geta leyft sér að skipta um bíl. Hann langar að vera úti að leika með stóru strákunum en hefur ekki efni á því. Hann á hér hins vegar bif- reið sem gæti enst honum býsna lengi. Þorsteinn: Hér er tvennra dyra Benz. Þetta voru mjög vinsælir bílar. Eigandi þessa bíls gæti verið strákur, svona 25 til 30 ára að aldri. Ég sé ekki fyrir mér að hann sé fjöl- skyldumaður. Mitsubishi Pajero, árgerð 1992. Eigandi Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjórí Sjálfstæðisflokksins. Baldur: Þetta er maður sem hefur gaman af að berast á en hefur í rauninni ekki efni á því þannig að hann tekur kost númer þrjú. Þetta litla merki hérna á húddinu veitir falska öryggiskennd en er í rauninni hægt að kaupa hvar sem er. Þorsteinn: Eigandi þessa bíls er að öllum líkindum fram- kvæmdastjóri. Það er leður- áklæði í bílnum og talsvert í hann borið. Þessa bíla kaupa menn sem hafa talsvert meira en meðaltekjur og eru vel stæðir. eftir að þeir höfðu gefið „sérfræði“álit sitt. Þeim var ekki einu sinni sagt að bílarnir væru í eigu þekktra einstaklinga. Þvert á móti var þeim t.d. gefið í skyn að það gæti sem best verið „plat“ að Volvo heilbrigðisráðherrans skyldi standa fyrir utan Alþingishúsið. Volvo, árgerð 1995. Eigandi Ingibjörg Pálmadóttir heilbrígðisráðherra. Baldur: Þessi maður er form- fastur í hugsun, varkár og ekki gefinn fyrir að taka áhættu og leitar eftir öryggi, sem í þessu tilviki er þó fremur sýnt en gef- ið. Þorsteinn: Hér kemur Volvo. Þetta er dæmigerður „eldri- kalla-bíll“ ef svo má segja. Eig- andi þessa bíls gæti sem best verið ellilífeyrisþegi sem hefur unnið hörðum höndum alla sína ævi og er þar af leiðandi orðinn þokkalega vel stæður eftir ævistarfið. Sidferdi blaðamanna o g einlægni á irkinu Hr. ritstjóri Þakka breytt og betra blað síðan þú tókst við því. Einkum hefi ég ánægju af mörgum greina Þorgeirs, ekki síst rit- deilum hans við Hallgrím Helgason. Heilsíðugrein í síðasta blaði um Elskhugann á irkinu ;-) veldur mér þó nokkrum heila- brotum, fyrst og fremst um siðferði í blaðamennsku og hvenær réttlætanlegt sé að blaðamaður sigli undir fölsku flaggi gagnvart viðmælendum sínum. Ég segi þetta því hvergi kemur fram að blaðamaður hafi sagt viðmælendum sínum, þýskunemendunum eða ein- hverjum öðrum þarna á irkinu, að hún hafi verið blaðamaður. Fólk sem siglir undir fölsku flaggi er auðvitað hluti af irk- inu. En ég þekki fjölmargt fólk sem sækir mikið af ágætum og einlægum samskiptum inn á ir- kið og hittist auk þess í „real- life“. Kynlíf er trúlega lítið brot en ég verð hins vegar var við töluvert daður. Mér finnst greinin gefa heldur slaka mynd af irkinu, jafnvel kynlífi á irk- inu, en e.t.v. veit blaðamaður meira um skyndikynlíf á irkinu en hún vill vera láta þegar hún segist ekki vera stöðugur not- andi! Það er hins vegar spurn- ingin sem ég spyr: hvort rétt- lætanlegt var að blaðamaður „plataði" einhverja sem sækj- ast eftir skyndikynnum á irk- inu eða hvort á að virða þá sem annað fólk. Mitt irk er ein- lægni, hvort sem það er daður eða eitthvað annað. Inn í þetta má skjóta að veru- leikafirring sumra ungra krakka á irkinu (og kannski fullorðinna líka) hefur orðið til umræðu meðal mín og margra sem lærðu á þetta samskipta- form á fimmtugsaldri. Það er eins og þessum krökkum finn- ist allt í lagi að segja ljóta hluti við fólk sem þeir þekkja ekki, skilji ekki að þeir eru að tala við lifandi fólk en ekki tölvu- Ieikjafígúrur. Ekki féll þó blaða- maður Helgarpóstsins í þessa gryfju? Mér svona hálfdatt það í hug og víst er að ég vildi ekki að blaðamaðurinn segði svona frá rás sem ég vissi að ég hefði getað verið inni á, því að á irk leynir innihaldsleysi sér ekki. Reyndar hefur mér komið til hugar að greinin sé tilbúin samtöl við Leon49 og hr. Nice — en þá er verið að plata les- endur blaðsins. Samtalsrásir hafa verið stúderaðar mikið og raunar þekki ég ekki nema brot af þeim rannsóknum. Verðugt er að segja meira frá þessu í blaði sem Helgarpósti sem leggur áherslu á mannlíf. Ég sendi til gamans afrit af grein sem ég skrifaði í Dag í fyrra. Bestu kvepjur Ingólfur Ásgeir Jóhannes- son Eg þakka þér sendinguna og að vekja máls á mikilvæg- um „prinsippum" í blaða- mennsku og notkun irksins. Al- mennt gildir að blaðamenn eiga ekki að villa á sér heimild- ir. Það er hins vegar ekki kvöð á þeim að gefa upp nafn og starfsheiti þegar þeir mæta á opinberan vettvang, t.d. á fund eða mannfagnað. Blaðamaður- inn sem skrifaði greinina taldi ekki ástæðu til að kynna sig í umhverfi sem er öllum opið og fólk gengur undir dulnefni, sbr. Hr. Nice og Leon49. Þeir félag- ar eru „til“ í þeirri merkingu sem maður leggur í tilvist á irk- inu. Ýkjustíllinn á frásögninni átti að gefa til kynna að hér væri um að ræða léttúðugt ferðalag sem ekki skyldi tekið alvarlega. En ég skil það sjón- armið að irkið sé fullveðja samskiptaform og ber að um- gangast það sem slíkt. Kær kveðja Páll Vilhjálmsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.