Helgarpósturinn - 20.02.1997, Side 8
8
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1997
Hvaöa símtal dreymir þig um aö fá?
ífink
„Að Stína vinkona hringi,
eins og hún gerir reyndar dag-
lega, okkur báðum til ómældr-
ar ánægju og skemmtunar, en í
þetta sinn sé hún venju fremur
með jákvæðar fréttir úr dag-
lega lífinu. T.d. það að hún hafi
nýlega farið til spákonu sem
hafi séð peninga, ferðalög og
ótrúiega hamingju í bollanum.
Táknin hafi verið svo skýr að
hún sé búin að kaupa sér lottó-
miða og ætli að heita á mig og
bjóða mér í hnattreisu ef hún
vinnur. Svo hafi hún frétt það
að Björn Bjarna hafi fengið
vitrun og sömu nótt hafi Frið-
riki Sóf ekki orðið svefnsamt.
Daginn eftir
hafi þeir svo
hitzt og farið
að reikna og
komist að
því að það
margborg-
aði sig að tí-
falda fram-
lagið í kvik-
myndasjóð,
vegna þess
að það skil-
aði sér tífalt
inn í þjóðar-
búið. Þeir hafi svo í gleðikast-
inu sem fylgdi á eftir ákveðið
að þrefalda framlög til leikhús-
Tinna; fær Bjöm Bjama vitmn?
anna og hækka
persónuafsláttinn í
150 þúsund. Og
svo séu það frétt-
irnar sem komi
sennilega mest á
óvart, nefnilega
það, að þeir á Vest-
ur-Tímor hafi frétt
af sýningunni okk-
ar A sama tíma að
ári og meiningin sé
víst að bjóða sýn-
ingunni þangað og
svo sé verið að
plana sýningar um alla Nusa
Tenggara-sýsluna og jafnvel
víðar. Og svo...“
Kræf til
kjararaia
Hver sá sem hafði áhyggjur
af framtíð unga íslands getur
hætt því. Börnunum er borgið.
Þetta kom fram í könnun
sem átti sér stað fyrir slysni.
Verzlunareigandi í miðborg-
inni steingleymdi öskudegin-
um og stóð tómhentur þegar
sælgætissóknin hófst. Má
syngja hér? var spurt úr dyr-
unum. Það er ekkert sælgæti
til hér, svaraði Óvinur barn-
anna sakbitinn. Frrrnnnfffff!
sögðu börnin og fóru án þess
að skilja eftir sig eina einustu
nótu. Upp úr hádegi var sekt-
arkennd kaupmannsins mikið
farin að láta á sjá. Gólfið í
verziuninni var orðið að
Grímsvötnum hinum nýju eftir
kvartetta, kvintetta og dúetta,
sem stöppuðu af sér og fóru í
fússi. Um tvöleytið sáu fjórar
litlar telpur aumur á kaup-
manninum og sungu endur-
gjaldsiaust eina vísu. Við það
rénaði biturð hans, allt til
klukkan hálffjögur, að
kallað var án formála úr
dyrunum: Nammið búið
hér?
Iðrunarlaust játaði
hann. Þá lét barnið búss-
urnar vaða í dyraumbúnaðinn
og bölvaði hraustlega á með-
an.
Um lokun heimsótti hann
kaupkona úr næstu verzlun.
Hún var örg, tíu vikur þar til
teppið yrði þurrt og fyrir þetta
var hreytt í hana Bjarnastaða-
beljunum. Þau hefðu nú getað
æft eitthvað!
Aidu? spurði kaupmaðurinn.
Þau urðu sammáia um að
skiptin á innlendri ösku og er-
lendum farða hefðu ekki verið
til góðs. Þeim fannst æskan
hafa misskilið anda hins inn-
flutta siðar, þetta væri þrátt
fyrir allt ekki þjónusta sem
kaupmenn hefðu beðið um,
heldur framtak í þágu gleði og
fegurra mannlífs. Þau vildu sjá
snert af Dick-
ens, já, eða
litlu stúlk-
unni með
eldspýt-
urnar:
Börnin
tækju sér
stöðu,
syngju
eitthvað
fagurt, æft og undirbúið, og
biðu þess svo í auðmýkt að fá
kannski umbun fyrir. En
heimtu ekki launin og slettu
svo tungunni til verksins.
Þessi börn eiga eftir að
verða sterkir aðilar í kjarabar-
áttu framtíðarinnar.
Kynbódn
Það er vandamál fólks sem
rembist við að hrærast í
hringiðu menningar og lista að
því hættir til að hugsa, ekki í
klisjum eða frösum, heldur í
titlum. Að framinni neðan-
skráðri kynlífskönnun skaut
upp titlinum „Lygn streymir
Don.“
Með jöfnuðinn að leiðarljósi
var spurt sömu spurningar og
síðast, en hinn markvisst valdi
hópur sem svaraði var sam-
settur úr 15 ára drengjum.
Spurningin var umorðuð af iilri
nauðsyn, hún var leiðandi til
að ná svari áður en viðfangs-
efnið æddi burt á hjólabretti
og hún var formuð af blygðun-
arlausum fordómum. Dreng-
irnir voru spurðir hverju þeir
vildu fórna fyrir kynlíf. Ekki
gott eða afburða, bara kynlíf
eins og það kemur fyrir af
skepnunni.
100% voru reiðubúnir að
skrópa í einn dag úr skóla til
að stunda kynlíf. Tæplega
100% lýstu sig reiðubúna að
skrópa í viku til kynlífsiðkana
og það þó að þriggja daga óút-
skýrt hvarf ylli brottrekstri og
þeir teldu vonlaust að útskýra
vægi kynlífs fyrir skólastjóran-
um (líklega sökum aldurs
hans). Enginn treysti sér í
mánaðar fjarveru.
En þegar þeir voru spurðir
hversu lengi þeir skrópuðu
launalaust úr vinnu til sömu
verka voru 100% á því að fórna
mætti einum daglaunum, en
allir nema einn töldu það víta-
vert ábyrgðarleysi, fásinnu og
fíflskap að láta sér detta í hug
að leggja vikulaun á altari
ástríðnanna. Þessi eini svar-
aði: Uuuuuuuuu, mánuð, þess
vegna, ég vinn hjá pabba.
Lygn streymir Don. Öll að
sama ósi.
Ítalíu-króníka
Eie;a beir
neyt-
endasamtök?
Ibænum Pantano fyrir norð-
an Róm tók lítil madonnu-
stytta upp á því að gráta blóði.
Teikn sem þessi geta þýtt hið
ýmsasta, en á friðartímum í
hana!
Syngjandi tölvan kann
ekki að beygja nafnið sitt.
„Ég er syngjandl talvan..."
hvíar hún. Hallærislegt!
Tölva á það að vera, f öll-
um föllum.
línan
(69,90
mín.)
100%
strákanna voru reiðu-
búnir að skrópa i einn
dag úr skóla tit að
stunda kyniíf.
Bamalán
- merkir magn en ekki gæði
Viltu eignast vini? Viltu
þekkja einhvern í klukkutíma?
Leiðist þér? Sýndu sjálfsbjarg-
arviðleitni.
Taktu þér stöðu á gangstétt-
arbrún og kallaðu aumlega:
Getur einhver hjálpað blindri
konu yfir götuna?
Fólk streymir að. Ódýrt góð-
verk, að hendast með konu yf-
ir götu. Höfn náð hin-
um megin segirðu:
í hvora áttina er
— þarna —
glerbúðin...?
Þér er fylgt
þangað. Uppi á
þrepinu and-
varparðu: Gler-
verzlanir eru svo
streitandi fyrir blinda... Þú
færð fylgd inn. í næstu verzlun
er litblind kona sem seldi þér
síðast grænt fyrir blátt, en er
það mannúðlegt að nudda
fólki upp úr litblindu? Fylgd
þangað.
Mörgum verzlunum síðar,
lengst vestur í bæ, hengirðu
höfuðið og játar: Ég er ekkert
blind, mér leiddist bara svo
einni...
Það fylgdi ekki sögunni
hvort konan sem framkvæmdi
þetta um daginn uppskar var-
anlega vérzlunarferðavináttu.
meðalárferði kjósa samborgar-
ar styttanna að líta á þau sem
almenna, en djúpa, samúð
með bæjarbúum. Sérstaklega
taka konurnar þetta til sín.
Undur sem þetta hafa fast
ferli. 1. Það uppgötvast. 2. Það
spyrzt. 3. Það nær kvöldfrétt-
unum. 4. Pílagrímarnir
streyma að. 5. Bærinn _
braggast. 6. Styttan fær
áheit og gjafir. 7. Kirkjan
sendir rannsóknarnefnd.
Margt verra getur hent
mann en eiga grátandi
madonnu. Jafnvel þótt
kirkjan viðurkenni hana
ekki sem lögmætt krafta-
verk. Það gerði hún þó í
þessu tilviki. Það vantar
alltaf ný undur til að
kippa reikulum nútíma-
manninum tilbaka til
kirkjunnar.
Þá spruttu höfuðstöðv-
ar neytendasamtakanna
upp, lögðu fram kæru á
hendur rannsóknarnefnd kirkj-
unnar, fóru fram á að blóðsýni
yrðu tekin úr eiganda styttunn-
ar og öllum aðstandendum
hans og þau litningagreind
ásamt blóðtárum styttunnar.
Hér gráta klerkar, hringjarar,
biskupar, orgelleikarar, djákn-
ar og meðhjálparar blóðugum
tárum í beinni, en neytenda-
samtökin haggast ekki.
Eitt sinn voru hjón í Grafar-
vogi, sem voru alltaf að reyna
að láta endana ná saman. En
það var sama hvað þau gerðu;
aldrei tókst að fá endana tii að
mætast, hvað þá kynnast eða
bindast órofa böndum. Ör-
ráða ákváðu þau að halda
veizlu og bjóða öllum endun-
um í þeirri von að þeir næðu
saman.
Konan ryksaug og bjó til
rækjusalat. Maðurinn fékk Ián-
aðan landa og fann útrunninn
appelsínusafa í gámi. Á leið-
inni heim kom hann við í
kirkjugarðinum og kippti með
sér fjórum ferskum krönsum.
Fram eftir nóttu strituðu hjón-
in við að slíta sundur blóma-
vír og stroka út áletranir.
Þegar fyrsti endinn barði að
dyrum var litla parhúsið lík-
ast laut í paradís og andlits-
drættir hjónanna ekki strekkt-
ari en svo að um gat verið að
ræða staðgreidda andlitslyft-
ingu.
Stofurnar fylltust af endum.
Konan smaug um með rækju-
snittur á bakka, maðurinn jós
í glösin og bauð vindla. Bless-
aður og velkominn, sagði
hann við herra Enda, má ég
ekki kynna þig fyrir ungfrú
Barnið: Ertu búin með
peningana??!!
Móðirin: Já.
Barnið: Áttu ekkert í
bankanum?
Móðirin: Útfararsjóðinn
minn.
Bamið: Sækt’ann. Ég gref
þig í garðinum. Og ef þú vilt
frekar láta brenna þig, þá
fæ ég lánað grillið hjá Höllu
niðri og grilla þig, pís bæ
pís. Náð’ í peninginn.
Enda, þið eigið sameiginlegt
áhugamál... en það varð ekki
lengra, því herra Endi hrifsaði
glasið sitt og sneri baki í ung-
frú Enda og hún rak sig af
ásettu ráði í landakönnuna
svo helltist niður. Ekkjufrú
Endi, reyndi maðurinn í
næstu stofu, lof mér að kynna
þig fyrir herra Enda, ég held
þið séuð í sama lífeyrissjóði...
en ekkjufrúin fnæsti og herra
Endi skaut út úr sér fölsku
tönnunum.
Ungfrú Endi, hvað þetta er
fallegur kjóll! sagði konan við
miðaldra enda sem stóð og
reykti Camel oní orkídeurnar
hennar. Finnst yður það ekki
líka? spurði hún enda sem
hún vissi að var nýlega fráskil-
inn. Ærkjöt í lambareifi, fuss-
aði herra Endi og ungfrú Endi
drap í sígarettunni í orkídeun-
um. Þögulir, fúlir, stóðu end-
arnir stakir um allar stofur og
voru með snúð.
Það var sama hvernig þau
reyndu að Ieiða endana sam-
an, þeir vildu ekki mætast.
Þegar strætó var hættur að
ganga flosnaði veizlan upp.
Enginn endi bauð öðrum enda
far. Sumir ösluðu for og eigin
beizkju alla leiðina heim, á
meðan aðrir sátu biturlega
einmana í bílum sínum.
Hjónin skófu snitturnar upp
úr teppinu og töldu brunagöt-
in. Morguninn eftir seldu þau
parhúsið, því þegar endarnir
vilja ekki ná saman, þá verður
að stytta bilið á milli þeirra.