Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 20.02.1997, Qupperneq 11

Helgarpósturinn - 20.02.1997, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1997 11 - er útflutningur á menntafólki næsta skrefið? Isíðustu viku kynntu formenn landssambanda innan Al- þýðusambands íslands sam- eiginlega kjarastefnu sína. Líkt og mörg undanfarin ár er helsta krafa landssambanda ASÍ kjarajöfnun og nú sem fyrr biðlar ASÍ sérstaklega til ríkis- ins svo að af slíkri kjarajöfnun geti orðið. Sú tíð er löngu liðin að ASÍ líti á atvinnurekendur sem sína einu viðsemjendur. í því efnahagsumhverfi sem við búum við í dag er það á allra vitorði að beinar launahækk- anir skila sér ekki alltaf í vasa launþega. Það helgast m.a. af því að skatthlutfallið hefur aukist mikið, hækkun launa kallar á meiri greiðslubyrði lána og verðlag hefur iðulega ríka tilhneigingu til að hækka til að mæta kauphækkunum. Þegar þar við bætist að VSÍ tekur venjulegast þvert fyrir að hækka laun svo nokkru nemi eru samningar með þátt- töku hins opinbera besti kost; urinn. Um það eru ASÍ og VSÍ sammála. Á undanförnum árum hafa kjarasamningar ekki verið gerðir á almenna markaðinum án þess að ríkið hafi komið að samningsgerðinni og tryggt með aðgerðum sínum ákveðið kaupmáttarstig. Eftir að vísi- tölutrygging launa var afnumin með bráðabirgðalögum árið 1983 leitaði verkalýðshreyfing- in nýrra leiða til þess að tryggja umsaminn kaupmátt launa. í kjarasamningum 1986 var samið um svokölluð „rauð strik“ sem áttu að tryggja að ef verðlag breyttist að ráði væri hægt að segja kjarasamningum upp áður en samningstímabil- ið væri liðið. í kjarasamningun- um þar á undan var ákvæði sem tryggði að samningar væru uppsegjanlegir ef gengis- breytingar yrðu verulegar. Kjarajöfnun í þjóðarsáttarsamningunum 1990 var þessu þríhliða samn- ingsformi gert hærra undir höfði en áður. í þeirri samn- ingsgerð sameinuðust ASÍ, BSRB og VSÍ um þau markmið að hemja verðbólguna og vinna gegn atvinnuleysi. Verkalýðshreyfingin féllst á 1,5% kauphækkun gegn því að ríkið legði sitt af mörkum til að bæta lífskjör. Framlag ríkisins fólst í því að halda verðhækk- unum á landbúnaðarvörum og opinberri þjónustu í skefjum. Þá skuldbatt ríkið sig tií að lækka vexti og halda gengi ís- lensku krónunnar stöðugu. í öllum kjarasamningum sem síðar hafa verið gerðir milli þessara aðila hefur samnings- gerðin verið með svipuðum hætti. Þannig var t.d. samið um það í kjarasamningunum árið 1992 að tekjutengja barna- bætur til þess að tryggja kjara- jöfnuð og í kjarasamningunum 1993 var m.a. samið um að lækka virðisaukaskatt á mat- væli. Kjarajöfnun hefur einatt ver: ið eitt helsta baráttumál ASÍ. í fyrsta þjóðarsáttarsamningn- um fékk þessi stefna ASÍ lög- verndun stjórnvalda því að í þeim samningi var ákvæði þess efnis að aðildarfélög ASÍ og BSRB, sem stóðu að samn- ingnum, fengju allar þær kaup- hækkanir sem öðrum verka- lýðsfélögum tækist að semja um. í raun voru ASÍ og BSRB með þessu ákvæði að taka samningsréttinn af öllum öðr- um verkalýðsfélögum. Með öðrum orðum tóku þessi fjöl- mennustu launþegasamtök landsins sér réttinn til þess að semja um kaup og kjör allra launþega. Samningi ríft Þetta kom á daginn þegar ríkið setti bráðabirgðalög sum- arið 1990, en með þeim rifti rík- ið einhliða kjarasamningi sem „Nýleg launakönnun Verslunarfélags Reykja- víkur leiddi t.d. í Ijós að meðailaun félagsmanna sem lokið höfðu grunn- skólaprófi eru ríflega 160 þúsund krónur á mánuði. Meðallaun há- skólamenntaðra VR-fé- laga reyndust hin sömu. ... Þessi samakönnun sýndi að meðallaun karla innan VR eru um 180 þúsund krónur á meðan meðallaun kvenna ÍVR eru um 120 þúsund krónur.“ það hafði gert við BHMR. Þann samning hafði Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi fjármála- ráðherra, undirritað árið áður fyrir hönd ríkisins, en varð nú að afturkalla vegna ákvæðisins í samningi ríkisins við ASÍ, BSRB og VSÍ. Með þeim bráða- birgðalögum var kveðið á um að í stað umsaminnar 4,5% launahækkunar, sem koma átti til framkvæmda 1. júlí það ár, skyldu BHMR-félagar einungis fá þau 1,5% sem þá hafði verið samið um í samningunum milli ASÍ, BSRB og VSÍ. Hæstiréttur staðfesti síðar að setning þess- ara bráðabirgðalaga hefði ver- ið réttlætanleg vegna þess að þjóðarheill hefði verið í veði. Hin lögverndaða kjarajöfn- unarstefna ASÍ var enn á ný staðfest með bráðabirgðalög- um sumarið 1993 þegar úr- skurði kjaradóms um laun æðstu embættismanna ríkisins var hnekkt. Ríkið gerði sér þá lítið fyrir og breytti lögum um kjaradóm svo að viðunandi niðurstaða fyrir aðila vinnu- markaðarins fengist í næsta úr- skurði hins nýskipaða kjara- dóms. Þá ætlaði allt um koll að keyra að loknum síðustu al- þingiskosningum þegar alþing- ismenn samþykktu kjarabót sér til handa sem þeir töldu flestir verðskuldaða. Að vísu voru engin bráðabirgðalög sett í það skiptið, enda góðær- ið opinberlega gengið í garð og auk þess var nokkuð ljóst að þingheimur hefði aldrei sam- þykkt slík lög. Og enn á ný virðast íslendingar yfir sig hneykslaðir af fréttum um að til séu þeir sem ekki eru á þeim kjörum sem flestum lands- mönnum er boðið upp á. Nú æra landann hin háu laun bankastjóra, sem fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Al- þingi leiddi nýverið í ljós. Launamunur með því minnsta sem þekkist Það er haft^ fyrir satt að launamunur á íslandi sé með því minnsta sem þekkist. Hérlendis er sáralítill launa- munur á milli þeirra sem aflað hafa sér sérfræðimenntunar og hinna sem einungis hafa lokið skyldunámi. Nýleg launa- könnun Verslunarfélags Reykjavíkur leiddi t.d. í ljós að meðallaun félagsmanna sem lokið höfðu grunnskólaprófi eru ríflega 160 þúsund krónur á mánuði. Meðallaun háskóla- menntaðra VR-félaga reyndust hin sömu. Hins vegar kom fram í könnuninni að meðal- laun þeirra sem hafa lokið iðn- námi eru heldur lægri eða rúm- lega 150 þúsund krónur. Þessi sama könnun sýndi að meðal- laun karla innan VR eru um 180 þúsund krónur á meðan með- allaun kvenna í VR eru um 120 þúsund krónur. Þótt ekki sé launamunur milli þeirra sem meiri menntun hafa og hinna sem minni menntun hafa er launamunur kynjanna veruleg- ur. Getur hugsast að eitthvert samhengi sé á milli þessara staðreynda? Eitt er víst, jafnlaunastefnan hefur ekki skilað sér í launum sem þorri landsmanna sættir sig við. Samanburður við ná- grannaþjóðir okkar leiðir í ljós að laun eru hér talsvert lægri en þar. Á sama tíma er fram- leiðni einnig minni hér en í ná- grannalöndum okkar. Getur einnig hugsast að eitthvert samhengi sé á milli þessara staðreynda? Engin not fyrír menntun? OÍíkt flestum íbúum ná- grannaþjóða okkar sjá margir Islendingar Iítil not fyrir menntun í atvinnulífinu. Að þeirra mati er hagvöxtur tryggður með framleiðslu hrá- efna sem flutt eru út svo að segja óunnin. Nægir að minna á fiskútflutning okkar svo og álútflutning. Samkvæmt þeim hinum sömu er hagvöxtur auk- inn með því að flytja út meira af hráefnum. Vandinn við slíka atvinnustefnu er að hráefnin eru ekki óþrjótandi og verð- mæti hrávara er hlutfallslega minna en fullunninna fram- leiðsluvara. í samfélagi okkar er þörfin fyrir langskólagengið fólk einna helst hjá hinu opinbera, við störf sem tengjast þeirri þjónustu sem velferðarkerfið veitir. En aðhald í ríkisrekstri hin síðari ár hefur leitt til þess að reynt hefur verið að draga úr launakostnaði ríkisins og kemur það að sjálfsögðu niður á launum þessa fólks. En víkjum þá að spurning- unni til hvers er verið að hvetja ungt fólk til þess að afla sér menntunar sem lítil þörf virðist fyrir og lítils er metin hvað laun varðar. Ómenntaðir með forskot Starfsævi langskólagengis fólks er mun skemmri en þeirra sem hafa litla menntun og jafnlaunastefnan þýðir að þetta forskot verður seint eða aldrei unnið upp. Við þetta bætist að íslenskir námsmenn fjármagna nám sitt sjálfir, venjulegast með námslánum sem tekur alla starfsævina að greiða upp. Það hefði þó verið í anda jafnlaunastefnunnar að greiða námsmönnum laun meðan á námi stendur líkt og tíðkaðist í Ráðstjórnarríkjun- um. En þótt ekki sé þörf fyrir menntað fóik á íslandi virðist spurn eftir starfskröftum þess þar sem framleiðsla er þró- aðri. Ólíkt því írafári sem geng- ið hefur yfir undanfarna daga vegna hárra launa bankastjóra hneykslaðist enginn yfir léleg- um launum taugaskurðlæknis- ins sem bauðst betra starf í út- löndum um daginn. Hins vegar þóttu þau háu laun sem hon- um buðust þar efni í langa frétt. Það skyldi þó aldrei vera að íslendingar hefðu fundið nýja hráefnisvöru til útflutn- ings — sérmenntað fólk? Höfundur Þjóðmálagreinar í síðasta lölublaði, Framtíð hug- myuda og hagvaxtar, var Hörður Bergmann. ■ Nokkur gagnrýni hefur komiö fram á samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og ríkisins um leitarstarf í grunnskólum, meðal annars vegna þeirrar hugmyndar aö skrá niöur þá nemendur í grunnskólum landsins sem hafiö hafa neyslu áfengis eöa annarra vímuefna. Eins hefur veriö gagnrýnd sú fjárhæð sem á aö renna í verkefnið og hún talin allt of lág. Helgarpósturinn haföi samband við Snjólaugu Stefánsdóttur, verkefnastjóra vímuvarnarnefndar Reykjavíkur, og ræddi viö hana um baráttuna gegn vímuefnaneyslu barna og unglinga. Of mikið umburðarlyncfi gagnvart unglingadrykkju Meginmarkmiðið með leit- arstarfi í grunnskólum er, eins og komið hefur skýrt fram í fjölmiðlum að undan- förnu, að við ætlum að reyna með eins jákvæðum hætti og kostur er að koma í veg fyrir vímuefnaneyslu barna og ung- menna og styðja þannig við bakið á foreldrum og börnun- um sjálfum, segir Snjólaug. „Það er umtalsverður hópur barna á grunnskólaaldri sem neytir áfengis og eins er hópur unglinga sem neytir ólöglegra fíkniefna. Þeir sem byrja snemma á drykkju eru í meiri hættu á að leiðast út í neyslu ólöglegra fíkniefna. Það hefur margsannast. í grófum dráttum byggist framkvæmd leitarstarfs í grunnskólum fyrst og fremst á lögum um vernd barna og ung- menna, sem gera ráð fyrir að barnaverndarnefnd sé látin vita ef barn eða unglingur er komið út í neyslu vímuefna. Við munum fylgja þeirri reglu. Megináherslan er að árétta við kennara að þeir taki í nem- endaverndarráðunum á mál- efnum barna og unglinga sem eru í vímuefnaneyslu. Það er til sérstök reglugerð um nem- endaverndarráð sem gerir ráð fyrir því að slíkt sé gert. Kenn- urum verði gert þetta kleift núna, því að skipulagt verður sérstakt úrræði til að veita unglingum og foreldrum þeirra viðeigandi ráðgjöf og meðferð við vímuefnavandanum. Þetta er lögformlega leiðin í þessu máli. Búið er að senda erindið til Tölvunefndar Reykjavíkur, þar sem framkvæmd verkefnisins er rakin. Það er gert vegna þess að umboðsmaður barna, meðal annarra, gagnrýndi hvernig átti að framkvæma leitarstarf í grunnskólum. Því miður varð þetta óheppilega orð, skráning, að aðalatriðinu og fólk einblíndi á það. Því var erindið sent til tölvunefndar til þess að fyrirbyggja það með öllum mögulegum hætti að hægt væri að brjóta lög, bæði á börnum sem og öðrum. Hugmyndin er að senda verkefnið ýmsum aðilum til umsagnar og hefja síðan fram- kvæmd þegar heimild er gefin. Við ætluðum að byrja um miðj- an febrúar en það dregst eitt- hvað, jafnvel fram á næsta haust.“ Nú er leitarstarf í grunn- skólum aðeins hluti af for- varnarverkefninu. Hvað annað er í bígerð? „Það sem þarf að gera er að breyta viðhorfum í þjóðfélag- inu gagnvart áfengisneyslu barna og unglinga," segir Snjó- laug. „Almennt virðist vera mikið umburðarlyndi í þjóðfé- laginu gagnvart unglinga- drykkju og lítið verið aðhafst í þeim málum. Því hefur verið rætt um ýmsar stuðningsað- gerðir fyrir foreldra, til að mynda hvatningarherferð í fjölmiðlum. Stjórnvöld þurfa að styðja foreldra í baráttunni gegn vímuefnanotkun barna og unglinga með ráðum og dáð. Persónulega held ég að við, hinir fullorðnu í þjóðfélag- inu, þurfum að axla þessa Snjólaug Stefánsdóttir, verkefnastjóri Vímuvarnamefndar Reykjavíkurborgar: „Við ætlum okkur að hafa gert Island eitur- lyfjalaust árið 2002 og við þurfum alla þá hjálp sem í boði er ef sá árangur á að nást.“ ábyrgð betur en við höfum gert. Það er ekki hægt að búast við að börnin ein og sér geti sagt nei við fíkniefnum." Það hefur verið gagnrýnt hversu lítið fjármagn er sett í þetta verkefni; „Island án eiturlyfja árið 2002“. Hverju svarar þú þeirri gagnrýni? „Öll verkefni sem eru starf- rækt undir merkjum „ísland án eiturlyfja árið 2002“ eru með sérfjárhagsáætlun. Það á til dæmis við um þetta forvarnar- verkefni inni í grunnskólunum. Eins vil ég Ieggja áherslu á að verið er að virkja til samstarfs og virkrar þátttöku á þessu sviði allar stofnanir, bæði hjá Reykjavíkurborg sem og hjá ríkinu, sem vinna að barna- og unglingamálum, þannig að um mun hærri upphæðir er að ræða í þessu sambandi en tal- að er um. Það þurfa allar stofn- anir í þjóðfélaginu að koma að þessum forvörnum ef góður árangur á að nást og í rauninni ekki bara stofnanir, heldur al- menningur allur. Við ætlum okkur að hafa gert ísland eitur- lyfjalaust árið 2002 og við þurf- um alla þá hjálp sem í boði er ef sá árangur á að nást,“ segir Snjólaug að lokum.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.