Helgarpósturinn - 20.02.1997, Síða 12
12
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1997
V
Helfförin og hversdagslegir
memtamenn og
áHar í kafbátabyrgi
besti vnv bamanna barði
ngm
Var helförin, þjóðarmorðið
á gyðingum í seinni heims-
styrjöld, afleiðing af þýskri
menningu eða sérstökum að-
stæðum í alræðisríki? Tveir
bandarískir sagnfræðingar
deila um ástæðurnar fyrir Au-
schwitch og í nýjasta hefti
Lingua Franca er gerð grein
fyrir ólíkri afstöðu þeirra.
Sagnfræðingarnir Daniel
Goldenhagen og Christopher
Browning eru höfundar met-
sölubóka um helförina en taka
andstæða póla í hæðina. Gold-
enhagen skrifaði Hitler’s Wil-
ling Executioners og leitaðist
þar við að sýna fram á að gyð-
ingahatur í þýskri menningu
væri drifkrafturinn í þjóðar-
morði nasista. Bók Brownings,
Ordinary Men: Reserve Police
Battalion 101 and the Final
Solution in Poland, fjallar um
morð venjulegra manna í vara-
sveit þýska hersins á börnum,
konum og körlum í Póllandi.
„Venjulegir menn“ í bók
Brownings vísar til þess að
mennirnir í varasveitinni voru
ekki stækir nasistar eða ung-
lingar sem búið var að heiia-
þvo. Þeir voru á fertugs- og
fimmtugsaldri og voru iðnað-
armenn, verkamenn og versl-
unarmenn þangað til her-
kvaðningin kom. Á sjöunda
áratugnum var réttað í Þýska-
landi í máli mannanna og við
þau gögn styðst Browning.
Niðurstaða Brownings er að
fremur hversdagslegir þættir
hafi ráðið því að þessir menn,
sem komu flestir frá Hamborg
þar sem nasisminn átti hlut-
fallslega litlu fylgi að fagna,
skutu varnarlausa menn með
köldu blóði. Hermennirnir
hlýddu skipunum og vildu ekki
skorast undan. Yfirvöld kröfð-
ust þess að tilteknu verki yrði
hrint í framkvæmd og menn-
irnir gerðu eins og þeim var
fyrir lagt þrátt fyrir að hafa efa-
semdir. Sjónarmið Brownings
felur í sér að undir ákveðnum
kringumstæðum geti allir
venjulegir menn orðið að
morðingjum. Á sjötta áratugn-
um sýndi sálfræðingurinn
Stanley Milgram fram á það
með tilraunum að fólk er tilbú-
ið til að kvelja meðbræður sína
að því gefnu að fyrirskipun
komi um það frá valdsmanni.
Niðurstaða Brownings er í
sama anda.
Páll Vilhjálmsson
Goldenhagen álasar Brown-
ing fyrir að gefa ekki þýskum
menningararfi gaum. Hann er
talsmaður „staðfestukenning-
arinnar" um helförina, sem
kennir að markvisst var stefnt
að útrýmingu gyðinga, löngu
áður en nasistar settust niður
til að skipuleggja dauðabúðirn-
ar. Browning er aftur hallur
undir fúnksjónalisma sem lítur
til starfshátta þróaðs iðnríkis,
stjórnað af valdastétt með kyn-
þáttafordóma að hugmynda-
fræði. Á sjöunda áratugnum
lögðu sagnfræðingurinn Raoul
Hilberg og heimspekingurinn
Hannah Arendt til frumdrætt-
ina að fúnksjónalísku sögu-
skoðuninni, Arendt með hug-
takinu um hversdagsleika illsk-
unnar (banality of evil) í bók-
inni um réttarhöldin yfir Adolf
Eichmann í ísrael.
Lingua Franca segir einnig
frá bandalagi bandarísku
verkalýðshreyfingarinnar.
AFL-CIO, og háskólakennara. I
Evrópu hefur löngum verið
samstarf og gagnkvæmur
skilningur á milli samtaka
launamanna og háskólaborg-
ara. Stóru jafnaðarmannaflokk-
arnir á meginlandinu og á
Norðuriöndum voru gjarnan
sameiginlegur vettvangur
þessara þjóðfélagshópa. Öðru
máli gegnir um aðstæðurnar
vestan hafs þar sem vinstripól-
itík átti, og á enn, erfitt upp-
dráttar. Leita verður allt aftur
til fjórða áratugarins til að
finna samstöðu á milli mennta-
manna og verkalýðshreyfing-
arinnar í Bandaríkjunum.
Aukin samskipti eru rekin til
nokkurra þátta. Nýkjörinn for-
maður AFL-CIO, John Sween-
ey, er staðráðinn í að breyta
verkalýðshreyfingunni, en það
orð liggur á henni að hún sé
makráð og spillt. Háskólayfir-
völd hafa víða tileinkað sér
sömu viðhorf til starfsmanna
og forstjórar stórfyrirtækja,
sem þýðir að kjör kennara
versna. Hlutfall lausráðinna
kennara hefur hækkað á síð-
ustu árum og í kjölfarið er vax-
andi áhugi í háskólasamfélag-
inu á að stofna stéttarfélög.
í frásögn Lingua Franca af
INTHE
PRANKLIN
FACTORY
_ 4C #»' .Aat>k íts!- 1 VíW'1
Otdinafí
¥ E»ecat!»c«fí
latMJf Raifí
I Spiegel segir frá
álfum á kyndugum stað og valdsmanni sem
misnotaði aðstöðu sína... en hann var líka
fórnarlamb.
Lingua Franca er spurt um forsendur helfarar-
innar og staðan tekin á samvinnu mennta-
manna og verkalýðs í Bandaríkjunum...
samkomum háskólaborgara og
forkólfa verkalýðshreyfingar-
innar ber á sígildum deilum
vinstrimanna um keisarans
skegg, en þátttakendum fannst
samt sem áður mikill sigur að
þessir hópar mættu yfir höfuð
á sama fundinn.
Aftur til Þýskalands. Der Spi-
egel er alvarlegt blað, og menn
skyldu aldrei rugla tímaritinu
hans Rúdolfs Augstein við
Spegilinn sem kom út með hlé-
um á þessari öld, síðast í rit-
stjórn Úlfars Þormóðssonar.
Spiegel er samt ekki laus við
gamansemi eins og má Iesa í
síðasta tölublaði. í Kiel eru
deilur um rústir kafbátabyrgis
frá seinni heimsstyrjöld. Varð-
veislusinnar vilja gera rústirn-
ar að minnismerki en hafnaryf-
irvöld vilja byggja skipalægi og
þjónustumiðstöð þar sem kaf-
bátar foringjans áttu áður
heimahöfn. Spiegel tíundar
rökin með og á móti en nefnir
síðan til sögunnar efnafræð-
inginn Mins Minssen sem
kveðst sannfærður um að hafa
heyrt í álfum í rústunum. Ein-
hvern veginn er erfitt að
ímynda sér álfa á þessum stað
en efnafræðingurinn mælist til
að þeim verði hlíft og rústirnar
látnar óhreyfðar.
Uppeldisfræðingurinn
Bruno Bettelheim lést fyrir
eigin hendi árið 1990 (barbít-
úr, viskí og plastpoki yfir
höfði, samkvæmt krufnings-
skýrslu). Hann var víðfrægur
fyrir bækur sínar og kenningar
um uppeldi, sérstaklega erf-
iðra barna, og veitti stofnun-
inni Orthogenic School í Chic-
ago í Bandaríkjunum forstöðu.
í bókum sínum var Bettelheim
talsmaður ævintýraheims
barnanna og mannúðlegra
uppeldisaðferða, hafnaði m.a.
barsmíðum. Samkvæmt tveim-
ur bókum um uppeldisfrömuð-
inn var hann ekki allur þar sem
hann var séður. Fyrir utan
ómerkilegheit eins og að ljúga
upp á sig prófgráðum frá evr-
ópskum háskólum þverbraut
hann eigin uppeldisreglur,
lagði t.a.m. hendur á börn.
Einstaklingar eins og Bruno
Bettelheim varpa ljósi á vand-
ann sem sagnfræðingarnir
Goldenhagen og Browning
standa frammi fyrir. Bettel-
heim var valdsmaður sem mis-
notaði aðstöðu sína. Auðvelt
er að ímynda sér að hann hefði
ekki verið tregur til óhæfu-
verka íklæddur búningi fanga-
varðar í Auschwitch. En Bettel-
heim var fórnarlamb, hann
komst lifandi úr dauðabúðum
nasista.
Nine inch nails eru á leiðinni með nýtt efni,
albúmið „Impossible pain“ og remix-plötu,
„Improbable pain“. Trent Reznor höfuðpaur
segist hafa verið að fjarlægjast trommuheilann
og nýja platan sé miklu meiri gítarplata en fyrri
verk. Má þar nefna „The Downward spiral“ frá
1994, sem hljóðrituð var í húsinu þar sem
Charles Manson og áhangendur höfðust við.
Enginn ákveðinn útgáfudagur hefur verið til-
kynntur fyrir nýju útgáfuna.
Pulp hefur misst gítar- og fiðluleikarann
Russell Senior sem verið hefur í hljóm-
sveitinni í heil þrettán ár. Fréttir herma að Seni-
or hafi tekið ákvörðun sína vegna löngunar til
að vinna að öðrum verkefnum, aðskilnaðurinn
mun vera í algjörri friðsemd. Þótt hljómsveitar-
menn sjái mikið eftir honum óska þeir honum
alls hins besta í framtíðinni. Pulp er þessa dag-
ana að endurskoða upptökur fyrir næstu plötu,
engar ákvarðanir hafa verið
teknar til að fylla í skarðið eða
hvað bandið hyggst gera varð-
andi tónleikauppákomur á ár-
inu. Einbeitingin er öll á nýju
breiðskífuna og lögin á henni.
Iick cave & the Bad seeds
eru að fara að senda frá
sér nýtt efni. Búið var að til-
kynna útkomu ballöðusmá-
skífuiagsins „Into my arms“ 27.
janúar sem undanfara „The
Boatman’s call“, nýrrar stórrar
plötu, sem kæmi út 24. febrúar.
Þessum útgáfudagsetningum'
var hins vegar frestað um nokkrar vikur og
halda sumir því fram að ástæðan sé orðrómur
um að innihaldið sé „endurútgáfa" á „Murder
ballads” frá síðasta ári.
Lemonheads eru á leið í slaginn á ný með
nýja smáskífu, „Outdoor type“, lag sem er á
plötu Lemonheads frá síðasta ári, „Car button
cloth“. Hljóðblöndun lagsins er í höndum Bobs
Ciearmountain og eitt af aukalögum plötunnar
verður tónleikaútgáfa af „Losing my mind“,
hljóðritað í september. Lemonheads verða á
ferðinni um Bretlandseyjar á næstunni, t.d. Bei-
fast 26.02, Glasgow 01.03, Manchester 05.03,
Bristol 07.03 og London 12.03.
The Shamen hefur gert út frá sama útgáfu-
fyrirtæki og Björk, One little indian, en
vegna ósamkomulags hafa þeir nú sagt skilið
við fyrirtækið. Þeir Colin Angus og
Mr. C voru ekki sáttir við þá hljóð-
blöndun sem plötuútgáfan notaði
við endurútgáfu lagsins „Move any
mountains”. Þeir hefðu kosið að
notast hefði verið við samskonar
hljóðblöndun og var að finna á
breiðskífunni forðum. Útgáfan not-
aði einhver „Beatmastersmix“ og
þeir félagar gengu út. Endurútgáfa
þessa lags er í tengslum við út-
komu safnplötu með Shamen, sem
verður af þessum sökum það síð-
asta sem One little indian gefur út
í með sveitinni.
Kevin Rowland hefur viðurkennt að hafa
stolið hugmyndinni að mesta stórsmelli
sínum, „Come on Eileen", og breiðskífunni „Too
Rye Ay“ frá 1982. Fórnarlambið er
Kevin „Al“ Archer sem var
upphaflega í Dexy’s mid-
night runners og var með
á frumburðinum „Searc-
hing for the young soul“.
Rowland er þessa dagana
með í undirbúningi sólóskíf-
una „My beauty”. Hún mun
innihalda „cover“-lög sem
hafa á einhvern hátt snert
tilfinningar hans í
gegnum tíðina. í
framhaldinu er ætl-
unin að hefja
vinnslu á nýrri
Dexy’s-plötu, en
fyrst endurútgef-
ur Creation plöt-
una „Don’t stand
me down“ í nýj-
um umbúðum
með tveimur auka-
lögum, „Reminisce
part 1“ og „The way
you look tonight".
Beastie Boys, Kula
Shaker, Garbage
og Ash eru nöfn sem
líkleg eru til að troða
upp á breyttri Doning-
ton-hátíð, Monsters ofthe rock. Hún verður í júlí
eða ágúst og stendur yfir í tvo daga en ekki
einn eins og verið hefur. Harðari bönd eru einn-
ig inni í myndinni eins og Offspring, Skunk An-
ansie, Korn og Terrorvision. Áðstandendur há-
tíðarinnar leggja hér aðrar áherslur, enda fari
Mötley crue-aðdáendum ört fækkandi þessi ár-
in.
The Rollins band
er að fara að
senda frá sér sitt
fyrsta efni í meira en
tvö ár. 25. mars
kemur í verslanir
breiðskífan
„Come in and
Burn“. Henry
Rollins er
forsprakki,
eins og nafnið
gefur til
kynna. Hann
hefur fengist
við kvik-
myndaleik, leikur t.d. fangavörð í nýju
myndinni hans Davids Lynch, „Lost
highway”. Hljómsveitin verður á tón-
leikaferð um Bretland um miðjan apríl-
mánuð.
Pað eru fleiri popparar en Liam Gall-
agher sem þessa dagana eru gripnir
með eiturlyf. Gítarleikari Super furry
animals, Huw Bunford, var handtekinn