Helgarpósturinn - 20.02.1997, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 20.02.1997, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1997 15 sleppti hrifsaði Hilmar orðið: „I heilbrigðismálum leggjum við áherslu á að koma núver- andi heilbrigðisráðherra frá!“ „Hún er alveg merkileg, þessi þráhyggja með rekstur ríkisins á núllið," segir Krist- inn. Það er komið út í háska- legar, vægast sagt háskalegar aðgerðir að ætla að bjarga öllu í einni kúvendingu. Það er engu líkara en að niðurskurður og hagræðing fari eingöngu fram hjá hagfræðingum og bókhöldurum sem sjái bara sínar tölur og punktur og búið! Það er engin umræða um hverju ríkið eigi að sinna og hvernig eigi að forgangsraða því! Þetta eru hagfræðingar að semja við hagfræðinga!!“ „Og svo hann Bjöm Bjama- son, við skulum tala um Björn Bjarnason," heldur Kristinn áfram og augljóst er á öllu að ekki er mikinn kærleika að finna í hans garð, „ég vil meina að Björn Bjarnason sé haldinn mikilli biturð út í skólakerfið, sérstaklega framhaldsskóla. Ég hef sterklega á tilfinningunni að honum hafi verið strítt mik- ið í skóla og sé að koma fram hefndum. Það er eins og hann líti fólk sem er hlynnt nem- endafélögum illskuaugum, vegna þess að það vill hafa gaman af því að vera í mennta- skóla endrum og sinnum. Og svo þessi stórkostlega minni- máttarkennd gagnvart fólki sem er menntað í uppeldis- og kennsluvísindum!" „Gallinn við Björn er offors- ið, hvernig hann heyrir ávæn- ing af einhverju úti í bæ og blæs það upp um leið. Gott dæmi um það er Singapúr-mál- ið,“ segir Hilmar." Helvítis kvótinn og ís- firðingafélagið!! Þau setti hljóð öll sömul þeg- ar spurt var út í álit þeirra á kvótakerfinu og fiskveiði- stjórnun á íslandi. Eftir nokkra stund sagði Hilmar: „Það er sárt að vera alltaf hreint spurður út í kvótakerf- ið, bara af því maður á heima á Vestfjörðum. Þetta er eins og ef sá sem býr á Flúðum væri alltaf spurður út í verðlag á sveppum!" Og Kristín Dröfn bætir við: „Ég held við verðum að beina sjónum að einhverju öðru en blessuðum fiskinum. Það er ekki hægt að leiða hann hjá sér með nokkru móti, fiskvinnsla verður um ókomna tíð aðalat- vinnuvegur Vestfirðinga, en samt sem áður verður að hætta að einblína svona á þetta." „Það „er hægt að afgreiða kvótakerfið með einni samsær- iskenningu: Þegar öllu er á botninn hvolft fer öll ákvarð- anataka um kvótamál fram uppi á kontór hjá Herði Sigur- gestssyni." „Það er líka hægt að afgreiða verkalýðsmál með einni sam- særiskenningu: Þegar öllu er á botninn hvolft er Jón Ólafsson að heilaþvo íslenskt þjóðfélag svo að alþýðan skipti sér ekki af hlutum sem máli skipta. Að- alvopnin eru Toni Braxton, Gulli Helga, Þorgeir Ástvalds og Valdís Gunnars!" „Og ísfirðingafélagið, það er nú kapítuli út af fyrir sig. í fé- laginu eru sennilega fleiri en íbúar sveitarfélagsins í dag og það er svo undarlegt, að allir þessir brottfluttu Isfirðingar drekka kaffi og borða pönnu- kökur saman fyrir sunnan og tala um hvað bærinn sé nú fal- legur og syngja „í faðmi fjalla blárra" — í báðum útsetning- um — en vilja helst aldrei stíga fæti sínum hingað sjálf. Félagið heldur úti gagnrýni á ýmislegt sem verið er að gera, s.s. nið- urrif ryðgaðra torfkofa sem hafa ekkert gildi nema einmitt fyrir félagið og meðlimi þess, sem einmitt, koma helst ekki hingað!! Við tökum fullum hálsi undir orð Halldórs Hermanns- sonar í ræðu sinni á árlegu ís- firðingakaffi í Reykjavík nú á dögunum. Hann hvatti alla brottflutta ísfirðinga til að kíkja nú í heimsókn áður en strætó næði að keyra öll húsin niður!!“ Frú Bryndís forseti Nokkur einhugur var á bak- við ástarjátningu hópsins á hjónunum Jóni Baldvini Hannibalssyni og Bryndísi Schram og kváðu mikinn missi hafa verið í honum úr stjórn- málum. Öll vildu þau ólm fá Jón Baldvin vestur á ný, en hann var eins og kunnugt er skólastjóri MÍ um tíma, og helst af öllu Bryndísi í Stundina okkar. „Bryndís gerir ekkert vont og mér fannst rangt af fólki að vera að stríða henni á dagpen- ingunum þarna um árið,“ segir einhver, „það var bara ráðist á hana af því hún var með Stund- ina okkar í gamla daga.“ „Ég held að Bryndís hefði orðið flottur forseti, ég meina, hún er með forsetamenntun. Hún kann frönsku, hefur lært dans, hefur verið fegurðar- drottning og hefur verið á vinnumarkaðnum áður. Full- komið." - Hún hefði kannski orðið betri forseti en Guðrún Katr- ín? „Alveg hiklaust, ekki spurn- ing.“ Það kann að vera táknrænt fyrir þessa síðustu og verstu tíma sem við lifum á að nýtt og ferskt stjórnmálaafl sprétti upp úr uppsetningu á Ieikriti sem fjallar um geðsjúklinga í uppreisn. Eitt er víst, að eitt- hvað annað en óskert skyn- semi ýtti fólkinu í Funklistan- um af stað. Það hefur líklega verið bjartsýni og kraftur æsk- unnar. „Menn verða að sætta skj við niðurstöður“ - segir Þorsteinn Jóhannesson, oddviti sjálfstæöismanna „Það er svo sannarlega ekki undan þeim að kvarta, nema síður sé,“ segir Þorsteinn, að- spurður um hegðan bæjarfulltrúa Funklistans. „Af eðlilegum ástæðum sitja þeir mikið til og hlusta, leggja orð í belg endrum og sinnum, en halda sér frekar til hlés og skoða um- hverfið. Það er ekki langur tími liðinn síðan þeir kynntust þessum störfum í fyrsta sinn, þetta kemur allt saman.“ - En eru þeir teknir fullgildir í bœjarstjórn?Er ekki litið á þá sem stráklinga ípól- itíkusaleik? „Ég get auðvitað aðeins svarað því fyrir sjálfan mig að ég tek þeim sem fullgildum bæjarfulltrúum. Enda ekki stætt á öðru, þeir hlutu löglega og mjög afgerandi kosningu og því hefur enginn rétt til að líta niður á þá. Ég held að enginn geri það. Þeir hafa á fullnægjandi hátt lagt fram mál sem hafa verið sam- þykkt og sinna sínu starfi vel.“ - Varð ekki vart neinnar bit- urðar í herbúðum Sjálfstœðis- flokksins að loknum kosningum? „Nei, alls ekki. Sjálfur var ég hlessa yfir fylgi þeirra, sérstaklega í ljósi kosningabaráttu þeirra, sem var jöfn blanda af gríni og alvöru. Þetta mikla fylgi kom öllum á óvart, ekki síst þeim sjálfum, að ég held.“ - En hinir flokkarnir, voru þeir sárir og bitrir? „Nei, það held ég ekki. Auðvitað fara alíir út í svona lagað með þeim ásetningi að vinna og þá er sárt að tapa. En þeir sem taka þátt í pólitík verða auðvitað að vera menn til að sætta sig við niðurstöður sem fengnar eru úr löglegum kosning- um.“ Á kosningadaginn afhenti Hiimar Magn- ússon, sem skipaði efsta sæti Funk- framboðsins, Þorsteini Jóhannessyni, efsta manni á lista Sjátfstæðisflokksins, blómvönd. Tilefnið var stórafmæli þeirra beggja; Hilmar varð tvítugur en Þor- steinn hálffimmtugur. fyrir matargerð! Við notum eingöngu ferskt og ófrosið grœnmeti, fituhreinsað kjötmeti, glœnýjanfisk, úrvalsflokk af rœkjum, ektajasmin hrísgrjón og coíestrolfríar otíur. hollu 4* Veldu Opiðalla daga frá kl. 11:30-22:00 & rétta línu % ** $ £ Veldu Nings HÁDEGISTILBOÐ ALLA DAGA Sími 5 Suðurlandsbraut 6 Metnaður í matargerð! mmmmm

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.