Alþýðublaðið - 13.11.1970, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.11.1970, Blaðsíða 1
A ALIT MENGUNAR- NEFNDARINNAR iill HÆTTA ENN □ Nefndin, sem annazt hefur rannsóknir á hugsanlegri meng- un gróðurs o. fl. af völdum flúors frá álbræðslunni í Straumsvík, hefur nú sent iðnaðarráðuneyt- inu skýrslu um störf sín. í skýrsl- unni kemnr fram, að athugun á gróðursýnishornum, trjálaufi, barrnálum, grasi og heyi, ieiði í Ijós þá almennu niðurstöðu, að flúormagrn í gróðri sé nú meira en áður mældist, en þó sé það verulega fyrir neðan það magn- gildi, sem vitað er, að valdið geti sýnilegum skemmdum á trjá gróðri eða flúorveiki í nautgrip- um, sem fóðraðir eru á venju- legan hátt. Nefndin var skipuð árið 1967 og hóf hún töku og rannsóknir uði s.l. Álbræðslan hóf rekstur á tímabilinu júlí til september 1969, og eru því fyrir hendi sýn- ishom tekin bæði fyrir og eftir þann tíma. í fréttatilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu varðandi skýrslu mengunamefndarinnar segir, að þetta sé mikilvægt sam- anburðaratriði, þar sem flúor sé algengt efni í öllum jarðvegi, vatni og sjó. Nefndin tók sýnishorn sín á rúmlega 20 mismunandi stöðum í 4—13 km fjarlægð frá álbræðsl- unni, og einnig á tveimur stöð- um í 66 og 78 km fjarlægð, þar ^ sem engra áhrifa gætir frá ál- j bræðslunni eða öðmm iðju- j | rekstri. I Jafnframt voru tekin sýni í sýnishoma af gróðri, jarðvegi, rúmlega 1 km fjarlægð frá ál- vatni og lofti í nágrenni álbræðsl unnar á árinu 1968. Hafa sýni verið tekin síðan reglulega á ári hverju, síðast í septembermán- BLÝ HRJÁIR MENN í OSLÓ □ Andrúmsloftið í Osló er nengaðra blýi en andrámsloít flestra annara borga í Evrópu og Bandaríkjunum, .segir í nýjum niðurstöðum norskra mengunarrannsókna. Blýmagnið í miðbænum á tímabilinu kl. 9—4 á daginn er tólf mikrogrömm í hverjum rúm,metra lofts. Til samanburðar má geta þess, að í Los Angeles finnast ellefu mikrogrömm í rúmm. Blýmengun í andrú.tnsloftinu kemur úr úíblástursrörum bif reiða, segja vísindamennirnir frá norsku iðnrannsóknarstofn uninni, scm ráðgera mjög víð- tækar og umíangsmiklar rann sóknir á aiitlrúnn-iofli í norsk- u,m bæjum og munu þær rann sóknir einnig ná til kolsýrings. bræðslunni, á því svæði, sem sér- staklega var fjallað um í álsamn- ingunum frá 1966, en það var ætíð vitað, að gróður þar í hraun inu gæti orðið fyrir skaðlegum áhrifum, segir í fréttatilkynning- I unni. Nokkur mismunandi sýni voru tekin til athugunar á liverjum stað. Telur nefndin það ótvírætt samkvæmt erlendri reynslu, að greinileg ritneskja um mengun- aráhrif fáist því aðeins, að stuðzt sé við meðaltalsgildi af allmörg- um sýnishomum innan sama svæðis. Jafnframt verður að taka öll sýni með sömu aðferð. Hæsta gildi flúormagns í heyi í septembermánuði 1970 fannst á Vífilsstöðum og var það 31,9 ppm, en meðaltalsmagn í sýnum af heyi og grasi í 3,9 — 12,3 km fjarlægð frá álbræðslunni var 14,7 ppm. Hæsta. flúormagn í lauftrjám j fannst í nokkrum birkitrjám í Reykjavík, 22,9 ppm, en í lauf- trjám í Hafnarfirði var magnið mun minna (10,6 og 17,8 ppm). Þess er getið í fréttatilkynn- ingu ráðuneytisins, varðandi um- rædd birkitré í Reykjavík, að í flúormagn þar reyndist mun Framhald á bl3. 2. Fallbyssukúla □ Starfsmörnum í Sementsverk smiðjunni á Akranesi brá heldur betur í brún, er þeir uppgötvuðu gamla fallbyssukúlu í sandimln, sem dælt hafði verið til verk- smiðjunnar, en fallbyssukúlan er talin vera frá því í fyrri heims- styrjöldinni. Lögreglunni á Akra rtesi var þegar tilkynnt um þenn an sérstæða fund og þar sem ekki var vitað ncnia kúlan kynni að springa, þótt gömul væri, var sér fræðingur úr Reykjavík fenginn til að gera Iiana óvirka. Eru Ak- urnesingar nú úr allri sprengi- Framhaild á bls. 10. Löggan er ekki svo af- leit Þaff var fjörlegt um aff litast er viff litum inn í Austurbæjarbíó í gær. Þar var veriff aff sýna le'rk- rit Ármanns Kr. Einarssonar um Rauðskegg og Rassskellu tröltin í Rauffhólum. Sex og sjö ára börn í barnaskólum borgarinnar hafa séð leikritið undanfarna daga í boði umferffarlögreglunnar þar sem söguþráffur leikrítsins inni- heldur kennslu í umferffarreglum. Nýr dómari □ Forseti íslands hefur hinn 11« þ.m., samkvæmt tillögu dómsmála ráðherra, veitt Magnúsi Þ. Tortfa- syni prófessor, dómaraembætti í Hæstarétti frá 15. þ.m. að telja. (Frétt frá Dóms- og kirkýumála ráðuneytinu). □ í gær var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunai', sem Jón Ármann Héðinsson flytur. Fjallar tillagan um rannsókn á möguleikum á útflutningi á hreinu neyzluvatni og segir í tillögunni að Alþingi álykti að fela ríkisstjóminni að hlutast til um slíka rannsókn. Niðurstöður athugananna verði lagðar fyrir Alþingi svo fljótt, sem verða má. svo fmmvarp um útflutning á hreinu vatni frá íslandi verði samið sem fyrst. í greinargerð með tillögunni segir Jón Ármann Héðinsson á þessa leið. Á s. 1. ári kom það fram í frétt um, að í Vestur-Þýzkalandi stæðu yfir mjög umfangsmiklar athuganir um öflun vatns. Eftir fréttinni að dæma var um tvo mög-uleika að ræða, annars veg- ar að fá vatnið frá Sviss, hins i vegar frá Svíþjóð. Ilvor leiðin ’ sem farin yrði mundi kosta mill- jarða með öllum tilheyrandi út- búnaði og lögnum fyrir vatnið. j Hér áttu aðeins þrjár stórborgir I hlut að máli. Þegar það er haft í huga, má sjá, hversu alvarlegt vandamál öflun á hreinu, ómeng- uðu neyzluvatni er orðin. Þess eni mýmörg dæmi, hversu erlendir ferðamenn hafa lofað gæði hins íslenzka vatns og bergt það í sig með meiri ánægju en ætla mætti í fyrstu. Þetta er þó vel skiljanlegt, þar sem mjög viða er alls ekki um hreánt neyzluvatn að ræða lengur í stór borgum heimsins. Það er því orðið vel tímabært, að skipuleg rannsókn fari fram á möguleikum til töku á góðu vatni í mjög stórum stíl og hversu við hér þurfum að venida þau svæði, sem til greina koma í þessum efnum, svo að þau verði ekki menguninni að bráð. Fyrir slíkt verður að koma í tæka tíð. Augljóst er að til þess að koma á fót útflutningi vatns í tugþús- unda tonna magni þarf að fara fram víðtæk atliugun á margvís- legum aðstæðum, og ekki má dragast iir hömlu, að þessi atliug- un fari fram. Verði niðurstaðan jákvæð varðandi öflun á tæru Framihald á bls. 10. j SAGA til næsta bæjar □ Það þótti heldur ótilhlýði legt þegar ambassador Banda- ríkjanna á Indlandi lét sig vanta til að kveðja .Indiru Gandhi forsætisráðherra þeg- ar hún fór af stað frá Delhl til að taka hátt í afmælishátíða- höldum SÞ í New York. Ilann svaf nefnilega yfir sig um morguninn og náði ekki til flugvallarins í tæka tíð. Þeim stjórnmálamönwum á Indlandi sem vilja bæta sambandið við Bandaríkin þótti þetta stórum miður, og einn liægri sinnaður þingmaður sendi ambassadoi-n- um vekjaraklukku!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.