Alþýðublaðið - 04.01.1971, Page 5
Hið hreina skin
vorri
Áramótaávarp Kristjáns Eldjárns forseta íslands
G-óðir íslendingar.
NÝTT ár gengur í garð og
landsins börn bjóða hvert
ö&u gleðilegt nÝjár og þalkka
fyrir árið sem leið. Svo var
það löngum og svo er það
enn. Áramót eru timi reikn-
ingssikila, og á nýjársda’g verð
ur þaö mörgum manni, bæði
sj álfrátt og ósjálfrátt að hoi-fa
yfir farinn veg og _gená eins
konar úttekt .á lífi sínu, en
skyggnast jafnframt fram á
leið, gera áætlun, jafnvel heit
strengingu/ Menn spyrja hvað
úrskeiðis hafi farið á liðna ár
inu, bæði persónulega og í
þj óðlífinu, og hugsa sér gjarn
an úr að bæta, vanda sitt ráð.
Það gera menn einnig við
marga aðra áfanga á lífsbraut
inni, en þó almennast og af
mestum næmleik á nýjársdag,
og það setur sinn svip á dag-
inn. Að baki er árið með gleði
og sorg, sigur og- ósi'gur, að
baki eru jólin, forn hátíð með
frið, hvíld og helgi fyrir suma,
en annríki, þreytu og glaum
fyrir aðra. Að baki er gamlárs
kvöld með flugelda, álfabrenn
ur og klukknahringingar og
svo er skyndilega eins og byl-
ur hafi dottið af húsi. Nýjárs-
dagur er oft dagur sérkenni-
legrar kyrrðar. Gleðilegt nýj-
ár, segja menn, og þöikk fyrir
gamla árið. Og til þess kem
ég fram fyrir yður, sam-
kvæmt gömlum landsins vana,
að Segja við yður þessi ein-
földu gamalkunnu orð.
„Svo rís um aldir ái-ið hvert
um sig, eilífðar lítið blóm í
skini hreinu“, kvað Jónas
HaUgrímsson á nýjársdag
1845 í einu dásamlegasta
kvæði sínu, og er þá mikið
sagt. „Mér er það svo sem
ekki neitt í neinu“, segir hann
enn, sjúkur og einmana mað-
ur með banagrqn í brjósti. —
Samt er það heiðríkjan, sem
‘er einkunn þessa kvæðis, skáld
ið heitir sjáMum sér því, að
hann skuli, hvað sem að hönd-
um ber varðveita það sem
dýrast er, sál lians sjálfs. Nú
þótt vér mælum ekki máli
guða, eins og skáldið garði,
þá held ég að hverjum ís-
lendingi væri styrkur og hug-
bót að lesa þetta kvæði og
hugleiða með sjáfum sér á
fyrsta degi hjns nýja árs.
Ár eru misjöfn, og veltur
á ýmsu, með hve mikilli gleði
þjóðin heilsar nýju ári. Vér
minnumst þess, að í fyrra bar
þann skugga á' áramótahelg-
ina, að atvinnuleysi lét meira
á sér bera en verið hafði um
langt skeið, og þetta olli
fjölda manna og heilum
byggðarlögum miklum vanda.
Þá leituðu margir sér atvinnu
erlendis, og þó flestir með
það í huga, að dveljast þar
um stundar sakir, þar til aft-
ur blési betur hér heima, en
nokki-ir til að flytjast búferl-
um í fjarlæg lönd og búa sér,
og sínum framtíð þai-. Menn
töluðu um landflótta, og
gengu jafnvel -svo 'langt úr
hófi fram að jafna til Ame-
rikuferða á fyrri öld. Það er
hart áð þrn-fa að fara áf landi
brott sér til lifsbjai-gar, en
bót var í máli, að þvi ér'virð-
ast mátti, að taláð var úm
vildiskjör, sem menn ætlu
kost á með öðrum þjóðúm,
þótt víst kæmi stundum á
daginn, að fyrst er allt fræg-
ast.
Á þessu-m nýjársdegi er svo
fyrir að þakka, að menn virð-
ast vera á einu máli um, að
nú sé bjartara yfir en um
tvenn síðustu áramót. Hagur
atvinnuvega og þjóðarbús hef
m- farið batnandi, og menn
eru í léttara skapi. Orðið land
flótti heyrist nú ekki, og lítil
brögð munu vena að því að
íslenzkir menn taki sig upp
með fjölskyldur sínar til á-
hættusams landnáms í fjar-
i.ægum heim'sálfum. Fagnaðiar
efni er það, því áð ísland má
ekki við slíkum mannamissi.
Ég hef ekki tölm-, sem full-
treysta má, en ég vona að það
sé rétt skilið, að ýmsir þeir,
sem leituðu sér atvinnu er-
lendis Um stundár sakir, hafi
nú aftur horfið heim og geti
frámfleytt sér og sínum í
heimahögum. Því að sú mun
vera von og vilji flestra, sem
utan fara, enda stendm- það
enn í góðu gildi, sem Fjölnis-
menn skrifuðu í inngangsorð-
um Fjölnis 1835: Því fleiri.
lönd siam vér sjáum, því ákaf-
ar girnumst vér aftur til ís-
lands. Það mætti vera ein af
nýjársóskunum á þessum
degi, að sem flestir fslending-
ar, sem þess sinnis eru, geti
látið eftir þeirri löngun sinni
með óskert'an hlut.
Sú ó:‘k beinir huganum að
því sem enginn kemst hjá að
Kristján Eldjárn, forseti Ísl2nds
láta sig vai-ða, hvernig vér
ísiendingar séum á vegi stadd
ir um daglega afkomu og þjóð
félagslega aðstöðu þegnanna.
Þess sjást nú ýmis merki, að
allur þorri manna býr við
rýmri hag en verið hefur um
sinn, hefur meira handa í
miili, getur veitt sér fleiri
lífsins gæði. Það er reyndar
býsna erfitt eða nær ógern-
ingur að verða sér úti um tölu
legar staðreyndir um raun-
veruleg lífskjör manna hér á
Forsetasetriö að Bessastöðum.
landi í samanburði við það •
sem gerist með grannþjóðum
vorum, sem að þessu leyti
eru meðal. hinna fremstu í .
heimi. En þó að rökstuddar’
tölur vanti, er það almenn
skoðun, að' litið. eða ekki a
skorti á að vér höldum til
jafns við granna vora í þessu
efni, og má þó satt vera, að
enn kosti það oss lengri ‘vinnu
dag og harðari önn að halda í
þessu horfi. í eyrum .nútíma-' ■
manna kveður oft v.j&mjiajjœ*
ekki heyrðist ti 1’s’lcarrunstrma,
Velferðarríki. Ef að líkum læt
ur hefði Jónasi Hallgrímssyni
ekki þótt þetta sem haglegast
orð á íslenzka tungu, hann
hefði ef til vill talað um hag-
sældarríki eða jafnvel far-
sældarriki. En hverju nafni
sem vér nefnum það, þá er
það þess háttar samfélag, sem
vér keppum að, og' viðurkenn
um það bæði í orði og við-
leitni. S.em msst hag-æld og
hamingja fyrir sem flesta.Því ■;
játa allir að þjóðfélagið megi, .
engan mann bera út á hjarn,
heldur skuli það af vakandi
huga leitast við að búa hverjú ;
mannsbarni fyllsta færi :til
slarfs og þroska og hamir.gju-
vænlegs lífs. Þetta er rtiann-.
réttindaskrá, þótt óskráð sé,
og allár affgerðir samféiagsins
fkyldu vera í samræmi" við
hana.
Þessi hugsjón er ja.fngóð og-
gild sem viðmiðun þráti fyrir
þaú að alfullkomið farsældar-
riki er að vísu ekki enn til
né mun heldur nokkru sinni
verða. Hinn gamli Adam, sem
Framiiald á bls. 10.
WÉNiJOABII®, 4. JANIIAR 1971 5