Alþýðublaðið - 08.01.1971, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 08.01.1971, Blaðsíða 11
7. jan. Innanlandsílug. í dag ar áætl- að að fljúga tii Akuneyi’ar (2 ferðir) til Vestrnannaej’j a, Húsa- víkur, ísafjarðar, Paitr'ðksfjarðar, Egilsstaða og Sauðárkróks. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) til Vest- mannaeyja (2 ferðir) til ísafjarð ar, Norðfjarðair, Hoornafjarðar, og til Egilsstaða. — Skipaútgerð ríkisins: Hekla «r á leið frá Homafirði tíl Vest- mannaeyja og fleykjan-ikui'. Her- jólfur fer firá Vesfcmartnaeyjum kl. 21.00 í kvöld til Rleykj avíkúr. Herðubreið er á rtorðurland3- höfnum á austurleið. FÉLAGSSTARF Vestfirðingafélagið í Rcykja- vík og nágrenni. . Vesfcfirðinga- mót verður á Hótel Boi'g n.k. laugardag 9. janúar Vegna af- mælis V'es’bfirðingafélagsins og hefst með • borðhaldi kl. 7. Hr. Ásgeir Ásgeirsson fynu'erandi forseti íslands minnist Vest- fjarða. Þjóðleikhússtjóri Guð- laugur Rósinkranz minnist fé- lagsins 30 ára. Einnig verður söngur, skemmtiatriði og dans. Vestfirðingar fjölmenniö og tak- ið með ykkur gesti. Aðgöngu- miðar \ærða seldir og borðapant- anir teknar á Hótel Borg, skrif- stofu, á fjmmtudag og föstudag. Kvenfélag Iláteigssóknar held ur sína árlegu skemmtun fyrir eldra fólk í sókninni í Tónabæ sunnudaginn 10. jan. kl. 3. — Skemmtiatriði: Einsöngur Krist- inn Hallsson. Erindi: Frú Hulda Á Stefánsd. Danssýning: Nem- endur Heiðars - Ástvaldssonar. — Stjórnin. Flugbjörgunarsveitin: Tilkynn- ir. Minningarkortin fást á eftir- töldum stöðum: Hjá Sigurði Þor- steinssyni sími 32060. Sigurði Waage sími 34527. Magnúsi Þór- arinssyni sími 37407. Stefáni Bjarnasyni sími 37392. Minning- arbúðinni Laugavieg 24. TROLQFUNARHRtNGAR ■ FUót afgreiðsla i Sendum gegn pöstktöfii. OUÐMÍ ÞORSTEINSSPN; giilltmlður Ganlcástraátf 12.. 4 „Og svo er það dálítið annað, Fritz“, segir har.n, „Viltu vera svo góður að hlusta á það, sem ég segi! Éf eitthvað kemur fyrir mig á morgun ... hérna ér heimilisfang ... það er stúlka. Lofaðu mér að þú skulir heims.ækja hana. Þú þarft ekki að segja mikið .. - „Nú, já, þetta er sem sé einn af þínum þunglyndisdög- um“. „Nei! Þú skalt bara. segja henni, að ég vilji kvænast henni“. Karsten langar mest-til að hlæja, en hættir við það. „Við förum með sömu flugvél“, segir hann eins og við sjálfan sig. „Ég stekk fyrst... Heyrðu, gerð þú mér dá- lítinn greiða í staðinn. Þú stendur við hliðina á mér. Ýttu svolítið við mér, svo ég rúlli út. Það cr ekki svo að skilja, að ég sé hræddur. Við munum brytja Englendingana 1 smá- bita, það er augljóst. Alltaf á þessum sekúndum þegar. . . Jæja, ég stend þarna og glápi út um dyrnar og hugsa með mér, að þetta geti aldrei farið vel“. Liðsforinginn ýtir frá sér glasinu, stendur upp og brosir þreytulega. „Jæja, ég. leyfi mér að draga mig í hlé“. Petri situr einn eftir. Hann skilur Karsten. Fallhiífar- hermenn eru oft haldnir ýmsum meinlokum og þurfa að hafa einhvern við hlið sér. Það eru sjálfsagt taugarnar. Til dæmis er hann sjálfur hræddur við að koma niður, en ekki við sjálft stökkið. Stórsveitarhöfðingjann dreymir á nótt- unni, að hann fái skot í magann. Siebert finnst alltaf að hann þurfi að fara út á göngu þegar hann er kominn uppí í flugvél. Sumum finnst þeir vera að deyja úr þorsta, aðrir æla. Undirforingi, sem hann þekkir, er haldinn þeirri mein- loku að hann sé máttlaus í báðum fótum. Annar þorir ekki að stökkva fyrr en einhver hefur stungið logandi vindlingi upp í hann. Undirforingi nokkur er ekki í rónni fyrr en hann hefur kysst verndargripinn sinn. Og ég hugsa um dauðann, andvarpar Petri. Það er ef til vill vegna þess, sem kom fyrir í síðasta leyfinu. Þessi stúlka . .. Karin . .. Hún var ung og ljóshærð. Ljósa hárið féll um hana eins og gullin skikkja. Það var haust. Þau gengu saman yfir akrana. Það var heyangan í lofti. Karin hafði blóm á milli tannanna. Varirnar voru rakar og hálf opnar. Svolítið bil var á milli tannanna og það gerði bros hennar svo hrífandi. Hún leit alltaf niður þegar hún talaði, eins og hún væri hrædd um að koma upp um sig. Hún náði honumi rétt í frá Siimnaríki tii heivíf is öxl... Hann mundi svo vel þegar hún hallaði höfði sínu að öxl hans í fyrsta skipti. Hann sagði henni frá styrjöldinni. Hún hlustaði á hann brosandi vegna þess að hún var alltaf að hugsa um eitt- hvað annað. Það var ekki langur tími sem þau gátu verið saman. En þau áttu hvort annað í nokkra daga og það var eins og stríðið væri ekki til og ekkert illt væri til í heim- inum. Þau spiluðu tennis, dönsuðu og kysstust. Þau voru ýmist hamingjusöm eða óhamingjusöm, kát eða hrygg og allt virtist svo óraunverulegt. Þau voru ástfangin .., Svo kom seinasta nóttin, sem var eins og ljúfur draumur, full hamingju og ótta. Þegar Petri vaknaði fann hann heit-i an andardrátt hennar á andliti sínu. Svo faðmaði hún hann og brosti með augun aftur. Hún var hamingjusöm að sjá. Allt í einu mundihann eftir að hann þurfti að ná lestinni. Hann varð að flýta sér, annars kæmi hann of seint. Hann varð að kveðja hana núna. Og þá gerðist það. Hún hneppti að honum jakkanum og roði hljóp fram í kinnar henni. „Næst þegar þú færð leyfi, giftum við okkur“, sagði hún og augu hennar ljómuðu. „Giftum við okkur?“ sagði Petri og hló með erfiðismun- um. 1*9. Ó, hann hefði getað slegið sjálfan sig utan undir fyrir þennan heimskulega hlátur. Hann vildi gjarnan kvænast Karinu. Það voru ekk'í afléiðingarnar heldur þetta orð,.sem gerði hann óttasleginn. „En heyrðu nú, elsku Karin“, sagði hann, „við erum alltof ung til þess, Við getum vel beðið með það“. „Einmitt það .. Andlit hennnar var allt í einu orðið fölt. Hún sleppti tak^ inu á jakkanum, sneri sér við og horfði út um gluggann. Þannig stóð hún þegar hann fór. . Hann hafði hagað sér heimskulega. En nú var enginn tími til að bæta úr því. Og seinna, þegar hann hafði nægan tíma, fannst honum það óþægilegt og erfitt. Hann fór ekki til hennar, skrifaði henni ekki heldur. Hann hugsaði að-i eins um hana dag og nótt. Petri stendur á fætur, klæðir sig úr stígvélunum og fleyg- ir sér endilöngum á beddann. Bölvaður heimskinginn þinn, segir hann við sjálfan sig. Ef ég verð á lífi á morgun, skrifa ég Karinu. Það var ekki fyrr en eftir miðnætti, að kyrrð kemst á á Passa mig, á hvaða hundi? ^ r Því miður er ég á föstu með Gauja, en þú mátt haWa áfram að dást að mér ‘t wl. ^ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1871 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.