Alþýðublaðið - 29.01.1971, Page 11

Alþýðublaðið - 29.01.1971, Page 11
Aðalfundur Kveníélags Kaugar- nessóknar verður haldinn, mánu daginn 1. febrúai' kl. 8.30 í fund- arsal kidkjunnar. — Stjóx'nin Kventélag fíáteigssóknar. Aðalfundiir verður haldinn í Sjómannaskóla'num, þriðjudág- inn, 2. febr. kl. 8.30. — Stjórnin. Náttúrulækningafélag Reykja- víkur heldur fund í matstofu fé- lagsins Kirkjustræti 8 mánudag- inn 1. febr. kl. 21. Fundarefni: 1. Venjuleg fundarstörf; 2. Er- indi. Ævar Kvaran leikari. Veit- ingar, .allir velkomnir. — Stjórn NLFR. Frá Guðspekifélaginti, Ingólfstræti 22, „Ráðgáta geimsins“ nefnist erindi kvölds- ins og hiefst kl. 9 Birgir Bjarna- son flytur. Húsið opiið öllum. Minningarkort Styrktarfélags vangefinna fást á leftirtöldum stöðum; Bókabúð æskunnar, — Bókabúð Snæbjai’nar, Verzlun- inni ITlín, Skólavörðustíg 18, — Minningabúðinni Laugavegi 56, Árbæjarblóminu, Rofabæ 7 ftg á skrifstofu félagsins Laugavegi 11 sími 15.941. Flugbiörgunarsveitin: Tilkynn- ir. Minningarkortin fást á eftir- töldum stöðum: Hjá Sigurði Þor- steinssyni sími 32060. Sigurði Waage sími 34527. Magnúsi Þór- arinssyni sími 37407. Stefáni Bjarnasyni sími 37392. Minning- arbúðinni Laugaveg 24: NEOEX 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstœður (Einu venjuiegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 22 Þegar Bretarnir geta.ekki murkað úr þeim lífið með vél- byssunum, kremja þejr þáí^úhd'ur með beltunum. Hermað- ur reynir örvæntingatfulliir .áfl rífa upp hlemminn á ein- um skriðdrekanum, méð bCTum"höndum. Kúlnahríð úr vél- byssu gerir út af við hann, Svörtu kisturnar veíta áfram án þess að mæta mótspyrnu og skilja eftir sig sviðinn kirkjúgarð. Árásarsveit Karstens hefur ekki orðið vör við skriðdrek- ana. Öfreskjurnar veltaÁfram í átt að deild Karstens. Allt í einu nema þær staðar, snúa við og velta í áttina til næstu herdeildar, burt frá tígulgerðarhúsinu, burt frá flokki Karstens. „Komið!“ æpir árásarsveitarforinginn. Inngangurinn í tígulgerðarhúsið er lokaður. Gluggarnir gapa tómir. Bak við þá skríða brezkir hermenn með fing- u á 'f'kk vélbyssunnar. Handsprengjurnar liggja til- búnar. Nokkrir mannanna hafa verið sendir til að gera út af við næsta hóp fallhlífahermanna. „Áfram!“ hrópar Ohlsen. Slangan á eldsprengjunni hlykkjast eins og höggormur yfir vegginn. Fjarlægðin að næsta glugga er tuttugu metrar. „Gengur þetta?“ spyr Karsten. Svar undirforingjans er aðeins glott. Svo sprautast reykur og eldur út á milli handa hans, eldurinn læsist í gluggana. Og þrátt fyrir hitann, er sem blóðið frjósi í æðum Karst- ens og manna hans. Svo örvæntingarfull óp hafa þeir aldrei heyrt fyrr. Ekki einu sinni þegar þeii’ra eigin herdeild var murkuð niður af steypiflugvélunum. Aldrei! Undirforinginn sveiflar sér upp í gluggann á undan hin- um, og nemur þar staðar nokkur andartök, yfii’kominn af skelfingu og viðbjóði. Tíu brezkir hermenn liggja þar eins og hrúga af svörtu deigi. Árásarsveitin hópast saman í daunillu herberginu. Karst- en hvíslar fyrirskipanir sínar. Það verður að grannskoða alla bygginguna. Allt í einu opnast dyrnar. Brezkur hermaður! Áður en hann nær að hleypa af byssunni, hefur Paschen slegið hann með spaðanum. Karsten hleypur að þeim dauða og reisir hann upp. Schöller nær einnig taki á honum. Svo halda þeir honum fyrir framan sig meðan þeir fara í gegnum dyrnar, sem liggja inn í skálann, nota hann sem skjöld og Bretarnir standa þar þrumu lostnir nokkur andartök. Þá springa bandsprengjur Þjóðverjanna. „Þakið er að falla!“ æpir Paschen, Síðustu Bretarnir fara í skjól í herbergin við hliðina, i skrifstofurnar, í kjallarann, bak við tígulsteinahaugana í garðinum. Án miskunnar æðir árásarsveitin í gegnum húsið. Svona bardagi er að skapi fallhlífarhermanna. Nú kann-- ast þeir við sig. Hér getur enginn stöðvað þá. Brátt munu þeir hafa allt húsið á valdi sínu, vegna þess að þeir eru harðskeyttari, hugrakkari og tillitslausari en óvinir þeirra, vegna þess að þeir fá nokkurs konar útrás í þessum dýrs- lega og hrottafulla bardaga — eftir að hafa verið stöðvaðir af óvinunum í nokkrar ógnþrungnar klukkustundir án þess að fá tækifæri til að gera árás. Nú hafa þeir þá! Nú skulu þeir taka þá! Þegar þeir kom-i ast ekki áfram, þrýstir Ohlsen dálítið á sprautuna... Eftir að hafa barizt tíu mínútur í návígi, flýja Bretarnir úr húsinu, hlaupa eins og allir djöflar helvítis væru á hæl-- um þeirra. Grænu djöflarnir ... Þýzku vopna- og skotfærakassarnir, sem voru hið upp-; runalega markmið árásarsveitarinnar, liggja á hlaðinu. Mahler kemur fyrst að þeim. Hér stendur ennþá einn Breti. Maðurinn glottir. Mahler glottir. Nærri samtímis hefja þeir byssurnar á loft. Bretinn er snarari. Mahled dettur, með glottið ennþá á andlitinu. „Viltu komast í helvíti...“ Schöller miðar méð byss-i unni. En Bretinn réttir upp hendurnar þegar hann kemur auga á hina Þjóðverjana. „Stríðinu er lokið“, andvarpar hann feginsamlega. Þeir þjóta að brunninum og svala þorstanum. Þeir hafa náð vopnunum og skotfærunum. Einn fangi, Þrjátíu—fjöru-; tíu dauðir. „Áfram!“ segir Karsten. „Upp með fánann!“ Undirforinginn fer upp á vegginn ásamt Paschen, veifar fánanum, sér herdeildina koma í áttina að tígulgerðarhús-i inu snýr sér við . .. og stirðnar. Hinum megin, aðeins nokkur hundruð metra frá tígul-i gerðarhúsinu stendur snjóhvítt hús, einna líkast herjPa-* garði. Á þakinu blaktir hvítur fáni. Undirforinginn brosir. „Við tryggjum okkur einnig þetta þarna“, segir hann við Paschen. „Þú ert sannarlega hreinskilinn náungi“. Karsten klifrar niður af veggnum. „Ég þarf tvo menn“, segir hann. „Hinir verða hér þar til herdeildin kemur“. STABA MATRÁÐSKONU Staða matráðskonu við Sjúlcrahús Akraness er laus til umsóknar. Húsmæðrakennararétt- indi áskilin. Staðam veitist frá 1. júní n.k. og umscknarfrestur er til 20. febrúar og skulu umsóknir sendast Sjúkrahúsi Akraness. SJÚKRAHÚS AKRANESS Hjúkrunarkonur Hjúknrnarkoniur óskast á Sjúkrahús Akra- ness. — Nánarifupplýsingar veitir yfirhjúkr- unarkonan í síma 2070 éða 1902. BÓLSTRU N - Si m i n n er 83513 KlæSi og geri viS bólstruff húsgögn. - Fljót og góff afgretffsla. SKoffa og geri verfftilböfL — Kvöldsíminn 3 33 84. BÓLSTRUN JÖNS ÁRNASONAR Hraunteigí 23 . Sendisveinn óskasf Þarf að hafa hjól. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sími 14900 « : ...... • .- : $} Z TJ. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1971 W íokL

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.