Alþýðublaðið - 06.02.1971, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.02.1971, Blaðsíða 1
POPP/Ð ER I OPNUNNI! VERKFÖLL OG VERK- BÖNN HJÁ SÆNSKUM □ Allar járnbrautasamgongor stöðvuðust í Sviþjóð aðfiU'anótt föstudagsins vegna verkfallsi um 4.000 starfsmanna ríkis og þeeja þar í landi, sem hófst þá á mið- nætti. Hefur mjög alvarlegt á- stand myndast í samgöngwwál- um í Sviþjóð sökum verkfalfejins. Umrætt verkfall virðist vera aðeins upphafið að miklu víðtæk ari verkföllum, en orsakir þjess- ar eru einkum óánægja háshóla- manna og tiltölulega liálaunaðra starfsmanna hjá hinu opinþera með stefnu stjómar Olofs Palme í launamálum, sem miðar aðjþví að auka tekjur láglaunafélks jafnvel á kostnað liálaunafólks. Sama stefna kemur einnig fram í nýrri skattalöggjöf, sem gekk í gildi um áramót, en hún miðar Framh. á bl^. 10 Emil og Jóhann til Lúxemborgar □ Jóhann Hafstein, forsætisráð herra og frú, og Emil Jónssfjn, utanríkisráðherra, hafa Þégið boð um að koma í opinbera bÚW sókn til Lúxemborgar dagana 17.—20. febrúar nk. — LAUGftnOAGUR 6. FEBRÚAR 1971 — 52. ÁRG. —34. TBL. HEFÐI MÁTT m BÁTA O Meðal áhrifa af verkfalli yfir nianna á togaraflotanum eru uppsagnir starfsfólks í fiskiðju- verum og undirmanna á togur- um, eins og greint var frá i blað- inu í gær. Meðal annars hefur þurft að segja upp 30—40 manns hjá salt- fiskverkunarstöð Bæjarútgerðar Reykjavikur. Þama er um að ræða harðduglegt fólk, sem ekki hefur látið sitt eftir liggja, þegar taka hefur þurft til höndunum, og sem dæmi má nefna, að í fyrravor, þegar hvað mest barst að af fiski, tók þessi hópur á móti allt að 130 tonnum á dag. Alþýðublaðið spurði Björgvin Gðmundsson, borgarfulltrúa, — livort á döfinni væri að BÚR eignaðist báta. „Það kemur í ljós einmitt nú, þegar togaraflotinn er bundinn,1 hve mikilvægt það gæti verið fyr ir Bæjarútgerðina að eiga báta,“ sagði Björgvin. „Við afgreiðslu fjárhagsáætlun ar í borgarstjóm í desember s.I. mælti ég fyrir tillögu, sem minni hlutaflokkamir fluttu í samein- ingu, þess efnis að keyptir yrðu fyrir BÚR tveir nýir togarar til viöbótar þeim tveim, sem eru í smíðum, og að auki bátar. Sú tillaga var liins vegar felld.“ — □ Þegar þjóðhetjur nútím- ans eru ekki skeggjaðir skæru liðar eða síbrosandi sjarmörar úr kvikmyndaverum, þá eru þeir iþróttamenn sem berjast um sekúndubrot af þvílíku of- urkappi að venjulegum dauð- legum sálum finnst nóg um. Vetrarkappamir eru brynjað ir plasti og leðri og æði oft gægist þar að auki þokkaleg- asta kvenmannsnef undan hjálminum. Hér er stúlka af þessu tagi sem Þjóðverjar binda miklar vonir við. Heit- ir Rosi Mittermaier og er 18 ára. — ALF SJOTTA LISTAMAN MILLJÓN A...og 11 fá 175 t>ús. að auki Mennirnir uppi í funglinu □ Hér em Alan Shepard og Ed- gar Mitchell sem voru að spranga á tunglinu í gær og munu halda því áfram í dag. En í kvöld um klukkan 19 hverfa þeir frá tunglinu eftir að hafa safnað mánagrjóti og gert marg- yíslegar vísindalegar kannanir. Eftir ýmsa erfiðleika við lend- inguna á tunglinu voru þeir kát- ir og skrafhreifir. „Þetta hefur verið Iangt ferðalag, en nú erum við hér“, sagði Alan Shepard, þegar hann steig fæti á mánann. Hann er kominn til fyrirheitna Frainhald á bls. 10. 1 n Úthlutunamefnd listamanna- launa lýkur væntanlega úthlut- un sinni fyrir árið 1971 nú um helgina. Að þessu sinni hefur nefndin til ráðstöfunar 5.630.000 krónur, en sú uppliæð er ákveð- in í fjárlögum. Auk þeirra listamanna, sem nefndin útlilutar listamanna- ! styrk, eru ellefu listamenn á | heiðurslaunum Alþingis og hljóta þeir 175.000 krónur hver ; á þessu ári og hefur sú upphæð hækkað um 50.000 krónur frá fyrra ári. Þessir ellefu listamenn eru: Ásmundur Sveinsson, mynd höggvari, Brynjólfur Jóliannes- son, leikari, Guðmundur Gísla- 1 son Hagalín, rithöfundur, Gxmn- i ar Gunnarsson, rithöfundur, Hall dór Laxness, Vithöfundur, Jó- hannes Kjarval, listmálari, Jó- hannes úr Kötlum, skáld, Páll f ísólfssony tónskáld, ,í{íliliai‘ður Jónsson, myndliöggvari, Tómas Guðmundsson skáld, og Þórberg- ur Þórðarson, rithöfundur. Undanfarin ár liefur útlilutun- arnefnd listamannalauna úthlut- að því fé, sem hún hefur haft til umráða, í tveimur flokkum. í fyrra úthlutaði nefndin fé til samtals 88 listamanna og voru 33 í efri flokknum, en 55 í liin- um lægri. Að meðtöldum þeim listamöníium, sem Iieiöurslaun Alþingis hlutu, fengu samtals 99 listamenn listamannastyrk á síðastliðnu ári. j Allmiklar breytingar liafa orð- ið á úthlutun nefndarinnar á und anförnum árum; fleiri a'ðilar liafa bætzt við í efri flokkinn og sömuleiðis hafa allmiklar nianna- breytingar verið í neðri flokkn- um. — S.Í.B.S. 12457 □ 12457 er númerið sem hhiut hæzta vinning í 2. flokki happ- drættis SÍBS í gær, 300.000 krón- ur. Miði þessi er seldur I aðahtm- boöinu í Austurstræti 6. 100.000 krónur ko,mu nP9t á miða númer 56.824, og er sá miði seldur á Patreksfirði. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.