Alþýðublaðið - 06.02.1971, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.02.1971, Blaðsíða 6
Útff.: Alþýðuflokkurinn Ritstióri: Sigrhv. Björgvinsson (áb.) Þeir voru búnir aö ákveða að hætta, en... Kennaranám Tveggja daga umræða hefur farið fram í Neðri deild Alþingis um frumvarp rík- isstjórnarinnar um gerbreytingu á kenn- •aranámi. Hefur Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra fylgt málinu úr hlaði og staðið fyrir vörnum gegn and- ófi íhaldssamra þingmanna, sem virðast í þessu máli sem öðrum vera flestir í röð um Framsóknarflokksins, en einnig til í öðrum flokkum. Athygli vakti, að ein- hver íhaldssamasti þingmaðurinn reynd- ist vera Hannibal Valdimarsscn, þótt hann sé sjálfur gamall kennari og hafi sjaldan verið við íhaldssemi kenndur. Samkvæmt frumvarpinu verður Kenn araskólinn að Kennaraháskóla og verður krafizt stúdentsprófs eða sambærilegs undirbúnings til inngöngu. Er þó frjáls- lega á því haldið og skólanum leyft að gera frávik frá því skilyrði. Hvað snertir þetta meginatriði eru fs- lendingar á eftir flestum nágrannaþjóð- um okkar. Hér hefst kennaranám nú fyrr og krefst minni undirbúnings en er- lendis er talið nauðsynlegt. Hinir íhaldssamari þingmenn spyrja: Er þörf á að krefjast stúdentsmenntun- ar af þeim, sem eiga að kenna smábörn- um? Hefur það ekki blessazt hingað til þótt slík krafa hafi ekki verið gerð? Þegar þessari spurningu er svarað, verður að hafa í huga þær stórbrotnu breytingar á allri menntun þjóðarinnar, sem nú eru að gerast. Fleiri og fleiri ljúka stúdentsprófi eða jafngildum próf- um, og er talið, að innan fárra ára muni tæplega þriðjungur hvers árgangs verða stúdentar. Þessa þróun getur enginn mannlegur máttur stöðvað, þótt menn vildu. Þá er rétt að gera sér grein fyrir, hvernig þjóðin ætlar að hagnýta vinnu- kraft allra þessara stúdenta. Er ekki eðli legt að nota þetta fólk til jafn mikils- verðra starfa og kennsla barna og ung- linga er. Er ekki rétt að auka menntun kennarastéttarinnar, þegar þess verður kostur? Undanfarna áratugi. hafa margir af- burða kennarar starfað án þess að þeir væru stúdentar. En flestir höfðu þeir aldrei tækifæri til að ganga lengra á menntabrautinni. Væru þessir menn ungir í dag, mundu þeir án efa verða stúdentar. 1 efasemdum hinna íhaldssömu kemur fram hœttulegt vanmat á kennarastarf- inu. Það krefst víðtækrar þekkingar á uppeldismálum, sálfræði, kennslufrœði eg fleiru að kenna yngstu nemendunum og búa þá á alhliða hátt undir frekara nám. Barnakennsla er ekki starf, sem hœgt er að fá hverjum sem 'er, \því ‘fer víðs fjarri. Hún er ekki minni sérgrein heldur en margt það, sem krafizt er á eíðari skólastígum, þar sem faggreinar ikoma til sögunnar. „Ég gæti ekki hugsað mér að vera topp poppari núna“. „Ég er á móti þessum breyt- ingu mog tel þær óæskilegar“ „Ég get ekki ímyndað mér að Gunnar og Kalli hafi breytst“ Það hefur mikið verið s'krifað um þær breytingar, sem nú eru að verða á hljómsveitinni TRÚ- BROT, Margir hafa í þessu sam bandi lát.ið í Ijós álit sitt, vayð- andi tilgang og réttmæti þess- ara breytinga. En hvernig sem á þvi stendur, hefur aldrei verið rætt við þann sem eiginlega, hef ur átt mestra hagsmuna að gaeta í sambandi við þessar títt- nefndu bdeytingar. Maðurinn er Erlingur Björnsson, fyrrveranda TRÚBROTS-umboðsmaður. Hann hefur frá þvu TRÚBROT var stofnuð, séð algeriega um aliar reddingar í sambandi við útvegun djohba, rufckun á pen- ingum og nnnars, sem fyilgir þessu starfi. Undirritaður mælti sér mót við Erling og- var hann svo vinsamfegur að svara nokkr um spumingum. — Er það rétt að þú hafir vérið i-ekiinn frá sförfum sem u.m bo ðsmaður TRÚBROTS ? — Ég hteld varla að það sá hægt að segja það. Þeir ákiváðu að hætta um áramót, þá var ég búinn að ráða þá út janúar og farinn að athuga m'eð febrúar. Það kom svo aftur í ljós, hálfum mánuði seinna, að þeir ætluðu ails ekki að hætta, heidur gera róttækar bheytingar. Þannig að ég h'eld að ekki sé hægt að tala um brottrekstur í þessu sam- bandi. Ég er aftur ekki frá því að ég eigi eftir að gera v.iðskipti við þá í framtíðinni. Svona stór sveit eins og TRÚBROT, þar sem þanf í mörg horn að Mta varðandi ráðningar og annað, getur várla annað því sjáif. Það er hætt við því íið ef einihver ejnn úr sveitinni ætlar að sjá um það, að þá komi það niður á æfingum og öðru sem hann þarf að framfcvæma með sveit- inni. — Hvernig var með peninga- hliðina og atvinnumöguleikana? —■ Und'r/nfarið hiefur alit hækkað og stöðugt verið þrengt að hljómsveitunum. Allur þeirra kostnaður hefur stöðugt farið hæfckandi, ferð.ir, uppsetningar- kostnaður, endurnýjun hljóð- færa og annað. Til dæmis- bætti TRÚBROT við sig mifclu af hljóðfærum. Samtals vega hljóð færin núna um eitt tonn,. en voru áður aiffeins 350 k,g. Eins og málin standa í dag hafa flest ar gömiudansagrúppur meira upp úr sér, en popp-grúppur, þeningalega. Popphljómsveitia' leggja mifclu meira í þetta og ættu því að hafa meira upp. En til þ'e.-s að það s:é framkvæman- legt, verður að hækka miðavferð ið, það hefur lítið breytzt núna síðustu þrjú-fjögur árin, á með- an altt annað hefur hækkað. Telur iþú að TRÚBROTI hafi farið aftur, núna síðusiu mánuðina? — Flestir vilja nú halda því fram ,en persónulega v.erð ég að segja að mér finnst það efcki. Hins vegar hefur samkeppnin hqrðnað. Þegar ég lýt aftúr verð ég að s;egja að óg er hissa á því að þair skuii ekki vera búnir að missa höfuðin. Mér finnst ég ekki geta hugsað til þess, að ég væri sjálfur, núna, eimhver topp poppari. Ekki það að ég sé að gcpnlast, þebta er bara „fílmg“. — Telur þú að afturkoma Karls og Gunnars, muni hafa einhver áhrif á vinsældir hljóm sveitarinnar? — Ef ég á að vera hreinskil inn, og að öðrum ólöstuðum, þá finnst mér Mbiggi vera lang skemmtilegasti og líflegasti ná- unginn í sveitinni og vera áb'er- andi leiðandi kx-aftur í hópnum. Þess vegna álít ég það bara end urtekningu, það er að s'egja, aft urkoma Kólila og Gunnars. Ég er ekki hlynntur þessard breyt- ingu, efcki það að ég sé á.móti Kalla og Gunna. Ég bara gfel ekki skilið að þeir breytist neitt úr þessu. — Hvað finnst þér um kosn- ingu þá scm gagnrýnendur blað- anna efndu til um dsiginn? — Mér fannst þetta sam- kvæmi gagnrýnienda í Glaumbæ, hálfgert fjölskyildu,partý, þar sem ákveðið var fynirfram hver sfcyldi vferða vinsæll og umtal- aður. Eg er búinn s»ð gera mér mifclar vonir um LP-plöiuna, fyr ir erlendan markað og sá mögu leiki er ennjþá ókannaður, hvað þær gætu g’ert eníendis. En þess ar breytingar kornu óneitanllega til með að ha'ft* áhrif á margt. svo að í sjálfu sér má segja að vinsældir ÓÐMANNA, hafi ekki komið mér á óvart, hvað sem þeim hinum hefur fundiz't. — Var TRÚBROT, neðar á Framh. á bls. 8. Tveir litlir apatittir □ Táningablaðið JÓNÍNA, sem með síðústu útkomu sinni ávann sér nofckrar vinsæ.ldir, sem gott blað fyrir sinn flokfc, mun uim næstu helgi koma út. og þá í breyttu formi. Blaðið mun framivegis ’hieiba (eins og meðfylgjaadi mynd .siýnin — JÓNÍNU & samúel. Ástþór íMagnússon, áður rit- stjóri, fraimkvæmdastjóri og eigandi JÓNÍNU, hefur haloið utan til Bretland-s, til náms. Bauð hann nafnið til s'ölu og hefur sá aðiti sieon nafnið fceypti og um leið útgáfurétt- inn, ráðið Þórarin J. Magnús- son teem gaf út táningatflaðið Samúel í „den tíð“) sem rit- stjóra við blaðið. Ég átti stutt rabh við Þórai- in, þegar ég hitti hann um daginn. „Ég er sannfærðist um það að táningablað gæti borið sig, þegiar ég tók við JÓNÍNU,, því auiglýsingaih erf erðin h cfur greinilega borið árangur, r.úna koma þetta fjórir og firrun á- skri'fendur á dag. Efnið Það er nú til dæmis désfcoti töff viðtal við Alfrsð Flóka, urn. allt miögursg't, frá kynlífi og mður í efcki neitt. Svo eru nokKrai simiáEögur í létflum dúr, JÓN ÍNA & samúel, er.u tveir litTir apatittir, sem eru geg.ium gangandi í blaðinu., svo til á hverri síðu. Jú, auðvitað verð- ur fullt af myndum.*' — Stefnulaus TILVERA Og þetta er svo nýja TIL- VERA. F.v. Axel, Herbert, Pét-• ur og Óli. Gunni var fjarver- andi við lestur undir próf. pop □ Eins og mörgum er kunn- ugt, spilaði hljómsveitin TIL- VERA sinn fyrsta dansleik fyrir skömmu, eftir að sveitin hafði tekið sér nokkurra mán- aða fri til að spá í hlutina, Af upphaflegum stofnendum TIL- VERU em nú aðeins tveir eftir, þeir Pctur (orgel) og Axr el (gítar). Ég brá thér á æfingu hjá þeim gaurum um daginn og átti smárabb við þá um allt og ekkert. Og ekki má gleyma því, að Gunnar, bassa- leikari þeirra félaga gat ekki verið viðstaddur, sökum anna við lestur undir próf. . — Hvernig gekk startið? —- Ofsa-vel miðað við þann, tíhia sem við höfum haft til að æfa, — og viðtökurnar voru að okkar viti mjög góðar. — Hvaða músikstefnu fylgið þið? — Við fylgjum eiginlega ekki neinni sérstakri músikstefnu. Við viljum auðvitað t,aka þau lög sem eru best. Allavega reyna það. — Veljið þið lögin sem þið spilið eftir vinsældum þeirra, eða .eftir því hvort þau fall'a við ykkar smekk? — Hvorutveggja. — Við reynum að vera fjölbreyttir og hafa sem m'est úrval atf lögum, viljum ekld rígbinda ok'kur við neina eina línu í músikinni. — Mikið af eigin lögum í pró- gramminu? — Ætli það sé ekki um það bil einn fjórði af þeim lögum sem við flytjum sem er frum- samið. Annars stetfnum við að þvi í framtíðinni að hafa sem mest frumsamið. ■— Hvað mteð leiturlyfin? — Ég sting upp á því, að þessari spurningu svari hVer og 'einn fyrir sig, segir Pétur, og hinir samþykkja. — Herbert (söngvari); Mér er alveg saima, það má hVer gei'a það sem hann vill. Pétur (orgel): Sá sem vill reykjia, má það min Framh. á bls. 8. Siguí-ffur Arnason, bassaleikari NÁTTURU: Þeg- ar Led Zeppeliu komu b.ingaff, var að mínu áliti merkilegur viffburður. Persónulega haíði ég mikla únægju af Færeyjaí'erð NÁTTÚRU og finnst hún skemmtilegur viðburður. Daúði Jimy Hend.rix og Jar.is Joplin voru hörmulegir atburð- ir. Annars, þegar ég .lít 'aftur finnst mér þcttai hafa verið slappt poppár. Flestir hafa verið mjög leitandi og sífellt verið aff þreifa sig áírþm. Björgvin Ilalldcrsson, sör.gvari ÆVINTÝRIS: Mér verffur fyrst fyrir aff minnast dauffa Jimy Henðrix, það stakk mann óneitanlega að beyra um Jhiann. Einnig þegar við vorum viðstad.ðir hljómleikana á ISLE OF WIGT, það var ofsalegt. Mér fannst æöisgengið aff lá Led. Zeppelin hing- að og fannst þeir fínir þó öðrum hafi ekki fundizt það. Útkoma albiíms ÓÐMANNA, fannst mér eirtn merkasti viðburðurinn hérlendis. Jch.ann G. Jóhannsson, l'yrrverand.i basaaleikari í ÓÐMÖNNUM: Ef ég á að nefna innlendan viff- burð þá fannst mér útkoma LP-plötunnar okkar lang merkilegasti viðburffnrinn á þessu síðasói ári. Af erlendum viffburðum, verffur lyrst fyrir mér hinn óvænti og hörmulcgi dauffdagi Jimy Hendrix, einnig fannst mér Woodstock-hátíffin alveg stórkostlegur viðburður, þar sýndi sig virki lega hvað upgt.fólk getur, ef, á reynir. Gunnar Jökull Hákonarson, trommuleikari TRU- BROTS: Að mínum dómi er hörmulegasti at- burðurinn á síffasta ári án efa hinn hörmulegi dauði Jimy Hendrix. Ef maffur liins vegar nefnir jákvæffa atburffi, þá vil ég meina aff skilnaður EÍÍTLANNA hafi veriff mjög æskilegur. Þeir voru löngu orffnir staffnaffir. en núna eru þeir hver í sínu lagi aff skapa eitthvaff og hefur tekizt mjög vel hipgaff til. . BAKTAL, mun koma í fyrsta þætti hviers mánaðar og fjalla um það s:em upp fceanur, þiegar litið er til baka og farið yfir atburði liðins mánaðar. Það skal tekið fram, að Baktal mun á emgan hátt verða niðrandi skrif. Arið byrjaði að vanda með ferlegum hræringum, og það í ofckar þ'ekktustu hljámsveit, TRÚBROT. Þar áttu sér stað bneytingar, Gunnar J. og Kg<rl komu aftur í sín g'ömlu sæti í TRÚBROT. Og rneðan aðdá- endur TRÚBROTS voru að jafna sig á þessu hélt TIL- VERA inn í tilveruna á nýjan l'eik, með miklum glæsilbrag og átti sú innreið sér stað í LAS VEGA'S, við góða aðsókn.. Miðvikudaginn 13. janúbf’, var útbýtt fjórum drottningartitl- um í herlegri veizlu sem hald- -in var á Hóteil Sögu. Þar drukku sumir „ísaðan gvend“. Aðrir ritfust um það hvort viss maður væri „fjármálaspékú- lant“ eður ei. Bilaðamannafun'd ur vaK’ boðaður af hljómsveit- inni NÁTTÚRU, þar sem þeir „limir“ lýstu því yifir að 'þeir væru móðgaðir út í Jón Þór- arinsson, vegna þess að hann kynni ekki að mela útsetning- ar þeirra á Bach og Gnieg. Niðurstaðan varð sú að þ'a,r sem þeir fengju ekki að leika þessi verk, þá vildu þieir efeki koma fram í sjónvarpinu, og hana nú. Og þrátt fyrir óánægju NÁTTÚRU-manna fcomu h'lj ómplötugagnrýntendur Vife- ynnar, Vísis og Morgunblaðls- ins, sa/man í Glaumbæ, ásamt nofckrum gestum og tilnefndu tvöfalt albúm ÓÐMANNA, sam LP-plötu ársins. TRÚ- BROT, ÓÐMENN Qg ÆVIN- TÝRI, urðu allar jaínar að at- kvæðum við útn'efningu á beztu litlu plötunni. Textahöf undur ársins var kosinn Jónas Árnason, aJþingismaður, og lagahöfundur ái"sins, Jóh'apn G. Jóhannsson. Ekki voru allar hræringar til grafar komnar, því nú brugðu NÁTTÚRU- menn hart við og tilkynntu Rabba, að þeir hefðu áfcveðið að skipta um trommarav hann tök þessu með heimspekiíegri ró og við djobbinu tók svo Óli Garðars, sem áður var nýhæ'tt- ur með. TRÚBROT. — 6 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1971 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1971 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.