Alþýðublaðið - 04.03.1971, Side 9

Alþýðublaðið - 04.03.1971, Side 9
LEIKA DANIR MANNAVEIÐU IVO LEIKI □ Miklai- lílcur eru á því að Danir Iteiki tvo land'sieiki hér í byrjun apríl en ekki einn eins og ráðgert var. Þessi eini leikur var ráðgerður sunnudaginn 4. ■apríl. Vegna flugáætlunar fara Danir ekki héðan fyrr en þriðju daginn 6. apríl, enda ekiki flogið til Færeyja á mánudögum, en þar eiga Danir að keppa á mið- vikudeginum. Hetfur því komið >til tals að lannar landsleikur verði háður hér mánudaginn 5. apríl. Væri mjög ánægjulegt ef af því gæti orðið, sérstakiiega þó fyrir pyngju HSÍ, sem nú er í léttara lagi. Stórskyttan Fleming Hansen fer að líkindúm til Helsingör í vor. Með hann og Jöigen Petersen innanborðs verður Helsingör án efa stórveldi. □ Danska liðið Helsingör IF er heldur betur á mannaveiðum um þessar mundir. Eins og margir eflaust vita, gekk íslandsbaninn Jörgen Petersen í Helsingör á síðasta ári í Jiðið og hsfur koma hans gjörbreytt því þannig að liðið á nú möguleika á verðlaun- um í fyrsta skipti í 10 ár. Og nú eru all'ar líkur á því að a.m.k, tveir mjög sterkir handknatt- leiksmenn gangi i liðið að þessu keppnistímabili liðnu. Annar þeirra er sá leikmaður sem mest hefur borið á í dönskum hand- knattleik í vetur, Flemming Bansen Fredricia KFUM. Han- sen þessi hefur verið markahæst ur í flestum landsleikjum Dana undanfarið og í deildarleikjum skorar hann sjaldan færri en 10 mörk. Þannig skoraði hann fyrir sfuttu 15 mörk tvo leiki í röð, o'g í vináttuleik í vetur, skoraði hann hvorki meira né minna en 21 mark. Hinn leikmaðurinn er einnig landsliðsmaður, Claus From úr Stjernen. Þessir leik- mlenn koma eflaust báðir hingað með landsliðinu í vor. Nú eru eftir tvær umferðir í deildarkeppninni dönsku. Efter- slægten sem lengi hafði yfir- burðastöðu í deildinni, er nú Varla svipur hjá sjón. Er liðið nú komið í 2. sæti eftir 11:20 tap gegn Stadion um síðustu helgi. Þess má geta að hinn nýi landsliðsþjálfari Dana, John Björklund þjálfar bæði liðin. HG burstaði botnliðið AGF 19:11, og hefur nú tekið forystuna í deild- inni. Fredricia sigraði Bolbro 24:18, og gerði Flemming H:an- sen 11 mörk í leiknum. Þá vann Helsingör Stjernen 14:13 eftir æsispennandi baráttu. Sigur- matnkið skoraði Jörgen Petersen beint úr aukakasti. Hans var gætt allan tímann, en hann skoraði samt 10 mörk í leiknum. Sögðu leikmenn Stjernien eftir teikinn, að ekkert hiefði þýtt að binda Petersen inn í búninigs- klefanum, hann hefði samt skor- að. Hér er svo staða í l.deild. HG 16 301 252 24 Efterslægten 16 Helsingör IF 16 Stadion 16 Aarhus KFUM 16 Ffedericia KFUM 16 Bolbro 16 Skovbakken 16 Stjernen 16 AGF 16 328-283 23 292-262 21 312-264 20 304-278 19 320-354 15 254-293 14 280-301 9 262-287 8 258-332 7 AKURNESINGAR TIL FÆREYJA □ Islandsmeisturunum 1970, Akurnesingum, hefur borizt boð um að keppa í Færeyjum í sum- ar. Það eru knattspyrnufélögini í Þórshöfn, HB og B 36, sem að boðinu standa og vilja þau fá Skaga-menn til keppni á Ólafs- vökunni, síðast í júlí. Knattspyrnuráð Akraness hef- ur ekki tiekið ákvörðun um það ennþá hvort boðinu verður tek- ið, eða ekki. Knattspyrnumenn frá Akra- nesi léku siðast í Færeyjum á Ólafsvö'kunni 1966 og nutu þá frábærrar gestrisni heimamanna, enda eru Færieyingar höfðingjar iheim að sækja. — Fataverzlun fjölskyldunnar oj/kistursíræti ^Sk Breiðholtshlaup □ BREIÐHOLTSHLAUP IR fer fram í 3ja sinn sunnudaginn 7. marz og hefst leins og fyrri hlaupin kl. 14,00. 2 fyrstu hlaupin voru fjölmienn og hafa nú rúmlega 150 hlaupið að þessu sinni og því er nú búizt við enn fleiri þátttakendum. — Allir nýir þátttakendur eru því beðnir að mæta tímanlega til skrásetningar, helzt ekki síðar en kl. 13,30, svo númiaraúthlut- unin gangi fijótt og greiðlega. Eins og fyrri hlaupin er þetta hlaup opið öllum og allir vel- komnir til að reyna sig. Skokk- arar og trimmarar eru enn einu sinni boðnir sérstiakiega vel- komnir. SAMBANDS BIKARINN □ Stjórn KSÍ hefur ákveðið að mæla með því að ÍBK keppi af íslands hálfu í hinni nýju Borgarkeppni Evrópu, sem nú heitir Evrópusaim- bandsbikarkeppnin (stytting Sambandsbikarínn). Þessi á- kvöröun hefur vakið mikla ó- ánægju lijá Fram, því félagið taldi að það hefði rétt til þess að velja milli Sambandsbik- arsins og Evrópukeppni bik- armeistara. En samkvæmt á- kvörðun KSÍ verður félagið nú að taka Evróimbikarkeppn ina. Þá liefur ákvörðunin einn ig vakið óánægju Vestmanna- eyinga, sem fengið hefðu þátt töburétt í Evrópubikarkeppn- inni cf Fram hefði valið Sam- bandsbikai'iun. ÍRK verður því þrjðji aðil- inn í meistarakeppni KSÍ sem hefst um næstu helgi í Reykja vik, með leik Fram og ÍA. — □ Meistaramót íslands í Lyft- ingum 1971 fer fram í Reykja- vík hlelgina 20.—21. marz nk. Keppt verður í öllum þyngdar- flokkum. Þátttökutilkynningar á'Samt mleð 100 kr. þátttökugjaldi þurfa að hafa borizt til Björns Lárussonar, Grsttisgötu 71, síma 22761 eða 40255 í síðasta lagi sunnudaginn 14. marz. Þátttökutilkynningar, sem kunna að berast síðar, verða eigi teknar til greina. Keppnisstaður verður tilkynntur síðar. — FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1971 9

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.