Alþýðublaðið - 20.03.1971, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.03.1971, Blaðsíða 11
2©. Dómkirkjan: Mess'a kl. 11. sr. Óskar J. Þorláksson. Föstuguð'þjónusta kl. 2 sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Neskirkja: Barnasam'koma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 11. Séra Frank M. Halldórsisoin.. Ferming í Neskirkju kl. 2. — Séra Jón Thorarensen. FLUGFERBÍR Laugardaginn 20. marz 1971. Millilandaflug. Gullfaxi fór til Oslo og Kaupmannalhjafnar kl. 08:45 í morgun og er væntan- legur þaðan öftur til Keflavíkur kl. 22:00 ainna kvöld. Innanlandsflug. f dag er áætl- að að fijúga til Akureyrar (2 ferðir) til Vestmannaéyja (2 förðir) til ísafjarðar, Hornafjai’ð ar, Norðfjarðar og til Egilsstaða. Á morgun er áætlað að fljúga tli Akureyrar (2 ferðir) til Rauf- arhafnar, Þórshafnar, Vest- mannaeyja og til ísafjarðar. iFíugfélag fslands h.f. Sunnudaginn 21. marz 1971. Millilandaflug. Gullfaxi er væntanlegur til Kefiaivíkur kl. 22:00 í kvöld frá Oslo og Kaup- man.náhöfn. Guilfaxi fer til Glasgovv og Kaupmannahafnar kl. 08:45. Inuanlandsflug. í dag er áætl- að að fljúga til Akuneyrar (2 ferðir) til Raufiarhafnar, Þórs- hafnar, Vestmiannaeyja og til fsa fjarðar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 f-eirðir) til Ve'st- maninaeyja, Patxiefcsfjarðar, ísa- fjarðar, Egilsstaða og til Sauðár- króks. Flugfélaff íslands h.f. Skipadeild S.Í.S.: Arniarfell er í' Rotterdam, fer þaðan í dag til Huil og Reykjavíkur. Jökulfell fór 16. þ.m. frá Þing'eyri til New Bedford. Dísiarfeil fór 18. þ.m. frá Hornafirði til Ventspils, Gdy- nia, Og Svendborgar. Litlafell er í olíuflutningum á Fhxaflóa. — Helgafell ier í Setubal, fer það- an væntalnlega 22. þ.m. tiil ís- lamds. Stapafell er í olíuflutning- ingum á Faxaflóa. Mælifiell vænt anlegt til Reykjavíkur 23. þ.m. Freyfaxi er á Akurryri. Sixtus fór 16. þ.m. frá Hamboxg til ís- lands. Birtbe Dania er í Liibeck, fer þaðan til Svendborgar. Albvðof»lf>Sccl.-q]íjn Svart: Jón Þorsteinsson. GtÆmundur S. nn5mundssos a b e d e f g h 00 | f?1 £■$ co t- í i : m 5 t> cD £ ; w 'y ýSf-ý; co to fr<^ I IO m rr í‘ m m rP co m rí i n n co S ÉS ft i - B3 ■ m (N rH m wi m m. rH a b e d e f g h Hvítt: Júlíus Bogason, Jón Ingimarsson, Akureyrl 27. leikur hvíts er h2—h4 67 „Ef fallhlífin opnast ekki, reynið þá að ná taki á fangalín- unni. Það er erfitt en ekki ófnögulegt. Reynið.að minnsta kosti. Það er belra en að drepast... En til þéss þarf stáli taugar“. Þetta þýtur í gegnum huga höfuðsmannsins. Hann fálmar aftur iyrir sig. Fangalfnan er of hátt uppi. Hann reynir einu sinni enn og nær taki á tauginni. Hann togar í af öllum kröf tum. .. Tvær til þrjár sekúndur eft- ir .. . Hinrich ofursti hafði staðið geispandi í útjaðri flugvall- arins og deplað augunum í skærri birtunni. Fallhlífastökk var ekkert óvnjulegt fyrir hann. Sjúkrabifreiðarnar með raúðum krossi stóðu úti á flug- vellinum. Jæja, þetta var samkvæmt reglunum, en Hinrich fannst það óþarfi. Það gerði mennina bara órólega. Á meðan mennirnir í fyrstu flugvélinni voru að búa sig undir að stökkva, stóð hann og hugsaði um litlu vinkonuna sína í París og brosti með sjálfum sér. Einkennilegir þessir Frakkar, sem gátu afrekað það að tapa stríðinu á sex vik- urn . . . En stúikurnar þeirra unnu sigur á öllum vígstöðv- um og áttu auðvelt með að gera méinleysingja úr hranaleg- um Stuka-flugmönnum. Fyrsta vélin beygði. „Tilbúið?" spurði Pfeiffer merkisberi. „Já“, svaraði Hinrich. Loftskeytamaðurinn kinkaði kolli. Síðan gaf hann merki um að blóðbaðið skyldi hefjast. .. Ofurstinn rétti úr sér og horfði á flugvélina. Stuttu seinna sá hann svarta díla í loftinu. Hann beið eftir að fall- hlífarnar opnuðust. Nú, hugsaði hann. En dílarnir nálguðust, urðu stærri, fóru hraðar . . . Skullu á jörðina áður en ofurstinn hafði áttað sig á að þær hefðu ekki opnazt. Sumir hentust upp aftur, aðrir lágu kyrrir. „Hvaða vitleysa er þetta!“ öskraði ofurstinn. Þá beygir önnur vél. Ofurstinn þaut til loftskeytamannsins og reif heyrnar- tækið af höfði hans . ., „Hinrich ofursti hér!“ öskraði hann. „Ekki fleiri stökk! Æfingunni er lokið! Ekki fleiri stökk!“ En enn birtast nokkrir svartir dílar, sem stækka og skella niður. Þriðja vélin ! Svo kom fjórða vélin. „Hlustið á mig!“ öskraði ofurstinn í hljóðnemann. „Ekki fleiri stökk! Æfingunni er lokið! Ekki fleiri stökk ...“ Hann einblíndi á opið á flugvélinni sem gapti á móti hon-i um eins og drekagin. Sextíu menn eftir og þeir deyja allir ef viðvörunin kenn ur ekki í tæka tíð! HeiTnennirnir sem stóðu niðri á jörðinni horfðu ekki lengur á mölbrotna líkamana sem liggja á vellinum. Ná- fölir af ótta störðu þeir á fjórðu véh'na, þar sem mennirnir voru að undirbúa stökkið. Svo kemur svartur díll í ljós — en nú var það aðeins einn.: Díllinn nálgaðist óðfluga, stækkaði og stækkaði. Aftur kom maður þjótandi niður á jörðina og mundi lenda í sömu hrúgunni. Það er Fritz Karsten höfuðsmaður. Hann togar örvænt-í ingarfullur í fanglínuna ... En hann tekur ekki eftir rykkn-í um sem verður þegar fallhlífin opnast. Hann tekur heldur ekki eftir að ólarnar skerast inn í brjóst hans meðan eit-i urgrænn dúkurinn breiðist út fyrir ofan höfuð hans. Höfuðsmaðurinn er meðvitundarlaus. Um leið og hann skellur á jörðina, kemur vindkviða og lyftir fallhlífinni upp og blæs henni yfir líkin, framhjá Hinrich ofursta, sem hrópar eitthvað til hans, ber hann fimmtíu-sextíu metra áfram, yfir mýri og kornakur. Hann rankar við sér og reym ir að losa sig úr ólunum. En vindurinn blæs honum áfram. Hann sér gaddavírsgirðinguna koma þjótandi á móti séi\ Þá finnur hann allt í einu að hann er laus. Hann dettur nið-i ur í plógfar, en fallhlífin fýkur á gaddavírinn og breiðir þár úr sér eins og fáni. Karsten höfuðsmaður lítur unclrandi í kringum sig. Nú rennur upp fyrir honum hvað hefur gerzt. Hann starir á Junkervélina sem hverfur honum sjónum. Hugsanirnar þjóta í gegnum höfuð hans. Walter ... Hinir í vélinni, sem hafa sjálfsagt ekki þrek til að toga í fangalínuna .. . Þá koma hermennirnir hlaupandi með Hinrich ofursta Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur ÁrshálíS Aíþýffufiokksfélagsins verffur haldin í Leikh úskjailaranum, föstudaginn 26. marz kl. 18,30, og hcfst meö horffhaidi. D a g s k r á: Bjcrgvin Guffmundsson, form. félagsins setur skemmtunina. Gyifi Þ. Gísiason, form. flokksins, flytur stutt á varp. Þá fiytur heiffursgestur félagsins GE0RGE BR0W N, íávarffur, fyrrverandi utanríkisráffherra Breta ræffu, Stúdentakórinn syngur nokkur lög, stjórnandi A t!i Heimir Sveinsson, tónskáld. Þjóffiagaduett, Kristín Óiafsdóttir og Helgi Ei narsson. ÓANS, Hijómsvcit Leikhúskjallarans. Veiricstjóri verffur Sigurffur E. Guffmundsson. Ollu stuöningsfóíki flokksins heimil þátttaka. Nauðsyn'egt er að menn tilkynni þátttöku sína sem allra fyrst í síma flokksskirifstofunnar, símar 15020 og 1 6 7 2 4. SKEMMTINEFNDIN LAUGARDAGUR 20. MARZ 1971 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.