Alþýðublaðið - 11.06.1971, Blaðsíða 3
Handsiáttuvélar
GRASKLIPPUR — ORF — LJÁI
BRÝNI _ HEYHRÍFUR
Garðslöngur
— gúmmí og plast —
SLÖNGUKRANAR
SLÖNGUKLEMMUR
VATNSÚÐARAR
GARÐKÖNNUR
Cinge
slökkvitæki, margar tegundír
BRUNABODAR
BRUNATEPPI
ASBESTDÚKUR
VERZLUN
O. ELLINGSEN
★ Hvers vegna vantreysta
allir íslenzku stjórnmálaflokk
arnir Framsóknarflokknum?
Hvers vegna vill helzt enginn
íslenzkur flokkur vinna með
Framsókn? Ástæðan er þessi:
Flokkarnir liafa slæma
reynslu af samstarfi við Fram
sókn. Framsóknarflokkurinn
hefur ávallt reynzt ólieill í
samstarfi og þess vegna er
ekki talið, að honum sé treyst
andi. Lítum á tímabil eftir
stríðsáranna þessu til staðfest-
ingar:
*•; !
★ Árin 1947—1949 sat við
völd samsteypustjóm Alþýðu
flokksins, Framsóknarflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins.
Stefán Jóhann Stefánsson, þá-
verandi formaður Alþýðu-
flokksins, var forsætisráð-
herra þessarar stjórnar og
hefur stjórnin af þessum sök-
um oft verið kennd við hann
og kölluð „Stefanía". Það
voru erfiðir tímar í efnahags
málum, er stjóm þessi sat við
völd. Stríðsgróðinn var allur
upp urinn og mikil hætta á
verðhólguþróun af völdum
víxlhækkana kaupgjalds og
verðlags. „Stefanía“ varð því
að gera ýmsar óvinsælar ráð-
stafanir og m.a. stöðvaði hún
verðbólguþróunina með þvi
að koma á nokkurs konar verð
stöðvun með bindingu vísitöl-
unnar. En Framsókn sá, að
ráðstafanir þessar mæltust
misjafnlega fyrir og áður en
kjörtímabilinu var lokið hljóp
hún úr stjórninni og knúði
fram þingkosningar. Þannig
var ábyrgðartilfinning Fram-
sóknar þá.
★ Að þingkosningum lokn
um haustið 1949 myndaði
Sjálfstæðisflokkurinn minni-
hlutastjórn. Sú stjórn lýsti því
m.a. yfir, að hún teldi, að
lækka þyrfti gengi íslenzku
krónunnar. Framsókn barðist
hatrammlega gegn því svo og
öðrum efnahagsráðstöfunum
og efnaliagsáformum ríkis-
stjórnar Sjálfstæðisflokksins.
En snemma árs 1950 gekk
Framsókn í stjómarsæng með
Sjálfstæðisflokknum og viti
menn: Fyrsta ráðstöfun stjórn
arinnar var stórfelld gengis-
lækkun, einmitt sú ráðstöfun,
er Framsókn hafði rétt áffur
barizt harðast á móti. Þannig
var ábyrgðartilfinning iFram-
sóknar þá.
t
★ Samstjórn Framsóknar
og Sjálfstæðisflokksins var í
fyrstu undir forsæti Stein-
gríms heitins Steinþórssonar,
framsóknarmanns. Ekki sat
hún út kjörtímabilið. Áður en
kjörtímabilinu var lokið fór
Framsókn að ókyrrast i stjóm
inni og svo fór að Steingrímur
rauf þing og kosið var árið
1953.
Þannig var ábyrgðartilfinn-
ing Framsóknar þá.
★ Að loknum þingkosning
um 1953 ákváðu Framsóku
og Sjálfstæðisflokkurinn að
halda stjómarsamvinnunni á-
fram. En nú krafðist Sjálf-
stæðisflokkurinn þess að fá
forsætisráðherrann, þar eð
hann hafði bætt við sig fylgi
í þingkosningunum. Framsókn
féllst á þetta, en var það mjög
óljúft. Einkum mun þetta
liafa verið erfiður biti fyrir
Hermann Jónasson, þáverandi
formann Framsóknar að
kyngja, enda neitaði hann að
taka sæti í stjóminni, en
sendi inn í sinn stað dr. Krist-
in Guðmundsson, er varð ut-
anríkisráðherra. Hann átti þá
ekki sæti á þingi. Var Her-
mann og raunar allur Fram-
sóknarflokkurinn alltaf mjög
óliollur þessari stjóm Ólafs
heitins Thors, enda fór það
svo, að Framsókn hljóp enn
úr stjórninni, áður en kjör-
tímabilið var á enda eða 1956,
og kosningar fóru fram þá um
vorið. Þannig var ábyrgðartil-
finning Framsóknar þá.
★ Að kosningum loknum
myndaði Hermann Jónasson,
formaður Framsóknar, hina
frægu vinstri stjórn. En ekki
sat sú stjóm nema rúm Z ár.
Þá var, eins og oft fyrr og
síðar, við mikinn vanda að
etja í efnahagsmálum. En í
stað þess að leysa vandann
tók Hermann og Framsókn
það ráð að hlaupast á brott
frá vandanum. Og Hermann
lýsti því yfir á alþingi, að ó‘ða-
verðbólga væri að skella yfir
og stjórnin réði ekki við aö
stöðva liana. Þó höfðu ráð-
herrar Alþýðuflokksins í
stjóminni lýst sig fylgjandi
vissum stöðvunarráðstöfunum
í efnahagsmálum. En í stað
þess að leggja slíkar ráðstaf-
anir fyrir Alþingi kaus Fram
sókn að hlaupast á brotí. — i
Þannig var ábyrgðartilflnning
Frantsóknar þá.
!
Mörg fleiri dæmi mætti
nefna um ábyrgðarleysi Fi*am
sóknar, en þetta verður látið
nægja hér.
Þeir stjórnmálaflokkar, sem
unnið hafa með Framsókn í
ríkisstjóm, vita, hvernig það
samstarf hefur gefizt. Engan
þeirra fýsir að vinna með
Framsókn á ný, hvorki Al-
þýðubandalagið, Alþýðuflokk
inn né Sjálfstæðb.flokkinn.
Framsókn verður að sýna, að
hún sé samstarfshæf, eígi aðr-
ir flokkar að geta sýnt henni :
traust. Reynslan segir, að i
Framsókn sé ekki treystandi.
70 gesta hótel reist á Húsavík
□ I sumar verður byggt nýtt
hótel á Húsavík, í stað þess sem
brann í vletur. Verður nýja hótél
ið í tengslum við félagshteimiil-
ið á staðnum, og er þannig hægt
að nýta samieiginlega margt a£
útbúnaði í báðum húsunum, svo
seon eldihúsið. Er þetta fyririkoanu
lag mjög héntugt að sögn hótel-
stjórans, Sigtryggs Albertssonar,
\ því elldhúsin eru dýrasti hluti fé-
i lagsheimitanna, en eru svo ónot-
uð mikinn hluta ársins.
Fullgert á nýja hótelið að rúma
um 70 gesti, í 34 heribérgjum.
Hótelið er byggt á fjórum hæð-
um, og vterða gistihienbergin á
þremur efstu hæðunum. Á neðstu
hæðinni er svo éfldhús, eafiteria
og gestamótrtalka. Á einni hæð-
inni er setustofa, og á annarri
liæð er svo gért ráð fyrir vínbar.
Að víeu er ekivi áflengisútsala á
Framh. á bis. 2
Karlmannaskór frá Frakklándi
NÝJAR SENDINGAR.
VerÖ kr. 795, 830, 840, 850, 855
SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR, Laugavegi 100.
Föstudáéur 11. jónf 1971 3
r