Alþýðublaðið - 29.09.1971, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.09.1971, Blaðsíða 7
 Það eru aðallega útlendir Farfuglar, sem notfæra sér gistingu á Farfuglaiheimilun- um, þótt þau séu raunar öll- um opin. Mest er að sjálf- sögðu aðsóknin að Farfugla- heimilinu í Beykjavík, að Laufásvegi 41, en þar og í húsnæði út í bæ er unnf að hýsa um 80 manns. Það hreklc ur þó ekki alltaf til og kem- ur iðulega fyrir að neita verð ur ferðamönnum um gistingu á mesta annatíma sumarsins. Farfuglaheimilin eru opin frá kl. 8—10 á morgnana og kl. 5 —11 á kvöldin. 100% aukning Annar aðalþáttur startfsem innar eru ferðalögin. Farfugla deild Reykjavíkur skipulegg ur og sér um ferðir víðsvegar um landið að sumrinu, bæði stuttar og langar, helgarferð-. ir og sumarleyfisferðir. í sum ar voru farnar 25 ferðir og þátttakendur í þeim um 500 manns og er þar um 100% aukningu að ræða frá þvi í fyrra, sem var að vísu held- ur slakt ferðasumaf. En þetta sýnir þó, að mikil gróska er í ferðalögum á vegum Far- fugla, og sagði Guðjón, að á- berandi mikið væri af ungu fóiki í ferðunum og mest fs-' lendingaf. Hann sagðist vilja taka það alveg sérstaklega fram, að öllum væri heimil þátttaka í þessum ferðalög- inn, en þess misskilnings gætti stundum, að þau væru barasta fyrir félagsmenn. 1 Farfuglar ■ leitast við að hafa ferðimar sem ódýrastar, ■ fararstjóm og ýmiskonar stúss í sambandi við ferða- lögin er t. d. að mestu leyti sjálfboðavinna, og það var fyrst í sumar, sem Farfiugla- deildin hafði launaðan starfs- mann á sínum snærum á skritfstofúnni að LauffáBvegii 41, enda var hún opin alla virka daga á venjulegum skrifstofutíma. Helgarferðir hjá Farfuglum þ.e. tveggja daga ferðir, kostuðu í sumar kr. 850.00. Nú er verið að gera drög að ferðaáætlun fyrir næsta ár og er þair gert ráð fyrir auknum ferðafjölda og ýmsar nýjungar á prjónunum, sem ekki er tímabært að skýra frá að svo stöddu. Vetrarstarfsemi Farfugla Auk ferðalaganna heldur Farfugladeild Reykjavikur svo uppi ýmdskonar vetrar- starfsemi, svo sem vetrar- Æagnaði og þorrablóti í Heið- arbóli. Sömuleiðis eru handa vinnukvöld af og til allan vet urinn, þar sem fram fer leð- urvinna, smelt, útsaumur o. fl. Góð aðstaða er til skíða- iðkana í Heiðarbóli að vetr- inum, ef guð gefur snjóinn, en það hetfur að vísu brugðizt á stundum. Skáiinn þar rúm- ar um 30—40 manns og er op inn alla veturinn fyrir skiða- fólk. Þá má geta þess, að Far- fuglar gefa út blað, Farfugl- inn, sem fjallar ujm félagsstarf semina, en flytur auk þess efni um hverskonar áhuga- mál Farfugla, ferðalög, lands lagslýsingar og margt fleira. Meðlimir í Farfugladeild Reykjavíkur eru sem stendur um 1400 talsins, en sú tala hefur verið nokkuð á reiki, sem stafar m. a. af því að ýmsir gerast félagar um stundarsakir, ef þeir ætla í siglingu, með það fýrir aug- um að notfæra sér gistingu á erlendum farfuglaheimilum. Foi-maður Farfugladeildar Reykjaví'kur er Gunnar Högnason, en formaður Bandalags ísl. Farfugla Samú . el Valberg. Guðjón sagði, að dálítil lægð hefði verið í starfsemi Farfugla síðustu árin, sem er vel þekkt fyrirbrigði í hvers- konar félagisskap, en nú væri mikið fjör að færast í þetta atftur og mikið af ungu fólki komið til skjalanna, og spáði það góðu um framtíðina, en jafnframt styddu þeir eldri við baikið, á félagsskapnum og héldu tryggð við hartn. Fagur „fuglasöngur" í Langadal Að lokinni skýrslu Guðjóns hóflst svo kvöldvaka í Skag- fjörðsskála, sæluhúsi Ferða- félags íslands, sem Farfuglar höfðu fengið til gistingar' í þessari Þórsmerkurferð. Var þar sitthvað til skemmtunar, svo sem sögur og leikir, að ógleymdum fögrum „fugla- söng“ sem barst út i kyrrláta haustnóttina í Langadal. Á sunnudagsmorgun, þeg- ar Farfuglar risu úr rekkju og skyggndust til lofts, var að heiða af /jöklunum og birta til, en dumbungsveður hafði verl® á föstudag og laug ardag. Bráðlega brau2t svo sólin fram úr skýj aþykfcninu Framhald á bls. 11. „Fuglasöngurinn" úr SkagafjörSsskála barst út I kyrrláta haustnóttina í Langadal. Ljósm. GG. „Þótti flestum leiSin tilkomumikil og skemmtileg, þótt jökullinn væri dálítiS ójífn og sprúngirrn." G.G. ■ „Landslagiff er víffa tröllslegt á þ essum slóffum, risavaxin bergtröll og „kirkjur", ein þeirra hlaut nafniff Péturskirkja í ferffinni." Ljósm. G.G. Miffvikudagur 29. sept. 1971* 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.