Alþýðublaðið - 17.11.1971, Blaðsíða 1
...Og þá er
sent efíir...
□ Komið hefur fyrir, að lög
'reglunni í Reykjavík berist
övkir frá foreldri um að hún
framkvæmi leit að liassi í
herbergjum barna þeirra, og
fyrir skömmu bárust lögregl-
unni t.d. slík fyrirmæli. Var
farið með hasshundinn á stað
inn, og að sögn Ásgeirs Frið-
jónssonar, fulltrúa lögreglu-
stjórans í Reykjavík, fann
hundurinn mjög snarlega
nokkur grömm af hassi.
Hingað til liefur hann þó
ekki verið notaður mikið við
leit að hassi, heldur hefur
verið lögð áherzla á þjálfun
hans. „Það er vitað mál, að
þega'x svona hundur ltemur í
breytt umhverfi, þýðir ekki
að ganga með hann í næstu
stæðu“, sagði Ásgeir. „Hann
hefur fyrst og fremst verið í
þjálfun og æfingu'.
Að sögn umsjónarmanns
hasshundsins, — Þorsteins
Steingrímssonar, hefu'r Prins,
eins og hann er kallaður, stað
ið sig mjög vel hingað til.
Verkefni hans er að leita í
öllum böggla- og bréfapósti,
á flugvöllum, sinna sérverk-
efnum fyrir önnur sveitarfé-
lög og taka þátt í húsleitum.
,Það eru alltaf öðru hverju
Framh. á bls. 5.
...PRINS
□ Þetta er Prins, sem seg-
ir frá hér í fréttinni. — Þegar
þeir hittust, ljósmyndarinn
okkar og hann, var engu lík-
ara en þar mættust aldaviair.
Fl-ðraði hundurinn upp um
hann af svo mikilli áfergju,
að ef starfsmenn fíknilyfja-
deildarinnfji’ hefðu ekki þekkt
manninn, hefði þeim getað
dottið í hug, að hann væri
með eitthvað grunsamlegt
innan á sér. Flaðrið er reynd-
ar ekkert einsdæmi, því Prins
er með eindæmum vinaleg
skepna.
„ENGA NEGRA
HINGAÐ TAKK“
□ Það, sem lengi hefu’r milli íslenzku stjórnarinnar
verið almannagrunur virðist og þeirrar bandarisku, að tak
eiga fót fyrir sér. Semsé að markaður sé fjöldi þeirra
þegjandi samkomulag sé Framh. á bls. 5.
□ Svo gæti farið að ríkið gerff-
ist meirihlutaeigandi í Slippjtöð-
inni á Akureyri, Vegna hinna
miklu rekstrarörðugleika fyrir-
tækisins hefur verið um það
rætt að án ríklsaðstoðar verði
að hætta rekstri þess. — Nú
er búist við að í næstu viku
vrði tekin um það ákvörð-
un í ríkisstjóminni, • lað hve
miklu leyti stjórnin mundi taka
þátt í „viðreisn“ Slippstöðvar-
innar, og sagði fjármálaráðhrra.
Healldór E. Sigurðsson, í viðtali
viff blaffið, aff ef ríkið á annað
borð blandi sér meira inn í rekst-
ur stöðvarinnar muni það vilja
verða a.m.lt meirihlutaeigandi.
í dag á ríkissjóður um 30%
hlutabréfa Slippstöðvarinnar, en
stærsti afiilinn aff rekstrinum er
Akureyrarbær, sem á um 45%'.
Kaupfélag Eyfirffinga á um 15%
en Eimskip nálægt 6% blutafjár.
í síðustu viku var staddur á
Akureyri danskur skipasmiður,
sem kynnti scr rekstur og stöðu
Slippstöffvarinnar fyrir fjármála-
ráffuneytið og er búizt viff að
skýrsla hans berist í lok þessarar
viku. Áffur hafði sérstök rann-
sóknarnefnd undir forystu Jóns
Sigurffssonar, ráðuneytisstjóra,
gert úttekt á fjármálum stöðvar-
innar.
Fjármálaráðherra og iffnaðar-
ráffherra hafa haft skýrslu þeirr-
| ar nefndar til athugunar, og var
þeim falið að kanna málið nán-
ar.
„Flestir þættir þessara athug-
ana eru það langt komnir,“ sagði
f jármálaráðherra, „að ég býst við
að við getum farið að taka ákvarð
anir hvað úr hverju.“
í skýrslu ofangreind.rar nefndar
munu hafa komið fram ákveffnar
Framlh. á bls. 11.
□ Snemma í morgun var flug-
vél frá Flugfélagi íslands á leið
út á brautarenda á Reykjavíkur
flugvelli og var ferðinni heitið
til Akureyra.r. Vélin fór aldrel1
í loftið, því þær upplýsingar bár
ust frá Akureyri, að þar væri
blindbylur og ekki lendingar-
fært. Eitthvað mun þó hafa rof-
að til upp úr kl. 9 því þá fúr
frá Reykjavík flugvél frá
Tryggva Helgasyni á leið til
Akureyrar. f sama mund var
byrjað að skafa snjó af flug-
vellinum fyrir norðan.
í viðtali viff lögvegluna á Ak-
ureyri kom í Ijós, að þar hefði
gengið á með éljum í nótt og
undir morgun hefffi veriff kom-
in á stórhríð, og skyggni mjÖg
slæmt, eða um 1000 metrar.
i
í morgun varð þar einn árekst
ur enda akstursskilyrði slæm,
þar sem 40—50 sentimetra snjóa
lag er á götum bæjarins.
„Við köllum það nú ekki mik-
ið hérna fyrir nc'j*ðan“, sagði
lögreglumaðurinn, sem við töl-
uðum við. Frost er um 10 stig.
Sölurnar
ekki neitt
athragb
□ f morgun seldu þrír bát-
ar afla sinn í Bretlandi, og
liafa þá alis 14 bátar selt afla
sinn þar í þessari viku. í
fyrramálið selja tveir til við-
bótar og einn á föstudag, svo
alls verða bátasölurnar 17 í
þessari viku.
Kópanes seldi í morgun £
Hull, tæplega 27 lestir fyrir
4620 sterlingspund, eða 37..60
krónur hvert kíló. í Grimsby
seldi Guðrún 30 tonn fyrir
5700 pund, eða 41,30 krónur
hvert kíló. Þá seldi Oddgeir
einnig í Grimsby í morgun,
31 lest fyrir 5200 pund, sem
gerir rúmlega 37 krónur fyr-
ir kilóið.