Alþýðublaðið - 19.11.1971, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.11.1971, Blaðsíða 1
(H3££MD FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1971 — 52. ÁRG. — 262. TBL. LÖGMAÐUR VÉFENGIR ALÞJÓÐLEGAN GERÐARDÓM □ 22 ára gamall maður kom til Jögrtglunnar í Hafnarfirði fyrir skömmu og afhenti henni fjórar morfínsprautur, sem liann bafði fundið í fórum 1G ára gamallar systur sinnar. Kom í liós, að hún og iafn- gömul vinkona hennar liöfðu ætlað að koma þeim til 17 ára gamals eiturlyfjaneytanda á Kleppsspítalanum. Meðfylgi'andi mynd. sem við tókum í gær, er af einni sprautunni. Þegar rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði tók stúlkurnar tvær til yfirheyrslu, sögðu þær, að kunningi þeirra, sein er nú í meðhöndlun á Kleppi vegna ofneyzlu eiturlyfV, hefði beðið þær um að út- vega sér „dóp“. 1 Vissu þær af fjóruin morfín sprautum í fóruin ungs mann^ í Reykjavík og gátu þær feng ið þær keyptar fyrir 2000 krón ur. Sá, sem sprauturnar átti sagði við stúlkurnar, að hann hefði stolið þeim úr báti í höfn í einni af verstöðvunuin hér sunnan lands. Báðar þekkja þær piltinn á Kleppi og hafa heimsótt hann þangað. Raunar þekkja fréttamenn Alþýðublaðsins einnig til hans og hafa áður haft ástæðu til að kynna sér feril hans. Við yfirheyrslur hefur kom- fð í ljós, að stúlkurnar tvær hafa hvorug notað morfin og segjast ekki hafa í hyggju að nota sprauturnar sjálfar. Þá má geta þess, að snemma á þessu ári bárust Ver7lunarbanka íslands falsað ar ávísanir, sem höfðu verið Framli. á Ms. 11. □ í gær lagði ríkisstjóinin Ioks j fram frumvarpiö imi Fram- I kvæmdasíofnun ríkisins, en eft- ir því hefur verið beðið nokkuð lengi. í málefnasaimningi ríkis- stjórnarinnar var því m. a. íýst yfir, a3 hún myndi set.ia á laggirn ! ar slíka stcfnun til þcss að taka við yfirstjórn f járfestingarmála og áætlanageröar í landinu og í fram söguræöu sinni með fjárlaga- frumvarpinu sagði Halldór E Sig urðsson, fjármálaráðherra m.a., að gerð framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár, sem venja er til að fylgi fjárlöguim, yrði látið bíða hinnar nýju stofnunar. Nokkrum sinnum hefur verið eftir því spurt á Alþingi. hvenær vænta mætti þess, að fram kvæmdastofnunin fengi að sjá dagsins ljós, þar eð mörg verk- efni bíoa hennar nú þegar, og í gær var frumvarpið um stofn- un hennar loks lagt fram. Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að þrjár stofnanir, sem nú starfa Fram'h. á bls. 11. 3 dómarar fá 8,7 milljónir □ í bæjarþingi Reyk.javikur var i morgun lögð fram gieinargerð stefnda í málinu Hochtief AG og Véltækni hf. gegn Vita- og hafn armálastjóm. Er þar u,m stór- merkilegt plagg að ræða, þvi lög maður stefnda, Hjörtur Torfason, hrl. dregur þar í efa gildi gerð- ardóms, sem kveðinn var upp I máii þessu og krefst ógildingar hans. Niðurstaða gerðardómsins var sú, að kröfuhafi ætti rétt til bóta að upphæð 149 milljónir 455 þúsund krónur. Að því er við vitum bezt mun hér vera um að ræða einsdæmi á íslandi hvað varðar kröfur u,m ógilding gerð- ardóms, sem var alþjóðlegur í þessu tilfelli. Dórninn skipuðu James F Main verkfræðingur frá London oe var hann dómsformaður, William H. Mulligan, yfirréttardómari frá New York og dr. Gunnar Thorodd sen, prófessor. Úrslit gerðardóms málsins hyggjast áatkvæðbm Bret ans og Baindaríkjamannsins, en Gunnar Thoroddsen skilaði sér- Framh. á bls. 11. íkkerT VARÐ AF STRÍÐI □ Aldrei fór það svo að ekki næðust samningar á síðustu stundu milli flugfélaganna á N- Atlantshafsflugleiðinni. í nótt tókst forráffamönnum 24 flug- félaga að komast að niðurstöðu á IATA í Honolulu um ný far- gjöld frá 1. febrúar n.k. Þar með er ögrun Lufthansa úr sögunni og allir munu bjóða sömu far- gjöld á þessari leið. f nýja samkomulaginu er gert ráð fyrir verulegri lækkun frá núgildandi fargjöldum, en þó verða þau ekki nálægt þvi eins lág og orðið hefði ef til stríðs flugfélaganna hefði komið. Er í nýju samningunum gert ráð fyr- ir flóknum greiðslutilhögunum á ódýrustu farmiðunum. — 27 í GISTINGU □ Nokkuð bar á ölvun í bænum í nótt, og gistu 24 karlmenn og Þrjár konur fangageymslur lög- reglunnar. ■—>

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.