Alþýðublaðið - 07.04.1972, Blaðsíða 5
Útgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson
(áb.). Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. Blaðaprent h.f.
HVERS ER AD
VÆHTA HÆSTT
í leiðara Alþýðu-
blaðsins i gær var af-
greiðslumáti rikis-
stjórnarinnar -á tilboði
Bandarikjastjórnar um
að kosta fjárfrekar
framkvæmdir á Kefla-
vikurflugvelli gerður
að umtalsefni. Blaðið
benti á, hve hneykslan-
leg framkoma bæði
meiri- og minnihlutans
i rikisstjórninni hafi
verið við afgreiðslu
málsins. í fyrsta lagi er
látin fara fram at-
kvæðagreiðsla um
málið innan rikis-
stjórnarinnar, þar sem
ráðherrarnir skiptast i
meiri- og minnihluta og
hyor hópurinn um sig
lætur bóka eftir sér
hinar og þessar yfirlýs-
ingar. Þá afgreiðslu
nota kommaráðherr-
arnir tveir, sem i
minnihluta voru, svo til
þess að fria sig allri
ábyrgð á málinu likt og
þeir þyrftu enga stjórn-
arfarslega ábyrgð að
bera.
Framferði meirihlut-
ans i málinu er þó e.t.v.
enn alvarlegra. Með
einföldum meirihluta i
atkvæðagreiðslu innan
rikisstjórnarinnar
knýja þeir fram ák-
veðna afgreiðslu á
stórmáli hafandi
minnihluta þingheims
á bak við sig. Þetta er
algert brot á öllum
þingræðislegum regl-
um. Tveir stjórnar-
flokkar af þrem geta
ekki knúið rikisstjórn
til aðgerða i stórmáli
gegn vilja þriðja st-
jórnarf lokksins ef
stjórnarflokkarnir
tveir hafa ekki þing-
meirihluta á bak við sig
eða ef þeir hafa ekki
kannað með viðræðum
við' stjórnarandstöðu-
flokka hvort þinglegur
meirihluti sé ekki fyrir
afgreiðslu málsins.
Það gerði ráðherra-
meirihlutinn ekki og er
þvi framferði hans við
afgreiðslu málsins ekki
aðeins vitavert heldur
einnig stórháskalegt
fordæmi.
Það ætti öllum að
vera auðskilið hvaða
fordæmi rikisstjórnin
hefur gefið með fram-
ferði sinu. í fyrsta lagi
vilja kommaráðherr-
arnir með afstöðu sinni
fitja upp á þeim nýja
sið, að stjórnarflokkar
geti setið i rikisstjórn
án þess að bera ábyrgð
á gerðum hennar. Liki
einhverjum stjórnar-
flokki einhver ríkis-
stjórnarathöfn illa þá
sé nægilegt að hann lýsi
sig ,,stikk frian” og þar
með sé hann laus allra
mála. Hvers konar
stjórnarhætti eru þess-
ir menn eiginlega að
reyna að innleiða?
Fordæmi ráðherra-
meirihlutans er hins
vegar bein ógnun við
þingræðislega st-
jórnarhætti i landinu.
Þeir eru að leggja út á
þá braut að stjórna
landinuántillits til þess,
hvort þinglegur meiri-
hluti standi að baki
stjórnarákvörðunum.
Er það meiningin hjá
Ólafi Jóhannessyni að
leggja Alþingi islend-
inga niður? Er þess að
vænta, að hann muni i
framtiðinni afgreiða
mál með meiri-
hlutasamþykktum i
rikisstjórninni en i and-
stöðu við vilja meiri-
hluta Alþingis? Það
fordæmi, sem hann og
fjórir aðrir ráðherrar
hafa gefið i sambandi
við afgreiðslu banda-
riska tilboðsins er
mesta stjórnarfarslega
hneyksli, sem nokkur
islenzk rikisstjórn hef-
ur gert sig seka um.
Hvers er að vænta
næst?
3820 JOFNIIN-
ARSTYRKIR TIL
UNGS FÖLKS
Nefnd sem skipuð var til þess
að annast um úthlutun styrkja til
jöfnunar á stöðu nemenda i
strjálbýli til framhaldsnáms á
árunum 1970 og 1971 hefur skilað
sérstakri skýrslu um störf sin.
Skýrsfan var lögð fram á Alþingi
nýlega og er alls 27 prentaðar
siður.
Nefndin var skipuð fimm
mönnum,— formaður var Birgir
Thorlacius, ráðuneytisstjóri, en
aðrir i neíndinni þeir Torfi
Ásgeirsson, hagfræðingur, Pálmi
Jónsson, alþm., Björn Halldórs-
son, skrifstofustjóri og öiver
Karlsson, oddviti. Starfsmaður
nefndarinnar var örlygur
Geirsson, fulltrUi i menntamála-
ráðuneytinu.
Til ráðstöfunar fékk nefndin
árið 1970 10 m. kr., en það var
lyrsta árið, sem styrkir þessir
voru veittir. Arið 1971 fékk nefn-
din 15 m. kr. til ráöstöfunar og
var i bæði skiptin um að ræða sér-
staka fjárveitingu á fjárlögum.
Styrkir, sem nefndin veitti,
voru tvennskonar. 1 fyrsta lagi
dvalarstyrkir til nemenda, sem
urðu að dvelja utan heimila sinna
án þess að eiga kost á skóla-
heimavist. Dvalarstyrkurinn,
sem veittur var, nam 1200
krónum á mánuði bæði árin og
var þá miðað við nauðsynlegan
dvalartima á skólastað vegna
námsins að skólaleyíum meö-
töldum.
1 öðru lagi voru svo veittir sér-
stakir ferðastyrkir til nemanda
frá dvalarstað og að skóla.
Styrkurinn nam allt aö 75% ferða-
kostnaðarins. Árið 1970 var
styrkurinn veittur til tveggja
ferða,— heima og heim, en árið
1971 var styrkveitingin aukin og
veitt til fjögurra ferða. Var það
gert samkvæmt eindregnum til-
mælum nemenda og þá miðað við
ferðir að og frá skóla i byrjun og
lok skólaárs ásamt ferðum heim
og heiman i jólaleyfi.
t þriöja lagi gerðu reglurnar
um Uthlutun styrkja til jöfnunar
námsaðstöðu svo ráð fyrir
stuðningi við skipulagðan akstur
að framhaldsskólum.
NYSKIPAN SKIPULAGSMALA
Fimm þingmenn, einn Ur
hverjum þingflokki og þar á
meðal Stefán Gunnlaugsson frá
Alþýðuflokknum, hafa lagt fram
Stefán Gunnlaugsson
á Alþingi frumvarp til laga um
breytingu á skipulagslögum. Með
frumvarpinu er lagt til, að eftir-
farandi ákvæði bætist aftan við 2.
mgr. 34. greinar laganna:
Þá getur skipulagsstjórn
heimilað sveitarstjórn að annast
á eigin kostnað tiltekið skipulags-
verkefni undir yfirstjórn skipu-
lagsstjórnar. Ráðherra er þá
heimilt að láta greiða Ur rikis-
sjóði allt að helmingi kostnaðar
sveitarstjórnar við það verkefni,
enda hafi skipulagsstjórn staðfest
samning sveitarstjórnar við þann
aðila, sem verkefnið tekur að sér,
þ.á m. kveðið á um hámarks-
framlag rikissjóðs.
Þá leggja flutningsmenn einnig
til, að þetta nýja ákvæði taki
strax gildi.
1 greinargerð með frumvarpinu
segir:
Frumvarp þetta er borið fram
að beiðni Sambands isl. sveitar-
félaga,
Ástæðan til þess, að frumvarpið
er fram komiö, er sU, að skipu-
lagsskyld sveitarfélög hafa i
vaxandi mæli óskað þess að fá
sjálf að annast gerð skipulags
undir yfirstjórn skipulags-
stjórnar rikisins, sem hefur lýst
sig hlynnta þvi fyrirkomulagi
enda teiknistofa skipulagsstjóra
mjög fáliðuð.
Sá hængur er á, að i 2. mgr. 34.
gr. skipulagslaga er heimild
rikissjóðs til þátttöku i kostnaði
við gerö skipulags, þegar þannig
stendur á, takmörkuð við helming
áfallinna skipulagsgjalda i
sveitarfélaginu. 1 minni sveitar-
félögum getur þessi fjárhæð ekki
náð nema hluta af slikum kostn-
aði, nema á löngu árabili. Með
þessari takmörkun er þvi ákvæðið
um heimild sveitarfélaga til að
vinna sjálf að skipulagi gert
óvirkt að mestu leyti nema i
Framhald á bls. 4
Um Uthlutunina er það að
segja, að strax eftir að gengið
hafði verið frá Uthlutunarreglum
árið 1970 var auglýst eftir um-
sóknum. Þá var langt liðið á
skólaárið og þvi bárust færri um-
sóknir, en vænta mátti og var þvi
umsóknarfresturinn framlengdur
til hausts. Þann 25. október 1970
höfðu tæplega 1000 styrkumsóknir
borizt og var þá hafizt handa um
Uthlutun. Um áramótin 1970—1971
höfðu alls 1400 styrkgreiðslur
verið afgreiddar og við lok Ut-
hlutunarinnar alls 1430, en 127
beiðnum var hafnað. Heildar-
Uthlutunin nam 10,008 m. kr.,—
dvalarstyrkir þar af 8,3 m. kr. og
ferðastyrkir 1,7 m.kr.
Við afgreiðslu fjárlaga ársins
1971 var ráðgert að hækka styrk-
veitinguna Ur 10 i 12 m. kr., en
menntamálaráðuneytið óskaði
eftir hækkun frá fjárveitinga-
nefnd upp i 21 m. kr. og var sU ósk
borin Iram að beiðni Uthlutunar-
nefndarinnar, sem hafði gert
áætlun um Uthlutunina, sem m.a.
byggðist á 20% aukningu styrk-
umsókna og 20% hækkun dvalar-
styrkja. Ekki féllst fjárveitinga-
nefnd á þessi tilmæli, en hækkaði
þó framlagið í 15 m. kr. Varð
þetta til þess, að ekki reyndist
unnt að hækka dvalarstyrki til
nemenda né heldur að auka
niðurgreiðslur á fæðiskostnaði i
heimavistum. Þó tókst að auka
ferðastyrkina á árinu 1971, eins
og fyrr greinir.
Aárinu 1971 fjölgaði umsóknum
mjög,— eða um 65%. 2190 um-
sóknir voru samþykktar, en 436
hafnað. Að beiðni nefndarinnar
var fjárveitingin hækkuð um
2,3—2,5 m. kr. til þess að unnt
mætti reynast aö sinna öllum
þeim umsóknum, sem fullgildar
voru og var þeirri viðbótar-
upphæð allri Uthlutað. Samtals
var þvi Uthlutað á þessum tveim
árum 27,87 m. kr. i styrki þessa og
afgreiddar jákvætt 3620 um-
sóknir. Þá bárust nefndinni
einnig nokkrar umsóknir frá
nemendum skyldustigsins. Enda
þótt reglurnar geri fyrst og
i'remst ráð fyrir Uthlutun til
nemenda á framhaldsskóla-
stiginu þá þótti nefndinni ekki rétt
að synja þessum umsóknum frá
nemendum skyldustigsins um
alla fyrirgreiðslu og beitti sér þvi
fyrir þvi, að 51 slikur nemandi,
sem ekki átti þess kost að stunda
skyldunám sitt i heimabyggð,
hlaut styrki annars staðar frá.
Námu þessar styrkveitingar alls
348 þUs. kr.
1 skýrslu Uthlutunarnefndar-
innar er einnig að finna reglur
þær, sem nefndin fór eftir við
störf sin. Er þar fyrst rætt um til-
gang styrkveitingarinnar, skil-
greiningu á bUsetu og framhalds-
námi og námstima, en siðar um
Framhald á bls. 4
ÚRSMIÐIR UM LAND
allt nota ábyrgðarskir-
teini úrsmiðafélags ís-
lands. Það veitir full-
komna ábyrgð fyrir
góðu úri og öruggri
viðgerðarþjónustu.
Merki úrsmiða
ÚRSMIÐAFÉLAG ÍSLANDS
Föstudagur 7. apríl 1972