Alþýðublaðið - 18.04.1972, Síða 9

Alþýðublaðið - 18.04.1972, Síða 9
JUDO fMttmi 2 SIGURJON BAR AF tslandsmótið i júdó fór fram i tþróttahúsi Háskólans á sunnu- daginn. Keppendur voru alls 21, og var keppt i 3 flokkum. 1 tveim léttari flokkunum var keppni jöfn og spennandi, en i þungaviktinni var Sigurjón Kristjánsson úr Júdófélagi Reykjavikur i sérflokki, enda sá eini af keppendunum sem var svartbeltishafi. t léttvikt sigraði Jóhannes Haraldsson úr Grindavik, en i millivikt Bjarni Björnsson Júdófélagi Reykjavikur. Á með- fylgjandi mynd sést Bjarni leggja Hjört Sigurðsson. Úrslit urðu þessi: l.éttvikt: 1. Jóhannes Haraldsson UMFG 2. össur Torfason Á 3. Þóroddur Þórhallsson Á Millivikt: 1. Bjarni Björnsson JR 2. Hjörtur Sigurðsson JR 3. Haukur Ólafsson JR Þunga vikt: 1. Sigurjón Kristjánsson JR 2. Sigurður Kr. Jóhannesson JR 3. Garðar Jónsson JR REYNTAfiFA ELMAR REIRS I LANDSIIOIO KSl sendi fyrir helgina skeyti j til Elmars Geirssonar, og i spurðist fyrir um það hvort hann gæti komið þvi við að leika með islenzka landsliðinu i Belgiu i næsta mánuði. Svarskeyti hefur ekki borizt frá Elmari. Elmar dvelur sem kunnugt er við nám i Þýzkalandi, og hefur gert undanfarin ár. Samhliða náminu hefur hann æft knatt- spyrnu, og er að sögn i mjög góðri þjálfun um þessar mundir. Er hann nýlega kominn úr langri keppnisferð með Herta Berlin, en það er rikasta félag Þýzkalands i j dag. Væri eflaust mikill fengur i þvi ef hann væri fáanlegur til þess að leika með landsliðinu i Belgiu. Þá hafa þær fréttir borist frá Matthiasi Hallgrimssyni, að hann sé nú i betri þjálfun en nokkru sinni fyrr. Matthias hefur dvalið við æfingar hjá enska 3. deildar- liðinu Bournmouth i allan vetur, og leikið með varaliði félagsins. Hefur Matthias skorað feiknin öll af mörkum með varaliöinu, en þó ekki svo mikið að hann skyggi á markakónginn Ted McDougalþen hann leikur einmitt með Bourn- mouth. Matthias mun væntanlegur heim um mánaðamótin næstu, og mun þá þegar hefja æfingar með landsliðinu, og æfa meö þvi . siðasta hálfa mánuðinn fyrir I Belgiuferðina. -SS. 4 LYFTINGAMET Lyftingamennirnir halda ál'ram að bæta lslandsmetin.. Um helgina voru sett 4 lslandsmet á innanfélagsmóti sem Ármann hélt að Fálkagötu 30. í millivikt pressaði Rúnar Gislason Armanni 100 kiló, sem er nýtt met. t milliþungavikt press- aði Guðmundur Sigurðsson Á 157,5 kg sem einnig er nýtt met. t þungavikt setti svo óskar Sigur- pálsson Á tvö met, pressaði 172,5 kg og lyfti samanlagt i ólymp- iskri þriþraut 462,5 kg. Vantar óskar aðeins 7,5 kg til þess að ná ólympiula'gmarki, og segist hann vera ákveðinn i þvi að ná markinu á Reykjavikurmótinu sem haldið verður 25. april n.k. Guðmundur Sigurðsson gerði ógilt i snörun á mótinu um helgina, og fékk þvi engan samanlagðan árangur. Það voru fleiri lyftingamenn i stuði um helgina en þeir islenzku. Rússneski kraftajötuninn Vassilji Aleksekev setti þrjú heimsmet i yfirþungavikt, press- aði 236,5kg jafnhattaði 237,5 kg og lyfti samanlagt 645 kg sem er 5 kg betra en gamla metið sem hann átti sjálfur. Aleksejev er talinn sterkasti maður heims i dag, og hann hefur bætt heimsmetin alls 52 sinnum siðan hann komst i fremstu röð lyftingarmanna. Um helgina fór fram mikið lyft- ingamót i Noregi, og voru þar sett alls 7 met. Eftirtaldir menn urðu sigurvegarar. I.cttvikt: Kjell Björnsson (115-110-135) 360 kg- l.cttþungavikt: Tore Björnsen (145-125-165) 435 kg- Milliþunga vikt: Leif Jensen (170-141-170) 480 kg. Þungavikt: Eivind Rekustad (180-145-180) 505 kg. Yfirþungavikt: Edgar Kjerran (183-135-182,5) 500 kg- EKKILEIKMANNI UT SIGANDI Veðurguðirnir léku knatt- spyrnumenn landsins grátt á laugardaginn, þvi veðrið var slikt SMATT Tceir leikir fóru fram i 1. deildinni i körfubolta um helgina, HSK sigraði Val 84:70, og 1R vann Ármann 102:69. öðrum leikjum var frestað. Nánar á morgun. Sviinn Kjell Isaksson gerir það ekki endasleppt i stangarstökkinu þessa dagana. Á laugardaginn bætti hann aðeins vikugamalt heimsmet sitt i stangarstökki um 3 sentimetra/5,54 metra. Kjell segist ákveðinn að sveifla sér yfir 5,60 bráðlega. þann dag, að varla var hægt að leika knattspyrnu. En þrátt fyrir það fóru fram tveir leikir i meistaraflokki, og á sunnudaginn lék úrval KSl við KR, enda veður mjög gott þann dag. Vikingur og IBK léku i Meistarakeppni KSI á Melavell- inum á laugardaginn i aftaka- veðri. Allir tiltækir markverðir Vikings voru meiddir, og varð Eirikur Þorsteinsson að taka að sér markvörzlu. Þá var Guðgeir Leifsson rekinn af velli eftir hálf- tima leik og voru Vikingarnir aðeins tiu 2/3 af leiknum. 1 hálfleik var staðan 0:0, en i siðari hálfleik skoraði Steinn Jóhannsson tvö mörk á móti einu sem Hafliði Pétursson skoraði fyrir Viking. Með þessum sigri hefur IBK nælt sér i toppsætið i keppninni, og nægir jafntefli i siðasta leiknum við IBV til þess að hljóta sigur i keppninni. Á laugardaginn léku svo Akra- nes og Breiðablik i Litlu bikar- keppninni. Leikurinn fór fram i Kópavogi og vann Skaginn 2:1. Mörk Skagans gerður þeir Ey- leifur Hafsteinsson (vitaspyrna) og Björn Lárusson, en mark Breiðabliks gerði Þór Hreiðars- son. Leik varaliðanna vann Breiðablik 5:2. Leik IBK og IBH i sömu keppni var frestað. A sunnudaginn lék úrval KSI við KR, og sigraði úrvalið 1:0, i mjög slökum leik. KR átti mörg hættuleg tækifæri, en tókst ekki að nýta þau. Markið kom seint i leiknum, og skoraði Hermann Gunnarsson, eftir að Guðgeir Leifsson hafði einleikið upp hálf- ann völlinn og leikið á 5 varnar- menn KR. Skotinn McDoweel stjórnaöi landsliðinu i fyrsta sinn á þessari æfingu, en hann var ráðinn lands- liðsþjálfari stuttu fyrir helgi. Þriöjudagur 18. apríl 1972

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.