Alþýðublaðið - 27.04.1972, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.04.1972, Blaðsíða 4
ÞJÓDLEIKHUS 3 Rauðsmýrarmaddömuna af riku skopskyni og gerði úr henni fullkomlega gjaldgenga leik- persónu, þó hún væri ekki alveg af sama sauðahúsi og sögupers- ónan. Samfundur og átök þeirra Bjarts og Maddömunnar hjá Sumarhúsum ver meðal há punkta sýningarinnar, en ann- ar hápunktur var samtal þeirra Bjarts og séra Guömundar heima á prestsetrinu. Þá má ekki gleyma Bríeti Héðinsdóttur i hlutverki Ástu Sóllilju á fulloröinsárum, litlu hlutverki i leikslok sem lyfti sýningunni óvænt i nýja hæö: þriöja hápunkt hennar. Um flesta leikendur má hafa þau orð, aö þeir skiluðu sinum hlutverkum sómasamlega og margir ágætlega, en þau eru flest svo rýr I roðinu, að þau veita enga umtalsverða mögu- leika til persónumótunar. Svo var til dæmis um bændurna sem þeir léku liflega og fjölbreyti- lega Lárus Ingólfsson, Ævar Kvaran, Heimir Ingimarsson, Bessi Bjarnason og Árni Tryggvason, sem fór með hlut- verk Þórðar i Niöurkotinu, tengdaföður Bjarts, á einkar hjartnæman hátt. Rósu fyrri konu Bjarts, lék Guörún Al- freðsdóttir af næmri tilfinningu og gerði hana eftirminnilega i umkomuleysi sinu og þrjózku. Kristbjörg Kjeld lék seinni kon- una, Finnu, en kom svo litið við sögu, að framlag hennar varð óverulegt. Nina Sveinsdóttir gerði aftur á móti mjög sér- kennilega og lifandi kararkerl- ingu úr Hallberu móður Finnu. Jón Laxdal lék brjóstveika og einfætta kennarann, örlagavald Astu Sóllilju, en varð litið úr hlutverkinu sem er ákaflega veigalitið i leiknum. Fjöldi ann- arra leikenda kom við sögu. Niðurstaðan verður þvi sú, að hér hafi verið um aö ræða litrika en heldur grunnfæra mynda- sýningu úr einu djúpskyggnasta BIBLÍAN 09 SALMABOKIN nýja tásl i bókaverzlunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG (ýud&rartöootcftt IU I I I. I I M < I I II | U I I Y l J * V I « ’ skáldverki þjóðarinnar. Um til- ganginn með henni vita senni- lega forráðamenn Þjóðleikhúss- ins einir, en ætli þeir séu ekki komnir á þá skoðun ásamt með forkólfum Iðnó, að tslendingar séu að verða eða þegar orðnir ó- læsir á bækur? Leikmynd Snorra Sveins Friðrikssonar, sem er aö mér skilst frumraun hans á leiksviði, var þokkalegt verk í natúralisk- um stil, og hefði leikmyndin aö skaðlausu mátt vera stilfærðari, en kannski hefði það komið illa heim við bakgrunninn sem myndaður var með skuggaljós- myndum i litum og hinn fegursti á aö horfa. Búningar leikenda, teiknaðir af Snorra Sveini, sýndust mér helzti nýlegir og heilir fyrir sitt brúk, en þeir voru annars smekklegir einsog annað i umgerð leiksins — en allt var þaö samt einhvernveg- inn lifvana. Sigurður A. Magnússon. KARFAN 9 algengara að leikir séu jafnir skemmtilegir og spennandi, en leiðinlegir og ójafnir. Ármenningar byrjuðu al- deilis vel i leiknum, þeir kom- ust i 10:0, og siðan i 20:10, Þórsarar hittu sérstaklega illa á þessum tima, þvi fyrstu 10 til 12 skQt þeirra fóru framhjá körfunni. Jón Sigurðsson bezti maöur Armanns tök að sér það verk að gæta Guttorms Ölafssonar langbezta leikmanns Akur- eyringa síðustu árin, og fór svo að Guttormur gerði aðeins 15 stig i leiknum, og þau stig gerði hann flest á meðan Jón Sigurðsson var hvildur. Jón og Björn Christensen voru beztu menn Armanns en einnig hitti Hallgrimur Gunn- arsson ágætlega. Armann hafði alltaf 10,15 stig yfir og þarafleiðandi engin spenna I leiknum. Hjá ÞÖR vantaði Albert Guðmundsáon einn bezta varnarmann liðsins en hann hirðir alltaf mikið af fráköst- um, og kom það sér illa fyrir liðið. Stigahæstir: Armann: Jón 22, Björn 20 og Hallgrimur 12. Þór: Jón M. Héðinsson, 19, Úorleifur Björnsson 15 og Guttormur 15. LANDHELGIH 1 nú frá vel hcppnuðum og vaxandi aluminumiðnaði. Allt hefur þetta orðið án þess nokkrar breytingar yrðu á fisk- veiðilögsögunni eða fiskaflan- um. BTK lieldur þvi fram, að ef fiskveiðilögsagan verði stækkuð mundi þessi þróun til meiri fjöl- breytni i atvinnuháttum hætta eða jafnvcl snúast við og þjóðin yrði meira háð fiskvciðum á ný. „Það mundi einnig hafa i för með sér, að hagur islands yrði meira háður óstöðugleika náttúrunnar og sveiflum á fisk- markaðnum i heiminum", segir Austen Laing forstjóri BTF. En efnahagslega fengju Bret- ar skellinn, einkum þeir sem Tilboð óskast i smiði 25 ljósamastra fyrir Vita- og hafnarmálastjórnina. Útboðsgögn afhendast á skrifstofu vorri gegn kr. 1.000.00 skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 15. mai 1972. INNKAUPASTOFNUN RÍ BORGARTÚNI 7 SÍKI 26844 KISINS FMKMNIR SEGIA AD KIR SÉU LÆSTIR lÍHI Alþýðublaðinu hefur borizt bréf frá refsifanga á Litla- Hrauni, þar sem kvartaö er yfir þvi, aö það geti verið erfiðleik- um bundið að komast INN I sjálfa fangelsisbygginguna. Við bárum efni bréfsins undir forstjóra vinnuhælisins, Markús Einarsson, og visaði hann öllum ásökunum, sem i þvi felast, á bug. Okkur barst bréfið eftir ýmsum krókaleiðum og er þvi nokkuð liðiö siðan þaö var skrif- að. Þaö er svohljóöandi: „Kæra ritstjórn. Langar mig að skrifa yður nokkrar iinur, sem ég vona þér birtið. Aður hefur verið skrifaö um sofanda hátt fangavarðanna hér á Litla-Hrauni, og er það eigi að ósekju, eins og þetta nýjasta afrek þeirra ber með sér, er fjórir fangar voru læstir inni I klefum sinum, er þeir reyndu að fá inngöngu I fang- clsið að vinnu iokinni. t vetur höfum við fangarnir verið við vinnu I útihúsi hér á staðnum undir stjórn tveggja vcrkstjóra, sem jafnframt eru fangaverðir og er annar þeirra yfirfangavörður hér á Litla- Hrauni. Þar höfum við verið aö hinum og þessum störfum, er okkur eru sett fyrir og megum við fara inn, er við höfum lokið verkefnum okkar. Forsaga þessa máls er sú, að eftir að nýja viðbyggingin var tekin I notkun og varðstofan flutti, lengdist spölur sá að hurö þeirri, er fangaverðir þurftu að ganga til að hleypa föngum út og inn um. Er þeim ekkert eins illa við og að þurfa að rápa þetta oft til aö opna fyrir föngum, er lokiö hafa vinnu sinni. Mótmæli yfir þessu ónæði og röskun frið- arins á varöstofunni er látin i Ijós meö algjöru eftirtektar- og heyrnarleysi. Margan daginn I vetur, er við höfðum staðið lengi og hringt dyrabjöilunni og bankað i riml- ana og verið orðnir gegnkaldir hefur það komið til tals, að ef við vildum heilsu halda væri eina rétta er við gerðum að taka rútuna, er stoppar hér fyrir framan og fara einhvert annaö til aö fá húsaskjól. Núna á miðvikudaginn 19/3 dró til tiöinda i þessum málum. Um morguninn var kalt i/veðri. Fjórir fangar, er lokið höföu vinnu sinni fyrir hádegi, hringdu og börðu án afláts að dyrum, en enginn anzaði. Eftir að hafa verið léttklæddir i upp- hituöu húsi setti fljótt að þeim hroll. Og er þeir i umkomuleysi sinu höfðu séð einn fangavörð- inn fyrir innan ganga upp á loft án þess að virða þá viðlits, urðu þeir úrkula vonar um að fá hér inngöngu. Er þeir standa þar á tröpp- unum kaldir og skelfdir blasir þeim við skammt frá forstjóra- bústaöurinn siðasta vonin, Er nú gengið á hans fund og biðja þeir hann að vera sér innan- handar og redda þeim inn á hæl- ið. Eftir að hafa velt málinu fyrir sér um stund tók hann vel i það og sagöist mundu hringja og kippa þvi i liðinn. Eftir að hafa þakkað fyrir sig og boðið hvorum öðrum gleöi- legra páska og veifað góðlátlega i kveðju skyni héldu hinir þjök- uðu fangar heim á leið með þakklæti og tilhlökkun i brjósti. En er fangar voru komnir til sins heima og lifið virtist ætla að hafa sinn vanagang, fóru fanga- verðirnir heldur betur að vakna til lifsins, litu hver á annan á meðan þeir voru að átta sig á þvi hvað skeð hafi. En svo heyröist hark mikið á varðstofunni og var þar kominn yfirfangavöröurinn og skipaði hann nú liði sinu af sinni al- kunnu festu og framtakssemi. Var nú brugðiö viö hart og lok- uðu þeir hina seku fanga inn á klefum sinum. Sekt þeirra er sú, að þeir fóru án fyfgrfar fanga- varðar á fund forstjórans, eins og að framan greinir. Er linur þessar eru ritaðar eru fangar þessir enn i cin- angrun i læstum klefum sinum. Hversu löng sú innilokun verður er ekki gott að vita.” Bréfið var undirritað, en fanginn óskaði hins vegar eftir þvi, að nafn hans yrði ckki birt. Sem fyrr segir höfðum við samband við Markús Einars- son, forstjóra hælisins, og bárum efni bréfsins undir hann. Hann sagði: „Þetta er bara vitleysa út I loftið, þeir voru að gera tilraun til aö strjúka.” Sagöi hann, að i útihúsinu, þar sem fangarnir vinna, væru alltaf fangaverðir, sem hefðu lykla að fangelsisbyggingunni. Það, sem stæði I bréfinu, væri ekki rétt, og fangarnir hefðu að- eins gert þetta af bölvun sinni. Til skýringar skal það tekiö fram, að forstjórabústaðurinn er á Eyrarbakka. FORSTJÓRINN FULLYRÐIR AÐ ÞEIR HAFI Æ1LAÐ AÐ STRJÚKA búa við Humber, ef fiskveiðilög- sagan yrði færð út. Eins og sakir standa lifa 100 þúsund manns á fiskveiðum i landinu, þaraf býr einn fimmti i Hull og Grimsby. Ef svo færi, að landhelgin yrði stækkuö, segir BTF# að 20 þúsund menn sæki sjó frá brezkum höfnum mundu verða fyrir áfalli vegna 50 milna fiskveiðilögsögunnar þar eð þeir eru ckki sérhæfðir til annarra starfa og mundu aö líkindum ekki fá vinnu i greinum þar sem atvinnuleysi er þegar inikið. Ennfremur kæmi þetta niður á ýmiss konar iðju sem snertir fiskveiðar, svo sem skipa- smiöum og flutningastörfum. Ef engin lausn finnst — og það eru aöeins fjórir og hálfur mánuöur þar til tslendingar segjast ætla að færa út lög- söguna — þá er alveg til i dæminu að floti hennar hátignar fylgi fiskiflotanum á feröum þeirra i kringum island. Ilann mundi samt sem áður fara hægt i sakirnar. island á þrjá fallbyssubáta og einn af þeim er Óðinn sem hvaö eftir annað hefur hlotið frægð fyrir björgun skipshafnar úr sjávarháska og var þar aö auki með i þorskastriðinu. En þessi skip gætu ekki fylgzt vel meö þvi scm gerðist alstaðar á mið- unum. Togarasjómenn telja að þyrl- ur muni vcrða notaðar til að taka niöur nöfn og númer skipa sem fara inn fyrir mörkin svo að unnt sé að ákæra skipstjórana seinna ef til þeirra næst. UR OG SKARTGRiPIR KCRNEUUS JONSSON SKÖLAVÚRÐUSTIG 8 BANKASTRÆ Tl 6 18688-18600 KÆRA 1Y DR. EUWE 1 Það, sem um ræðir, er, að ákæruvaldið heimilaöi dómssátt í tilteknu máli, en með bókun synj- aði sakadómur þeim málalokum. Þarna er risinn uppágreiningur milli þessara tveggja aðila um af- greiöslu sakamáls. Æðsta úrskurðarvaid í slikum ágreiningi hefur Hæstiréttur. i þessu tilfelli kemur það i hlut embættis saksóknara að óska úrskurðarins, ef embættið stend- ur fast á fyrri ákvörðun sinni um dómssáttarheimiid. En til þcss að geta það verður að liggja fyrir úrskurður um synjun frá sakadómi, en ekki ein- ungis bókun. Þennan úrskurð hef- ur saksóknaraembættið beðið um. Næsta skref er svo að visa mál- inu til Hæstaréttar. i þessu tilfelli heitir það á máli lögfræöinnar að KÆRA. Ef hér hefði verið um dóm að ræða, hefði það heitið AFRÝJUN. Þaö sem ekki kom nægilega glöggt fram i frétt blaðsins i gær, er orðið KÆRA I fréttinni hefur aðra merkingu i þessu tilfelli, en það hefur i daglegu tali. Til þess að koma i veg fyrir allan misskilning er þessari skýr- ingu hér meö komið á framfæri. ÍSLENDINGAR 5 islenzkar iðnaðarvörur, fremur en erlendar, til að efla islenzkan iðnað i verki? Það væri mest um vert fyrir þennan atvinnuveg. Ég tel, að almenningur geti ráðið verulega um það, hvort is- lenzkur iðnaður verði að þeim atvinnuvegi, sem hann þarf að verða, með ákvörðun sinni um, hvort kaupa eigi innlendar eða erlendar iðnaðarvörur. Ég trúi ekki ööru en aö íslendingar vilji i raun og veru efla islenzkan iðnað. Kaupið því islenzkar iðnaðar- vörur. Eflið á þann hátt islenzkan iðnað. þeirri flækju sem einvigið er óneitanlega komið i. Biða menn spenntir eftir úrskurði dr. Euwe, þvi margir hafa hagsmuna að gæta i sambandi við einvigið. Ekki vildi Guðmundur Þór- arinsson spá neinu um hverjar yrðu lyktir mála, né hvort mögu- leiki væri á þvi að hefja einvigið á réttum tima, þ.e. 22. júni næst- komandi. Þó sagði Guðmundur að það mál yrði erfiðara með hverjum deginum sem liði, þvi öll ferðamál eru ill viðureignar að sumarlagi, og óvist hvort þaö land sem tekur viö fyrri hlutanum getur leyst máliö með svo stutt- um fyrirvara. Skáksambandið hefur ekkert að hafst i undirbúningi einvigisins hérlendis, enda ekki hægt um vik að hefja fjárfrekar framkvæmdir þegar óvissan er eins mikil og raun ber vitni. FLUGFÉLAGIÐ______________3_ Kaupmannahafnar, Keflavikur og Grænlands. Þrjár ferðir verða farnar á viku milli tslands og Færeyja. Sumaráætlun F.t. er komin út á islenzku og ensku, og er þar auk margvislegra upplýsinga að finna sitthvað um afslætti með vélum félagsins. 0 Fimmtudagur 27. april 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.