Alþýðublaðið - 27.04.1972, Side 9

Alþýðublaðið - 27.04.1972, Side 9
ALDEILIS FflBUR HOPIIR Sigurðardóttir, Elin Kristins- dóttir, Svala Sigtryggsdóttir, Helga Guðmundsdóttir.Bergijót Daviösdóttir, Björg Jónsdóttir, þjálfarinn Stefán Sandholt, Sigrún Guömundsdóttir, Kristjana Magnúsdóttir, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Jóna Dóra Karlsdóttir, Ragnheiður Bl. Lárusdóttir, Björg Guð- mundsdóttir, fyrirliði og Sigur- jóna Sigurðardóttir. Fremri röð: Oddgerður Odd- geirsdóttir, Guðbjörg Arnadótt- ir og Sigurbjörg Pétursdóttir. Liö Armanns var skipað eftir- töldum stúlkum: Talið frá vinstri i efri röð: Margrét Björnsdóttir, Agústa Ölafsdótt- ir, Helga Egilsdóttir, Guðrún Helgadóttir, og Svanhvit Kon- ráðsdóttir. Neðri röð frá vinstri; Erla Sverrisdóttir, Þórunn Haf- steinsdóttir, Alfheiður Eiriks- dóttir, Sigriður Brynjarsdóttir, Guðrún Sigurþórsdóttir og Katrin Axelsdóttir. Á myndina vantarþjálfara liðsins, Gunnar Kjartansson. Neðst eru svo Valsstúlkurnar i þriðja flokki. Efri röð frá vinstri: Sigurjóna Sigurðardótt- ir þjálfari, Málfriður Eliasdótt- ir, Hrafnlaug Guðlaugsdóttir, Oddný Sigurðardóttir, Sigriður Ingólfsdóttir, Agnes Einars- dóttir, og Bergljót Daviðsdóttir þjálfari. Neöri röð; Nanna Sveinsdótt- ir, Lilja Bolladóttir, Inga M. Tryggvadóttir og Sólrún Ast- valdsdóttir. ÞETTA! Hann er aldeilis fagur þessi stúlknahópur hér að neðan. Þetta eru sigursæl- ustu stúlkurnar í sínum flokkum á íslandsmótinu í handknattleik sem lauk um siðustu helgi. VARLA LEIK Þau hafa orðið mikil umskiptin hjá Vikingunum frá þvi i fyrra. Þá töpuðu þeir vart leik, en nú er það aftur á móti svo, að þeir vinna vart leik. Síðasta tap Víkings var eitt það stærsta sem félagið hefur mátt þola lengi, 4:0 fyrir Fram i Reykjavíkurmótinu á þriðjudaginn. En það er eins gott að segja það strax, að þessi sigur er allt of stór eftir gangi leiksins tveggja marka sigur hefði kannski verið sanngjarn. Munurinn lá einfald- lega i þvi, að Framarar nýttu tækifæri sín til fulinustu, en það gerðu Vikingar ekki. t byrjun leiksins var Vikingur meira með boltann, og var það reyndar meginhluta leiksins. En það er ekki nóg að vinna boltann á miðjunni, það verður að skapa tækifærin, og það gátu Vik- ingarnir ekki. Reynd voru háspörk fram, sem þeir Marteinn Geirsson og Sigurbergur Sig- steinsson afgreiddu léttilega. Þegar Vikingur reyndi aftur á móti fínna spil, gekk dæmið undantekningarlitið upp á Frömurum. A 24. minútu leiksins skoraði Fram nokkuð óvænt. Sóknar- maður Fram var hindraöur rétt utan vitateigs hægramegin. Mar- teinn afgreiddi boltann i blá- hornið fjær, sérlega fallegt mark. Ekki gafst Vikingur upp, en baráttan varð til litils, þvi á 33. minútu bætir Kristinn Jörundsson við marki fyrir Fram, eftir mik- inn klaufaskap i vörn Vikings. Rétt áður hafði Ólafur Þorsteins- son misnotað illa gott færi við mark Fram, og seinna i leiknum misnotaði Hafliði jafnvel enn betra færi. Seinni hálfleikur var ekki nema 11 minútna gamall þegar Sigur- bergur bætti þriðja markinu við með skalla, eftir hornspyrnu Einars Árnasonar. Markvörður Vikings hugðist slá boltann frá, en missti hann yfir sig. Á 30. minútu seinni hálfleiks kom fjórða markið. Kristinn einlék i gegnum vörn Vikings og skoraði auðveldlega. Erfitt er að dæma Framliðið eftir þessum fyrsta leik, en þó er ljóst að þar verður ekki auðunnið i sumar, þrátt fyrir mikið mann- fall. Gerðar hafa verið nokkrar stöðubreytingar á liðinu, og reynslan mun leiða i ljós hvernig þær reynast. I þessum leik komu miðverðirnir Sigurbergur og Marteinn sterkast út. asti flokkurinn á íslands- mótum í handkanttleik fyrrog síðar, nema ef FH er undanskilið í karla- flokki. Þá koma Ármannsstúlkurnar í 2. flokki og neðst eru Vals- stúlkurnar í 3. flokki. A morgun birtum við svo myndirnar af piltunum sem sigurlaun hrepptu á mótinu, og þá munu væntanlega fylgja með úrslit leikja i úrslitakeppninni sem fram fór'um siðustu helgi. Á efstu myndinni eru: Aftari röð f.v.: Hildur Efstar eru Vals- stúlkurnar ósigrandi, í meistaraflokki sigursæl- Víkingar í klípu: NÚ VINNA ÞEIR Þriðja mark Framara er á leiðinni í netiö. Sigurbergur hefur stokkið upp fyrir varnarmenn Víkings og nær að skalla boltann inn. Markvörður Vikings missti boltann yfir sig. Vikingsliðið má nú alvarlega athuga sinn gang, eftir sifelld töp fyrir 1. deildarliðum að undan- förnu. Þjálfari liðsins ætti að vera búinn að læra það, að i liðinu eru menn sem eiga þar ekki heima, og einnig mætti hann segja öðrum, að ekki sé vænlegt að ætla að gera allt upp á eigin spýtur jafnvel þótt viðkomandi sé leikinn með boltann. —SS. Fimmtudagur 27. apríl 1972 0

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.