Alþýðublaðið - 27.04.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 27.04.1972, Blaðsíða 11
A VALDI VIDATTUNNAR eftir Arthur Mayse 34 Kross- gáto- krflið (jJÖlV !/V£H FfíTlt S/íDýR' ZE///S fO/R VlÐ rj/ÍTUR !) b 5 tÓRA v/Ðfí FL'lK 3 I UHdftH Htbrs Fórum v£Rsm :-£ F/SKP/ HV'/Lpl. /3e*r, V/P LOF' hvHU /vo TfiLfi ! V 1 5 UHD FÆRlV V Pt'&HK Rehgdi RRKfl VÍuR. KEYRU^ . 5 VBRRI SIÐF} 7 'MNN ÍJRRIHH » 9 LY/</L-ORV * ///7/D*8£L. - . >1 ' Q' ’ » v, ;q a> V' a -4 • -vbcss; \ • CJ^ C •s ■ *--^ — y- Ln — ^ J> Coi S. Þau heyrðu urr og greinar brotna, og björninn hvarf. Linn varp öndinni léttar. „Svartur björn”, sagði Mike. Það var ekki sann- leikanum samkvæmt, en ef þau höfðu ekki séð björninn var engin ástæða til þess að hræða þau með þvi að segja þeim að grábjörn hafði næstum verið búinn að gera út af við þau. ,,Hann var bara forvitinn. Þeir ráðast aldrei á menn”. Siðan bætti hann glaðlega við. ,,Hann hlýtur að hafa komið á móti vindi. Ég fann enga lykt af honum”. Þessi dýr gátu gengið hljóðlaust, ef þau vildu það við hafa, en þetta hafði ekki ætlað að gera af sér neinn óskunda. Hann fór með miklum bæxlagangi burt frá ánni. Sennilega var hann bara á leiðinni þvertyfir dalinn i áttina til Tantalus-svæðisins. Eða kannski var hann bara að flækjast um hér i Maxada-dalnum til þess að grafa upp rótarhýði eða elta uppi múrmeldýr. Mike beið i tiu minútur. Hann óskaði með sjálfum sér að hann hefði haft Remington riffilinn með i för- inni, en ekki geymt hann i Kinross. Hann hélt á stað. „Hm-m-m, svartur björn?” rumdi i Halsted. ,,Þú sást hann, er það ekki?” „Auðvitað. Heldurðu að ég sé blindur? Við horfð- umst i augu. Hann liktist alls ekki þeim svörtu björnum, sem ég og Linny vorum vön að gefa hnetur”. ,,Ertu nú enn að gefa i skyn, að ég sé að ljúga að þér, Morg?” „Já, það er ég að gera!” „Allt i lagi. Þá var hann sem sé ekki svartur. Það var gott að Linny kom ekki auga á hann”. „Hvað er það, sem fær þig til þess að halda, að hún hafi ekki komið auga á hann? í þvi hugar- ástandi, sem hún er i núna, þá reiknar hún örugg- lega með, að þú hafir sjálfur flutt hann hingað i þennan dýra garð þinn, eingöngu til þess að skemmta ferðamönnunum”. Halsted hló. Svitinn frá likama hans fannst i gegn um skyrtu Mike. „Það koma dagar, þegar allt gengur á afturfótunum. Maður getur alveg eins vanið sig við þá hugsun”. Hann ætti að liggja á sjúkrahúsi, hugsaði Mike með sjálfum sér. Þetta var að bjóða lungnabólgunni heim. Ef þau hefðu nú verið áfram við bálið á há- sléttunni... En Mike rak þessa hugsun úr huga sér. Möguleikinn á björgun þar var allt of litill. Ákvörð- un hans var hin eina rétta. „Drengur minn, þú verður að koma með okkur heim til Oakland. Mig langar að þú komir með mér i klúbbinn minn alveg eins og þú ert nú klæddur: i þessum viðu buxum og háhæluðu stigvélum. Þú mátt ekki einu sinni fara i bað aftur. Ég vil að þú lyktir eins og núna, og ég vildi óska að þú hefðir ekki rakað af þér skeggið. Ég segi þeim frá bjarndýr- inu... hefði ég vara haft eins og þrjátiu metra af lit- filmu við hendina! Ég held fyrirlesturinn, og þvi næstkemur þú fram með sekkjapipurnar þinar.. .” „Haltu kjafti, Morg”. Hann gat ekki hugsað sér sjálfan sig i heimabæ Halsteds i skógarhöggs- mannabúningi. Spilandi á sekkjapipur að loknum fyrirlestri einfætts lakkframleiðanda. „Hvers vegna ekki? Ég hef gaman að þvi að flytja ræður, sérstaklega þegar það er gott hljóð. Biddu bara, þar til þú heyrir ræðuna. Það verða allir grátandi! „Ef þessi björn er enn að sniglast um hérna i ná- grenninu, vildi ég gjarnan fá tækifæri til þess að heyra i honum, en það get ég ekki meðan þú lætur dæluna ganga”. „Björninn þinn er kominn langt i burtu. Svafstu hjá henni, Mike?” Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok. á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25, Simar 19099 og 20988. 20 UNGIR MENN FRÁ CHICAGO refsiákvörðunarskyldan á réttinum og lögin gefa enga ákveðna reglu fyrir hann að fara eftir. Rétturinn hefði fagnað leið- beiningum og stuðningi annarra við ákvörðun sina. 1 sumum rikj- um hefur löggjafinn af visdómi sinum gert ráð fyrir að þrir dómarar f jalli um úrskurð eins og þennan og i málum sem þessu. Samt sem áður er rétturinn reiðu- búinn að gera skyldu sina og tak- ast þessa ábyrgð á hendur. Það hefði verið auðveldast að dæma til ströngustu refsingar sem lög leyfa. Með þvi að kjósa fangelsis- vist i stað dauðadóms er það eink- um vegna aldurs sak- borninganna, pilta sem eru átján og nitján ára. —Þar með er ekki sagt að rétturinn muni ekki i einhverju máli velja dauðadóm, en rétt- inum finnst að það sé innan vald- sviðs hans að sk irrast við að fella dauðadóm yfir fólki, sem ekki hefur náð fullum aldri. —Þessi ákvörðun virðist vera i samræmi við þá framþróun glæpalaga sem á sér stað um all- an heim og með aukinni mannúðaröldu. Enn frekar virðist hún vera i samræmi við fordæmi, sem hingað til hafa verið gefin i þessu riki. t glæpa- annálum Illinois er aðeins að finna tvö mál þar sem unglingar hafa verið líflátnir samkvæmt lögum... Og þessi réttur hallast ekki að þvi að bæta við þá tölu. —I augnablikinu slær lifstiðar- fangelsi imyndunarafl fjöldans ekki eins harkalega og henging en að þvi er að sakborningunum snýr, sérstaklega ef tekið er tillit til þess hverrar manngerðar þeir eru, má vel vara að hinar langdregnu þjáningar ófrelsisins, séu strangasta form refsingar og friðþæ-ingar. —Réttinum finnst viðeigandi að bæta við nokkrum lokaorðum i sambandi við hver áhrif náðunar- lögin hafi á refsingu þessara sak- borninga. Þegar um svo grimmúðlegan glæp er að ræða er það algerlega á valdi velferðar- stofnunar almennings, hvort þessir sakborningar verði nokkurntimann náðaðir. —Rétturinn ráðleggur þeim að fylgja slikristefnu stranglega. Sé henni fylgt i refsingu þessara sakborninga gerir það hvoru- tveggja að fullnægja réttlætinu og vernda hagsmuni þjóðfélagsins. Darrow hafði bjargað lifi skjól- stæðinga sinna. Það var mesti sigurinn á ferli hans. Innan 40 minútna voru komnar aukaút- gáfur blaða á stræti Lundúna- borgar. Leopold og Loeb voru hvor um sig dæmdir til lifstiðar- fangelsis fyrir morð og niutiu og niu ára fangelsis fyrir mannrán. Hliðum rikisfangelsins i Joliot var lokað að baki þeim, en þeir voru samt ekki útilokaðir frá um- heiminum. Allt sem fyrir þá kom i fangelsinu voru fréttir. Agreiningurinn um refsingu þeirra hélt áfram. Aldrei hafði morðmál haldið athygli svo lengi. Óteljandi tilraunir hafa verið gerðar til að útskýra glæp þeirra Leopolds og Loebs. Hann hefur orðið efniviður i tvær kvikmyndir og nokkrar bækur. Heimurinn hefur verið fjörtiu ár að skilja, að það var ekkert sérstakt við hinn tilgangslausa glæp. Við vitum nú að þetta var hið fyrsta i bylgju grimmdar- legra, óútskýranlegra morða framinna af unglingum. Bylgju, sem enn er að risa. Það vildi svo til að Leopold og Loeb voru hinir fyrstu i byltingunni, sem fylgdi i kjölfarið á fyrri heimsstyrkjöld- inni, þar sem aga og andlegum verðmætum, sem hafði tekið þús- und ár að skapa, var kastað burt. Hin sjúklega afbrotaalda ung- linga á tuttustu öldinni hafði fest rætur. Árið 1924 var hið vitfirrta morð á Bobbie Franks einstakt i sinni röð. Allur heimurinn stóð á öndinni. Árið 1954, þegar tvær fimmtán og sextán ára gamlar telpur á Nýja Sjálandi, Pauline Parker og Juliet Humble, börðu frú Parker til bana, yppti heimur- inn öxlum. Reiði almennings vegna glæps þeirra var svo fljót að dvina, að hægt var að láta þær lausar eftir fimm ár. Leopold varð að biða i þrjátiu og þrjú ár. Hið furðulega og ef til vill táknræna við mál þeirra Leopolds og Loebs, liggur i eftirleiknum: endurhæfingu Natham Leopolds. Dickie Loeb liggur var stunginn til bana af öðrum fanga árið 1936. I bók sinni: ,,Til lifstiðar plús niutiu og niu ára”, segir Leopold söguna af þvi hvernig hann varð að manni, sem heimurinn lærði að dást að og bera virðingu fyrir. Hann kom til Joliet, sem vit- smunalegt skrimsli, piltur, sem hafði drepið annan til að hafa hann að sigurtákni snilldar sinn- ar, rétt eins og fuglafræðingurinn Leopold gekk frá sinum. 1 fangelsinu helgaði hann það lif, sem honum hafði verið gefið, þjónustu við samfélagið. Hann tók við stjórn menntakerfis fangelsins og endurbætti það Hann stundaði nám bæði i geisl- fræði og geðlækningum. Hann efndi til stofnunar, sem hafði það af verkefni að geta til um hvernig menn brygðust við náðun. I striðinu gerðist hann mannlegt tilraunadýr við tilraunir með nýtt lyf gegn malariu. Loks, eftir að hafa setið tuttugu og fimm ár i fangelsi, bað hann um náðun, til þess að geta beitt kunnáttu sinni á viðara sviði. Beiðni hans var hafnað og honum sagt að hann yrði að biða i tólf ár, áður en hann gæti sótt um aftur Hatrið hafði ekki dvinað á aldar- fjórðungi. Almenningur neitaði að gleyma þeim glæp, sem ekki var hægt að gleyma. Það var ekki fyrr en árið 1958 að mannúðin náði yfirhöndinni og honum var sleppt og hann tók við stöðu við holdsveikranýlendu i Suður Ameriku. Leopold sannaði að Clarence Darrow og Robert Caverly dómari, höfðu haft rétt fyrir sér. I fyrsta skipti hafði verið heimilað fyrir rétti að ákvarða fyllilega sálarástand þess, sem sakaður er um morð og rannsaka það án þess að tekið væri tillit til hins hreina lagalega skilnings. Þessvegna er mál þeirra Leopolds og Loebs áfangi i sögu glæpafræðinnar (criminology). ENDIR Sögufræg sakamál - Fimmtudagur 27. april 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.