Alþýðublaðið - 27.05.1972, Page 9

Alþýðublaðið - 27.05.1972, Page 9
FIMI OG MÝK Það var léttur blær rikjandi i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi þegar iþróttasiðan leit þar við á fimmtudagskvöldið. Salur iþróttahússins var troðfullur af fimleikafólki sem var að nema fróðleik af norska fimleikakennaranum Ture Johansen, hressilegum náunga. Ture hefur haldið þetta fimleikanámskeið i eina viku og þvi lýkur með sýningu i dag. Ture til aðstoðar hefur verið ung norsk fimleika- stúlka, Liv Gulbrandsen, og islenzkir Iþróttakennarar. „Aðsóknin að námskéiðinu fór langt fram úr öllum vonum, og að siðustu fór svo að við þúrftum að visa nokkrum frá”, sagði Asgeir Guðmundsson formaður Fimleikasambands tslands. Og það er engin furða, þátttakendur eru hátt i 200, og er þeim skipt niður á daginn. 50—60 unglingar og 40 íþróttakennarar eru á daginn en á kvöldin kemur fimleikafólkið, 50—60 talsins. Mikil ánægja hefur rikt meðal þátttakenda á námskciðinu, og form. þess hefur hentað iþróttakennurum ákaflega vel, þvi þegar þeir hafa lokiö sinum tima, fá þeir aö leiðbeina unglingunum. Sem framhald af þessu námskeiði, verða unglinganámskeið haldin i nokkrum skólum f Reykjavik og nágrenni nú i byrjun júni. Eins og áður segir lýkurnámskeiðinu með sýningu klukkan 15 i dag á Seltjarnarnesi. Þar sýna þátttakendur á námskeiðinu, og norska fimleikastúlkan mun einnig sýna listir sinar. Myndirnar voru teknar á fimmtudagskvöldið, og þær skýra sig vo»ntanlpoa ciálfar Laugardagur 27. maí 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.