Alþýðublaðið - 27.05.1972, Síða 12

Alþýðublaðið - 27.05.1972, Síða 12
OKKAR. Á MTT.T.T # • Mei s ta ra f élag hárskera tilkynnir okkur að i júni, júli og ágúst i sumar verði rakara- stofur lokaðar. Vona þeir að við- skiptavinir sýni þá vinsemd að nota þann tima sem opið er til að lát-klippa sig, þ.e. mánudaga til fimmtudaga kl. 9-6, en föstu- daga kl. 9-7 ■ • •Iögjaldatekjur allra félaga Samvinnutrygginga voru á sl. ári samtals kr. 508.8 milljónir Heildartjón Samvinnutrygginga námu á árinu kr. 367.9 millj., en það var 21.45% aukning frá árinu. áður«Keppinautarnir i stórfram kvæmdum, Þórisós og tstak heyja eilift strið sin á milli. Þegar Þórisós veitti Köldukvisl i Þórisvatn að norðanverðu gerði tstak sér litið fyrir og veitti ánni úr vatninu um suður- endann • • • Stúdentar við læknadeild Háskólans eiga al- gjört met i trúlofunum og giftingum innan islenzka skóla- kerfisins, og heyrir það til al- gjörra undantekninga að þeir útskrifist ólofaðir. t haust var ástandið i deildinni þannig, að tveir stúdentar á siðasta ári voru ólofaðir, en nú er annar þeirra giltur en hinn „kominn á fast” • • • Sparnaður i fram- kvæmd: Bifreiðinni M 166, eign fjármálaráöherra, var lagt um hádegi i gær við stöðumæli fyrir utan Seðlabankann. Eigandinn lét fimmkall i stöðumælinn og sneri snerlinum til hálfs, þannig að i Ijós kom gul skifa með áletru'nini: Snúið áfram • • • Borgarráð hefur lika tileinkað sér sparnaöar- stefnu, og i vikunni neitaði það að verða við beiðni Félags náttúrulræðinema um styrk- veitingu vegna farar á þing Sameinuðu þjóðanna um um- hverfi mannsins • • • Og enn um sparnað: Sparnaðarnefnd hefur fengið til umsagnar bréf frá Sambandi iðnskóla á tslandi þarsem fariðer lram á að skóla gjöld af iðnemum renni til eflingar Iðnskólaút- gáfunni. • • • Rússar heita oft ágætum nöfnum. Heims- meistarinn i kúluvarpi kvenna heitir t.d. Galina Kúlukóva, - og sá sem er i Helsinki að semja um afvopnun heitir Semjónov. föcmsqj' Ólétt! Nú er nóg komið. Þú færð ekki bilinn i tvo mánuði! * Heimsóknin Hann Kosygin sat við galopinn gluggann og grindi eins og oftar i vestur : nei, er ekki Nixon kominn! í Kremi er sá kumpán sjaldséður gestur. Og húsbóndinn þaut út á hlað móti Nixon, en heilmikil þröng varð á stéttum. Og það var hellt uppá könnuna i Kreml og Kosygin innti eftir fréttum. — Allt ósjúkt og mannheilt hjá mér, sagði Nixon, og mjög svo bæriieg tiðin. En eins og þú veizt, i Vietnam .... Það veltur á ýmsu með striðin. Þjófurinn var annaðhvort karlmaður eða kven- maður -—Þröngt um leiklistina nyrðra-—Fikra sig áfram með fullkomna fólksvagninn-—Við heimtum hærri laun og engar mýs—Morðin mynduð á Lofoten-—Þjófurinn lá i leyni. FRETTIR HEÐAN OG LÍKA ÞAÐAN Á timum siða hársins getur verið erfitt að greina á milli karla og kvenna. I þessari aðstöðu lenti nætur- vörður Alþingis Islendinga i fyrrinótt eftir að brotizt hafði ver- ið inn i húsið. Hann heyrði brothljóð i húsinu einhvers staðar og þegar hann kom inn i fundarherbergi Sjálf- stæðismanna sá hann þar brotna rúðu og út um hana einhverja veru á hlaupum. Ekki gat hann gefið nákvæma lýsingu, en gizkaði á, að mann- eskjan væri á aldrinum 16-20 ára og með sitt hár. Hvort þetta var karl eða kona vissi hann ekki. Engu var stolið. * Átján manna hópur akur- eyrskra leikara er nú staddur i Reykjavik og ætla þeir að sýna Reykvikingum Strompleikinn eft- ir Halldór Laxness. Þeir eru með þessu að vikka út markaðssvæði listar sinnar, þvi þeir álita, að það sé djarft fyrir- tæki að halda uppi gróskumiklu leiklistarlifi i ekki stærri bæ en Akureyri er. Strompleikinn hefur Leikfélag Akureyrar sýnt að undanförnu fyrir norðan, en hér i Reykjavik verður hann sýndur i Félags- heimilinu á Seltjarnarnesi i dag kl. 16 og á morgun kl. 20.00. * Þá hafa Volkswagen-verk- smiðjurnar hafið fyrstu tilraunir sinar með fullsmiðaðan öryggis- bil. Eins og fjölmargar aðrar bilaverksmiðjur hefur VW látið teikna og smiða ,,hinn fullkomna bil” út frá öryggissjónarmiði og það er hann, sem nú er, farið að reyna á ökubrautum verksmiðj- unnar. Þessi nýi bill ber einkennisstaf- ina ESVW. Hann er 4.7 metrar á lengd og búinn 100 hestafla vél. Billinn á að þola árekstur framaná á 80 km hraða á kl.st. án þess að lifi farþega sé hætt. Þessi bill hefur verið i smiðum frá árinu 1970, en eftir þvi sem talsmaður verksmiðjunnar hefur upplýst eru litlar likur á þvi, að hann verði nokkru sinni fjölda- framleiddur. * Tuttugu og fjórir hraustir, sterkir og hugrakkir verkamenn I stáliðjuveri i borginni Newcastle i Astraliu fóru nýlega i verkfall. Ástæðan var ekki barátta fyrir hærri launum eða bættum kjör- um. Þeir fóru i verkfall vegna þess, að mýs höfðu gert innrás i kaffistofuna þeirra. Verkamennirnir lögðu niður vinnu þegar svo langt var gengið, að i kaffitimum, er þeir hugðust nærast, hoppuðu mýs út úr mat- arpökkum þeirra, með kökubita, sem þær borðuðu með beztu lyst og fóru svo i spássértúr um her- bergið að málsverðinum loknum. Nú hafa verkamennirnir ákveðið að hefja vinnu á ný, enda þótt ekki hafi tekizt með öllu að stöðva músainnrásina i kaffistof- una. Verksmiðjustjórnin bauð þeim sérstaka áhættuþóknun ef þeir vildu aðeins halda áfram að vinna, sem þeir samþykktu. Áhættuþóknunin er i þvi fólgin, að hver og einn fær jafnvirði 500 isl. kr. i bætur fyrir matarpakka, sem mýs stela og þvi til viðbótar fá verkamennirnir nestiskassa, sem eiga að vera músheldir. * Alister MacLean er vinsæll höf- undur spennandi sögubóka. Hér á tslandi sem annars staðar eru bækur hans mikið lesnar og kvik- myndir þær, sem gerðar hafa verið eftir mörgum bókanna, vel sóttar. Um þessar mundir er verið að kvikmynda enn eina Bók MacLeans, — Bjarnareyna. Kvikmyndatakan fer fram i Lofoten i Noregi, en á einni eynni þar svipar landslaginu mjög til landslagsins á ishafsey þeirri, sem lýst er I bókinni. Bókin „Bjarnareyja” fjallar um kvikmyndatökuleiðangur til ishafseyjar og innan skamms færist þar fjör i leikinn og eitt morðið tekur við að öðru, — sem sagt dæmigerð MacLean-bók. * í fyrrinótt var brotizt inn i ibúð- arhús við Nesveg og sömu nótt var gerð tilraun til þess að brjót- ast inn i fyrirtæki íbúðareigand- ans annars staðar i bænum. Ekki er vitað hvort hér er um tilviljun að ræða. Innbrotið i ibúð mannsins var framiðá timabilinu 11.20 til 12.20 i fyrrakvöld. Hafði heimilisfólkið brugðið sér út i eina klukkustund og á þvi timabili braut þjófurinn rúðu i kjallara hússins og fór siðan upp á fyrstu hæðina, þar sem hann gramsaði mikið. f húsbóndaherbergi ibúðarinn- ar sneri hann öllu við og þá sér- staklega skrifborðshirzlum. Hann hafði þó ekki mikið upp úr krafsinu, aðeins litla upphæð af mynt, sem er reyndar safngripir. Hitt innbrotið var i Einholti. Þar urðu starfsmenn fyrirtækis- ins varir við i gærmorgun, að brotin hafði verið rúða að baki hússins. Þjófurinn komst hins vegar aldrei inn, þar sem fyrir gluggun- um eru sterklegir rimlar. Reyndar sagði lögreglan okkur i gær, að alls ekki væri hægt að fullyrða um það, hvort hér hafi verið um innbrotstilraun að ræða eða einungis skemmdarstarf- semi. Innbrotið i ibúðina virðist hafa verið undirbúið og þjófurinn beðið i grennd við húsið og fylgzt með heimilisfólkinu yfirgefa það.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.