Alþýðublaðið - 08.06.1972, Blaðsíða 7
LISTAHÁTÍÐ í
REYKJAVÍK
Fimmtudagur Norræna húsið
Kl. 17.00 Kinnskt visnakvöld. Maynie
Sirén og Kinar Knglund (undirleikari).
Bústaðakirkja
Kl. 17.00 NóaflóAiö (fjórfta sýning).
Þjóðleikhúsið
Kl. 20.00 I.illa Tcatern i Ilclsinki: Um-
hverfis jörftina á H0 dögum (önnur sýn-
ing).
Norræna húsið
Kl. 12.15 islcn/k þjóftlög. (.uftrón Tómas-
dóttir. Undirleikari: ólafur Vignir Al-
hertsson.
Norræna húsið
Kl. 17.00 .laz/. og Ijóftlist.
Þjóðleikhúsið
Kl. 20.00 Sjálfsta:tt fólk
Laugardalshöll
Kl. 21.00 Sinfóniuhljómsveit islands Kin-
leikari á fiftluiYehudi Menuhin Sjórnandi:
Karsten Andersen.
Norræna húsið
Kl. 20.20 Visnakvöld Ase Kleveland og
William ('lauson.
Myndlistarsýningar opnar ineðan á Listahátið
stendur.
SÝNINGARDAGANA FÁST
AÐGÖNGUMIÐAR EINNIG
VID INNGANGINN
Aðgöngumiðasalan er i Hafnarbúðum. Opið kl.
14—19 daglega. Simi 2 67 11.
LISTAHÁTÍD í
REYKJAVÍK
Rakarastofur
verða lokaðar alla laugardaga i júni, júli
og ágúst.
Meistarafélag hárskera.
LAUS STAÐA
Staða afgreiðslustjóra lifeyrisdeildar
Tryggingastofnunar rikisins er laus.
Launakjör samkvæmt kjarasamningi
starfsmanna rikisins.
Umsóknarfrestur er til 30. júni n.k.
Reykjavik, 2. júni 1972.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
Barnavinafélagið Sumargjöf
Aðalfundur félagsins verður haldin,
þriðjudaginn 13. þ.m. Lækjargötu 14 B
kl. 18.00. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
8. júni
Föstudagur
9. júni
ANGELA DAVIS-
EKKI SOGULOK
- OLLU HELDUR
KAFLASKIPTI
Sögu Angelu Davis, hinnar
þeldökku bandarísku baráttu-
konu fyrir mannréttindum, er
ekki lokið, þótt hún hafi verið
sýknuð af morðákæru.
En það eru þó kaflaskipti
komin i þeirri sögu, kaflaskipti,
sem vakið hafa heimsathygli, og
litið var almennt á sem prófstein
á réttarkerfið í Kaliforniu, og
raunar í Bandaríkjunum öllum.
Mál Angelu Davis hefur staðið i 13
vikur, og hefur kostað Kaliforniuriki 104
milljónir isl. króna. Ákæruvaldið hefur
leitt fyrir rétt nálægt 100 vitni, verjand-
inn aðeins 11.
En meginröksemdarfærsla verjand-
ans var sterk. Hefði Angela Davis verið
höfuöpaurinn i morðunum i San Rafael,
hefði hún ekki gert sig seka að svo
einföldum hlut og þegar hún átti að hafa
keypt vopnin. bvi Angela er með
greindustu konum, sem hafa komið fyr-
ir rétt i Bandarikjunum.
— begar ég var við nám i býzkalandi,
hefur Angela sagt, komst ég fyrst að
raun um að Marx hafði á réttu að standa
þegar hann skrifaði: „Hingað til hafa
heimspekingar látið sér nægja að viður-
kenna heiminn Nú er timi til kominn
að þeir reyni að breyta honum”.
Angela Davis fæddist árið 1944 i
Birmingham i Alabama, fylki Georges
Wallace. Hún er ekki af fátæku fólki
komin, og hún fékk góöa menntun. Hún
var ekki nema 12 ára gömul þegar hún
lenti i útistöðum við skólayfirvöld fyrir
að hafa komið á leshringum fyrir bæði
svarta og hvita. Hún hefur tóniistar-
gáfu, og spilaði á unga aldri frábærlega
vel á pianó. En námið vék listinni til
hliðar.
Hún valdi frönsku sem aðalfag og las
við Sorbonne i Paris. Siðar fór hún að
lesa sálarfræði, fyrst hjá hinum heims-
kunna prófessor Marcuse i Bandarikj-
unum, og siðar i býzkalandi. Marcuse
er öðru fremur þekktur fyrir að vera
hugmyndafrömuður æskulýðsbyltingar-
innar i heiminum.
1 býzkalandi voru það kenningar
Hegels, Kants og Marx, sem heilluðu
hana. Doktorsritgerð hennar i Banda-
rikjunum fjallaði um analýsu Karls
Marx á hlutverki valdsins i frönsku
stjórnarbyltingunni.
Og þegar hún kynntist af eigin raun
óréttlæti samfélagsins fór hún að lesa
þjóðfélagsfræði. 1 fyrstu var hún ekki
ýkja róttæk, en eftir þvi sem hún fann að
skoðanir hennar mættu meiri andstöðu
urðu þær einnig að sama skapi róttæk-
ari. Hún hafði sambönd við kommúnista
og ,,Svörtu hlébarðana”, og var um
tima i Che-Lumujnba kommúnunni.
Arið 1969 varð hún aðstoðarprófessor i
heimspeki við háskólann i Los Angeles.
Henni var siðar vikið úr þvi starfi vegna
stjórnmálaskoðana hennar, en með
dómsúrskurði fékk hún starfið aftur.
t júni 1970 var samningur hennar við
háskólann ekki endurnýjaður. brátt fyr-
ir það að fyrirlestrar hennar drógu að
stærri hópa stúdenta en nokkrir aðrir.
begar g'runur féll á hana eftir skotá-
rásina vio dómshúsið í San Rafael, þar
sem meðal annars dómari var drepinn,
varð hún hrædd og flýði, þrátt fyrir það
að hún hafi allan timann siðan fullyrt að
hún hafi engan þátt átt i þessu máli. En
hún var eftirlýst á sama hátt og stór-
glæpamenn. í október 1970 fundu menn
frá FBI hana á hótelherbergi i New
York, þar sem hún bjó með vini sinum.
Fyrir rétti var ástarlif hennar, sem
annars er almennt talið einkamál fólks,
rakið og tiundað af ákærendum á við-
bjóðslegan hátt og á allan hátt reynt að
stimpla hana sem glæpakonu, sem
einskis sveifst. En kviðdómurinn, skip-
aður tólf manns, öllum hvitum, felldi
sinn dóm. Hún var sýknuð.
©
LIOOID EKKI KREPPT f
RÚMINU MEO HNÉN
UPP UNDIR HOKU OG
SÆNGINA YFIR NÚFUD
Flestir eyða um þriðjung ævi
sinnar i rúminu. Samt sem áður
vitum vér litið um svefninn ann-
að en það, að vér leggjumst til
svefns að kvöldi og vöknum að
morgni.
Margir munu telja sig þurfa
minni svefn að sumrinu en vetr-
inuhi, en hver áhrif hefur hinn
styttri svefntimi? bvi eigum við
erfitt með að svara, af þeirri
einföldu ástæðu að vér vitum
það ekki. En er ekki hugsanlegt,
að margur krankleiki, sem
kemur fram að vetrinum, eigi
einmitt rót sina að rekja til
styttri svefntima að sumrinu?
Rannsókn, sem fram hefur
farið á þessu, bendir einmitt til
að svo sé. bað hefur verið sýnt
fram á að vér þörfnumst um 25
prósent fleiri hitaeininga til
þess að framkvæma hin daglegu
störf eins og venjulega, ef við
sofum ekki nema sex klukku-
stundir i stað átta stunda.
bvi hefur löngum verið haldið
fram, að fólk eigi erfitt með
svefn á nóttunni, ef það drekki
sterkt kaffi rétt fyrir háttatima.
En það hefur einnig komið i ljós,
að einungis hugsunin um það að
maður muni ekki geta sofnað,
nægir til þess að gera mann
andvaka. Sumir geta nefnilega
ekki sofnað vegna þess að þeir
trúa þvi, að þeir hljóti að verða
andvaka.
Skortur á svefni getur leitt til
margvislegra sjúkdóma. Til-
raun var eitt sinn gerð um þetta
með ungan mann, sem áleit sig
vel geta verið án svefns um
langan tima. Hann var lagður
inn á sjúkrahús og hafður undir
læknishendi, og þarna tókst
honum að halda sér vakandi i
samtals 231 klukkustund. En
þessi vaka gekk mjög nærri
honum. Minnið sljóvgaðist þeg-
ar á öðrum degi. Hann varð óró-
legur og taugaspenntur og að
lokum tók hann að sjá ofsjónir.
Vér megum lifa áfram i þeirri
trú, að tveir—þrir fyrstu svefn-
timarnir séu oss beztir, þvi að
rannsóknir hafa sýnt að beztu
hvildina hljótum vér einmitt á
fyrstu klukkustundum svefn-
timans.
Franskur kennari einn hefur
komizt að raun um það, að hann
hefur langbezta starfsorku með
þvi, að taka sér tvo svefntima i
sólarhring. Fyrst leggur hann
sig siðdegis, og þegar hann hef-
ur sofið i þrjár klukkustundir,
fer hann á fætur og byrjar að
vinna á ný. Nokkrum timum
siðar fer hann aftur i rúmið, og
sefur þá aftur tvo eða þrjá tima.
Bændurnir i Búlgariu hafa
öldum saman haft þann sið að
leggja sig til svefns um klukkan
4 á daginn að vetrinum og ekki
siðar en klukkan 7 að sum-
arlagi. Eftirfjögurra tima svefn
risa þeir upp og borða aðalmál-
tið dagsins og ganga svo ekki
til svefns fyrr en seint um
kvöldið. bað væri freistandi að
álykta að þessar svefnvenjur
séu ástæðan fyrir þvi að i
Búlgariu ná fleiri hundrað ára
aldri en i nokkru öðru landi.
Og að lokum nokkur varnaðar
orð i sambandi við svefninn:
Liggið ekki krepptir i rúminu,
með hnén upp undir höku, og
með sængina breidda upp yfir
höfuð. bessi legustilling hindrar
andadráttinn og kemur i veg
fyrir afslöppun vöðvanna.
Takið ekki áhyggjur með yður
i rúmið. Reynið að losa yður við
þær áður en þér háttið.
Háttið ekki i óumbúið rúm en
fórnið heldur nokkrum minút-
um til þess að laga til i þvi svo
að það sé sem þægilegast að
leggjast i það.
Svo skuluð þér ekki byrja að
hugsa um það, hvort þér munið
nú strax geta sofnað eða ekki.
Og framar öllu: Varizt að
nota svefnmeðul, nema eftir
læknisráði. Hann einn getur
ákveðið það, hvort þér hafið
þörf fyrir slikt.
Og svo eru hér nokkur ráð,
sem að haldi mega koma:
Athugið i hvaða stillingu þið
eigið auðveldast með að slappa
af. Hið sama á ekki við alla, og
þvi engar algildar reglur hægt
að gefa um þetta efni.
Sofið jafnan við opinn glugga.
Ferskt loft er jafn nauðsynlegt i
svefninum og i vökunni.
Hugsið út i það, að húðin
„andar”, og þvi er ekki gott að
dúða sig undir þykkari sæng en
nauðsyn krefur til þess að halda
á sér hita.
bað er gott að hafa með sér
bók i rúmið, til þess að komast
hjá andvöku. Fólk syfjar tiðast
brátt þegar það hefur lesið
stundarkorn i rúminu. En þá
þurfið þér lika að hafa nátt-
lampann við hendina, svo að þér
þurfið ekki að fara fram úr til
þess að slökkva ljósið, en að
sofna við ljós er ekki góður vani.
Reynið að fylgja þessum ráð
um, og athugið hvort andvöku-
stundirnar verða ekki færri.
EINMANALEIKINN ER HÆTTULEGASTI
SJÚKDÓMUR NÚTÍMAÞJOÐFÉLAGSINS
Nýlega var frægur læknir um
það spurður, hvað sjúkdóm hann
teldi hættulegastan nú til dags.
„Einmanaleikann”, svaraði
hann.
Og hann bætti við: „Reynsla
min sem læknir hefur sannað mér
það, að engar þjáningar eru svo
almennar og útbreiddar sem ein-
manaleikatilfinningin. A ein-
hverju skeiði ævinnar verða flest-
ir gripnir einmanaleikakenndinni
og hjá ýmsum verður hún stað-
læg. bað eru ekki svo fáir, sem
liða af einmanaleikanum allt sitt
lif — þeir eru ráðvilltir, þreyttir,
óánægðir og vinalausir”.
Sálfræðingar tjá oss, að þegar
vér stöndum frammi fyrir ein-
hverju vandamáli, bregðumst vér
við þvi á einhvern eftirtalinn
hátt: vér flýjum frá vandmálinu,
berjumst við það, reynum að
gleyma þvi — eða snúum oss
strax að þvi að finna lausn á þvi.
Einmanaleikakenndinni getum
vér einungis unnið bug á með þvi
að grafa fyrir rætur hennar. bað
krefst þreks og viljastyrks, en þvi
meiri verða lika sigurlaunin.
f venjulegu tilliti er hægt að
tala um þrenns konar einmana-
leika: þann sem vér sköpum oss
sjálf : þann, sem verður til vegna
ytri aðstæðna, og við getum með
engu móti ráðið við: og þann, sem
er einn af lifsins leyniþráðum i
hverjum amnni og þvi öllum
sameiginlegur.
Af þessu þrennu er hinn sjálf-
skapaði einmanaleiki oft og tiðum
þungbærastur, en jafnframt sá,
sem léttast er að yfirvinna. Hann
er verstur þegar vér snúumst si-
fellt kringum vora eigin
óhamingju. gælum við hana og
vorkennum sjálfum okkur: og
þegar vér tökum að hafa með-
aumkum með sjálfum okkur,
erum vér komin i það ástand, sem
vissulega verðskuldar meðaumk-
un annarra.
„Sem sálusorgari hef ég kynnzt
mörgum einmana manneskjum”,
segir einn kunnur prestur og sál-
fræðingur, ,,og ég hef komizt að
raun um að 90 prósent af ein-
manaleikatilfinningunni er
sjálfsmeðaumkun. Sá einmana
lokar sjálfan sig inni, en alla aðra
úti. Fyrri vinir hans sneiða hjá
honum, vegna þess að enginn
kærir sig um að vera með manni,
sem sifellt aumkar sjálfan sig”.
Og hver er þá helzti læknisdóm-
urinn við sjálfsmeðaumkuninni?
Sá, að hætta að dekra svo mikið
við sitt eigið sjálf — en fórna ein-
hverju fyrir aðra.
Læknir einn sagði frá konu,
sem haldin var einmanaleika-
kennd, og allar hennar hugsanir
snerust um hana sjálfa. Hann
ráðlagði henni að gerast að-
stoðarstúlka i sjúkrahúsi. Og inn-
anskammstima var sjálfshyggja
hennar læknuð — þar varð hugur
hennar fangaður af vandamálum
annarra.
Flestir af oss hafa þekkt aðra
hlið einmanaleikans — þá, er
verður til vegna ytri aðstæðna,
óhamingju, eða vegna þess að vér
höfum misst einhvern nákominn
vin eða ættingja. bað er undir oss
sjálfum komið, hvort vér með tið
og tima getum sigrazt á sorgum
vorum, eða hvort þær lama oss
svo, að einmanaleikinn erafí nm
sig. - Ensk kona, Josephma
Butler, sem misst hafði einka-
barn sitt, trúði vini sinum fyrir
sorgarbyrði sinni, og hann sagði
við hana: „Guð hefur tekið litlu
telpuna þina til sin. En það eru
margir i veröldinni, sem þarfnast
móðurhyggju”. Hann ráðlagði
henni að heimsækja heimili
ógiftra mæðra: ef til vill myndi
hún eitthvað geta gert fyrir þess-
ar ungu ógæfusömu mæður. Hún
fylgdi ráðleggingum hans — og
varð ein af merkustu konum 19.
aldarinnar. Hún fann að enginn
þarf að vera einmana, svo lengi
sem hann finnur aðra, sem eru
ennþá meira einmana.
Sá, sem grefur sig dýpra og
dýpra I einmanaleikann þegar
dauðinn rænir hann ástvini, aug-
lýsir með þvi andlega fátækt sina.
begar hann hefur ekki lengur
neinn að styðja sig við, verður
honum skyndilega ljóst, að hann
hefur ekki yfir að ráða þeim innri
styrk, er unnið getur bug á sökn-
uðinum.
Oss ber að varast að geta sagt
eins og Paulus: „Ég hef lært að
láta mér nægja það, sem ég á”.
bað táknar raunar ekki að vér
eigum endilega að sætta okkur
við örlögin, en vér þyrfum að
kunna að brynja oss fyrir þeim
sorgum og óhamingju, sem henda
kunna.
Vér getum einnig unnið bug á
einmanaleikanum með þvi að
sinna ýmsum áhugamálum til
dæmis mála, skrifa, rækta garð-
inn okkar, sinna húsdýrum, læra
einhverja handiðn og þar fram
eftir götunum. Dæmi um þetta er
konan, sem eftir lát manns sins
tók að safna listaverkum. Hún
byrjaði með smámyndum, en jók
siðan safnið með myndhöggvara-
verkum og las allar bækur og
timarit um listir, sem hún komst
höndum yfir. Fólk kom langar
leiðir til þess að fá að skoða lista-
verkasafn hennar, og hún varð
þekkt sem sérfræðingur á sinu
sviði. „Ég var fengin viðs vegar
til þess að halda fyrirlestra, en
það, sem mikilverðast var, var þó
það, að ég eignaðist svo marga
nýja vini, að lif mitt gerbreytt-
ist”, sagði hún. Og hún gaf öðrum
þessa ráðleggingu „begar þér
veljið yður áhugamál eða tóm-
stundastarf, þá miðið það ekki
einungis við sjálfa yður, heldur að
það geti orðið öðrum til gleði og
ánægju”.
En þrátt fyrir allt munum vér
siður geta unnið endanlegan sigur
við einmanaleikakenndinni, fyrr
en við viðurkennum, að það er
ekki sameiginlegur grundvöllur
fyrir allri einmanaleikakennd —
og hann býr innra meö oss sjálf-
um og óháður er ytri lögmálum
og aðstæðum. 1 hverju manns-
hjarta er afkymi sem enginn ann-
ar hefur aðgang að. Vér þráum ef
til vill að opna þetta leynihólf
fyrir öðrum. En enginn kemur
þangað inn, þvi að enginn getur
komist þangað.
Jafnvel fólk, sem knýtt er mjög
nánum kærleiksböndum, getur
ekki að fullu og öllu skilið hvors
annars tilfinningar. Og fyrr eða
siðar hljóta allir að spyrja með
sjálfum sér: „Hver þekkir mig
eins og ég raunverulega er? Og
hvern þekki ég til fullnustu?”
8. júní 1972
Fimmtudagur 8. júní 1972
©