Alþýðublaðið - 13.06.1972, Síða 3

Alþýðublaðið - 13.06.1972, Síða 3
ÍSLEIFUR KONRÁDSSON LÁTINN islcifur Konráðsson, listmálari, iézt f Reykjavik s.l. föstudag, 83 ára að aldri. tsleifur fæddist að Stað I Steingrimsfirði 5. febrúar 1889. Hann stundaði ýmis störf framan af ævi, en lengst af var liann hafnarverkamaður i Reykjavik. isleifur Konráðsson byrjaði ekki að mála fyrir alvöru fyrr en hann var kominn yfir sjötugt, og bafði lagt erfiðisvinnu á hilluna. isleifur hélt sfna fyrstu málvcrkasýningu 1962, en samtals hélt hann átta sýningar á verkum sinum hér innanlands. Auk þess voru myndir eftir hann sýndar nokkrum sinn- um á sýningum erlendis og fyrir skömmu voru myndir eftir hann á sýningu i Stokk- hólmi. ísleifur var algerlega ómenntaður sem listmálari, en gcrð mynda hans vakti strax athygli og fylgja dæmi um myndlist naivista. — LOFTARASIR UMFRAM FYRIRSKIPAHIR Bandariski hershöföinginn John D. Lavelle viðurkenndi i gær, aö hann hefði á siðastliðnum vetri gefið skipanir um loftárásir á hernaðarleg mannvirki i Norður-Vietnam i blóra við þær skipanir, sem hann hafði fengið frá varnarmálaráðuneytinu i Washington. En Lavelle bætti þvi við, að auðvelt væri að verja þessar aðgerðir. Lavelle heldur þvi fram, að hann hafi gefið skipanir um árásirnar á hernaðarleg mann- virki i Norður-Vietnam, þar eð mönnum hans hafi stafað hætta af þeim. Hershöfðinginn var leystur frá störfum fyrir nokkru og hefur nú verið settur á eftirlaun sem þriggja stjörnu hershöfðingi, þó að hann hafi áður veriö búinn að öðlast nafnbót sem fjögurra stjörnu hershöfðingi. Lavelle var i marz kallaður heim frá Vietnam, þar sem hann hafði verið æðsti yfirmaður 7. bandariska flugflotans og skömmu siðar yfirgaf hann flug- herinn. Lavelle hefur verið kallaður fyrir sérstaka undirnefnd bandarisku fulltrúadeildarinnar, sem á að rannsaka mál hans og umræddar árásir, sem staðhæft er, að Nixon forseti hafi ekki vitað um, er þær voru gerðar. Lavelle og hershöfðinginn John D. Ryan gáfu i gær fyrstu skýrsl- BRÆÐUR RÆNDU GULLINU Tveir bræður, 15 og 17 ára gamlir frömdu stórþjófnað um helgina og stálu skartgripum að verðmæti hvorki meira né minna en rúmlega hálfa milljón króna. Siöan stálu þeir bil i Reykjavik og óku honum út fyrir bæinn, þar sem þeir grófu megnið af þýfinu i jörðu. En á bakaleiðinni fór svo illa, að þeir veltu stolna bilnum á Vesturlandsvegi. Upp komst um piltana, þegar lögreglan fékk upplýsingar um það, að skartgripirnir hefðu sézt i fórum 15 ára piltsins. Málið var kannað og játuðu þá bræðurnir á sig þjófnaðinn á biln- um og skartgripunum. Fyrst brutust piltarnir inn i bilaleiguna Bilaval og leituðu þar fjármuna en árangurslaust. Þá gripu þeir til þess ráðs að brjótast inn um bakdyr bilaleig- unnar, sem liggur inn i skart- gripaverzlunina. Hreinsuðu þeir siðan nær allt fémætt úr verzluninni, fóru út á bilastæðið við bilaleiguna og stálu þaðan bilnum. ur sinar um málið og voru skýr- ingar þeirra mjög á sama veg. Lavelle gaf skipanir um árásir á hernaðarmannvirki i Norður- Vietnam og sendi varnarmála- ráðuneytinu skýrslu þess efnis, að gerðar hafi veriö árááir i varnar- skyni ( „protection reactions”), og þetta sama orðalag notar Pentagon um áframhaldandi árásir, sem áttu að hafa verið gerðar til að verja ameriskar flugvélar við skotum frá eldflaug- um Norðurvietnama,- □ Nemendur i landsprófsdeild Gagnfræðaskóla Akraness, sendu Styrktarfélagi vangef- inna nýlega kr. 5.000.- að gjöf, sem bekkjarsystkinin höföu safnað fyrir skólaferðalagi en ákveðið siðan að færa félaginu. Þessi gjöf er Styrktarfélaginu mjög kærkomin i baráttu félagsins fyrir bættum aðbúnaði vangefinna. □ Arið 1971 voru á vegum Skipa- deildar fluttar samtals með eig- in skipum og leiguskipum 385.979 smálestir skv. upplýs- ingum frá Hirti Hjartar frkvstj. Þetta er um 42 þús. smálestum meira vörumagn en árið 1970. Innflutningur minnkaði um 3.400 tonn. □ Sumarstarf orlofsheimiia B.S.R'B. að Munaðarnesi hófst 3. júni s.l. og er fullskráð i öll hús fram i miöjan september. 1 fyrra sumar dvöldu á 4. þús. manns i orlofsheimilum i Munaðarnesi. Auk orlofshúsanna eru þarna tjaldstæði fyrir félagsmenn B.S.R.B. og veitingaskáli, sem er opinn fyrir alla ferðamenn. □ Tuttugasta og ööru fulltrúa- þingi Sambands islenzkra barnakennara lauk siðdegis á mánudag. Stjórn sambandsins til næstu tveggja ára var kjörin á þinginu og eiga eftirtaldir sæti i henni: Ingi Kristinsson, formaður, Svavar Helgason, varaformað- ur, Steinar Þorfinnsson, féhirð- ir, Þorsteinn Sigurðsson, ritari, Aslaug Friðriksdóttir, Guöni Jónsson og Páll Guðmundsson. □ Hinn 31. mai s.l. var lokið lagningu raforkusæstrengs, 2,5 km að lengd yfir Patreksfjörð. Strenglögnin var framkvæmd af starfsmönnum Rafmagns- veitnanna á Vestfjörðum, undir umsjón framkvæmdadeildar Rafmagnsveitnanna og með að- stoð Vitaskipsins Arvakurs frá Landhelgisgæzlunni. Með þessari framkvæmd verður Braðastrandarsýsla, sunnan Patreksfjaröar, tengd inn á samveitukerfi Vestfjarða. ASHKENAZY ER STORA STIARNAN A HATIDIHHI Félagsstarf eldri borgara hef- ur sent frá sér áætlun um sum- arferðir, sem gilda fram á mitt sumar. I áætlun þessari kennir margra grasa og eru þar helzt skoðunarferðir á listasöfn og ýmsa merkisstaði i Reykjavik, svo og á staði hér á suður- og vesturlandi, sem þekktir eru fyrir fallegt umhverfi og mikla náttúrufegurð. Ef litiö er á þá staði sem heimsóttir verða hér i Reykja- vik, er fyrst að nefna Mynd- listarhúsiö á Miklatúni, þar sem Norræn málverkasýning stend- ur yfir þessa dagana. Eftir að sú sýning hefur verið skoðuð verð- ur ekið til Bústaðarkirkju, þar sem sýnd verður óperan Nóa- flóð eftir Benjamin Britten. Næsta skoðunarferð hér inn- anbæjar verður svo i Kjarvals- húsið á Seltjarnarnesi þar sem skoðaðar verða mannamyndir eftir Jóhannes Kjarval. Um kvöldið verður svo sýning i Þjóðleikhúsinu á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness. 21. júni verður skoðunarferð i kirkjur i Reykjavik. Leikið verður á kirkjuorgelin i 2—3 kirkjum. Þeirri ferð lýkur með kaffidrykkju og kvikmyndasýn- ingu i Félagsheimili Langholts- kirkju. Mánudaginn 26. júni er svo skoðunarferð i tvö listasöfn, þeirra Asgrims Jónssonar, list- málara og Einars Jónssonar, myndhöggvara. 3. júli verður þjóðminjasafnið heimsótt. Af þeim stöðum, sem heim- sóttir verða úti á landi er að nefna, Hveragerði þar sem farið verður i Garðyrkjuskóla rikis- ins að Reykjum. Búizt er viö gosi úr Grýtu og komið við i Eden. Þá verður farin ferð upp i Borgarnes og nokkrum dögum seinna grasaferð að Atlahamri i Þrengslum. Sædýrasafnið og Hellisgerði i Hafnarfirði verða heimsótt 10. júli. Allar þessar ferðir verða aug- lýstar nánar, þegar að þeim kemur, en upplýsingar og ferða- pantanir eru á skrifstofu Fé- lagsstarfs eldri borgara, Tjarn- argötu 11, simi 18800. Starfið i Tónabæ hefst svo aft- ur i september i haust. Miðasalan á Listahátið er alltaf i fullum gangi i Hafnarbúðum, og að sögn m iðasölustjórans, Guðriðar Þórhallsdóttur, er salan þokkaleg. „Ashkenazy er greinilega stjarnan okkar”, sagði hún þegar við höfðum samband við hana i gær, „það nægir að nefna nafnið hans, þá er eins og tslendingar eigi i honum hvert bein. Það var alveg uppselt á tónleikana á mánudagskvöldið, en fólk viröist hafa komið auga á, að næsta tæki- færi til að hlusta á hann er i kvöld, þriðjudagskvöld, þegar hann spil- ar undir hjá John Shirley-Quirk”. Það hefur þó þvi miður ekki selzt jafn vel á öll atriði Lista- hátiöar, þannig varð t.d. að bjóða meðlimum Norræna félagsins og islenzkum kórfélögum afslátt á aðgöngumiðum að tónleikum sænsku útvarpshljómsveitarinn- ar á þriðjudagskvöldið. Með þvi tókst lika að fylla Laugardals- höllina, „og ég held að enginn hafi séð eftir þvi, að fara", sagði Guð- riður. Annars sagðist Guðriður hafa orðið vör við að fólk hér telur sig alltaf hafa tækifæri til að hlusta á islenzka listamenn, en geri það sizt á Listahátið. Ekki hafa margir utan af lands- byggðinni notfært sér þann afslátt á fargjöldum, sem Flugfélag ts- ; i lands hefur boðið, en þó hafa nokkrir skilað sér á hátiðina. Þá sagði Guðriður það mjög áberandi, að miðar séu keyptir ! við innganginn, þegar viðkom- í andi atriði se' að hefjast, og virðist tslendingar frekar vilja fara eftir skyndilegri hugdettu en kaupa aðgöngumiða löngu fyrirfram. Tvær sýningar eru eftir af Leik- húsálfunum, og er við töluðum við Guðriði var ekki alveg uppselt á sýninguna i gærkvöld. Ekki var Guðríður ánægð með söluna á hljómleika André Watts, semveru annað kvöld i Háskólabi- ói, „við vildum gjarnan selja meira á hann, — það er lág- markskrafa þegar heimsfrægir listamenn heimsækja okkur, að fólk vilji koma”, sagði hún. Tvö atriði hafa falliö niður, þjóðdansasýning, sem útlending- ar höfðu mikinn áhuga á, og jazz- kantata Gunnars Reynis Sveins- sonar og Birgis Sigurðssonar. Verða aðgöngumiðarnir endur- greiddir, en jazzkantatan verður flutt i haust. Að lokum má minna á kammertónleikana i Austur- bæjarbiói annaö kvöld og flutning Edith Guillaume og Ingolf Olsen á nútimatónlist i Norræna húsinu i kvöld. Að sögn Guöriðar selzt alltaf mikið við innganginn i Norræna húsinu. TIL GAMANS FYRIR ÞÁ ELDRI ÞETTA GERÐIST LÍKA Þriöjudagur 13. júni 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.