Alþýðublaðið - 13.06.1972, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 13.06.1972, Qupperneq 6
DROTTNING LOFTSINS! Sheila Scott er eflaust flestum tslendingum kunn. Hún er frægasti núlif- andi flugkvenmaöurinn og |á flögri sinu um alla heima og geima hefur hún ósjaldan átt viðkomu hér a landi. Þrátt fyrir aö hún hafi sett fleiri met i flugi smá- flugvéla en nokkur annar i heiminum, þá lærði Sheila Scott fyrst að fljúga, þegar hún var 37 ára gömul. Það var árið 1959. En hún hefur verið heilluð af fluginu siðan faðir hennar fór með hana i flugferð, þegar hún var sex ára gömul. Samt sem áður tók hún sér margt fyrir hendur áður en flugið tók allan hennar tima. Hún vann á herspitala siðasta hluta heimsstyrj- aldarinnar, giftist og skildi og vann sem leikari við leikhús. Sjálf segist hún vera léleg leikkona, en elska leikhúsið. Svo gerist það á sunnu- degi eftir hádegismat, að hún les um flugnám i ein- hverju kvennablaði. Hún fékk áhuga. Vinir hennar hlóu, þvi þeir vissu, að hún kunni varla að aka bifreið. En hún hringdi strax og pantaði tima. Vinirnir gættu þess, að hún mætti. Hún hóf námið og tók það mjög alvarlega. Hún lauk náminu og ári eftir að hún hafði tekið prófið fékk hún sin fyrstu verðlaun. Siðan hefur hún aflað sér réttinda á sjóflug- vélar og þyrlur, hefur keppt i loftbelgjakeppni, svifflugi, og hefur flogið þotu með rúmlega hraða hljóðsins. Til viðbótar þessu hefur hún brezk og amerísk réttindi til að fljúga flutningavélum. Arið 1960 tók hún þátt i fyrstu keppninni, National Air Race og hún vann. Hún tók einnig þátt i Kings Cup-keppninni og vann sinn flokk. Árin, sem fylgdu á eftir varð hún brátt einn fremsti kappflugmaður Evrópu og aflaði sér sam- tals 50 verðlauna. í þrju ár i röð vann hún heimsmeistaratitilinn i flugi á Sikileyjum. t mai 1965 (á tveimur dögum) setti hún 15 met fyrir smáflugvélar á leiðunum milli London og trlands og London og ýmissa staða á meginlandi Evrópu. Þessi met setti hún á sina fyrstu Piper Comanche flugvél. Kon- unglegi flugklúbburinn brezki veitti henni Sir Alan Cobham verðlaunin bæði 1965 og 1966. Hina frægu flugvél sina Piper Comanche 260 ,,Myth Too keypti hún 1966 i april. Átjánda mai lagði hún upp i hnattflug sitt, lengsta sólóflug i eins hreyfils flugvél, sem nokkurn tima hafði verið flogið. Hún var einnig fyrsti Bretinn sem flaug ein sins liðs umhverfis jörðina og aftur til baka á 33 dögum. En ferðin var svo sem ekki neinn sælutúr. Hún lenti i sandstormum’ yfir Sahara, monsún rign- ingum milli Kalkútta og Singapore og leki kom að benzintankinum milli Honululu og San Fransisco. Þetta var hættulegasti hluti leiðarinnar, einmitt þar sem Amelia Earhart hvarf 30 árum áður. Hún hélt sér vakandi á hinum löngu leiðum með þvi að drekka svart kaffi, spila tónlist af segulbandi — og lesa kennslubók i spænsku! Sheila Scott hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá fyrstu kvenflugmönnum sögunnar, fyrst og fremst Amy Johnson sem er ein af hennar hetjum og svo vitnar hún oft i Amelia Earhart, sem sagði: ,,Konur verða að reyna það, sem karlmennirnir hafa reynL Mistakist það, hlýtur það að verka sem hvatning”. Og Sheila lét hvetja sig, var gæfusöm og vann til fjölda verð- launa uppi i loftinu. Hnattflug hennar varð til þess, að hún safnaði á sig miklum peninga- skuldum. 1 nokkra mán- uði neyddist hún til þess að kenna flug, koma fram i sjónvarpi, og útvarpi. Og siðar setti hún einnig á laggirnar ferðaskrifstofu i þvi augnmiði að græða fé. En sumarið 1967 var hún aftur reiðubúin til þess að fljúga á nýjan leik. Nú hafði hún tekið ákvörðun um það að gera tilraun til þess að hnekkja 31 árs gömlu meti Amy SHEILA SCOTT Á NÚ YFIR 100 HEIMSMET í FLUGI Johnson i sólarflugi frá London til Höfðaborgar i Suður-Afriku. Það tókst og hún bætti metið um fjórar klukkustundir. Á leiðinni til baka sló hún sitt eigið met með sjö klukkustunda betri tima. Þetta voru hennar erfiðustu flug. Hún neyddist til þess að fljúga yfir Sahara eyðimörkinni i fimm tima á meðan þar geisaði sandstormur. Sjálfstýringin var biluð. Siðar, þegar hún átti að- eins, benzin til klukku- stundar flugs bilaði bæði kompásinn og senditækin. Hún reyndi með hjálp neyðarsenditækjanna að ná sambandi við Möltu um leið og hún flaug i átt til hafs, þar sem beztar aðstæður fyrir nauðlend- ingu voru fyrir hendi. Þá heyrði loftskeyta- stöð brezka hersins i E1 Adem i Libiu i henni og leiðbeindu henni til næsta flugvallar. Hún svaf i fimm tima en lagði siðan strax af stað aftur. t grennd við Paris lenti hún i geysimiklu þrumuveðri, sem kastaði litilli flugvél hennar til og frá. eins og korktappa i sjó. Þegar hún kom til London steig hún út úr flugvélinni, sælleg, bros- andi blondinan. Og allir féllu fyrir töfrum hennar. Siðan hefur hún haldið áfram að setja met i flugi yfir Atlantshafið, nánar tiltekið á flugleiðinni i London-Sidney. 1971 gat hún hreykt sér af þvi að hafa sett yfir 100 met eftir að hafa flogið i kringum jörðina, og frá miðbaug til miðbaugs yfir pólana i suðri og norðri. En það var heldur engin skemmtiferð, heldur is- ingar og bitandi kuldi. En hún komst til Norðurpólsins 28. júni kl. 16.00 og henti út brezka fánanum. Brezki flugherinn hefur gert hana að heiðursflug- manni og 1968 var hún sæmd OBE orðunni brezku. VAR ÞAD RÉn HAFT EFTIR GIIDI ALMÁTTUGUM AD KONAN ÆTTI AD ALA ÞRAUT OG SÁRSAUKA? Það lætur vafalaust ein- kennilega i eyrum okkar hérna, sem aldrei höfum tek- ið boð eða bönn Bibliunnar allt of bókstaflega, að i hin- um svokölluðu hámenning- arlöndum skuli enn fyrir- finnast læknar — meira að segja hálærðir prófessorar i læknisfræði — sem ekki vilja ljá þvi eyra að dregið sé úr fæðingarþjáningum konunn- ar, meðal annars, eða jafn- vei fyrst og fremst vegna þess að Móse hefur það eftir guði almáttugum, að konan eigi að fæða börn sin i þraut og sársauka. Nú hafa visindamennirnir fundið upp lyf, sem hafa þau áhrif að konan þarf ekki að finna hið minnsta til þegar svo ber undir, án þess að það hafi nokkur áhrif á gang fæðingarinnar og án þess að um eiginlega deyfingu sé að ræða, og auk þess önnur lyf, sem deyfa þjáningarnar að miklum mun. Sé einhver i vafa um að þeir læknar séu enn starf- andi, sem ekki efast um að fyrrnefnd orð séu höfð rétt eftir guði almáttugum og að honum hafi verið full alvara þegar hann mælti þau, má benda á orð dr. Ole Secher, prófessors við Rikisspital- ann i Kaupmannahöfn, meira að segja i leiðara danska læknatimaritsins : ,,Enn sem komið er virðist það i alla staði hyggilegast að konan fæði á eðlilegan hátt, að minnsta kosti þegar um eðlilega fæðingu er að ræða. Þegar á allt er litið, þá er konan sköpuð til þess að fæða börn”. Vafalitið fyrirfinnast og þær danskar konur, sem eru prófessornum sammála — en það er eins vist að flestar þeirra hafi einhverra hluta vegna aldrei komizt i þá að- stöðu að þurfa að kviða fæðingarhriðunum þótt þær gjarna vildu, og finni þvi öllu fremur til öfundar en samúð- ar gagnvart þeim kynsystr- um sinum, er höfðu þar meiri heppni með sér. Aftur á móti fer þeim dönskum konum nú stöðugt fjölgandi, sem ýmist efast um að guð hafi nokkurn tima sagt þetta við Evu, eða þá að hann hefði gjarna viljað láta það ósagt, þegar honum var runnin reiðin við hana vegna tal- hlýðni hennar við höggorm- inn. Og þær þurfa alls ekki að vera i dönsku rauðsokku- hreyfingunni til þess að segja slikt upphátt, og þær hækka raustina að sama skapi og þeim kynsystrum þeirra handan Eyrarsunds fer stöðugt fjölga'ndi, sem ciga þess kost að fæða börn sin þjáningalaust. t Danmörku — og raunar meðal fleiri „hámenningar- þjóða” mega þær konur prisa sig sælar, sem eiga þess kost að ala börn sin þjáningalaust. Prisa sig sæl- ar vegna þess að ala börn sin i sjúkrahúsum, þar sem læknarnir eru þeirrar skoð- unar, að draga beri sem mest úr sársauka þeirra þegar þær fæða nýjan borg- ara i þennan heim. Hin nýja aðferð er i þvi fólgin, að konan er deyfð á þann hátt að enginn snefill af sársauka nær til heilans. Eigi að siður er hún við fulla meðvitund og getur fylgst nákvæmlega með fæðing- unni opnum augum og i glaðri eftirvæntingu — i stað þess að hugsa eins og þær konur, sem eru ofurseldar þjáningunum: Þetta skal aldrei henda mig aftur! Undanfarin ár hefur dreg- ið til muna úr þeim fordóm- um, sem öldum og aldatug- um saman hafa verið alls- ráðandi i öllu, sem við kemur barnsfæðingum. Og þó eru enn margir þeir læknar, sem eru sammála danska prófessornum um að konan sé sköpuð til að ala börn, og þess vegna sé óþarfi að vera með eitthvert mas þó að hún verði að þola einhver óþægindi i þvi sambandi meðan á þvi stendur, Fæðing er ekki neinn sjúkdómur, segja þessir læknar. Þær eru eðlilegt fyrirbæri. Fæð- ingarhriðirnar geta verið sársaukafullar, satt er það. „Með þraut skaltu börn þin fæða. . . ” sagði guð við konuna forðum. Aðferðin sem öllum hentar? Það er alls ekki neitt nýtt, að unnt sé að deyfa konur þegar þær fæða, segir i danska blaðinu, sem grein þessa birti, en hinsvegar er allt of litið um að konum séu veittar upplýsingar um slikt, svo þær geti skorið úr um hvað þær vilja, þannig er það meira að segja enn — i Danmörku — á þvi herrans ári 1972, þegar menn hafa siglt geiminn til tunglsins og búa sig undir geimsiglingu til Mars, að konur eru harla ófróðar um allt slikt, að þvi er segir i þessari dönsku grein. Það eru nú áratugir siðan að hin svokallaða „paracer- vical” deyfing kom til sög- unnar, en þá eru deyfðar til- finningataugarnar neðst i leginu og legstútnum, og varir sú deyfing þvi sem næst klukkustund. Samtimis er neðsti hluti fæðingargang- anna einnig deyfður. Þessar deyfingaraðferðir draga að visu mjög úr sársaukanum við fæðinguna, en vegna þess hve deyfingin varir skammt, fylgja henni nokkur óþægindi. t sumum dönskum sjúkra- húsum stendur það öllum fæðandi konum til boða, að verða slikrar aðstoðar að- njótandi. Prófessor Mogens Ingerslev dr. med., yfirlækni við józku fæðingarstofnun- ina, farast þannig orð að þessi deyfingaraðferð sé not- uð þar i rikum mæli og læknanemum kennd hún enda hafi hún virzt gefa mjög góða raun. Þvi ber þó ekki að neita, segir i grein- inni, að nokkrir læknar eru ekki eins hrifnir af aðferð- inni, telja meðal annars ekki nægilega um það vitað hvaða áhrif hún kunni að hafa á veikburða fóstur. Og enn eru þeir læknar, sem fylgja Ole Secher prófessor að málum, sem áður er getið. Sársaukataus fæðing. Hin svokaílaða „epiduraF’-deyfing er þó mun áhrifameiri. Mætti og kalla þá aðferð „mænu- gangadeyfingu”, en sé henni beitt, finnur konan ekki til minnsta sársauka. Þessi að- ferð hefur verið þekkt i Dan- mörku frá þvi 1945, en eigi að siður kemur það naumast eða alls ekki fyrir að hún sé notuð. — Þetta er afbragðs deyfingaraðferð, og mikið notuð erlendis, segir Mogens Ingerslev, danski prófessor- inn. En mér vitanlega er hún alls ekki notuð hér i Dan- mörku, og sé spurt hvers vegna ég hafi e'kki sjálfur notað hana, er þvi til að svara að það er einungis vegna þess að mig skortir hæft aðstoðarfólk. Aðferðin krefst þess nefnilega að lærður svæfingalæknir, ann- izt framkvæmd hennar, og þeim kröfum getum við ekki orðið við. En ég vildi feginn að aðstæðurnar breyttust þannig, að við gætum veitt fæðandi konum slika aðstoð — þótt ég sé vondaufur um að það verði i náinni framtið. Þessi deyfingaraðferð er nú mikið notuð i Bandarikjun- um og þegar talsvert i Svi- þjóð. Er þá stungið grannri plastpipu inn i mænugöngin, og dælt gegnum hana deyfi- lyfi. eftir þvi sem hver ein- staklingur þarf Áhrifin eru i fám oróum þau aðallur neðri hluti bolsins veröur tilfinn- ingalaus og fætur einnig að nokkru leyti, en samt sem áður er konan við fulla með- vitund og getur tekið sinn þátt i fæðingunni, enda þótt hún verði ekki vör fæðingar- hrfðanna. Læknirinn verður að segja henni, að nú hefjist hrið og hún verði að hjálpa til. 1 Karolinska sjúkrahúsinu i Stokkhólmi hefur slik deyf- ing verið framkvæmd við sjötiu fæðingar á siðustu þrem misserum. Allar hafa viðkomandi konur verið mjög hrifnar af þeirri aðstoð og sérfræðingar fullyrða að engin áhætta eða aukaverk- anir hafi reynst henni sam- fara. Þetta lætur i eyrum eins og ljufum draumur. Og þess væri óskandi, segir enn fremur i greininni, að að- stæður i dönskum sjúkrahús- um breyttust sem fyrst á þann veg, að einnig danskar konur gætu orðið þeirrar „blessunar” aðnjótandi að fæða sársaukalaust. Ilvað nú? Að sjálfsögðu fyrirfinnast og aðrir möguleikar til að draga að miklum mun úr fæðingarsársaukanum, þótt hann verði ekki með öllu úti- lokaður. t flestum sjúkrahúsum og fæðingarstofnunum stendur honum til boða svokallað „hláturgas”, eða „trilene”, sem þær anda að sér gegnum grimu. Þegar þær hafa sogað deyfiefni þetta ofan i lungun, berst það með blóðinu til heilans, þar sem það hefur áhrif á sársaukastöðvarnar. Áhrifin segja fljótt til sin — konan ræður þeim sjálf. Þessi aðferð gefur góða raun hjá tveim konum af hverjum þrem að meðaltali — en þriðjungur af viðkomandi konum deyfist ekki nægilega af gasinu: liffærin venjast þvi i rauninni of fljótt. Margar konur eru deyfðar, eða öllu heldur svæfðar and- artak meðan stendur á sjálfri kollhriðinni, en sú andartaks-svæfing hefur að sjálfsögðu ekki dregið neitt úr sársaukanum þar á und- an. Þær konur eru mjög fáar, kannski tvær af hundraði, þar sem barnið er tekið með keisaraskurði. Segja má að slik fæðing sé einnig sársaukalaus — en þar er um að ræða skurðaðgerð og kon- an er meðvitundarlaus og þar með útilokuð frá allri hlutdeild i hinum mikilvæga atburði. Þær konur fyrirfinn- ast vafalaust, sem gjarna vilja fórna þeirri þátttöku fyrir sársaukalausa fæðingu, en — keisaraskurður er þó ekki viðhafður nema svo standi á að lif og heilsa konu eða barns krefjist þess. Og enn er það spurningin um starfsfólk: keisaraskurður krefst sama starfsliðs og aðrir meiriháttar holskurðir, og það eru einmitt þeir sér- fræðingar, sem mestur skortur er á....... Aðrir möguleikar til að draga úr fæðingarsársauk- anum er inngjöf morfins, peditins eða annarra sterkra, kvalastillandi lyfja. En þá kemur það enn til greina að svo sterk lyf geta haft hættulegar verkanir á barnið, og er þvi sjgldan gripið til þeirra. „Fæðing án ótta”, kerfi þar sem konan er þjálfuð undir barnsburðinn eru mörg og mismunandi og koma mörgum að gagni. Má þar nefna kerfi það sem kennt er við dr-. Read, þar isem aðaláherzlan er lögð á (slökun og andardrátt, og Lamaze-kerfið, þar sem einnig er byggt á sálfræði- legri þjálfun. Margar konur telja sig hafa haft mikla ánægju af þessum kerfum, og áreiðanlega hefur engin kona annað en gott af slikri þjálfun, jafnvel þótt hún tryggi þeim ekki þá sárs- aukalausu fæðingu, sem þær þrá. Þá má einnig benda á að það er til að konur hafi verið dáleiddar i þvi skyni. — Ég hef verið viðstaddur skurðaðgerðir á sjúklingum sem höfðu verið dásvæfðir i stað þess að vera deyfðir eða svæfðir á venjulegan hátt. Það var blátt áfram furðulegt. Eigi að siður þá held ég að dáleiðslan verði aldrei almennt notuð, hvorki við skurðaðgerðir né fæðing- ar. Þeir eru nefnilega svo fá- ir, sem kunna þá list- og svo er nokkur hópur af fólki, sem ekki er unnt að dáleiða. Uppreisn gegn vanræksl- unni. Það fer hinsvegar ekki á milli mála, segir i greininni að danskar konur undirbúa nú uppreisn gegn þeirri van- Það eru nú áratugir síðan að hin svokallaða „para cervical” deyfing kom til sögunnar, en þá eru deyfðar ti Ifi nni ngataugarnar í leginu og legstútnum, neðst og varir sú deyfing því sem næst klukkustund. Samtímis er neðsti hluti fæðingar ganganna einnig deyfður. rækslu, sem hefur það i för með sér að þær verða oft að fæða við aðstæður, sem unnt mundi að komast hjá.Það rikir vaxandi gremja yfir þvi, að konurnar skuli hvað þetta snertir vera háðar af- stöðu læknisfræðilærðra karlmanna til fæðinga al- mennt— og ef til vill skir- skotun sumra þeirra til refsi- dómsins i Eden, „með þraut skaltu börn þin fæða”, eða eitthvað i þá áttina. Vist eru konur skapaðar til að fæða börn. Þær eru lika skapaðar til að verða van- færar, en eigi að siður er þaö þó viðurkennt, að þeim sé leyfilegt að gripa til ráðstaf- ana, sem komi i veg fyrir að þær verði þungaðar gegn vilja sinum. Sænskar konur hafa gengið svo langt að mynda með sér samtök, er krefjast þess að konan eigi rétt á að mega fæða börn sin þjáningalaust og að það teljist til almennra mannréttinda — og um leið að varið verði mun meira fé til að rannsaka hugsanlega áhættu i sambandi við hinar ýmsu deyfingaraðferðir svo og þau sálræn áhrif sem kviðinn fyrir fæðingunni getur haft á þungaðar konur og barnið, sem þær ganga með, það er og hald margra að erfið og sársaukamikii fæðing geti ekki siður haft áhrif barnið en konuna. Það er þvi býsna margt i þessu sambandi sem athug- unar þarf við. En hvað sem þvi liður, þá er það ósanngjarnt, einnig að dómi flestra lækna nú orðið að barnsburður valdi konum þjáningum, ef unnt er að komast hjá þvi. Það hlýtur að vekja menn til umhugsun- ar, þegar sænsk könnun leið- iri ljós að 73% kvenna taldi hláturgasdeyfinguna ekki hafa komið að tilætluðum notum; 32% töldu sig hafa liðið óbærilegar þjáningar og mikill meiri hluti kvaðust hafa verið hræddar og kvið- andi fyrir barnsburðinn. Nú i þessum mánuði sitja norrænir fæðingarlæknar og sérfræðingar á þvi sviði ráð- stefnu mikla, þar sem mál þetta verður að sjálfsögðu mjög á dagskrá, og allar deyfingaraðferðir ræddar, auk almennrar afst- lækna — Enda er þess ekki van- þörf, segir danski prófessor- inn, Mogens Ingerslev. — Hér hefur stórkostleg vanræksla átt sér stað. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skpholti 25. Simar 19099 og 20988. Læknisstaða Staða sérfræðings i geðlækningum við Kleppsspitala er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum^ Lækna- félags Reykjavikur og stjórnarnefndar rikisspitalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjómar- nefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 15 júli n.k. Reykjavik 9. júni 1972 Skrifstofa rikisspitalanna. .YiS velium rwM - * feaS borgar sig - - *. runlal - ofnar h/f. « Síðumúla 27 . Reykjavík Símar 3-55-55 og 3-42-00 o Þriðjudagur 13. júní 1972 Þriðjudagur 13. júni 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.