Alþýðublaðið - 13.06.1972, Síða 8
LAUGARÁSBÍÓ sími 32075
Sigurvegarinn.
Víðfræg bandarisk stórmynd i lit-
um og panavision. Stórkostleg
kvikmyndataka frábær leikur,
hrifandi mynd fyrir unga sem
gamla.
Leikstjóri: James Coldstone
Aðalhlutverk:
Paul Newman,
Joanne Wollwand
og Robert Wagner
tslen/kur texti.
sýnd kl. 5 og 9
HAFNARBÍÓ
bandarisk Cinemascope — lit-
mynd, byggð utan um mestu nátt-
úruhamfarir er. um getur, þegar
eyjan Krakatoa sprakk i loft upp
gifurlegum eldsumbrotum. Hlut-
verkip eru i höndum margra
þekktra leikara — svo sem,
Maximiiian Schell
I)iane Baker
islenzkur texti —
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 9 og 11,20.
KóPAVOGSBió
Njó'snarar að handan.
Spennandi, ný frönsk sakamála-
mynd með Roger Hanin i
aðalhlutv. Danskur texti. Sýnd kl.
5,15 og 9. Bönnuð innan 16 ára.
siðasta sinn.
WÓDLEÍkHÚSID
FAST
sýning i kvöld kl. 19.30
Aðeins þessi eina sýning.
Athugið breyttan sýningartima.
SJALFSTÆTT FÓLK
sýning miðvikudag kl. 20.
Fáar sýningar eftir.
ÓÞELLÓ
sýning fimmtudag kl. 19.30.
Siðasta sinn.
Athugið breyttan sýningartima.
OKLAHOMA
sýning föstudag kl. 20.
Tvær sýningar eftir.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13.15 til 20. Simi 1-1200.
HÁSKÓLABÍÓ
Engin sýning i dag.
Listahátið.
Ath. á fimmtudag verður hin
snjalla sakamálamynd
Tálbeitan, tekin upp aftur.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TÓNABÍÓ Simi 31182
Viðáttan mikla
(The Big Country)
Heimsfræg og snilldar vel gerð
amerisk stórmynd i litum og
Cinemascope.
Islenzkur texti
Leikstjóri: William Wyler
Aðalhlutverk:
Gregory Peck,
Jean Simmons,
Carroll Baker
Charlton Heston,
Burl Ives.
Endursýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
STJÓRNUBiÓ
Fást
(Doctor Faustus)
islenzkur texti
Heimsfræg ný amerisk-ensk stór-
mynd i sérflokki með úrvalsleik-
urunum Richard Burton og
Elizabeth Taylor. Myndin er i
Technicolor og Cinema Scope.
Gerð eftir leikriti Christopher
Marlowe. Leikstjórn: Richard
Burton og Newill Coghill.
Sýnd kl. 9.
Bönnuð innan 14 ára.
McGregor-bræðurnir.
islenzkur texti.
Hörkuspennandi amerisk-ítölsk
kvikmynd i tecknicolor og
Cinemascope. Sýnd kl. 5, og 7
Bönnuð börnum.
Allra siðasta sinn.
HAFHARFJARÐARBIÓ
Hinn brákaði reyr
(Ragning 111 oon)
Ahrifamikil úrvals brezk mynd i
litum með islenzkum texta.
Malcolm McDowell
Nanetta Newman
Sýnd kl. 9.
Í&5LEIKFEIAGÉ®
0[jy:yKjAVfKDyB
Dóminó: i kvöld kl. 20.30. 4. sýn-
ing.
Rauð kort gilda.
Atómstöðin: miðvikudag kl.
20.30.
Næst siðasta sinn.
Kristnihaldið: fimmtudag kl.
20.00.
145. sýning. Síðasta sinn.
Dóminó: föstudag kl. 20,30. 5.
sýning.
Blá kort gilda.
Spanskflugan :sunnudag kl. 20,30.
127. sýning: Síöasta sinn.
Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin
frá kl. 14.00. Simi 13191.
A Listahátiö:
Leikhúsálfarnir,
Leikrit fyrir börn á aldrinum
Q__QQ
Sýning í dag kl. 17.00 og mið
vikudag kl. 17.00.
Sfðustu sýningar.
Aðgöngumiðasala I Hafnarbúð-
um. Simi 26711.
ENN TAPAR
VALUR
FORYSTUNNI
Leikur Vals og Fram
á Laugardalsvellinum i
gærkvöldi bauð upp á
margt skemmtilegt
enda ágæt knattspyrna
sem þar var leikin.
Valsmenn mættu mjög
ákveðnir til leiks,þvi til
mikils var að vinna
fyrir þá. Botnsætið er
ávallt leiðinlegt.
Bæði liðin sýndu góðan leik til
að byrja með og var öllu'meiri
broddur i sókn Vals. Skiptust
liðin á um að sækja og skapaöist
ofthætta við bæði mörkin. A 11.
min komst Kristinn Jörundsson
Fram einn innfyrir, en Sig.
Dagsson varði. Augnabliki
seinna eru Valsmenn búnir að
snúa sókn i vörn, og á Alexander
skot að marki, sem Marteinn
rétt nær að pota út af. Svo á Vil-
hjálmur skot á mark eftir að
hafa leikið laglega á Framvörn-
ina en borbergur var vel á verði
og varði glæsilega. A 14. mín. á
Kristinn aftur skot á markið þar
sem hann hafði komist einn inn-
fyrir, en Sig. Dagsson varði. A
16. min. á Hermann glæsilegt
skot á mark en yfir. A 17 min. á
Eggert Steingr. skot yfir. A 19.
min. klúðraði Alexander knett-
inum, frá sér i stað þess að gefa
á Hermann, sem var fyrir opnu
marki. Kostuðu þessi mistök
Alexanders, etv. annað stigið
fyrir Val. Á 26. min. einlék Ás-
geir Eliasson á vörn Vals og
skaut niðri i bláhornið, en Sig-
urður varði glæsilega.
A þriðju min. seinni hálfleiks
á Hermann skot á markið en
Þorbergur hélt ekki knettinum,
og féll hann fyrir fætur
Alexanders, sem var ekki seinn
að afgreiða hann i netið. 1-0. Við
mark þetta drógu Valsmenn sig
i vörn, en Fram sótti ákaft. A 40
min. uppskáru þeir laun erfiði
sins, er Kristinn Jörundsson
skoraði jöfnunarmarkið eftir að
Sigurður haföi hlaupiö vitlaust
út. Og á 43. min. bjargaöi Sig-
urður Jónsson á marklinu eftir
fast skot Erlends.
Lauk þvi leiknum með jafn-
tefli og, er þetta annar leikur
Vals i röð, þar sem þeir tapa
báðum stigunum á siðustu fimm
min. Sárgrætileg staðreynd
eftir allt það erfiði sem liðið
leggur á sig. Þvi ekki vantar að
þeir puði, en puðið nær ekki
árangri nema hugsun liggi á
bak við það.
Beztu menn Vals voru Her-
mann Gunnarsson, Sigurðar
Dagsson og Róbert Eyjólfsson.
Hjá Fram voru beztir þeir As-
geir Eliasson, Marteinn Geirs-
son og Agúst Guðmundsson.
Fannst mér Hermann vera
bezti maður vallarins, og eins
og fyrri daginn virðist liðið i
heild sinni, ekki komast i snert-
ingu við hann.
— f.k.
BARA „JARM”5^
flokkanna hafa hafizt á ný af
fullum krafti. Merkir sú orð-
sending, að við Alþýðuflokks-
menn eigum ekki lengur að taka
viðræðurnar alvarlega? Merkir
hún, að samtökin kæri sig ekk-
ert um að halda málinu áfram?
Ilvaða „fólk” eigum viö Al-
þýðuf lokksmenn að „láta i
friði”?
Við vitum það mætavel, að
það er ekki einhugur um sam-
ciningarmáliö innan raöa sam-
takanna. Þar eru fjölmargir
einstaklingar, sem aidrei hafa
vcrið og verða aldrei jafnaðar-
menn og kæra sig ekkert um
sameiningu islenzkra jafnaöar-
manna. Þeirra sjónarmið hafa
hins vegar ekki farið hátt, þar
til nú seinni part vetrar.
Þar sem við vitum þetta, þá
getum við mætavei horft fram
hjá slikum og þvilikum skrifum,
þar sem mönnum áhugasömum
um sameiningu jafnaðarmanna
er líkt við jarmandi rollur og
þeir beðnir að láta fólk i friði,
svo lengi sem þær koma fram
frá einstaklingum i röðum
frjálslyndra sem þeirra eigin
skoðanir. En öðru máli gegnir
þegar þær eru settar fram i leiö-
ara aöaimálgagns samtakanna
þar scm stefna á að vera mörk-
uð. Þá verður að fást hreint og
skýrt svar frá samtökunum við
þeirri spurningu, hvort þær við-
ræður, sem fram fara um sam-
einingarmálið við Alþýðuflokk-
inn nú um þessar mundir séu af
samtakanna hálfu bara fiflaiæti
og hvort þcir telji fulltrúa okkar
Alþýðuflokksmanna i þeirri við-
ræðu ekkert annað en jarmandi
rollur, sem gcri bezt i þvi aö sjá
fólk i friði.
Það eru ekki aðeins við, Al-
þýðuflokksmenn, sem eigum
hcimtingu á aö fá svar frá
ábyrgum aðilum i Samtökum
frjálslyndra og vinstri manna.
Sama máli gegnir um alla þá,
sem studdu samtökin i siðustu
kosningum út á sameiningar-
m á 1 ið.
Fái hinir ábyrgu aöilar i Sam-
tökum frjálslyndra og vinstri
manna ekki rúm i blaði sinu til
þess að gera hreint fyrir sinum
dyrum, þá ntun Alþýðublaðið
sjálfsagt ljá þeim pláss fyrir
skrif um máliö.
EFTIR HELGINA 5
uin verðbólgubraskara en
almenning, þá er það Tómas
Karlsson i blað sitt, Timann.
Þjóöviljinn gerði bezt i þvi að
þegja um þaö mál og reyna að
skriða i skjól við eitthvaö annað
úr þvi hann þolir illa Ijósið.
En það má benda Þjóðvilja-
niönnum á. svona i lokin að þau
cru fleiri verkin i tengslum við
verðbólgubraskara og almenn-
ing, sem lagfæra þarf eftir þá
Alþýðubandalagsmenn, en álagn-
ingarreglur fasteignagjalda.
Fjölmargir „verðbólgubrask-
arar” og rikismenn eiga litið af
fasteignum þótt þeir raki saman
fé. Og margir þessara manna
geta lagt fram tapreikninga frá
öllum sinum fyrirtækjum og um
öll sin umsvif þótt bæði guð og
menn viti að hið gagnstæða sé
rétt.
Eini möguleiki sveitarfélaga til
þess að ná til slikra vcrðbólgu-
braskara hefur verið að leggja
aðstöðugjöld á umsvif þcirra.
Þau gjöld eru lögð á veltu fyrir-
tækja án tillits til þess, hvort á
pappirnum stendur tap cða
gróði. Þannig hefur verið hægt að
láta þá borga skatta, sem annars
liefðu svo til alveg sloppið.
En það verður ekki hægt öllu
lengur. Rikisstjórnin og Alþýðu-
bandalagið, hafa skorið aöstöðu-
gjöldin niður um helming og
fyrirhuga að fella þau niður með
öllu. i staöinn eru svo fasteigna-
gjöldin á ibúöir launafólks hækk-
uð um þre- til fjórfalt.
Næst, þegar Þjóðviljinn skrifar
um verðbólgubraskara og launa-
fólk og skattaatriði, sem endur-
skoða verði „einhvern tima
seinna”, þá ætti hann aö láta hjá
liða að minnast á þctta. Þarna
þarf hann lika að fela síg og sína,
— að skriða i skjól og svcrja af sér
þau verk, sem hann hcfur staöiö
að.
HEILSUBOTIN ________________1_
veðri, eins og það er þessa dag-
ana.
„Það er óttaleg árátta að
leika sér að aka um Austur-
strætið daga og nætur”, sagði
Baldur. „Það á að loka þessu
stræti og lofa þvi að vera fyrir
gangandi fólk”.
Auk Austurstrætis nefndi
Baldur Tjarnargötu og Suður-
götu, þótt fyrstnefnda gatan
væri verst.
Helzti mengunarvaldurinn er
blllinn og sagði Baldur, að það
væri langt frá þvi að bilar væru i
nógu góðu lagi hvað þetta
snerti.
HERSKIP______________________1
vegna hefur hún lagt málið fyrir
alþjóðadómstólinn i Haag”.
1 fréttinpi segir ennfremur:
„Anthony Royle gaf aldrei full-
komið svar við þeirri spurningu
hvort báðir aðilar kæmu til við-
ræðnanna 19. júni með þá einlægu
ósk, að samkomulag náist, þann-
ig að forðað veröi alvarlegum
vandræðum eftir 1. september.
Hins vegar lét aðstoðarutan-
rikisráðherrann að þvi liggja að
brezkir sjómenn yrðu að búast við
skertum rétti til fiskveiða við
strendur Islands, ef þeir fengju
þá nokkra heimild til fiskveiða
milli 12 og 50 mílanna”. —
HANNES 12
Danzig 1937—39 og siöan nám
við vipskiptadeild Háskóla ts-
lands 1939—40.
Vorið 1940 fór hann til
Bandarikjanna og veitti for-
stöðu skrifstofu islcnzks fyrir-
tækis i New Vork árin
1940—45. Þá stofnaöi hann sitt
eigið fyrirtæki, General
Amcrican and Dominion
Export Corporation, sem hann
veitti forstöðu til 20. mai 1965.
Hannes Kjartansson var
skipaður heiðursræðismaður
isiands i New York 1948 og
heiðursaðalræöismaður 1950.
Hannes sat mörg aukaþing
og aðaiþing Sameinuðu þjóð-
anna fyrir tslands hönd.
17. mai 1965 var Hannes
Kjartansson skipaður
ambassador islands hjá Sam-
einuðu þjóðunum og frá sama
tima aðalræöismaöur tslands i
New York.-
BANASLYS 12
bæinn Læk i Holtshreppi i
Rangárvallasýslu.
Hafði maðurinn verið að vinna
við að slá járnplötur utan af fót-
stykkinu, sem nota á sem undir-
stöðu fyrir rafmagnslinuna, sem
nú er verið að leggja frá Búrfelli
að Geithálsi.
Ekki er orsök slyssins fullrann-
sökuð, en á einhvern hátt féll
stykkið á hliðina yfir manninn og
lézt hann samstundis.
Rétt fyrir ofan bæinn Læk eru
undirstöðurnar steyptar og hafði
maðurinn einmitt verið að ljúka
þvi að slá utan af einu fótstykkj-
anna, en þau eru mjög fyrir-
ferðarmikil.
SUMARFERÐ_________________12
var komið á 12. timanum um
kvöldið.
Fararstjóri i þessari vel
heppnuðu ferð var Sæmundur
Ólafsson og var hann jafnframt
leiðsögumaður i fyrsta bilnum.
Dr. Haraldur Matthiasson
flutti erindi um land og sögu á
viðkomustöðum og annaðist
einnig leiðsögn i bifreið þeirri,
sem hann var i, ásamt Arbjörgu
ólafsdóttur.
Nánari frásögn af ferðalaginu
ásamt myndum birtist i
Alþýðublaðinu á morgun.
Þriöjudagur 13. júni 1972