Alþýðublaðið - 01.07.1972, Side 1

Alþýðublaðið - 01.07.1972, Side 1
alþýðu DAGUR 1. JÚLí 1972 143. TBL. NÚ GIFTIR ÞAÐ SIG TIL SPARIMERKJA! bað eru ýmsar leiðir, sem fólk gripur til, þegar það er i fjár- hagsvandræðum. Leiðirnar til að verða sér úti um peninga eru sjálfsagt ótelj- andi, en algengast er, að fólk leggi á sig meiri vinnu eða ein- faldlega selji vixil i banka. En það er til önnur leið og hún er hreinlega sú, að gifta sig! Alþýðublaðið hefur á skömm- um tima haft spurnir af a.m.k. fjórum svokölluðum „spari- merkjahjónaböndum". Fólk, sem enn hefur ekki náð aldri til þess að leysa út spari- merkin sin, hóar sig saman og ákveður að giftast i snatri til þess að geta leyst úr merkin. Síðaner það fyrsta verkið eftir vigsluna að leysa út sparimerk- in og á eftir er haldin veizla,og þá getur komið fyrir, að eigin- konan kynni kærastann sinn fyrir eiginmanninum. PUNDIÐ BÁGARA Enn hallaðist á ógæfuhliðina i gjaldeyrismálum Breta i gær. Sterlingspundið lækkaði áfram i vcrði i gær og siðdegis var verðgildi þess fallið 6,8% niður fyrir svokallað mið- gengi. Þegar hætt var að skrá pundið fyrir viku siðan, var það komið 5,5% undir mið- gengi. Nokkrar breytingar urðu á verðgildi annarra gjaldmiðla i gær. — ÞAÐ VERDUR SEn I KVÖLD — hvar sem HANN verður Flest bendir til þess, að Fischer verði ekki viðstaddur setningar- athöfn 37. heimsmeistaraein- vigisins i skák, sem fram fer i Þjóðleikhúsinu i kvöld. Lothar Schmid Hann var ekki kominn til lands- ins, þegar Alþýðublaðið fór i prentun i gærkvöldi og það var álit allra, sem við höfðum tal af i gær, að hann kæmi ekki fyrr en á sunnudagsmorgun. Framkoma hans hefur verið Skáksambandi Islands mikill höfuðverkur og þegar við heim- sóttum skrifstofu sambandsins i gærkvöldi var það að heyra á mönnum, að þeir væru orðnir dauðleiðir á Fischer. Setningarathöfnin i Þjóðleik- húsinu hefst kl. átta i kvöld á þvi, að FIDE-óðurinn verður leikinn. Þá flytur forseti Skáksam- bandsins, Guðmundur G. Þórarinsson, ávarp og strax að þvi loknu Magnús Torfi Ölafsson, menntamálaráðherra. Siðan flytja sendiherrar Sovét- rikjanna og Bandarikjanna ávörp og þjóðsöngvar landanna leiknir á milli. Að þvi loknu flytur forseti FIDE, dr. Max Euwe ávarp og á eftir rennur sú stund, að dregið verður um byrjunarleik i skák- Framhald á bls. 6 ÞEIR FLYTA SER HÆGT ÞAR SYÐRA Það má með sanni segja að þeir flýti sér hægt i Nigeriu. 1 allt vor og sumar hafa hérlendir skreiðarseljendur beðið eftir þvi að Nigeriustjórn opni að nýju skreiðarmarkaðina i Nigeriu. Stjórnin i Lagos hefur hvað eft- ir annað látið á sér skilja, að stútt bið verði i leyfisveitunguna, en . hún hefur sifellt dregist á langinn. Nú siðast var að heyra á stórn- völdunum að leyfið yrði veitt á miðvikudaginn. Komu nigeriskir kaupmenn hingað til viðskipta, en leyfið er Jiins vegar ekki komið ennþá. Nú eru til i landinu rúmlega 2000 tonn af skreið, og verða engin vandræði með að selja það magn. Verðið á skreiðinni er nokkuð hátt. En ef markaðurinn yrði opnaður á ný, lægi aðalvinningur- inn i framtiðarsölum á skreið til Nigeriu. F . ALLS EKKERT ÁRENNILEGUR Eflaust ættum við að birta mynd af Fischer af tilefni dags- ins — þetta er nánast orðinn kækur hjá blöðunum —en nú er þessi hlindingsieikur hjá mann- inum samt hæltur að vera skemmtilegur. Við birtum hér mynd af öðrum iþróttagarpi i staðinn sem er pannig utlus, ao hann gæti vist varla leynst garmurinn þó hann feginn vildi. Myndin er eftir þýzkan listmálara, Wolfgang Petrick að nafni, og verkið heitir hvorki meira né minna en ,,Bezti markvörður i heimi”. TAPREKSTUR Á RÆKJUNNI MEÐ HRORNANDI PUNDI Gengislækkun brezka sterlingspundsins hefur haft i för með sér nokkra röskun á viðskiptum okkar við Bretland. Það eru einkum rækjufram- Íeiðendur sem fara illa út úr gengislækkuninni, þvi þeir höfðu nær allir samið um sölu á allri rækjuframleiðslu sumars- ins fyrirfram, og það á föstu verði. Verðið, sem samið var um, er lágmarksverð, vegna undan- gengins offramboðs á rækju- markaðinum. Verðið tryggði aðeins að rækjuiðnaðurinn héld- ist gangandi, en varla meira en það. Gengislækkunin þýðir að fyrirsjáanlegur taprekstur verðurá rækjuiðnaðinum i sum- ar, þvi Bretland er okkar stærsti viðskiptaaðili. Seinni hiuta ársins 1971 og fyrri hluta þessa árs var mikið offramboð á rækju á heims- markaðnum. Rækja var þá ill- Framhaid á bls. 6 ÍSLENZKT UNDIRBOÐ? Blaðið hefur það eftir mjög áreiöanlegum heimildum, að islenzk fyrirtæki liafi reynt undirboð á rækjumörkuð- um i Bretlandi og viðar i Evrópu. Aðrir islenzkir rækju- framleiðendur ha fa fengið af þessu fregnir, og lita þeir þetta mál mjög alvarlegum augum. Hafa þcir skrifað Viðskipta- málaráðuneytinu og beðið það að fylgjast náið með þessu máli, og veita Framhald á bls. 6

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.