Alþýðublaðið - 01.07.1972, Side 3
NÍU YFIR-
HEYRÐIR
VEGNA
TEIGS-
MALSINS
Fyrir borgardómi er nú rekið
staðfestingarmál vegna lög-
bánnsins sem lagt var á fram-
kvæmdir að Teigi i Mosfells-
sveit i sambandi við vegarfram-
kvæmdir þar.
Eftir helgina verður lögð
fram i málinu skoðunargerð
dómkvaddra manna.
1 henni verður fólgin nákvæm
lýsing á öllu jarðraski, sem hef-
ur orðið i jörð Teigs.
Niu manns hafa verið yfir-
heyrðir vegna málsins og eru
það bændur i nágrenninu og
starfsmenn verktakafyrirtækja,
sem vinna við veginn.
Dóms verður að vænta siðar,
en þess má geta að dómari
málsins hefur haft mjög mikið
að gera vegna þess og vann t.d. i
þvi alla siðustu helgi.
NÝJAR ÍTALSKAR
RÉTT AD KOMA
Nú mega neytendur búast við
að fá betri kartöflur i matinn á
næstu dögum.
Kartöfluuppskera siðasta árs
er alveg á þrotum og eru nýjar
italskar kartöflur væntanlegar
á markaðinn fljótlega eftir helg-
ina.
Af þessum sökum var viða lit-
ið um kartöflur i verzlunum á
höfuðborgarsvæðinu i gær.
Þessar upplýsingar gaf Jón
Ólafur Bjarnason hjá Græn-
metisverzlun landbúnaðarins
Alþýðublaðinu i gær.
Kartöfluuppskeran á siðast-
liðnu hausti reyndist óvenju
mikil og var þá gert ráð fyrir, að
ekki þyrfti að flytja inn erlendar
kartotiur á 'þessu sumri. En
vegna þess hve veturinn var
mildur, reyndist erfitt að geyma
kartöflurnar, og hefur talsvert
mikið magn skemmzt.
Er nú svo komið, að þær kart-
öflur sem standast gæðamat eru
á þrotum.
Lögum samkvæmt má ekki
flytja inn erlendar kartöflur,
meðan enn eru til isl. kartöfl
ur, sem standast gæðamat.
Við skýrðum frá þvi i blaðinu i
gær, að nýtingin á Upptöku-
heimili rikisins væri furðulega
litil miðað við þörf.
Um átta mánaða skeið hefur
húsið staðið litið notað og okkur
reiknaðist til að nýtingin væri
um 20% á þessu ári.
Þetta kann að vekja furðu
margra, sem lifað hafa I þeirri
UPPTOKUHEIMIUD
trú, að hér á landi vantaði ein-
mitt slika stofnun.
Við birtum i gær“ viðtal við
forstöðukonu heimilisins, en eft-
ir helgina birtum við hér f blað-
inu það, sem einn hússtjórn-
armanna hafði um málið að
segja.
SÖLUSKATTUR VERÐ-
UR INNHEIMTUR
MÁNAÐARLEGA
Fjármálaráðuneytið hefur nú
ákveðið með nýrri reglugerð, að
framvegis verði söluskattur
innheimtur mánaðarlega og
fyrir einn mánuð i senn i stað
þess að áður var skatturinn inn-
heimtur annan hvern mánuð og
þá fyrir tvo mánuði i senn.
Verður þessi breyting að fullu
komin til framkvæmda i októ-
ber, en 25. þess mánaðar ber
söluskattsgreiðendum i siðasta
lagi að hafa greitt söluskatt fyr-
ir septembermánuð.
t fréttatilkynningu frá fjár-
málaráðuneytinu segir, að þessi
breyting á innheimtu söluskatts
sé i samræmi við afgreiðsiu
fjárlaga 1973.
Gjalddagi söiuskattsins verð-
ur hinn sami og verið hefur, eða
15. dagur næsta mánaðar eftir
uppgjörsmánuð. Hins vegar
færist eindagi skattsins fram og
verður 10 dögum eftir gjald-
daga. Aður leið mánuður milli
gjalddaga og eindaga.
DÖ AF SLYSFÖRUM
Sjöára drengur frá Ólafsfirði,
Sigmar Kárason, lézt aðfara-
nótt fimmtudagsins af völdum
áverka, sem hann hlaut við að
detta af hjóli daginn áður.
SKDTSALA I
SKULDADRÉFUNUM
1 gær, 29. júni, var lokið i Sviss
útboði á skuldabréfaláni rikis-
sjóði að fjárhæð 25 milljónir
svissneskra franka, og gekk
sala bréfanna vel. Lániðer tekið
i þvi skyni aö breyta stuttum
lánum rikissjóðs vegna
Straumsvikurhafnar i löng lán,
en leigugreiðslur Islenzka
Álfélagsins af Straumsvikur-
höfn munu standa undir vöxtum
og afborgunum af láni þessu.
13TÍMA
TðRNÍ
BORGAR-
DÚMI
í dag hefst réttarhlé hjá
dómstólunum og stendur það
um tveggja mánaða skeið.
Siðasta bæjarþing i
Borgardómi Heykjavikur var
háð á fimmtudag og þann dag,
eins og reyndar er á hverju ári
hreinlega ringdi málunum yfir
embættið.
Dómari hjá borgardómi sat
samfleytt i þrettán klukku-
stundir og þingfesti hvert málið
á fætur öðru.
Klukkan tiu um kvöldið voru
þau orðin i kringum 350.
Flest málanna eru smávægi-
leg vlxla- og skuldamál.
ÞSfl HVIN HÆST
• •
ÞEM GOMLU
Oft hefur verið um það rætt, að
frá þotuhreyflum stafi ekki að-
eins mengun vegna útblásturs,
heldur einnig vegna hávaða, i
flugtaki og lendingu.
Það kann þvi að koma mönnum
á óvart sem Kormákur Sigurðs-
son hjá heilbrigðiseftirlitinu sagði
i viðtali við Alþýöublaöið i gær, að
töluvert meiri styrkur er frá
skrúfuvélum I flugtaki t.d.
Douglas DC 6 en þotum, — það
geti munað 10—20 decibetum.
Kormákur, sem hefur þann
starfa hjá heilbrigöiseftirlitinu að
mæla hávaða á vinnustöðum og
víðar, og að sjá um að úrbætur
verði gerðar, sagði aö hávaöa-
mælingar hefðu farið fram er
fyrri þota Flugfélags tslands hóf
sig á loft frá Reykjavikurflugvelli
i fyrsta sinn, og þá hafi hávaðinn
frá henni mælzt 50 decibel.
Mælingarnar voru gerðar i
Kópavogi, beint á móti flugbraut-
arendanum, og þegar þotan var
yfir ibúðarhverfinu var hún i 3000
feta hæð.
Mesti munurinn á skrtlfuvéiun-
um og þotunum, sagði Kormákur,
er að þær siðarnefndu ræsa ekki
hreyflana fyrr en þeim er gefið
leyfi til flugtaks og hávaðinn
stendur mjög stutt yfir, þær eru
strax komnar i 3000 feta hæð.
Skrúfuvélarnar þurfa hins vegar
langan tima til að hita sig upp, og
þar að auki eru þær mun lægra
þegar þær fljúga yfir ibúöar-
hverfin.
Aftur á móti fer hávaöinn frá
þotunum yfir hávaðamörkin ef
Og ysinn í Austur-
stræti er svipaður
og hjá nágranna-
þjóðunum
mælt er fast við þær, þá mælist
hann 130 decibei.
Þá hefur Kormákur gert
hávaðamælingar i Austurstræti,
og niðurstöðurnar sýna, að há-
vaðinn frá umferöinni er mjög
svipaöur og gengur og gerist I ná-
grannalöndunum.
Algengast er, að þegar umferð
er mest sé hávaöinn i kring um 70
decibel. Hann hefur þó mæizt allt
upp I 90 decibel, ef er hveliflautaö
eða gefið skyndilega inn á kraft-
miklum bilum.
Svipaöa sögu er að segja á stór-
um umferöargötum eins og
Miklubraut og Hringbraut, þar
hefur hávaði frá bilum mæizt upp
I 90 decibel. Aftur á móti sýndu
mælingar, sem voru geröar inni i
húsi bifreiðastöövar Steindórs, á
mntum Austurstrætis. Aðalstræt-
is og Hafnarstrætis, ekki nema
40—50 decibel, sem alls ekki er
taliö óeðlilegt.
Til samanburöar má geta þess,
að ekki er taliö skaðlegt að átta
tima á dag fimm daga vikunnar
sé hávaðinn allt að 85 decibelum á
vinnustað.
Hlupu Mývetningar á
sig í botnsmálinu
Um þessi mánaðamót var
væntanlegur dómur i eignar-
dómsmáli Veiðifélags Mývetn-
inga vegna eigenda og ábúenda
jarða við Mývatn um eignarrétt
að botni Mývatns og þar meb
eignarrétt á botnefnum vatnsins
og veiðiréttindum i þvi.
1 gær brá svo við, að dómarar
málsins gáfu aðilum kost á þvi að
FYRIR SUM BORN KOSTAR
SVEITASÆLAN 6500 A MÁNIIRI
Það getur verið dýrt að þekkja
engan i sveitinni, þegar koma
þarf Reykjavikurbörnum til
sumardvalar. Bændur, sem taka
að sér börn af vandalausum,
þiggja 6500 krónur á mánuði fyrir
vikið, þannig að tveggja mánaða
dvöl borgarbarna i sveit kostar
13000 krónur.
Alls eru 68 sveitaheimili, aðal-
lega i Skagafirði og Húnavatns-
sýslunum, sem taka að sér
Reykjavikurbörn á þennan hátt,
og það gerist fyrir milligöngu
barnaverndarnefndar.
Ingólfur Hjartarson hjá barna-
verndarnefnd sagði i viðtali við
Alþýðublaöið i gær, að i fyrra hafi
nefndin haft milligöngu með að
koma 144 börnum i sveit á þessi
heimili, og i ár sé talan eitthvað
svipuð, en ekki sé búið að taka
hana saman.
1 mörgun þeim tilfellum, sem
barnaverndarnefnd hefur afskipti
af, er um að ræða fjárhagsvand-
ræði á heimilum, en þá sér nefnd-
in um að greiðadvalarkostnaðinn
að hluta, eða fullu, ef erfiðleikar
eru miklir.
Barnaverndarnefnd sér aðeins
Um að útvega börnum á aldrinum
6—11 ára sumardvöl á þennan
hátt.
Þessi umræddu heimili taka
yfirleitt ekki fleiri en 2—3 börn
h<'ert, en þau eru lika mörg sem
taka 10—15 börn, en það er i
verkahring menntamálaráðu-
neytisins að hafa eftirlit með
þeim, og þá er krafizt sérstaks
starfsfólks til að sjá um börnin,
Ingólfur sagði, að eftirlit með
þessum heimilum öllum sé
strangt, og m.a. reyni þeir að
senda fulltrúa sinn á hvert heimili
a.m.k. einu sinni á sumri.
En þegar um er að ræða eldri
börn, þ.e. á aldrinum 12—15 ára,
er algengast að þeim sé útveguð
sveitavist i gegnum Ráðninga-
stofu bænda.
Þar fengum við þær upplýsing-
ar, að i vor hafi yfir 500 umsóknir
borizt um sveitavist, en 380 bænd-
ur hafa snúið sér til skrifstofunn-
ar til að fá vinnukraft á þessum
aldri.
afla upplýsinga um það hvort þeir
hefðu raunverulega gert sér grein
fyrir þvi hvaða afleiðingar dómur
i málinu gæti haft.
1 úrskurði, sem kveðinn var upp
i gær vegna málsins, segir meðal
annars, að eftir munnlegan flutn-
ing málsins og dómtöku þyki
dómendum verulega bresta á
skýrleik i upplýsingum um tiltek-
in atriði.
Af þessari ástæðu þyki þvi óhjá
kvæmilegt að endurtaka málið til
frekari gagnaöflunar.
Meðal gagna, sem aðilum er
gefinn kostur á að afla er eftirfar-
andi:
„Upplýsinga um, hvort eigend-
ur og ábúendur allra jarða, sem
Iönd eiga að Mývatni, geri sér
þess fulla grein að i stefnu er þess
krafizt, að allur botn Mývatns,
jafnt nær sem fjær landi ein-
stakra jarða, skuli dæmdur óskipt
sameign allra strandjarðanna og
hvort sömu aðilar geri sér ljóst,
að i slikri kröfugerð kynni að fel-
ast afsal séreignarrétta einstakra
jarða að tilteknum svæðum
vatnsborðsins, ef kröfur stefn-
anda næðu fram ab ganga.
2. upplýsinga um, hvort allir
framangreindir aðilar, eigendur
og ábúendur óski fyrirvaralaust
Framhald á bls. 6
ENN ALLT A HULDU UM VELINA
Leitin að dönsku tveggja
hreyfla flugvélinni sem i gær
var saknað á leibinni milli Fær-
eyja og Islands, hafði engan á-
rangur borið i gærkvöldi. Engin
visbending hefur enn fengizt um
örlög vélarinnar og fólksins,
sem með henni var.
Með flugvélinni var fjögurra
manna færeysk fjölskylda,
Sveinn Patursson, tannlæknir,
eiginkona hans og tvö börn.
Fjölskyldan hefur verið búsett i
Danmörku og þar hófst feröa-
lagið áleiðis til Islands. Mun
Sveinn hafa ætlað að taka þátt i
þingi norrænna tannlækna, sem
nú stendur yfir i Reykjavik.
Til Færeyja kom flugvélin i
góðu veðri á fimmtudagsmorg-
un að sögn Halldórs Jóhanns-
sonar, fréttaritara Alþýðu-
blaðsins i Þórshöfn i Færeyjum.
Flugvélin er með dönsku
skráningarnúmeri og mun
Sveinn hafa tekið hana á leigu
til Islandsferðarinnar.
Leitinni að hinni týndu flugvél
var haldið áfram úr lofti og af
sjó i gær. Margar flugvélar tóku
þátt i leitinni i gær, þar á meðal
tvær vélar frá varnarliði
Bandarikjamanna á- Keflavik-
urflugvelli og vél flugmála-
stjórnarinnar.
Hin siðastnefnda leitaði aðal-
lega meðfram suðurstöndinni,
en þar voru leitarskilyrði slæm i
gær.
A fimmtudagskvöldið hófu
slysavarnasveitir leit á landi og
leituöu þær fram undir morgun i
gær, en án árangurs.
Fólk i grennd við Hornafjörð
hélt sig hafa heyrt flugvélar-
hljóð um klukkan 12.30 á
fimmtudag, en ekki hefur tekizt
Framhald á bls. 6
XD
Laugardagur T. júlí 1972