Alþýðublaðið - 04.07.1972, Blaðsíða 5
Otgáfufélag Alþýðublaösins h.f. Ritstjóri
Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur rit-
stjómar Hverfisgötu 8-10. Simar 86666.
FRHNIN
i viðtali við Þjóðviljann
sagði Lúðvík Jósefsson
m.a. þetta um landhelgis-
samningana: „i tillögu
okkar er gert ráð fyrir að
lokað verði tveim svæðum
fyrir allar botnvörpuveið-
ar. 1) Ot af Norðaustur-
landi yrði lokað um
tveggja mánaða skeið til
að koma i veg fyrir hættu-
lega veiði á smáfiski. ís-
lendingar hafa áður eftir
alþjóðlegum leiðum reynt
að fá fram slíkt bann, en
ekki tekizt. 2) A Selvogs-
bankasvæðinu yrði bann á
hinum þýðingarmiklu
hrygningarsvæðum
þorksins á hrygningar-
tímanum og öll botn-
vörpuveiði bönnuð og
næði það einnig til is-
lenzkra togara.
Þessi ummæli urðu til-
efni greinar, sem Jón Ar-
mann Héðinsson, al-
þingismaður, skrifaði í
Alþýðublaðið sl. þriðju-
dag. Þar sagði m.a.
Ég er uggandi, ef ekki á
að ganga lengra, en til-
lagan gerir ráð fyrir.
Ríkisstjórnin hlýtur að
hafa athugað þessa til-
lögu vel, sem hinar áður
en hún er sett fram. Því
undrar mig hversu
skammt hún gengur, þeg-
ar öllum, sem fylgjast
með ungfiskdrápi, á að
vera Ijóst hvað er að ske.
Hér er að mínu viti eins
og nú horfir með smá-
fiskimagn harla skammt
gengið, svo ekki sé meira
sagt. Það er löngu Ijóst
þeim, sem vilja vita, að
gífurlegt smáfiskidráp á
sérstað fyrir Norðurlandi.
Þegar við nú senn fáum
yfirráðarétt yfir þessum
svæðum, tel ég einsýnt, að
þetta hafsvæði EIGI AÐ
FRIÐA FYRIR ALLRI
VEIÐI, nema línu- og
handfæraveiðum á tíma-
bilinu frá 1. júni til 1. des.
árlega. Komi siðar i Ijós
að þetta nægi ekki ásamt
fleiri friðunarsvæðum,
verður að lengja tímabil-
iö. En auk þess þarf sam-
tímis að friða á sama
máta svæðið við Hvalbak
i t.d. 3 mánuði að vorlagi.
Svo er i tillögunni friðun
fyrir botnvörpu á Selvogs-
banka um hrygningar-
tímann. Sem betur fer er
nú vaxandi skilningur á
þvi, að ekki er nægjanlegt
að friða þar fyrir togið,
heldur þurfi ALFRIÐUN
að koma til á vissu af-
mörkuðu svæði. Þetta er
öryggisráðstöfun, svo að
fiskurinn fái smá frið við
hrygninguna. Það er létt
verk að auka sóknina, ef
árangur verður skjótur en
hitt er óraunhæft að bíða
þar til fiskurinn er að
þrotum kominn.
Friðun á veiðisvæðum
er í raun vandamál, en
biturreynsla kennirokkur
að fara varlega, og ég tel,
að skynsamleg sókn og
nokkurt skipulag sé nú
fullkomlega tímabært við
þorskveiðar okkar, ef ekki
á að ganga of nærri stofn-
inum á stuttum tíma með
þeirri tækni, sem nú er við
veiðarnar. Sannast sagna
fær fiskurinn hvergi grið
til tímgunar og uppvaxt-
ar. Við verðum því nauð-
ugir, viljugir að læra af
reynslunni frá sildinni og
hætta drápi á smáfiski og
um of eyðileggingu við
hrygningu.
Getum við sýnt fram á
það nú þegar, að við ætl-
um okkur að hagnýta
veiðisvæðin skynsamlega,
tel ég það einhver heppi-
legustu rök, sem við höf-
um í baráttu okkar fyrir
stærri fiskveiðilögsögu.
A yfirliti um aldurs-
skiptingu afla lands-
manna, má glöggt sjá
hvert stefnir og þetta und-
irstrikar, að EKKI ER
UNNT AÐ BÍÐA
LENGUR MEÐ
HÖMLUR Á UNGFISKI-
DRAPINU.
Skynsamleg hagnýting
fiskveiðilögsögu okkar er
lífshagsmunamál
ALLRAR þjóðarinnar.
Sumarferð Kvenfélags Alþýðuflokksins i
Reykjavik verður farin 15. júll, 2ja daga ferð.
Nánari upplýsingar: Aldis 10488, Guðrún
10360 og á skrifstofum Alþýðuflokksins simar
15020 og 16724.
Þátttaka tilkynnist sem fyrst.
Verkalýðsmálnefnd.
Munið fundinn í verkalýðsmálanefnd
Alþýðuflokksins miðvikudaginn 5. júni kl. 6 e.h.
á skrifstofu flokksins.
FÁTÆKASTA ÞJOÐIN
Bangla Desh er orðið sjálfstætt, en þar er margt við að glima. Þrir af
hverjum fjórum iðnverkamönnum eru atvinnulausir. 1 höfuðborginni,
Dacca, einni saman eru 120.000 flóttamenn. Svelti almennt.
Það vandamál, sem biður forsætisráðherrans, Mujiburs Rahmans er
geypilegt. En bjartsýni er rikjandi hjá þjóðinni. Framtiðardraumurinn er
velsæld i sósialölsku riki.
H
i Vtv
l m
£ :
^ n my
4m*- -
' ik»*a jumu, \
h<>
* Ahgr,, h' Bit
0fa';,Lad<fiewo ^
a s y
1- Ka”^ri
LÞal** r’fHt ">*o-
1 *****
it. ,J
XW'
í <&>
íSaíii •„ Vafsrwsi «»>*' ^
------** “
»«#> ^ ^ » e>. „ m o
0
» -
iU, i*'y?PlJr
..r , ,c'. .„.. afciíL .- v «— • ~J$**
*»«• gFÝ\»r.
5
Jhawí*
OM umm „ *****
Rij5íi«Lk«>ítaá '■
♦LTíT*'' teypwv
i v
'■j&á'
Án*m*mr ÓK»v»h
l o 6
9
ftájáhmunary
' ,¥,éU.inaá»
ÍYanam
(í» '
of/Midr**
A bessu korti má sjá legu Bangla Desh fyrir botni Bengalflóans, meö
öll sin landamæri aö Indlandi.
75 milljónir manna eru saman-
þjappaðar á landssvæöi, sem er á
stærð við hálft ISJand. 500 ibúar
eru á hvern ferkflómetra (2 á ís-
landi). A hverju ári fer þetta flata
land nánast i káf i gifurlegu
monsúnregni. Nokkrum sinnum á
hverjum áratug farast þúsundir i
strandhéruðum af afleiðingum
hvirfilbylja, sem auk þess valda
stórkostlegum spjöllum.
Forsagan.
Siðan hið furðulega riki
Pakistan var myndað hafa
Punjabar i vesturhlutanum nán-
ast lifað á kostnað Bengala i aust-
urhlutanum. Jútaútflutningurinn
i austri hefur borið uppi þróunina
i vestri.
í Vestur-Pakistan fara nokkrar
ættir með öll völd, bæði pólitisk og
efnahagsleg. t Austur-Pakistan
er þjóðfélagsbyggingin önnur.
Þar er grunnurinn smábúskapur
og handverk.
1 fyrra vann Awami-bandalag-
ið, sem er jafnaðarmannaflokk-
ur, fyrstu lýðræðis þingkosn-
ingarnar, sem fram hafa farið i
Pakistan. Flokksleiðtoginn
Mujibur Rahman krafðist jöfnun-
ar i þjóðfélaginu og aukins sjálf-
ræðis fyrir austurhlutann.
Skipting þjóðarteknanna á
þann hátt, sem Awami-bandalag-
ið lagði til féll ekki i þann farveg,
sem vestanmenn gátu sætt sig
við. Þvi kallaði Yaja Kahn forseti
þingiðekki saman, og i framhaldi
af þvi kom upp krafan um að
Austur-Pakistan yrði sjálfstætt
riki.
Hið nýja riki Bangla Desh varð
til við einhverja mestu erfiðleika,
sem nokkurn tima hafa fylgt
slikri rikisstofnun.
Meðan á styrjöldinni stóð flúðu
yfir sjö milljónir mann land yfir
til Indlands. Þar lifði fólkið við
einhverjar ömurlegustu aðstæð-
ur, sem um getur.
Framtiðin
Framtiðin, sem nú blasir við er
ekki björt. Byltingin til sjálfstæð-
is hefur farið fram,en hin þjóöfé-
lagslega bylting er eftir. Spurn-
ingin er hvernig nú heppnast hjá
Mujibur Rahman. Staða hans er
mjög sterk i dag, og hann er sér-
lega vinsæll meðal þjóðar sinnar.
En hann kemur til með að standa
frammi fyrir miklum erfiðleik-
um, ef honum tekst ekki að fram-
kvæma ætlunarverk sitt á grund-
velli lýðræðis, jafnréttis og trú-
frelsis.
Skipuleg andstaða er fyrir
hendi, bæöi af hálfu Þjóðlega
Awami-flokksins (NAP) og
kommúnista. Núna fer hún lágt,
en kemur til með að risa öflug,
takist Mujibur ekki að efna lof-
orðin. I suöurhluta landsins, i
hafnarborginni Cittagon og þar i
grennd eru auk þess vinstri sinn-
aðir mótmælahópar, sem eru
reiðubúnir að gripa til vopna
fyrirvaralitið.
„Við berjumst fyrir 80% þjóð-
arinnar, sem er sárfátækir bænd-
ur”, er haft eftir einum af for-
sprökkum kommúnista.
„Mujibur hefur lofað endurskipu-
lagningu, sem gerir ráö fyrir
lausnum á vandamálum þjóðar-
innar á grundvelli sósialisma.
Hann hefur lofað breytingu á
eignarhlutföllum jarðnæðis i
landinu. Hann hefur lofað að
þjóðnýta þá stóriðju, sem fyrir er.
Hann hefur lofað að innleiða trú-
frelsi og lýðræði i Bangla Desh.
Þess vegna styðja NAP og
Kommúnistaflokkurinn hann
núna”.
Ennfremur er eftir þeim sama
forsprakka haft: „Takist Mujibur
ekki að koma áætlunarverki sinu
fram á næstu árum, veljum við
okkar eigin leið til sósialismans”.
Þjóðfélagsbreytingarnar, sem
stjórnin ætlar að framkvæma eru
róttækar. Hæst ber skiptingu
jarðnæðis. Það á að skipta öllu
jarðnæði, sem er i eigu rlkra stór-
bænda milli fátækra og jarð-
næðislausra bænda.
Framtið Bangla Desh er full
spurningamerkja. Landið þarfn-
ast hjálpar umheimsins til að lifa
af og geta hafið uppbygginguna á
rústum Austur-Pakistan. Timinn
er orðinn naumur.
(Eftir grein sænsks blaða-
manns, Lars Aldermark, sem
heimsótti Bangla Desh i marz I
vetur á vegum Barnahjálparinn-
ar).
LEIÐRÉTTING
Þau mistök urðu á laugardag, á
myndinni af Afrikukortinu á bls.
5, að örin sem átti að visa á
Portúgölsku Guineu var ekki á
réttum stað. Portúgalska Guinea
er næsta land norðvestan við
Guineu, sem örin visaði á, með
höfuðborginni Bissau. Við biðj-
umst afsökunar á þessu óhappi.
Milljónir manna, sem flúöu heimilisfn I styrjöldinni 1971, búa núna i lélcgum skýlum flóttamanna. t
Dacca einni eru 120.000 fióttamanna.
Þriðjudagur 4. júlí 1972