Alþýðublaðið - 04.07.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.07.1972, Blaðsíða 7
ATVINNA Óskum eftir að ráða trésmiði og hjálpar- menn á verkstæði. Gluggasmiðjan, Siðumúla 20. ATVINNA Óskum eftir að ráða skrifstofu- og af- greiðslumann. Stálborg h.f. Smiðjuvegi 13, Kópavogi. HAFNARFJÖRÐUR - SKRIFSTOFUSTÚLKA Hafnarfjarðarbær óskar að ráða stúlku til skrifstofustarfa. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 10. júli n.k. Bæjarritarinn Hafnarfirði. HAFNFIRÐINGAR Leikskólinn að Álfaskeiði 16 tekur til starfa á næstunni. Umsóknareyðublöð liggja frammi i leikskólanum miðvikudag og fimmtudag 5. og 6. þ.m., frá kl. 10-12 f.h. og 16-17.30 e.h. Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð i sima 53021. Forstöðukona Frá Byggingasamvinnufélagi atvinnubifreiðast j ór a KyrirhuguA eru eigendaskipli aö 2ja herbergja ibúö i 5. bvggingaflokki félagsins. Kélagsmenn, sem neyta vilja forkaupsréttar, hafi sam- band viö skrifstofu félagsins fyrir 14. júli n.k. B.S.A.B., Siðumúla 34 Simi 33699 og 33509. F iskvinnsluskólinn Verkleg kennsla i undirbúningsdeild skól- ans hefst um miðjan ágúst n.k. Umsóknir um skólavist ásamt afriti af prófskirteini sendist fyrir 10. júli n.k. til Fiskvinnsluskólans, Skúlagötu 4, Reykja- vik, simi 20240. Inntökuskilyrði eru að nemandi hafi stað- izt gagnfræðapróf eða landspróf miðskóla. Skólastjóri KAUP------------------SALA: Nú er gróska I efnahagslifi þjóöarinnar sem fortföin ein veit hvaö varir lengi. Viö kaupum eldri gerö húsgagna og húsmuna. Þó um heilar búslóöir sé aö ræöa. Staögreiösla. Húsmunaskálinn Klapparfitig 29. símar 10099 og 10059. Tækniframfarir hafa alið af sér minnkandi fjarlægðir og breyttar stæröir. Við erum að átta okkur á að hnötturinn okkar er eins og einmana geimskip án útblásturs- rörs. Við erum einnig að byrja að átta okkur á,að enginn reykháfur er svo hár að hann geti sent reyk- inn út i himingeiminn né nein skolpleiðsla svo löng að hún geti losaö úrganginn frá okkur út yfir mörk hafanna. Hið bláa haf rennur ekki áfram út á hinn bláa himinn, þaö bugð- ast og hverfur við sjóndeildar- hringinn, en rennur til baka aftan að okkur. Sjór og jarðvegur, reykur og skolp, allt fylgir þetta okkur i einni mynd eða annari á þessari þunnu skel sem umlykur eldkúluna okkar, jörðina. Þaö er þyngdarlögmálinu að þakka að ekkert hefur dottið af jörðinni út i geiminn, nema nokkrir bilfarmar af áhöldum sem nýlega voru fluttir til tungls- ins. Milljónir ára hafa liðið og ekk- ert hefur dottiö af, og á þessum tima hefur náttúran sjálf verið ein allsherjar risaverksmiðja, gerandi tilraunir og uppgötvanir, framleiðandi og losandi sig við úrgang. Óteljandi milljónir tonna af dauðu holdi, rotnandi trjám, heinum og saur. Hvort sem við mælum það i þunga eða eftir magni,þá er allur úrgangur frá heimsiðnaðinum allt frá iðnbylt- ingunni ekki nema brot af þeim úrgangi. sem náttúran i mílljónir ára. hefur losað sig við i liki eld- gosa og jarðskjálfta fyrir utan þá ótöldu ættliði manna, dýra og jurla sem hafa dáið eða tortimst. Maðurinn er ekki fyrsti verk- smiðjueigandinn, þvi skyldi hann verða sá fyrsti til að menga? Geimskip okkar er m.a. hannað með það íyrir augum að sjá við mengun, og hvers vegna þá þess- ar áhyggjur? Maðurinn er farinn að handleika atómin. taka þau sundur og setja þau saman á mis- munandi vegu. Kn það gerði móðir náttúra lika og það á undan honum. Verk- smiðja náttúrunnar fann upp og framleiddi elektrónur, geislun, gas. vökva. málma og lifandi sell- ur. ásamt heilanum, hjartanu, auganu og eyranu. Náttúran blandaði saman móli- kúlum og fékk út fiska. fugla. spendýr og menn. Náttúran fann einnig leið til að framleiða appelsinur úr jarðvegi og sól, kom kjúklingnum úr egginu og egginu úr kjúklingnum i enda- lausri röð sjálfsframleiðslu. Nátt- úran fann upp radarinn og setti i leðurblöðkur og hvali, stutt- bylgjutæki i bjöllur og flugur og eðli þrýstilofts hreyfilsins var reynt með ágætum árangri i kol- kröbbum löngu áður en náttúran setti saman flóknustu tölvu allra tima, mannsheilann. Og hvar er svo allur úrgangur- inn sem kastað var meðan á þess- ari framleiðslu stóð? Hann er horfinn(en ekki út i hemingeiminn. heldur umbreyttur i ný lifandi efni. Þetta er hringrás lifsins,það lengsta sem hægt er að komast á sviöi uppfinninga, perpetrum mobile, hin siendurtekna hring- rás. Af hverju má maðurinn ekki menga þegar náttúran hefur gert það? Eldstöövar og sandstormar hafa dreift reyk og ryki út i and- rúmsloftið allt frá þvi i dögun timans. Dauðir fiskar og plöntur hafa sokkið á botn sjávarins og landið hefur verið þakið dauðum trjálaufum og rotnandi skrokk- um. En regnið er einnig þar til þess að hreinsa loftið og þvo klett- ana. Bakteriur til að umbreyta dauða i líf. Óuppleysanleg sölt fara eftir framræslukerfi náttúr- unnar út i læki og ár og berast þaðan til sjávar þar sem þau sökkva. Framburður og óhrein- indi er eldsneyti fyrir billjónir tonna af örsmáum lifverum sem hjálpa til að halda sjónum fersk- um og hreinum. Þessar lifverur greiða svo skuld sina við upp- heiminn með þvi að láta til hans stóran hluta þess súrefnis sem þarf til öndunar dýra og manna. Geimskipið jörðin þarf ekkert út- blástursrör, það hefur sitt eigið innbyggða hreinsikerfi til að um- breyta saur i fæðu og dauða i lif. En hvað þá með manninn,má hann ekki menga eins og náttúr- an? Maöurinn hefur lika byrjaö að sýsla með atómin og skilur nú suml af hinum stórkostlegu upp- finningum i kringum hann. Nú tekur hann mólikúlin og rifur þau i sundur og setur aftur saman á mismunandi vegu. Og hvað hefur hann svo haft upp úr krafsinu? Algjörlega ný og stórkostleg efni sem náttúran hefur ekki fundið upp. en hafa þó mikið notagildi fyrir manninn. Þessi efni s.s. plast, DDT, og endalausar raðir af áhrifariku skordýraeitri. hreinsiefnum og öðrum efnavörum, sem áöurhafa verið ófáanleg á jörðinni. Nú get- um við fengið þvottinn hreinni en áður, en þvottaefnið fer svo eftir ræsunum til sjávar. Skordýraeitri er dreift yfir bjöllur og flugur, lauf og tré, akra og mýrar, þvi drei ft i loftið og jarðveginn. Iðn- aður vex eins og frumskógur kringum borgir og vötn, meðfram ám og vegum. Eitraður úrgangur dreifist um all, út i hvern læk og hvert ræsi. Svartur snjór fellur i Noregi og súrt regn drepur silung i fjarlægu fjallavatni. Þetta sýnir að reykur og mengun hanga ekki yfir borg- unum um aldur, heldur hverfa smám saman burt með vindinum eða falla niður með regni. And- rúmsloftið hreinsar sig sjálft. En hvað með landið? Svarti snjórinn helzt ekki til lengdar i Noregi, hann bráðnar og rennur burt. Regnið og framræslukerfið hreinsa jaröveginn, eins og skolp- ræsi mannanna, og óþverrinn berst til sjávar. Kvikasilfur hefur fundist i fiski og hörpudiski við strendurnar og DDT hefur fundist á báðum pól- unum i mörgæsum á Suður- skautslandinu og isbjörnum á Norðurskautssvæðinu, þar sem engu skordýraeitri hefur verið dreift. Þetta sýnir að skógar og akrar hreinsa sig að mestu sjáif og öldur úthafsins bera eiturefnin um allt. Og úthafið er endastöðin, þangað berst allur úrgangur frá jörðu og lofti. Hvers vegna getur þetta mikla hreinsikerfi náttúrunnar ekki virkað fyrir tækniþróun manns- ins? En þar er einmitt vandamálið, þvi að maöurinn hefur gert efni sem náttúran forðaðist að fram- leiða, vegna þess að það var eng- inn staður fyrir þau meðal hins mikla hringrásarkerfis lifsins. Með tækniþróuninni er maður- inn byrjaður að kasta auka bolt- um og skrúfum i hina þegar full- gerðu starfandi vél. Dag eftir dag framleiðir maðurinn óumbreyt- anleg efni i tonnatali og úrgangi er svo komið til sjávar eins og þegar menn sópa rusli undir gólf- teppi. Menn hafa talið hafiö óendanlegt og djúpt, en hvorugt er rétt. Hafiö er ekki annaö en stórt salt stöðuvatn. Setji menn tiu Erie- vötn við enda hvers annars ná þau yfir allt Atlantshafið frá Afriku til Ameriku. Og Erievatn er mengað, allt lif hefur verið drepiö i þvi af nokkrum borgum á ströndum þess og frá þessu vatni rennursvo til sjávar. Allar borgir heimsins með sin skolpræsi losa sig við úrganginn til sjávar. Hversu margar ár skyldu vera með drekkanlegt vatn við ósa sina? Vissulega er hafiö djúpt, en þess skal gætt aö megniö af lifinu þar er að finna i efri sjávarlögum og aö 90% af öllu sjávarlifi er að finna á svæði sem er 10% af yfir- boröi hafanna og þetta svæði er fyrst og! fremst viö strendur meginlandanna. Þegar svo eitur- efni berasb i tonnatali að strönd- unum með öldum hafsins, þá hef- ur dýpt sjávar litið að segja til að vernda sjávarlifið gegn tækniþró- un mannsins. Þegar sá sem þetta ritar fór ásamt félögum sinum á papyrus- bátnum yfir Atlantshafið, sáu þeir plastilát og annað rusl eftir endilangri leiðinni, og safnað var oliuklessum af sjónum i 43 daga af þeim 57, sem það tók að sigla þessa leið. Sjáanleg mengun hef- ur þegar! brúað heimshöfin, en það sem verra er að ýmis eitur- efni eyðast ekki I vatnij heldur dragast að lifverum sjávar og oliublettum eins og að þerripapp- ir. Sumir bjartsýnismenn halda að oliublettirnir muni sökkva með timanum og vel getur það verið en þó ekki fyrr en svo, að mikið magn oliu berst árlega upp að ströndum meginlandanna og veldur þar ólýsanlegum skaða. Mengunin er vandamál rika mannsins, segja hinir hungruðu ibúar þróunarlandanna. Gefið okkur iðnað, gefið okkur oliu, gef- ið okkur framfarir og við skulum með ánægju taka við menguninni sem fylgir. Við viljum þróun, til fjandans með fagurfræðinga. Vissulega er tómur magi miklu verra en plastflaska á sjávar- strönd. Önýt ilát og oliuklessur eru ljót fyrirbæri en varla hættu - leg manninum. En maðurinn los- ar sig ekki eingöngu viö tóm ilát, við skulum ekki gleyma hinum ósýnilegu efnum, öllum þeim eit- urefnum sem berast til sjávar daglega.. Sjórinn er endastöðin, en hannAekur ekki endalaust við. Skýrsla Efnahags- og fram- farastofnunar Sameinuöu þjóð- anna telur að við höfum nú þegar dreift hundruðum milljóna kilóa af DDT á umhverfi okkar og ár- lega dreifum við 50 milljónum kilóa. Aætluð heimsframleiðsla á skordýraeitri er um 700 milljónir kilóa á ári, sem þýðir að meðan umhverfisráðstefnan stendur yfir þessa 12 daga i Stokkhólmi, munu eitthvað um 25 milljónir kilóa af skordýraeitri berast til sjávar, svo ekki sé nú minnst á eiturefnin frá iðnaði og heimilum um allan heim. Við skulum vona að fulltrú- arnir i Stokkhólmi séu sér með- vitaðir um þá ábyrgð sem á þeim hvilir gagnvart kynslóðum nútið- ar og framtiðar, aö þeir minnist þess að öldur og straumar hafsins fylgja ekki pólitiskum linum og að þjóöir geti skipt löndum en andrúmsloftið og hafið muni um alla framtið halda áfram að vera sameiginlegur arfur hins al- menna manns. Tk. 1 B Æ-i VEBUR6U0IRNIR ERII VÆHTAN- LECAEKKI HESTAMENN Reynslan sýnir, að sjaldan er gott veður á hestamannamót- um, annað hvort er rigning, eða þá þurrviðri með roki svo mold- arstrókana leggur yfir menn og skepnur. Reyndar er ekki hægt að segja, að á Fjórðungsmóti sunn- lenzkra hestamanna sem var haldið á Hellu um helgina, hafi verið slæmt. En það var aftur á móti ekki gott heldur. Þegar gestkvæmast var á mótinu, þ.e. á laugardag og sunnudag, gekk á með skúrum, en svona eins og til að bæta úr geröi ágætis veður á milli, með sólskini og nokkrum hlýindum. En þó að veðurguðirnir léku ekki viö hvern sinn fingur allan timann á meðan verið var að hleypa hrossum, eða sýna hæfi- leika þeirra á annan hátt, gekk mótið fyrir sig með þvilikum hraða, að slikt og annaö eins hefur liklega ekki þekkzt fyrr i sögu hestamannamóta. Stöðugt kváðu við i gjallar- hornum ýmist lýsingar á dóm- um i góðhestasýningum, nöfn hesta og ættir þeirra, timar i hlaupum eöa skipanir til starfs- manna mótsins um að fara á sina staði og til knapanna að riða inn á völlinn. Og áhorfendur virtust una sér vel i brekkunni austan við nýja skeiðvöilinn; þar voru á fimmta þúsund manns þegar mest var, eftir þvi sem sagt var, og norö- Fyrsti „kerruhesturinn" kemur í mark, þetta er Frændi Gísla Guðmunds- sonar. an við völlinn hafði risið mikil tjaldborg, sem hefur að likind- um verið stærri en kauptúnið að Hellu. Brautin er alveg ný, tæplega, eitt þúsund metra hringur, og' lögð hvitum Hekluvikri, — þaö næstbezta i heiminum, sögðu þeir, sem stjórnuðu fram- kvæmdunum, en einstaka knapi var þó ekki alveg ánægður — hefur sennilega viljað þaö bezta fyrir sig og sinn hest. Þar sem á fimmta þúsund manna eru samankomin, er tölulega séð ómögulegt annað en andi Bakkusar svifi yfir vötnunum, — ekki sizt þar sem hestamenn leiða saman hesta sina. En ekki var þetta fólk allt hestafólk, þarna var mikið af unglingum, sem hefur eflaust komið með þaö eitt i huga að sletta ærlega úr klaufunum, — enda niu böll þarna i nágrenninu á meðan mótiö stóö yfir. Ekki var örgrannt um, að þarna sæjust á rangli einhverj- ir, sem gætu hafa verið i sautj- ánda júni hópnum sællar minn- ingar, — þó ekki allra yngstu ár- gangarnir. En þaö verður þó aö hafa i huga, að börnin höföu fyr- irmyndina rækilega fyrir sér aö þessu sinni. Tvö tslandsmet voru sett á mótinu, en bæöi metin voru sett igreinum, sem aldrei hefur ver- ið keppt i áður hér á landi. Ann- að var 2000 ’metra hlaup, og methafinn þar er Gráni Gisla Þorsteinssonar, sem fór vega- lengdina á 2.56.4 minútum, sem er talinn afbragðstimi. Næstur var Lýsingur Baldurs Odds- sonar á 2.56.7, en þriðji Leiri Þorkels Bjarnasonar á 3.05.5. Kunnugir telja, aö þeir hest- ar, sem hleypt var i þessu langa hlaupi, hafi verið i topp þjálfun, og þrekiö virtist óþrjótandi. Hitt Islandsmetið var sett I 800 metra kerruakstri, en þar kepptu aöeins tveir hestar. Frændi Gisla Guömundssonar setti metið, en það er 2.02.6 min., en Snækollur Jóns Guð- mundssonar fór á 2.15.2 min. 1250 metra skeiði tókst engum að slá met Glettu gömlu Sigurð- ar Ölafssonar, sem rann skeiðið á 22.6. Að þessu sinni sigraði Randver Jóninu Hliðar á 23.4 sek. — ekki allfjarri metinu. Fengur Hjörleifs Pálssonar fór á 23.9 sek., en Blesi Skúla Steinssonar á 24.1 sek. Þessi árangur sýnir, að kom- inn er upp góður kjarni skeið- hestaj það sagöi Jón Guð- mundsson hreppsstjóri á Reykj- um okkur að minnsta kosti, og hann sagði lika, aö hvorki meira né minna en 10 hestar hlypu nú undir Islandsmetinu, sem sett var 1955. Til að gera langa sögu stutta skulu nú aöeins nefndir fyrstu hestar i öðrum hlaupum. 1 400 m stökki sigraöi Hrimnir Matt- hildar Harðardóttur á 29.4 sek., i 800 m stökki Blakkur Hólm- steins Arasonar á 63.4 sek., 250 m folahlaupi öðinn Hjalta Páls- sonar á 18.9 sek. og i 1200 m brokki Fákur tsleifs Pálssonar á 2.41.1 min. © Þriöjudagur 4. júlí 1972 Þriðjudagur 4. júlí 1972 ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.