Alþýðublaðið - 14.07.1972, Síða 5
HAIþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb) Aðsetur
ritstjórnar Hverfisgötu 8—10. — Sími 86666.
Blaðaprent h.f.
Ungt fólk og stjórnmál
í nýútkomnu FUJ blaði
er grein um þann doða,
sem virðist einkenna
stjórnmálastarf ungs
fólks nú á dögum og þá
deyfð, sem stórir hópar
þess virðast haldnir í
sinnuleysi þess áfanga til
velferðarbióðfélaasins,
sem náðst hefur. Greinin
fer hér á eftir:
,,Hver kannast ekki við
að hafa heyrt sönginn,
sem er eitthvað á þessa
leið:
— Ég hef engan áhuga
á stjórnmálum og læt mig
þau engu skipta. Öll póli
tík er hundieiðinleg og
kemur mér ekkert við!
Það er alveg sérstakur
óhugnuður yfir þvílíkum
yfirlýsingum, af því að á
bak við þær felst andlegur
sjúkdómur, sem í vaxandi
mæli grefur um sig í öll-
um lýðræðislöndum, og
þá ekki sizt i hinum svo-
kölluðu velferðarríkj um.
I einræðisrikjum verða
aftur á móti allir að vera
andlegir trjádrumbar.
Hér er á ferðinni þessi
botnlausi dauðadofi, sem
stendur i þeirri meiningu,
að hvers konar þjóðfé-
lagsumbætur spretti ósán-
ar upp úr jörðinni í stað
þess að verða til fyrir
skipulagðar samfélagsað-
gerðir og baráttu þeirra
manna, sem gera sér
Ijóst, að stjórnmál hafa
verið, eru og verða um
alla tíð óaðskil janlegur
hluti af mannlegum sam-
skiptum, illum og góðum.
Það er þessi sama and-
lega lömunarsýki, þar
sem hún starir sægrænum
augum í hyldjúpu skiln-
ingsleysi og spyr: —
Skyldi manninum ekki
leiðast að láta krossfesta
sig?
Lýðræðið í heiminum á
ekki sjö dagana sæla. Að
því er sótt úr öllum áttum.
En mesta hættan er þvi ef
til vill búin innan frá, —
frá okkur sjálfum sem
njótum þess á hverjum
degi i óendanlega ríkum
mæli, án þess að okkur sé
það stöðugt Ijóst, að lýð-
ræðisþjóðfélag stendur
því aðeins, að það sé skip-
að hugsandi fólki, sem
hvort tveggja í senn gerir
sér grein fyrir hlutverki
og völdum einstaklingsins
og hirðir um að nota þau
af fullri ábyrgð hverju
sinni.
Alls staðar eru fyrir
hendi ákveðin öfl er sæta
lagi að hrifsa til sín þau
völd, sem lýðræðið hefur
úthlutað okkur hverjum
og einum, ef okkur þókn-
ast ekki að gæta þeirra og
fara með þau sjálf. Sú
hætta verður að sama
skapi mefri sem fleiri loka
sig inni í þessu sauðahúsi
afskiptaleysisins í þeirri
fávísu trú, að stjórnmál
komi þeim ekkert við.
En hér á unga fólkið
sinn óplægða akur. Það á
að láta þjóðfélagsmálin
til sín taka á þann hátt að
ekki verði fram hjá því
gengið. Þau koma unga
fólkinu við í ríkara mæli
en nokkrum öðrum. Það
er unga fólkið, sem á að
erfa landið og þjóðfélag-
ið, eins og svo oft og fall-
ega er komist að orði.
Þess vegna á það þegar í
stað að leggja hönd á
plóginn, — draga einnig
sína drætti á ásjónu þess
samfélags, er um ókomin
ár mun fyrst og fremst
horfa við þeim, sem nú
eru ungir.
Það þarf engan veginn
að útleggjast þannig, að
ekki sé virt og þegin
handleiðsla hinna eldri og
reindari. Unga fólkið get-
ur hins vegar ráðið geysi-
miklu um þá handleiðslu
og hefur til þess bæði
menntun og þroska, um-
fram allar ungar kynslóð-
ir, sem lifað hafa i þessu
landi.
Ungt fólk er i eðli sinu
heilbrigt, hreinskilið og
heiðarlegt. Þess vegna á
það ekki að láta bjóða sér
pólitíska spákaup-
mennsku, skrum og lodd-
arabrögð sem góða og
gilda vöru. En það má
ekki gerast á þann veg að
afskrifa öll stjórnmálaaf-
skipti á þeirri forsendu, að
þau séu hundleiðinleg og
komi þvi ekkert við, held-
ur með þeim hætti að
ganga tii verks, — að
segja lýðskruminu strið á
hendur og taka virkan
þátt i heilbrigðu þjóð-
málastarfi og félagslegri
mótun framtíðarlands-
ins".
Sl. haust endurvakti sjórn FUJ
i Reykjavik útgáfustarfsemi sina.
Fyrst voru gefin út tvö fjölrituð
blöð, sem bæði komu út i desem-
ber. Siðan var hugsað hærra og
ráðist i útgáfu prentaðs blaðs og
kom fyrsta tölublað þess út i des-
ember og bar nafnið FUJ blaðið.
Nú i júli kom út annað tölublað,
mjög vandað að efni og frágangi
sem hið fyrra. Efni þess er m.a.
Hugleiðing um 1. maí, Viðhorf
eldri kynslóðarinnar eftir Sigurð
E. Guðmundsson, Sannleikurinn
um sósialistaflokkinn, grein um
Marx og Engels, grein um stofn-
un Sambands ungra jafnaðar-
manna, greinarnar Frelsi og
æska littu þér nær.
t grein um útgáfuna segir, að
ákveðið sé að blaðið komi út fjór-
um sinnum á ári og fyrirhugað,,að
það verði 20 blaðsiður i hvert
sinn. Ennfremur segir: ,,Blað,
sem þetta á ekki að þurfa að vera
félaginu fjárhagsleg byrði, og á
þvi að geta komið reglulega út, ef
ungir jafnaðarmenn og aðrir vel-
vildarmenn félagsins leggjast á
eitt um að auðvelda útkomu
þess.”
Alþýðublaðið vill fyrir sitt leyti
taka undir þær óskir ritnefndar,
að sem flestir virði þessa viðleitni
ungra jafnaðarmanna til að end-
urvekja rofin tengsl og gerist
áskrifendur blaðsins. Afgreiðsla
þess er á skrifstofu Alþýðuflokks-
ins. Ritsjórar FUJ blaðsins eru
Sigurður Blöndal og Óskar Þrá-
insson.
VID BJÖDUM EINA ÚDÝRUSTU
SUMARLEYFISFERD ARSINS
.
Í'A m [1 gj
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur getur boðið félagsfólki sínu
og flokksbundnu Alþýðuf l.fólki annars staðar á landinu eina
ódýrustu sumarleyfisferð ársins til útlanda. Hér er um að ræða
tveggja vikna ferð til Kaupmannahafnar. Farið verður 7. sept
n.k.
Frá Kaupmannahöfn er svo ráðgerð hópferð til Rínarlanda,
sem þeir geta tekið þátt í, sem þess óska.
Þar eð þátttakendur í ferðinni geta hagað dvöl sinni i
Kaupmannahöfn og ferðum sínum ytra eftir vild er þessi
ferð kjörin fyrir alla þá, sem kjósa að ferðast upp á eigin spýt-
ur og eins þá sem eiga gistingu visa hjá vinum eða skyldfólki í
Kaupmannahöfn.
Allar nánari upplýsingar um ferðina má fá hjá Ferðaskrif-
stofunni Sunnu, símar: 16400, 12070 og 26555 eða á skrifstofu
Alþýðuflokksins i símum 15020 og 16724.
Alþýðuflokksfélag Reykjavikur.
©
Föstudagur 14. júli 1972