Alþýðublaðið - 14.07.1972, Side 12

Alþýðublaðið - 14.07.1972, Side 12
Alþýóubankinn hf ykkar hagur/okkar metnatur KOPAVOGS APOTEK Opiö öll kvöld til kl. 7. Laugardaga til kl. 2. Sunnudaga milli kl. 1 og 3. Það héldu víst f lestir að sagan væri að verða öll/ — Fischer, ísland og einvígið gætu vart fengið miklu meira rými á forsíðum heims- blaðanna. En,,hinn óútreiknanlegi Fischer", eins og ein erlend f réttastofan komst að orði í gær, sá til þess að annað varð uppi á teningn- um. - Undanfarna viku hefur ísland verið í fréttum f jölmiðla um allan heim, og eftir að bandariski stórmeistarinn mætti ekki til leiks á tilsettum SCNDIBIL ASTÖÐIN Hf tíma má segja að hann hafi fyrst öðlast frægd að marki í heimalandi sínu. En sú frægð hefur verið á allan máta, og siðustu daga hefur mjög farið að bera á því að landar hans væru mis- jafnlega hrifnir af tiltækjum hans. Þessi teiknimynd er úr bandaríska stórblað- inu Los Angeles Times, og i texta undir henni er dómarinn látinn segja: „Fischer virðist þá lokstilbúinn, eigum við að byrja skákina herra Spasski?" SKAKIN SEM ALDREI VAR TEFLD Fischer lét ekki sjá sig i Laug- ardalshöllinni i gærdag, þegar tefla átti 2. skák einvigisins um heimsmeistaratitilinn. Boris Spasski gekk inn á svið- ið skömmu fyrir kl. 5 og settist við taflborðið. Dómararnir, Lot- har Schmidt og Guðmundur Arniaugsson báru saman klukk- urnar og á slaginu 5 setti yfir- dómarinn skákklukkuna af stað. Spasski beið rólegur i nokkrar minútur, en stóð siðan upp og hvarf aö tjaldabaki. Þannig . leið klukkutimi. A slaginu 6 gekk Schmidt fram á sviðið og las 5. grein laganna um einvigið, sem hljóðar svo: Ef keppandi mætir meira en einni kiukkustundu of seint til leiks, tapar hann þeim leik. Samkvæmt þessu hefur Robert Fischer tapað annarri skákinni i einviginu og standa þvi leikar 2:0 fyrir heimsmeistarann. Næsta skák verður tefld á sunnudag”. Eftir að fyrstu skák einvigis- ins var lokið i fyrrakvöld með sigri heimsmeistarans, boðaði yfirdómari, Lothar Schmidt, til fundar með forystumönnum einvigisins, svo og Chester Fox, einkarétthafa á kvikmyndun á einviginu og lögfræðingi hans, og fulltrúum Iðntækni, sem séð hafa um tæknilegan undirbún- ing einvigisins. Það eina, sem gerðist á þess- um fundi var, að ákveðið var að reyna að koma á fundi með lög- fræðingi Fox og Fischer, en sá siðarnefndi hafði sitthvað að at- huga við staðsetningu kvik- myndavéla kring um sviðið. Siðdegis i gær hafði hins veg- ar ekki tekizt að hafa uppi á Fischer til að ræða við hann um þessar lagfæringar. Þegar sýnt var, að ekki tækist að ná persónulegu sambandi við Fischer, ritaði lögfræðingur Fox, Richard Stein, bréf til Fischers, sem komið var til hans. Lögfræðingurinn gerði nánar grein fyrir þessu bréfi á blaðamannafundi, sem haldinn var i Laugardalshöllinni á sjö- unda timanum i gær, þar sem tugir erlendra og innlendra fréttamanna biðu eftir nánari fregnum. Fundurinn hófst með þvi að Schmidt yfirdómari áréttaði það, sem hann hafði áður sagt um stöðuna á mótinu og þá einn- ig, að i næstu umferð hefði Spasski hvitt. Hann lýsti þvi yf- ir, að samkvæmt reglunum yrði að biða, unz 13 umferðir væru liðnar hjá, tefldar eða ótefldar, til þess að hægt væri að ákveða, hvor hefði unnið keppnina. Varðandi aðfinnslur Fischers sagði dómarinn, að hann hefði ekki fylgt reglu nr. 12 um að koma slikum aðfinnslum á framfæri skriflega innan til skilins tima. Lögfræðingur rétthafa kvik- myndunar á einviginu, Richard Stein lýsti aðdraganda þess, að hann var beðinn að ræða við Fischer um lagfæring- ar og þá jafnframt, að þeir fé- lagar hefðu frá upphafi verið reiðubúnir að hlusta á hverjar þær óskir, sem fram kæmu um það, að haga myndatökum i samræmi við óskir keppenda. Hann las bréfiö, sem hann sendi Fischer um þetta efni, þar sem hann áréttar þann tilgang allrar myndatöku á mótinu, að búa til fyrsta flokks myndir af skákein- viginu og veita fjölmiðlum hvarvetna i heiminum aðgang að þeim. t bréfinu höfðar lögfræðingur- inn til tengsla þeirra allra við fósturjörðina Ameriku og segir að lokum: ,,Sem þjóðhetja Ameriku verður þú að leyfa miljónum Amerikumanna að taka þátt i þessari reynslu með þér, bæði vegna skáklistarinnar og vegna fólks um heim allan”. Bréfi þessu svaraði Fischer ekki orði. Lögfræðingurinn skýrði frá þvi, að þegar hálf klukkustund var liðin frá þvi að skákin átti að hefjast i gærdag, heföi lögfræð- ingur Fischers hringt til sin frá New York og lagt til sem mála- miðlun, að allar vélar yrðu fjar- lægöar frá sviðinu á meðan á þessum leik stæði, ef það gæti orðið tii þess að Fischer mætti til leiks. Skemmst frá að segja, fulltrúum Fischers tókst ekki að ræða þetta mál við hann á þess- ari örlagaklukkustundu fyrir 2. skákina. Það var dauft hljóðið i mörg- um hinna erlendu gesta, sem biðu óþreyjufullir i Laugardals- höliinni i gær eftir að áskorand- inn, Robert Fischer, mætti til leiks. „Verst að þetta skuli vera Amerikani”, andvarpaði ung bandarisk stúlka. Sumir reyndu að geta sér þess til, hvilikum fjárhæðum yrði á glæ kastað, ef keppnin færi út um þúfur. Daði Agústsson, sá, er séð hefur um lýsinguna á sviðinu sagði, að Spasski hefði aldrei fundið neitt að lýsingunni, en P’ischer hefði verið heldur ósamkvæmur sjálfum sér i að- finnslunum. Fyrst hefði hann talið 1800 LUX (ljóseiningar) of litið, en skömmu siðar fannst honum 200 LUX of mikið. Kvað Daði þetta i fullu samræmi við duttlunga Fischers i Buenos Aires um árið, en þá hafði hann allt á hornum sér fyrstu 7 skák- „Hann hafði ekkert út á áhorfendur að setja, þeir komu mjög prúðmannlega fram”, sagði Fred Cramer, einn af tals- mönnum Fischers i gærkvöldi. „En sjónvarpsmyndavélarnar trufluðu hann i fyrstu skákinni og hann var búinn að mótmæla þvi að þær væru þarna. Hann sagðist myndu ekki tefla fyrr en það væri búið að fjarlægja þær, og þess vegna tefldi hann ekki”. „En verður hann fáanlegur tii irnar út af lýsingunni. Þá lýstu þeir fyrir 8. skákina nákvæm- lega eins og þeir lýstu fyrir þá fyrstu — og eftir það var Fischer harðánægður með lýs- inguna! Blaðafulltrúi Skáksambands- ins, Freysteinn Jóhannsson, sagði i gær, að búið væri að fjar- lægja tvær fremstu sætaraðirn- ar að ósk Fischers. Takmörk væru að sjálfsögðu fyrir þvi, hve langt væri hægt að ganga i þvi efni, að minnka tekjumöguleik- ana á sjálfu einviginu, aðgangs- eyririnn væri núþaðfé.sem Skáksambandið treysti á, til að mæta öllum sinum útgjöldum. Aðspurður um hávaða, sem Framhald á bls. 4 að tefla ef myndavélarnar vcrða fjarlægðar?” „Að sjáifsögðu mætir hann um leið og búið er að ganga að kröfum hans um algert næði”. „Jafnvel þótt skákin hafi ver- ið dæmd af honum?” „Ég heid að hann muni ekki sætta sig við að skákin verði dæmd af honum þar sem ekki var búið að ganga að kröfum hans”. SLAGURINN STENDUR UM KVIKMYNDAVÉLARNAR Robert Fischer sagði Friðrik Olafssyni í gærdag, að hann hefði ekki lengur neinn áhuga á að keppa um heimsmeistara- titilinn i skák og hefði raunar misst áhugann fyrir fullum sex mánuðum. Þetta kom fram i útvarpsvið- tali, sem Arni Gunnarsson fréttamaður átti við Friðrik i gærkvöldi. Hinn islenzki stórmeistari var gerður út frá Laugardalshöll og til Loftleiðahótelsins á sjötta timanum i gær, ef honum mætti auðnast að tala um fyrir meist- aranum. Hann kom að herbergi hans læstu en fékk þó inngöngu eftir að hafa kynnt sig og tjáð Fischer, að hann kæmi til hans sem skákmaður en ekki i um- boði eins eða neins. Það var mjög að skilja á Friðrik, að hann efaðist um að Fischer gengi heill til skógar. Þegar Arni spurði hann álits um heilsufar Bandarikjamannsins og hvort hann teldi ef til vill að Fischer væri sjúkur, svaraði Friðrik: „Það er ljóst, að það er ekki fjarri þvi lagi”. Sömu ályktun sýnist raunar mega draga af svari Guðmund- ar G. Þórarinssonar, formanns Skáksambands tslands, þegar Árni ræddi við hann i sama fréttatíma og spurði, hvort Fischer hefði enn komið með aðfinnslur. Guðmundur upplýsti þá, að auk lýsingarvandamála og hinna margumtöluðu kvik- myndavéla hefði bandariski skáksnillingurinn nú kvartað yfir þvi, að einn reiturinn i skákborðinu i Laugardalshöll væri ekki alveg eins og hinir. Guðmundur bætti þvi við, að fjögur skákborð hefðu raunar verið smiðuö til þess að þóknast Fischer, sem þó hefði aldrei gefið sér tima til að lita á þau! Friðrik Ölafsson upplýsti i út- varpsspjalli sinu við Arna Gunnarsson, að eftir að hann hefði náð fundi Fischers hefði sér samt fljótlega orðið ljóst, að Bandarikjamanninum yrði ekki þokað frá þeirri ákvörðun sinni að mæta ekki til leiks. Hann var ekki eðlilegur, sagði Friðrik, „ekki rólegur”. Og Fischer „gusaði þvi útúr sér” sem hann hafði að segja, „fremur en tal- aði”. Áöur en Friðrik kvaddi Fischer, gerði séra Lombardy, ráðgjafi og vinur stórmeistar- ans, „örþrifatilraun” til þess að fá hann til að fara inn i Laugar- dalshöll og hefja taflið. En árangurslaust, eins og öll- um er nú kunnugt. Arni spurði Friðrik að lokum, Dr Euwe, forseti Alþjóða- skáksantbandsins lýsti þvi yfir við fréttamenn I Hollandi i gær, að Skáksamband tslands hefði ekki haft samband við sig um hvort hann teldi að lengra yröi nú gengið til móts við ,duttlunga” Roberts Fischers. Friðrik svaraði, að margir mundu nú segja, að „þegar væri nóg komið”. atburði síðustu daga, en að sjálfsögðu væri hann reiðubúinn til að leggja orði i belg, yrði þess óskað. EUWE DYDST TIL AD LEGGIA ORÐ í DELG

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.