Alþýðublaðið - 22.07.1972, Page 5
alþýðul
Í
Alþýðublaösútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Aðsetur rit-
stjórnar Hverfisgötu 8—10. — Sími 86666.
Biaðaprent h.f.
NYR VETTVANGUR
Verkalýðsfélög eiga að gera fleira, en að heyja
baráttu um kaup og kjör. Það er að visu eitt af
þýðingarmestu verkefnum þeirra, en þeim hefur
ávallt verið ætlað að gera meira. Verkalýðsfélög-
um er i raun og veru ekkert mannlegt óviðkom-
andi.
Hér á landi hafa verkalýðssamtökin lengi vel
fyrst og fremst skipt sér af beinum kjaramálum
verkafólks. Aðra þætti létu þau afskiptalausa.
Fyrir nokkrum árum varð talsverð breyting
hér á. Þá fóru verkalýðsfélögin, eða öllu heldur
forsvarsmenn þeirra, að gera sér grein fyrir þvi,
að fleira var mikilvægt fyrir heill og hamingju
launamannsins, en kaupið, sem hann fékk. Og
þeim þáttum ætti verkalýðshreyfingin einnig að
sinna.
Þessi nýju viðhorf i verkalýðsmálum, sem
höfðu raunar lengi verið þekkt og viðurkennd i
nálægum löndum, höfðu það i för með sér, að
áhrifa verkalýðshreyfingarinnar fór að gæta á
miklu viðfeðmara sviði, en áður. Nú var ekki lát-
ið við það sitja, að ræða einvörðungu við atvinnu-
rekendur um kaup og kjör. Verkalýðshreyfingin
fór að hefja beinar viðræður við sjálfa rikis-
stjórnina um aðgerðir i félags- og atvinnumálum.
Tókst samstarf og samstaða milli rikisvaldsins
og verkalýðshreyfingarinnar um fjölmörg þjóð-
þrifamál, svo sem eins og varðandi húsnæðismál,
stofnun atvinnuleysistryggingasjóðs o.fl. þ.h.,
sem til stórvirkja má telja. Þessi samskipti rikis-
valdsins og launþegasamtaka lögðu svo grunninn
að samvinnu þeirra á erfiðleikatimum um varð-
veizlu þjóðarhags. Er ekki að efa, að sú samvinna
bjargaði miklu fyrir launþega sem aðra.
Þessi breyttu viðhorf verkalýðsforystunnar
gengu ekki átakalaust fyrir sig. Afturhaldssamir
einstaklingar eins og t.d. þeir, sem Þjóðviljanum
stýra, veittust harðlega að verkalýðsforystunni
fyrir þessa nýju stefnu og ásökuðu hana um að
hafa selt hina raunverulegu hagsmuni verka-
fólksins fyrir litið. Athyglisvert er hve snögglega
þessar afturhaldssömu raddir þögnuðu við það
eitt, að kommúnistar komust i rikisstjórn.
Þvi eru þessi nýju viðhorf og viðfangsefni
verkalýðshreyfingarinnar rifjuð upp og gerð að
umtalsefni nú, fyrir skömmu var skýrt frá þvi i
fréttum, að Alþýðusambandið hefði komið á fót
stofnun, sem ætti að annast hliðstæð verkefni og
ferðasjóðir eða „Feriefonds”, sem um langa hríð
hafa verið starfandi á vegum alþýðusamtaka i
nágrannalöndunum.
Með þessu hygðist Alþýðusambandið útvega
félagsfólki sinu ódýrar orlofsferðir og hefur sam-
bandið þegar gert samninga um ódýrar utan-
landsferðir við islenzka ferðaskrifstofu og ýmis-
legt fleira er i bigerð.
Þessi starfsemi þykir ef til vill ekki merkileg
við fyrstu sýn. En hún er það engu að siður. Hún
er nýtt viðfangsefni á ákaflega athyglisverðri
starfsþróunarbraut, sem islenzku alþýðusamtök-
in hafa verið að feta sig eftir á siðari árum. Og
hvers vegna skyldu verkalýðssamtökin ekki hafa
afskipti af orlofsmálum félagsfólksins? Góð for-
sjá þeirra mála er ekki þýðingarminni fyrir heill
og hamingju launafólks í landinu en margt ann-
að.
ERLEND
MÁLEFNI
VINSTRI SIGUR
I BANDARfKJUNUM?
Útnefning George McGoverns
til framboðs á vegum Demó-
krataflokksins i Bandarikjunum
við forsetakjör kom mjög á óvart.
Fáir munu hafa spáð þvi fyrir
nokkrum mánuðum, að svo
myndi fara. Flestir stjórnmála-
fréttamenn spáðu Muskie sigri og
töldu hann standa langt framar
öllum keppinautunum um útnefn-
inguna i fylgi. Og allir voru þeir
sammála um, að auk hans hefði
a.m.k. Humphrey meiri mögu-
leika til útnefningar en
McGovern.
En spár blaðamannanna
reyndust illa rangar. Muskie
reyndist hvergi nærri hafa það
fylgi i forkosningunum, sem
menn héldu. Hann var fyrirfram
svo sigurviss, að hann eyddi fáum
orðum i kosningabaráttunni i for-
kosningunum á keppinauta sina i
Demókrataflokknum, heldur réð-
ist beint á Nixon forseta eins og
sjálf kosningabaráttan um for-
setaembættið væri þá þegar haf-
in. Þetta voru eðlileg viðbrögð hjá
Muskie hefðu þær spár reynst
réttar, að hann bæri af öllum
keppinautum um frambjóðenda-
sætið. Þegar i ljós kom strax i
fyrstu forkosningunum, að svo
var heldur betur ekki, varð
Muskie i fyrstu ráðvilltur en
neyddist svo til þess að venda við
allri baráttutaktik sinni til þess
að reyna að bera sigurorð af þeim
keppinautum, sem hann hélt sig
ekki þurfa að óttast i fyrstunni.
Muskie mistókst þetta og varð
fljótlega úr leik, — öllum á óvart.
Jafnvel hin volduga „flokks-
vél” Demókrataflokksins ásamt
áhrifavaldi verkalýðssamtak-
anna AFL-CIO, sem hafa mikil i-
tök i bandariskum þjóðmálum
enda þótt þau séu hvergi nærri
eins mikil og t.d. hjá verkalýðs-
samtökunum á Norðurlöndum,
gátu ekki komið i veg fyrir sigur
McGoverns og útnefningu. Bæði
verkalýðssamtökin og „flokks-
vél” Demókrataflokksins voru
McGovern andsnúin, en studdu
Hubert Humphrey, frambjóð-
anda flokksins i siðustu forseta-
kosningum og fyrrum varafor-
seta. En engu að siður sigraði
McGovern, fyrst i forkosningun-
um og siðan á flokksþingi Demó-
krata, þar sem hann var útnefnd-
ur forsetaefni flokksins við næstu
kosningar.
Vinstri sigur
En hvað táknar þessi sigur
McGoverns? Og er einhver
möguleiki á þvi, að sú sigurganga
haldi áfram og hann verði kjörinn
næsti forseti Bandarikja Norður-
Ameriku? Svörum fyrri spurn-
ingunni fyrst.
Sigur McGoverns i baráttunni
um útnefninguna til forsetafram-
boðs er fyrst og fremst mikill sig-
ur fyrir vinstri stefnu i banda-
riskum stjórnmálum og sigur
þeirra, sem andvigir eru styrj-
aldarrekstrinum i Viet-Nam. Hin
einlæga, skýra og e.t.v. eilitið
barnalega stefna McGoverns i þvi
máli, — enginn bandriskur her-
maður verður eftir i Viet-Nam
þrem mánuðum eftir að ég hef
verið kjörinn forseti —, reið
baggamuninn. Þrátt fyrir allar á-
sakanir um, að þessi stefna væri
heimskuleg, ógrunduð og ófram-
kvæmanleg, þá gekk hún i fólkið
og það trúði þvi, að McGovern
meinti það, sem hann segði. And-
staðan við styrjaldarreksturinn i
Vief-Nam meðal bandariskra
borgara er orðin miklu almennari
og viðtækari, en menn grunaði.
Það sýnir sigur McGoverns i for-
kosningunum m.a.
Fyrir utan það, að vera allt of
róttækur i Viet-Nam málinu var
McGovern harðlega ganrýndur
fyrir of mikla róttækni á öðrum
sviðum. Hann þótti allt of vinstri
sinnaður i skattamálum, þvi hann
vill m.a. tryggja öllum 1000 doll-
ara lágmarkstekjur og láta hina
riku borga hærri skatta, en hina
fátæki lægri. Hann þótti allt of ingakerfi áþekkt þvi, sem tiðkast
vinstri sinnaður i félagsmálum, ' Vestur-Evrópu. Hann þótti allt
þvi þar vill hann innleiða trygg-
Bandariskt blað um McGovern og auðvaldið. A skílti hins trúaða
spámanns stendur „Heimsendir i nánd”. A skilti stórkapitalistans
„McGovern kemur”.
BETRA SEINT EN ALDREI
t fréttatilkynningu rikis-
stjórnarinnar, sem Alþýðublað-
inu barst i gær og frá cr sagt
annars staðar i blaðinu, er frá
þvi grcint, að forsætisráðherra
sé nú búinn að skipa nefnd til
þess að leita að leiðum út úr
vandamálum efnahagslifsins.
Eins og kunnugt er þurfti
skyndilega að setja á kaup-
stöðvun svo ríkisstjórninni gæf-
ist færi á að hugsa. Nú hefur hún
scm sagt skipað nefnd til þess
að liugsa fyrir sig.
En var ekki hægt að fara að
lcita fyrr en nú? Þcgar rikis-
stjórnin kom til valda fyrir einu
ári. Þá var verðstöðvun i gildi.
Og sú verðstöðvun stóð fram til
siðustu áramóta, er rikisstjórn-
in lét leysa hana upp.
Þarna gafst rikisstjórninni
sem sé sex mánaða timi til þess
að leita að efnahagsúrræðum i
næði verðstöðvunar. Hvers
vegna var sá timi ckki notaður?
Hvernig stcndur á þvi, að ríkis-
stjórnin skyldi aflétta þeirri
verðstöðvun og koma svo
nokkrum mánuðum seinna og
segja við þjóðina: Við höfum
engin úrræði og verðum að setja
á nýja verðstöðvun til að fá tima
til að hugsa?
Þegar rikisstjórnin afnam
verðstöðvunina i janúar var hún
þá að gera það bara „upp á
sjensinn”, — stefnulaus og úr-
ræðalaus gagnvart þeim vanda,
sem hún þó vissi, að við var að
ctja. öllu ábyrgðarlausari
framkomu er varla hægt að
auðsýna af einni rikisstjórn en
að hleypa verðbólgunni lausri
með afnámi verðstöðvunar, eig-
andi ekki eitt einasta úrræði til
viðnáms. En það var þetta, sem
rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar
gerði. Það hefur hún sjálf sagt.
Þannig hefur það komið skýrt
og greinilega i ljós, að rikis-
stjórn ólafs Jóhannessonar átti
ekki til ncina heildarstefnu i
efnahagsmálum, þegar hún tók
viö stjórn landsins. Hún hafði
ekki hugmynd um, hvað hún
ætti að gera i þeim málaflokki.
Og á heilu ári tókst henni ckki
að skapa neina stefnu. Enda
mun litið hafa verið til þess
reynt. Itáðherrarnir létu hverj-
uni degi nægja sina þjáningu.
En nú á sem sagt að fara að
taka til höndunum. Nú ætiar
rikisstjórnin að fara að reyna að
búa sér til cinhvcrja cfnahags-
stefnu. Og til þess að leita að
lciðum og úrræðum hefur hún
skipað nefnd. sem enginn ráð-
hcrranna á sæti i, og sýnir það
eitt út af fyrir sig það álit, sem
ríkisstjórnin hefur á sjálfri sér,
að hún skuli feia utanaðkom-
andi aðilum jafn mikilsvcrðan
þátt i stefnumótun stjórnvalda
og hér um ræðir. Ber vissulega
að lofa þá skynsemi, dómgreind
og sjálfsþekkingu, sem ráðherr-
arnir sýna með þessari ráðstöf-
un, — og ekki hvað sizt þær
gcrðir þeirra, að fá heiztu efna-
hagsráðuneyta fyrrverandi
rikisstjórnar til þess aö veita
nefndinni forystu.
Með þessum aðgerðum sin-
um, aö skipa starfsnefndir utan
rikisstjórnarinnar til stefnu-
mótunar fyrir hana, hefur rikis-
stjórn Ólafs Jóhannessonar
dottið ofan á hreint þjóðráð,
sem hún ætti óspart aö nota.
Ætti hún hið bráðasta að skipa
aðrar nefndir utan stjórnarinn-
ar til stefnumótunar i öðrum
málaflokkum, þar sem ekkert
hcfur heldur verið aðhafst' þvi
bæði hugmyndirnar og stefnuna
hefur vantað. I hverja nefnd
mætti fá svo sem einn eða tvo
sérfræöinga fyrrverandi ríkis-
stjórnar til þess að vinna verkin
og vildarmenn stjórnarflokk-
anna gætu svo skipt á milli sin
hinum nefndarmannasætunum
til þess að bæta sér upp sultar-
launin. Væru þá allir hæst-
ánægðir, — rikisstjórnin fengi
hugmyndirnar og stefnuna,
vildarmennirnir bitlingana og
fjármálaráðherra nýja skatta
svo hægt væri að borga öllum
nefndunum. Mættit.d. sem fyrst
skipa slika starfsnefnd i
menntamálin þvi þar virðist
jafn mikill hugmyndaskortur
rikja hjá hæstvirtri rikisstjórn
og i efnahagsmálunum. Gæti
svo hver nefndin rekið aðra cins
og verkast vildi og vildarmenn
og hugmyndafátækt rikisstjórn-
arinnar endast.
Laugardagur. 22. júli 1972
5