Alþýðublaðið - 22.07.1972, Síða 9

Alþýðublaðið - 22.07.1972, Síða 9
ÍÞROTTIR 3 HLÍFAR DUGÐU EKKERT VIÐ SÚLINA í RUNGSTED - OG GOLF LANDSLIÐ OKKAR VARÐ NEÐST A NM Á fundi Golfsambands Norö- urlanda i Nyborg á Fjóni s.l. sumar, sem undirritaöur sat fyrir íslands hönd, var tsland tekiö formlega inn i Skandi- navisk Golfforbund. Strax eftir einróma samþykki aöildar fs- lands var tekið til við umræöur varðandi væntanlegt Noröur- landamót i sveitakeppni. Var Ijóst aö breyta varö allri tilhög- un vegna inngöngu íslands, er fimm-landa keppni leysti hina eldri fjögurra-landakeppni af hólmi. 7/ holu höggleikur var talinn uppfylla flest skilyröi varðandi timalengd mótsins og jafnræði þjóðanna. Eiga vinir vorir Danir þakkir skildar fyrir skelegga framkomu i þessum málum. Nú i byrjun júli s.l. varð loks ljóst um keppnistilhögun fyrsta fimm-landa Norður- landamótsins og verður þvi lýst hér i stuttu máli. 6 manna sveit frá hverju landi leikur 72 holu höggleik á 2 dög- um þannig, að fyrir hádegi báða dagana leika 2 og 2 saman i tvi- leik, þ.e. leika einum bolta 18 Golfmenn þurfa að ráða ráð- um sinum eins og aðrir, og á efstu myndinni standa lands- liðsmennirnir og ræða málin. Landslagið er dæmigert fyrir Rungsted völlinn. Næst koma tvær myndir frá keppninni. Á minni myndinni „drævar” Einar Guðnason, en á þeirri stærri er Björgvin Þor- steinsson. islandsmeistarinn að búa sig undir að pútta. Björgvin stóð sig vel i sinni fyrstu keppni erlendis. Neðst sézt svo hvar golfmenn- irnir lcita ráöa hjá Þorvaldi landsliðsþjálfara. holur til skiptis. Siðan er árang- ur tveggja tvimenninga lagður saman. Eftir hádegið var siðan leikinn 18 holu höggleikur i ein- staklingskeppni og þá tekinn árangur fimm beztu af sex. Einstaklings keppnin er þvi ivið strangari fyrir misjafna kepp- endur, þar eö 5 af 6 telja. Við Islendingarnir komum til Rungsted til æfinga þriöjudag- inn 11. júli og höfðum þvi 4 æf- ingadaga fyrir keppnina, sem hefjastátti laugardaginn 15. júli og ljúka á sunnudeginum 16. júli. tslenzka landsliðið var þannig skipað: Þorbjörn Kjærbo G.S. fyrirliði. Björgvin Hólm G.K. Björgvin Þorsteinsson G.A. Einar Guðnason G.R. Gunnlaugur Ragnarsson G.R. Óttar Yngvason G.R. Fararstjóri var Konráð Bjarnason, ritari G.S.l. Þjálfari liðsins var Þorvaldur Ásgeirsson, golfkennari. Rungsted golfvöllurinn hefur samanlagða brautarlengd af meistarateigum 6.040 m og er par72. Flestar brautir eru varð- aðar skógi og háu grasi, sem bæði er erfitt að slá úr og finna boltann i. Flatir eru stórar og eggsléttar. Sandgryfjur eru milli 70 — 80 en fæstar þó mjög djúpar. Æfingadagana komust marg- ir okkar að raun um, að skógar- högg geta verið býsna strembin fyrir óvana. Ég held að skógur- inn hafi haft óbein sálræn áhrif á teighögg okkar, sem oft leit- uðu i jaðrana og gat þá þurft 2—4 högg til að komast inn á slegna braut aftur. Margar brautanna voru allbreiðar en skógurinn á báðar hendur ógnaði, ef stefna boltans hvikaöi hið minnsta. Við lékum 18 holur á dag og slógum nokkur hudruð æfinga- högg á æfingasvæðinu. Flestum okkar tókst að leika völlinn und- ir 80 höggum seinni dagana, en við fórum að venjast flötunum ■ , betur. Þorvaldur gaf okkur mörg holl ráð og góð.enda hafði hann tekið þátt i opnu móti þarna 1949 og var þvi öllum hnútum kunnugru. Keppnin sjálf hófst siðan kl. 8 á laugardagsmorguninn og stilltum við upp i tvimenninginn sem hér segirr Einar og óttar, Gunn- laugur og Björgvin Hólm og loks léku fyrrverandi og núverandi Islandsmeistarar saman þ.e. Þorbjörn Kjærbo og Björgvin Þorsteinsson. Þorbjörn og Björgvin léku af öryggi og tókst að ljúka hringn- um á 79höggum, Gunnlaugur og Björgvin Hólm komu á 86 en við Óttar lentum i ævintýrum og mistókst flest, t.d. sló ég 2 teiga- högg út i skóg og kostaði það okkur 6 högg alls auk margra þripútta og annars klúðurs. Við notuðum þvi 94 högg og var sú skor send á vit minninganna. Eftir fyrri hluta laugardags- ins vorum við jafnir i 4—5 sæti með Finnum á 165 höggum. Danir voru langbeztir á 146 höggum, Sviar á 156 og Norð- menn á 158. 1 einstaklings- keppninni eftir hádegið gerði Óttar garðinn frægan með þvi að leika völlin á pari 72 höggum og var hann hylltur sérstaklega fyrir afrekið i kvöldveröarboði á laugardagskvöld auk þess sem dönsk blöð minntust á viðburð- Siðari daginn var enn heitara en á laugardag eða um 28 stig i skugga, svo að útlitið var ekki sem bezt fyrir okkur Frónbúa. Fyrir hádegið gekk illa hjá Gunnlaugiog Björgvin Hólm, er þeir fóru á 99 höggum, sem var lakasti árangur liðsins i tvimenning og hefur hitinn leik- ið þá félaga grátt. Við hinir not- uðum regnhlifarnar til að hlifa okkur og hefur það eflaust bjargað þvi, sem bjargað varð. Kjærbo og Björgvin Þ. léku á 86 og við Óttar sömuleiðis. tsland fékk þvi 172 högg út úr tvimenn- ingnum eða 7 höggum verri árangur en fyrri daginn, þegar Kjærbo og Björgvin náðu 79. 1 einstaklingskeppninni lenti Björgvin Hólm i ýmsu og hafði við orð, að hann hefði likast til tapað sveiflunni á leiðinni. Hann týndi mörgum boltum og var i skógi á flestum brautum, enda varð hann að sætta sig við 105 högg, sem er ótrúlega há tala hjá jafngóðum kylfingi og Björgvin. Þorbjörn Kjærbo lék vel.fór á 80 höggum, Einar á 83, óttar á 86, Björgvin Þ. á 87 og Gunn- laugur á 91 höggi. Heildartala tslands varð 1192 högg og 5. sæt- ið var orðið staðreynd. Finnar voru á 1141 höggi eða 51 höggi betra, svo að enn hafði bilið breikkað. Sviar unnu glæsilega, enda kom ClaesJöhnkceá 70 höggum á sunnudaginn og innsiglaði það sigurinn rækilega og lokatalan varð 1068 högg, Danmörk varð i 2. sæti á 1076 og Noregur i 3ja á 1093. Þessar þrjár þjóðir voru nokkuð i sérflokki og er slikt eðlilegt, þar sem 30—40 þúsund leika golf i þessum löndum en aðeins rúm 2000 samtals á ts- landi og i Finnlandi. Það var samdóma álit okkar manna, að norræn samvinna i golfi sé nú fyrst að slita barns- skónum og greinilegt var, að þátttaka okkar styrkti og breikkaöi þann grundvöll, sem golfiö hefur byggt á hér á Norð- urlöndunum Við verðlaunaaf- hendinguna á sunnudagskvöldið tóku fararstjórar Svia og Dana til máls og beindu þvi til við- staddra, að gaman væri að geta haldiö næsta Norðurlandamót i sveitakeppni á tslandi 1974 og var þeirri uppástungu tekið með dynjandi lófataki. Hinn góði iþróttaandi og vinátta sem rikjandi var meðal þátttakenda sem stjórnenda mótsins var til fyrirmyndar að minum dómi. Sú reynsla, er við fáum af þátttöku i slikum mót- um, er ómetanleg fyrir golf- hreyfinguna á tslandi. Farar- stjórn Konráðs Bjarnasonar var röggsöm og vel af hendi leyst og samvinna hans og Þorvaldar Asgeirssonar við liðið var með ágætum alla ferðina. Ég lýk þessari stuttu frásögn meö þvi að þakka G.S.l. og öll- um islenzkum golfmönnum fyr- ir þann myndarskap og stórhug, er okkur var sýndur með þvi að senda okkur utan til keppni og vona, að viö allir höfum fengið af nokkurn þroska. — E.G. «<C3 Hér er golflandsliðið okkar samankomið i Kungsted, ásamt farar- stjóra og þjálfara. Lengst til vinstri er fararstjórinn , Konráð Bjarnason, siðan koma þeir hver af öðrum, Þorbjörn Kjærbo, Gunnlaugur Ragnars- son, Einar Guðnason, Óttar Yngvarsson, Björgvin Hólm, Björg- vin Þorsteinsson og Þorvaldur Asgeirsson, scm var þjálfari lands- liðsins i ferðinni. Einn islending vantar i hópinn, Kjartan L. Pálsson sem fór út sem blaðamaður, og stóö i þessu tilfelli bak við myndavélina. Kjartan tók allar myndir sem fylgja greininni. Laugardagur. 22. júli 1972 g

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.