Alþýðublaðið - 22.07.1972, Síða 11

Alþýðublaðið - 22.07.1972, Síða 11
Kross- gátu- krílið r _ _ eftir A VAI n| VlflATTIINI MAR Arthur H VHL U1 VIUHMUIll Mayse hann hafði sótt um — það sagði Dave Logan mér. Hann glataði litlu byssunni sinni. Hana gerði lög- reglan upptæka. Við brutum öxina sem hann hjó af mér fótinn með og bjargaði þannig lifi minu. Við notuðum áhöld hans og átum mat hans. Og nú verð- ur hann sjálfur að borga flugmanni fyrir að lenda með sig á einhverju stöðuvatninu, svo að hann geti sótt málmsýnishornin, sem hann varð að skilja eftir vegna okkar.” „Flugferðin var ókeypis”, sagði hún grátandi og huldi andlitið I höndum sér. ,,Ó, pabbi.” ,,Æ”, andvarpaði hann, ,,Þú er ástfangin af ná- unganum, en vilt ekkert aðhafast, þvi að það á ekki við þig. Hugsaðu um það, góða min, hve erfitt það verður i vetur að ljúka náminu. Hann neyðist til að taka sér starf, sem verkamaður myndi ekki vilja snerta á, og liklega verður hann að lifa á hafra- graut, svo framarlega sem hann hættir ekki við allt og stingur af til Suður-Ameríku. Þú ættir að skammast þin, og ég vona svo sannarlega, að þú gerir það!” Hann lauk ræðu sinni með illskulegu öskri. Hann minnti hana ótrúlega á hr. Grábjörn. ,,Ef ég gæti stigið á fætur, myndi ég svo sannar- lega fara upp eftir til stráksins og gera allt, sem i minu valdi stendur til að bæta honum eitthvað af þessu. Ég vildi að Mike væri sonur minn og þú værir ekki dóttir min!” Augnaráð hans smaug i gegnum merg og bein. ,,En haltu bara áfram Linn. Gifstu þessum slepjulega vini þinum og vittu, hvort hann geti yljað þér á fótunum. Snautaðu út! Mér býður við þér!” Hún fór ekki. Hún laut niður, grúfði sig að brjósti hans og grét eins og litið barn. Eftir dálitla stund byrjaði hann að strjúka henni um hárið. ,,Svona, svona”, sagði hann strangur, en ekki lengur reiður. ,,Ég var máske dálitið harðorður, stelpa min, en ég varð að^fá útrás.” ,,Ég veit ekki, hvað ég á að gera.” ,,Allt i lagi elskan min. Það þurfti að skamma þig. Nú er það búið. Sökin var ekki öll þin, hann var stundum þver lika. Hef ég sagt þér frá þvi, að hann leit inn til min kvöldið, sem læknarnir lagfærðu ax- araðgerðina? Hann varð að ryðjast hingað inn. Hann sagði: „Dragnastu ekki svona með fótinn pabbi” og beygði sig siðan niður og kyssti mig á kinnina, eins og hann væri átta ára gamall drengur og ég faðir hans.” Linn stóð upp og þurrkaði tárin með erminni. Hal- sted sýndist hún allt i einu hafa breytzt, hún var hærri og mynduglegri. Hún tók af sér hringinn. Ég ætti að gera þetta sjálf Morg, en ég hef engan tima til þess. Láttu lögfræðinginn frá hringinn, þakkaðu honum kurteislega, og sendu hann heim”. Hún fleygði hringnum á brjóst hans. ,Svo að við snú- um okkur aftur að þvi, sem við vorum að tala um áðan. Þú verður að hætta að móðga hjúkrunarkon- urnar. Vertu nú góður, meðan ég verð i burtu.” „Hvað þá? Hvert þykist þú vera að fara?” „Hefur þú ekki heila?” sagði hún. „Notaðu hann.” Siðan kyssti hún hann lauslega á kinnina og flýtti sér út. Hann heyrði fótatak hennar fjarlægj- ast. Halsted lá makindalega með hendurnar fyrir aft- an hnakka. Kuldalegum bjarma sló á demants- hringinn á brjósti hans. Luke Blaine, sem hann mundi nú allt i einu hvað hét, var ágætis maður og duglegur i viðskiptum. Hann yrði ágætur eiginmað- ur réttri konu. En þetta yrði sannarlega skemmti- legt samtal, sem þeir áttu i vændum. „Hvernig stóð ég mig?” spurði hann ungfrú Primrose, sem stóð við rúm hans. „Ágætlega. Ég var næstum farin að gráta, þetta var nú meiri reiðilesturinn, sem þér lásuð henni. En þetta verðið þér að sjá, Halsted. Hún er ekki að sóa timanum. Leyfið mér að hækka höfðalagið á rúm- inu yðar.” Gluggarnir á stofunni hans náðu næstum niður að gólfi, og hann hafði ágætt útsýni yfir aðalgötuna i Kinross. Nú kom dóttir hans hlaupandi út um aðal- dyr spitalans. Hún var góð stúlka, hugsaði hann, indæl stúlka, enda þótt hún væri stundum dálitið viðbragðssein. Þeim hafði tekizt mjög vel upp, honum og konunni hans, kvöldið sem þau greiddu siðustu afborgunina af saumavélinni. Honum kom til hugar að nú þyrfti hann að biðja Primmie að útvega prest, og hann velti þvi fyrir sér léttur i skapi, hvernig Lohengrin hljómaði leikið á sekkjapipu. SÖGULOK Laugardagur. 22. júlí 1972 11

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.