Alþýðublaðið - 12.08.1972, Side 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn-
ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666.
Blaðaprent h.f.
Sagt til syndanna
í nýútkomnu tölublaði af ,,Nýju landi” birtist
grein, sem á margan hátt er dæmigerð fyrir sam
komulagið hjá stjórnarflokkunum um þessar
mundir og reiði liðsmanna þeirra yfir frammi-
stöðu rikisstjórnarinnar. Greinina skrifar séra
Björn 0. Björnsson og segir hann þar rikisstjórn-
inni opinskátt og hreinskilnislega til syndanna.
Talar séra Björn hreint út úr pokanum og er
grein hans þar að auki blessunarlega laus við það
persónulega nið og nagg, uppnefni og götu
strákaorðbragð, sem ,,Nýtt land” er annars farið
að tiðka svo mjög i skrifum sinum um sex af sjö
ráðherrum rikisstjórnarinnar.
Og hvað hefur þessi hreinskilni stjórnarsinni
svo að segja? Gripum á nokkrum stöðum niður i
grein hans:
,, Aldrei hafa ný skattalög valdið eins heitri ólgu
ineðal almennings og þessi siðustu”. „Skattstig-
inn, undirstaða allrar álagningarinnar, ber vott
um svo samfellt og afdráttarlaust hægra viðhorf
að engin ,,viðreisnarstjórn” hefði haft kjark i sér
til að ganga lengra...” „Skattalögin nýju um-
turna svo afkomumöguleikum fátæks fólks og
hálffátæks — i hreint út sagt, blygðunarlausasta
hægri anda, sem fram hefur komið til þessa dags,
í islenzkum stjórnmálum — ...”
,, .. með nýju skattalögunum hefur verið brotið
þvert og stórt i bága við sjálfan kjarna vinstri-
stefnunnar...”
Alþýðublaðinu þykir ástæða til að minna enn á,
að hér er fylgismaður stjórnarinnar að segja hug
sinni á forsiðugrein i aðalmálgagni eins stjórnar
flokkanna. Hér er hann að láta i ljós álit sitt á ein-
um meginkjarna stjórnarstefnunnar, — skatta-
málapólitikinni. Og hann hefur komizt áþreifan-
lega að raun um, og játar það hreinskilnislega, að
i þeim verkum sé rikisstjórn Ólafs Jóhannesson-
ar engin „vinstri stjórn”. Þar starfar hún i
„blygðunarlausasta hægri anda, sem fram hefur
komið til þessa dags i islenzkum stjórnmálum”
svo notað sé orðalag greinarhöfundarins sjálfs, —
stjórnarsinnans séra Björns O. Björnssonar.
Þannig eru stjórnarsinnarnir orðnir bæði sárir
og reiðir i garð þeirrar rikisstjórnar, sem þeir
studdu til valda. Aldrei hefur séra Björn 0.
Björnsson órað fyrir þvi i ágústmánuði árið 1971,
að einungis 12 mánuðum seinna ætti hann eftir að
kveða upp þvilikan dóm um störf stjórnarinnar
„sinnar”. Og hann er þar ekki einn á báti. Þús-
undir fyrrverandi fylgismanna stjórnarinnar eru
sama sinnis, — sárir, reiðir og vonsviknir.
Sá mannlegi veikleiki er skiljanlegur, þótt ekki
sé hann stórmannlegur, að reyna að kenna sam-
starfsmönnum um, ef illa fer og beina gremju
sinni að þeim. Þennan veikleika gera stjórnar-
sinnar sig nú seka um og er séra Björn 0. Björns-
son þvi miður þar engin undantekning. Þannig
reynir hann i grein sinni að kenna Framsóknar-
flokknum um allar ófarirnar og rangindin. Svo
langt gengur hann i þessu, að hann krefst þess, að
frjálslyndir heimti, að fjármálaráðherra, Hall-
dór E. Sigurðsson, verði látinn segja af sér. Hann
einn beri ábyrgð á hneykslinu.
Auðvitað veit séra Björn og aðrir stjórnarsinn-
ar, sem i gremju sinni reyna að fria flokka sina
ábyrgð með þessum hætti, að þetta er alls ekki
rétt. Halldór E. Sigurðsson ber enga persónulega
ábyrgð á skattahneykslinu frekar en aðrir ráð-
herrar rikisstjórnarinnar. Hér er um að ræða
stjórnarstefnu, sem mótuð er af stjórninni allri
og stjórnarflokkarnir allir bera ábyrgð á.
Það er ekki hægt að vera bæði innan og utan
rikisstjórnar á sama tima.
PAKISTAN ENN VANDA
ERLEND
MÁLEFNI
Ekki fékk Ali Bhutto, forseti
Pakistan, marga daga til þess að
fagna þvi hve vel þjóð hans tók
samningum hans og Indiru
Ghandi. Aður en varði gaus upp
heiftúðug deila i hans eigin fæð-
ingarhéraði, Sind, sem enginn
hafði átt von á. 1 lýðræðislöndum
Asiu eru tungumáladeilur eins og
hangandi sverð yfir lýðræði, friði
og einingu rikjanna. Og skyndi-
lega urðu litilvægir atburðir i
Sind til þess að Pakistan lenti i al-
varlegum innanrikispólitiskum
vanda, er hafði i för með sér átök
og ofbeldi. Hópfundir, kröfugöng-
ur og átök milli þeirra, sem tala
Urdu (rikismál Pakistan) og
Sindhi (hálf-opinbert mál, sem
talað er i suðurhéraðinu Sind)
urðu til þess, að meira en fimmtiu
manns létu lifið og mikið tjón
varð á eignum, auk allra þeirra,
er urðu fyrir meiðslum. Siðast en
ekki sizt urðu átök þessi til að
ógna mjög einingu þess hluta hins
fyrra Pakistan-rikis, sem nú er
eftir og er hið núverandi
Pakistan-riki. 1 tilfinningarikri
útvarpsræðu sagði Bhutto forseti,
að ,,rikið hefði þegar orðið fyrir
óbærilegu tjóni við það, að einn
landshluti reynir að ráða yfir og
arðræna annan”. Minnast menn i
þvi sambandi þess að Bangladesh
sagði skilið af þeirri ástæðu, auk
annarra, við þann hluta rikisins,
sem nú er Pakistan. í ræðu sinni
skoraði Bhutto á hina striðandi
hópa að ,,stanza morð bræðra á
bræðrum”. t heila viku eftir að á-
tökin hófust var útgöngubann frá
kvöldi til morguns i Karachi, höf-
uðstað Sind-héraðs, og andrúms-
loftið er enn þrungið spennu.
Upphaf átakanna
Upphaf Atakanna var fremur
litilfjörlegt atvik. Þannig var, að
héraðsþingið i Sind fjallaði um
lagafrumvarp þess efnis, að unn-
ið skyldi að þvi að auka notkun
Sindhi-tungumálsins um allt hér-
aðið ásamt notkun hins opinbera
tungumáls rikisins, Urdu.
Stjórnarandstaðan ( sem hefur
sinn sterkasta bakhjarl i Karach,
þar sem meirihluti ibúanna talar
urdu) lagði þá fram breytingar-
tillögu. Þingforsetinn neitaði hins
vegar að bera hana upp þar sem
flutningsmenn hennar höfðu ekki
tilkynnt honum um hana með
tveggja daga fyrirvara, eins og
þingsköpin gera ráð fyrir. Þessi
afstaða forsetans varð til þess, að
stjórnarandstöðuþingmennirnir
strunzuðu brott úr þingsalnum i
mótmælaskyni. 1 kjölfarið sigldu
hópfundir Urdu-mælandi manna,
mótmælendurnir gripu til ofbeld-
is og kveiktu i verzlunum, skrif-
stofubyggingum og bifreiðum.
Það, sem veldur, að atburðir
þessir verka sem ills viti á menn,
er, að óttast er að þeir geti orðið
til að hvetja aðra sérhópa —
einsog t.d. Pathan-mennina i
norðvestur-héraðinu og Balut-
mennina i Balutsjistan — til þess
að herða kröfur sinar um ýmis
sérréttindi. Allt til skamms tima
var hernaðareinræði i Pakistan
og það átti alltaf til sitt einfalda
og — frá skammtimasjónarmiði
séð — áhrifarika svar við slikum
kröfum, væru þær settar fram af
krafti: þær voru bældar niður
með valdi. Hið nýja skammþró-
aða stjórnarform lýðræðisins,
sem nú er komið til sögunnar og
aukið tjáningarfrelsi almennings,
hefur leitt til þess, að menn eru
teknir að láta skoðanir sinar i
ljósi i rikari mæli en fyrr, skoðan-
ir, sem voru harðlega bældar nið-
ur i 15 ára hernaðareinræðistið
þeirra marskálkanna Mirza,
Ayub og að iokum Yahya.
Tungumáliö tengir
Eins og hvarvetna annars stað-
ar i Suður-Asiu er það svo á Ind-
landsskaganum, að tungumálin
binda þjóðirnar saman, umfram
allt annað. Og þeir, sem farið
hafa með völdin, hafa ætið þving-
að þegnana til að taka við sinu
eigin tungumáli. Það hefur orðið
rikismál. Þegar Múhammeðs-
trúarmenn stjórnuðu Indlandi,
áður en Bretar komu til sögunnar
var persneska hið opinbera mál.
Þegar Bretar tóku landsstjórnina
i sinar hendur tók enskan við sem
rikismál. Siðan fóru Bretar sina
leið og hinir nýju valdhafar
ákváðu að Hindi skyldi verða
rikismál, i Pakistan ákveða vald-
hafarnir á sama tima og Urdu
skyldi verða rikismálið. Hindi er
skylt Urdu, en það er-skrifað með
arabiskum bókstöfum og hefur
tekið upp mikinn fjölda orða úr
persnesku og arabisku. Og rétt
eins og alræði Hindi-tungunnar
mætir biturri andstöðu i Suður-
Indlandi varð Urdu fyrir eindreg-
inni andstöðu meðal Bengali-
mælandi manna i Austur-Pakist-
an (og átti raunar rikan þátt i
frelsisstriði Bangladesh) sem og
annarra tungumálahópa i Vestur-
Pakistan. Eftir að Pakistanrikið
er nú aðeins myndað af sinum
fyrri vesturhelmingi virtist vera
von um aukna þjóðareiningu.
Þessa von setja hinar heiftuðugu
tungumáladeiíur nú i hættu.
Eini Ijósi punkturinn
Eini ljósi punkturinn i mynd-
inni i dag eru ef til vill leiðtoga-
hæfileikar Ali Bhutto. Hvað sem
liður ýmsum veikum hliðum hans
á stjórnmálasviðinu, er hann
stjórnmálamaður, sem hefur
hæfileika til að skynja æðaslátt
fólksins sjálfs, og — i mun rikara
mæli en hernaðareinræðisherr-
arnir áttu nokkru sinni til, — við-
urkenna réttmætar áhyggjur þess
og kvartanir. Hann reynir nú, að
fá áhangendur beggja aðaltungu-
málanna í Pakistan til að setjast
við sáttaborð og semja um viðun-
andi sameiginlega lausn i stað
þess aðgripa til ofbeldis og stofna
til átaka.
Tungumáladeilur eru vanda-
mál, sem Bhutto á með nágrönn-
um sinum — með Indlandi,
Ceylon (heitir nú Sri Lanka) og
jafnvel Bangladesh — og það mun
reyna á leiðtogahæfileika hans en
ekki hans óvenjulega miklu völd,
hvort honum auðnast að koma á
sáttum i deilum þessum.
36. FLOKKSÞING
ALÞÝDUFLOKKSINS
(14. reglulegt flokksþing Alþýðuflokksins verður haldið dagana
20.—22. október n.k.
l>ingið,verður sett föstudaginn 20. október kl. 20.30 I samkomu-
salnum Hótel Loftleiðum.
l>ingið verður nánar auglýst siðar.
Gýlfi 1>. Gislason
formaður
Eggert G. Þorstcinsson
ritari.
SUMARFERÐ UM SUÐURLAND
Afþýðuflokksfólk á Reykjanesi
Alþýðuflokksfélögin i Hafnarfirði, Kópavogi og Seltjarnarnesi
efna til skemmtiferðar sunnudaginn 20. ágúst n.k.
Karið verður frá Hafnarfirði kl. 9 stundvislega og farið um
Hveragerði, Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyri, Gaulverjabæ,
Skálholt, Gullfoss og Geysi og komið við á Laugarvatni á heim-
lcið.
Karmiðinn kostar kr. 800,00 og cr innifalin kvöldmáltið. Að öðru
leyti þurfa þátttakendur að hafa með sér ncsti sjálfir.
Nánari upplýsingar um ferðina verða veittar dagana 16. og 17.
ágúst kl. 8—10 e.h. i sima 50499 og auk þess i simum 50848 og
42078.
Laugardagur 12. ágúst 1972
'5