Alþýðublaðið - 12.08.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.08.1972, Blaðsíða 11
Smásaga Kross- gátu- krílið S£/Ð/<OWU/s& L'*il GERT OR SERju i M Gl/t /N lNNV flÚN. VÉL. ÉRK/ ÚR OfíNGÍ *• (rfíRm /9 5 KRRN HRÍKH_ 1 $/9/975 r 'j Mfíifí í RUÞD! RLJOÐ * £/vÐ V£RK 6/TJ. ófíuúm Ú/VD ELíKfí 9TÓRV tfí/LL V£RUK V Fœm f íR/LL rnsruR Í'/Kflms HLUT/ MRNN TÓNN sinn, en hún stóö kyrr utan seil- ingar. Nú var það hún, sem brosti að fýlusvip hans. David Malone var ekki vanur þvi að vera hafnað af stúlku. Siðan hann kom til listaháskól- ans hálfu öðru ári áður eftir að hafa verið tvö ár i Vietnam, hafði hann fengið orð á sig fyrir að njóta meiri kvenhylli en nokkur annar. Mallory vildi ekki hugsa um þaö. En siðustu tvo mánuði hafði hann varið næstum hverri fristund með henni. Hún tók að þrifa áhöld sin. Af hverju ert þú að flýta þér? Ég hélt, að við ætluðum að vera hér i allan dag.” Hann leit forvitnislega á hana. ,,Ég er kannski aö fara á stefnumót,” sagði hún. „Með gamla, góða Gerry?” „Aha. Gamli, góði Gerry.” Nú var hann orðinn verulega þungbúinn á svip. Mallory var fegin að geta vakið einhverja afbrýðisemi með David Malone. Þetta sýndi, að honum hlaut að þykja dálitið vænt um hana, og enda þótt hún myndi aldrei viðurkenna það, ann hún honum mjög. Samt var hún forviða á þvi, að einhver skyldi geta orðið af- brýðisamur gagnvart Gerry Williams, sem var að visu indælis piltur, en ekkert spenn- andi. Gerry þótti vænst af öllu um sjóinn, eins og tiðkazt hafði i hans fjölskyldu kynslóð fram af kynslóð...Það breytti engu, þótt hann hefði fengið góða menntun við hafrannsóknastofnun há- skólans. David settist upp og vafði örmum um hné sér. „Á ég að hjálpa þér?” „Viltu vera svo vænn að leggja saman trönurnar?” Hann tók þrifótinn og smellti honum saman. Mallory gretti sig örlitið, er hún leit á málverkið, sem hún hélt á. „Ég vildi, að þú hefðir ákveðið að mála með mér i dag David, Ég á alltaf betra með að átta mig á mistökum minum, þegar þú ert lika að vinna.” Þau gengu hægt upp einstigið. Þegar Mallory var komin upp, bjóst hún til að létta undir með honum, en hann hristi aðeins höfuðið. Þau lögðu af stað eftir ósléttum malarveginum, sem hlykkjaðist um dalverpi i áttina til Pipers Bay. „Langar þig að koma og borða með okkur i kvöld?” spurði Mallory léttum tóni, er þau lögðu af stað eftir götunni. David leit snöggt til hennar, undrandi á svip. „Ég hélt þú ætlaðir á stefnu- mót.” „Æ, það,” sagði hún hlæjandi og roðnaði litið eitt. „Það var ekkert alvarlegt. Gerry bauðst til að aka mér á flugvöllinn seinna til að sækja pabba. Hann kemur með siðustu flugvél.” Áhugi Davids vaknaði, þegar hún minntist á föður sinn. „Ég hélt , að hann myndi halda kyrru fyrir i höfuðborg- inni þangað til á föstudag.” „Ég býst við, að hann hafi skipt um skoðun,” sagði Mallory og varð óróleg, er hún minntist simskeytisins frá honum. '„Ætli hann hafi fengið námu- réttindunum þinglýst?” „Ég veit það ekki. Hann sagði ekkert um það.” „Það yrði Pipers Bay til góðs nú þegar verið er að loka námunum við Höfða.” Mallory leit til hans, og hún undraðist umhyggju hans fyrir bæjarfélagi, sem hann hafði ekki vitað af hálfu öðru ári áður. Um ieið fann hún til iðrunar, þar sem hún vissi, að tilfinningar bæjarbúa til Davids voru ekki gagnkvæmar. Flestum að- komumönnum var haldið i hæfi- legri fjarlægð og þeir tor- tryggðir. Ferðamönnum, sem jusu út fé á matsölustöðum og listmuna- verzlunum, var sýnt umburðar- lyndi, en öðru máli gegndi um David. Hann hafði reynt um of að festa sig i sessi. Hann slæptist niðri á höfn og spurði margs. Og bæjarbúum likaði það ekki, þvi að þeir töldu skyldu sina að leyna ástandinu. Af tali þeirra að dæma, hugsaði Mallory gremjulega, mátti imynda sér,að þeir vildu ekki, að hróflað væri við einum steini. En sem þingmannsdóttir vissi hún betur. Almenn óánægja rikti vegna skorts á fé og atvinnu. Það var verið að loka námunum, og fiski- mennirnir átt rétt milli hnifs og skeiðar. „Þú hefur ekki sagt,hvort þú komir til kvöldverðar.” Mallory einbeitti sér nú að David, sem arkaði við hlið hennar, klifjaður málaraáhöldum hennar. En áður en hann gat svarað, heyrðu þau vélarhljóð. Hún þekkti það strax. Enginn komst hjá þvi að þekkja vörubil Gerrys. Skröltið i honum minnti á glamrandi bein i fötu. Hún bar hönd fyrir augu sér og skyggndist eftir veginum. „En sú heppni,” sagði hún og leit brosandi til Davids. „Nú þarft þú ekki að burðast með draslið alla leið til bæjarins.” ,,Eg vildi nú heldur ganga, ” svaraði David stuttaralega, um leið og bifreiðin staðnæmdist við hlið þeirra. Gerry Williams var þrekvax- inn, ungur maður, ljósrauð- hærður og útitekinn. „Halló. Viljiö þið fá far i bæinn?” Hann leit eingöngu til Mallory. „Friður sé með þér," sagði David dálitið striðnisiega, og Gerry virtist bregða. Hann og Mallory fylgdust með David, er hann setti byrði sina á bilpallinn, og arkaði siðan einn af stað eftir götunni án þess að segja orð. Mallory langaði til að hlaupa eftir honum. „Eigum við að stanza?” fh CD ■ 5^ th þ % ' öh O s ' 'Ai'- ÞOQN iA.ú'ii'ö • ■ i 5 S »i| --- ^ O: ■ Xa Cl Öa tv, -- ' | ÍM Liui 17. kafli. 1 fyrstu hélt foringi flokksins, sem hafði tekið hann höndum að Yeo-Thomas væri að gera sér upp þróttleysi og formælti hon- um fyrir að iþyngja mönnum sinum með þvi að láta bera sig. En þegar hann hafði virt fyrir sér tært og óhreint andlit fang- ans inni i skóginum, breyttist viðmót hans og hann spurði vorkunnsamur hvort Yeo- Thomas væri svangur og lofaði honum mat þegar hann hefði verið yfirheyrður. Yfirheyrslan átti sér stað i kofa nokkrum undir öflugum herverði um milu innar i skóg- inum og framkvæmdi hana höf- uðsmaður i hernum, sem spurði er flokksforinginn hafði skýrt honum frá málavöxtum varð- andi handtöku Tommys: — Nafn? — Maurice Thomas, ýfir- sveitarforingi i franska flug- hernum, laug Yeo-Thomas reip- rennandi, minnugur þess að minnsta hik gæti orðiö banvænt og að ef upp kæmist að hann hefði strokið úr fangabúðum yrði hann áreiöanlega fenginn SS-sveitum i hendur til aftöku. Hann hélt áfram og kvaöst hafa verið handtekinn; iToursárið 1940 og hefði flúið þegar rýma hefði átt striðsfangabúðirnar i Vestur-Þýzkalandi vegna fram- sóknar Bandamanna. — Hversvegna reyndirðu að flýja? — Vegna þess að það er skylda hvers striðsfanga að flýja ef hann getur. Þetta vfrtist nægja foringj- anum og nú var farið með Yeo- Thomas i skála þar sem fyrir voru tiu eða tólf þýzkir hermenn sem horfðu á hann forvitnilaust, og var honum gefin kartöflu- súpa, sem ýfði upp blóðkreppu- sóttina. Eftir að honum hafði verið fylgt á náðhús var hann la'tinn hvilast það sem eftir var nætur i skálanum. Morguninn eftir “'ku tveir hermenn hann með sef til þoros nokkurs i þriggja kilóm< fjarlægð hinum megin við ; inn. Þar hringdi flokksfor til yfirvaldanna eftir ir mælum en áfhenti siðan Yec Thomas sveit Hitlei æsku, sem fór meö hann til litils ræjar um 15 kilómetrum að bfki viglin- unnar. Hjá þessum arengjum, sem voru fimmtán til sautján ára gamlir var ekki að finna sama drengskap og hjá her- mönnum og þegar þeir sáu að fangi þeirra átti erfitt með gang, hertu beir á sér og for- mæltu honum svo og spörkuðu i hann þegar hann hrasaði, löðr- unguðu hann, hræktu i andlit honum og stungu i hann með byssustingjum sinum. I bænum tók staðarlögreglan við honum, hann var læstur inni i dimmum klefa en þar gaf hann venjulegum þjófieinn á baukinn fyrir að reyna að stela vasatafli Hubbles. Eftir frekari yfir- heyrslur var hann settur á vöru- bil og fluttu aftur til Chemnitz þar sem hann dvaldi um nóttina i varðstofu hermannaskála og sagöi urnsjónarLiðþjálfanum að fara fjandans" til þegar hann skipaði honum að sópa gólfið. Hann var aftur að verða þrótt- meiri. Siðdegis daginn eftir var farið með hann ásamt öðrum frönsk- um og brezkum föngum i niöur- niddar hermannabúðir i útjaðri bæjarins. Þeim var ekkert gefið að borða og er þeir höfðu sofið þar af nóttina voru þeir enn reknir út á veginn gangandi án þess að hafa fengið neinn mat og þegar þeir komu að frönskum fangabúðum siðla þann dag voru þeir svo hungraðir að þeir reyndu að sjóða sér súpu úr brenninetlum. Um sólarupprás voru þeir látnir halda af stað aftur og um Yeo-Thomas miðjan dag var þeim skipt i tvo hópa, annan franskan og hinn brezkan og héldu hóparnir sinn i hverja áttina. Yeo-Thomas var auðvitað látinn fylgja þeim franska, sem siðan var skipt upp i marga hluta þar til Tommy var loks eftir einn með fylgdarmanni sinum. Um kvöldið var komið með hann til fangabúða fyrir franska liðsfor- ingja hjá Grunhainigen en þar átti að vera dvalarstaður hans um sinn. Svo sem búast mátti við hófu frönsku foringjarnir þegar að spyrja hann útúr og i fyrstu fór allt vel: hann gat sagt þeim hvar hann hefði búið i Frakk- landi, hvert hefði verði atvinna hans fyrir striðið og ýmis atriði varðandi hersveitina sem hann hefði verið i. En þegar hann kvaðst hafa flúið frá Stalag IV B sá hann einn foringjanna horfa á sig tortryggnislega og gefa aldursforseta búöanna merki um að tala við sig. Nokkrum minutum siðar kom foringinn aftur og settist á móti Yeo- Thomas þar sem hann sat einn við borð og studdi höfuðið i höndum sér. — Það er eitt við söguna þina, sem mér geðjast ekki að, sagði hann. — Ég var sjálfur i Stalag ^ IV B og sá þig aldrei þar. ' Hvernig má það vera? Tommy vissi að hann yrð segja sannleikann, ef hann \ ekki eiga á hættu að v< álitinn njósnari. — Ég var þar bara ald sagði hann. — Mér þykir f- þvi að ég skuli hafa orðið Ijúga að ykkur en ef þú vi gera svo vel og ná i fyrirliða held ég að ég muni geta koi ykkur i skilning um hvers vej ég gerði það. En ég verð Laugardagur 12. ágúst 1972 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.