Alþýðublaðið - 15.08.1972, Blaðsíða 6
LIFFRÆÐI
Stúlkan
meö
bústnu
brjóstin
er á
undan-
haldi
Stúlkan með bústnu
brjóstin — frægasta út-
flutningsvara Svia, er nú
að liða undir lok. A siðustu
tuttugu árum hefur
sænska konan, bæði hækk-
að og grennst. Brjóst
hennar hafa skroppið
saman og dillandi mjöðm
hennar er nú horfin. t
stuttu máli sagt: „Hún er
ekki lengur, það sem hún
hefur verið".
HON HEFUR STÆKKAÐ.
Það var fataverk-
smiðja ein i Gautaborg
sem mældi, myndaði og
tók til meðferðar á allan
hugsanlegan hátt sænsku
konuna „model 1972”, sem
var á öllum aldri, allt frá
táningastelpunni og til 70
ára gömlu konunnar.
„Frk. Sviþjóð”, er i dag
163 cm. á hæð — sem er
einum cm. hærra en fyrir
20 árum. Brjóstmál henn-
ar hefur minnkað úr 97 og i
91 á þeim sama tima og
mittismál hennar i dag er
97 — en 1952 mældist það
101 cm.
E N H V E R S
VEGNA?
Aftonblaðið, sænska,
hefur lagt þá spurningu
fyrir liffræðiprófessor
einn i Stokkhólmi, af
hverju þetta stafi, og segir
hann að það sé vegna þess
hve við höfum það orðið
gott nú til dags. Siðan um
miðja 18. öld hefur sú þró-
un verið hjá mannkyninu,
að börn verða yfirleitt
stærri en foreldrar sinir.
Mataræði okkar og i-
verustaöir, hafa batnað.
Konur eignast færri börn
nú á timum og aðstaða
barnanna batnar stööugt.
Viö verðum grennri, þvi
við stækkum það tiltölu-
lega hratt, að við náum
ekki að vaxa á þverveg-
inn.
Að meðaltali hækka,
bæði menn og konur um 1.
cm. á hverjum áratug.
Og nú þykir liklegt að
fataverksmiðjur taki þetta
nýja mál i notkun, til þess
að fá tilbúin föt til að passa
betur, en þau hafa gert
hingað til, þvi gamla
mælikerfið, sem notað
hefur verið fram á þennan
dag, er byggt á rannsókn-
um sem gerðar voru fyrir
20 árum — eða á þeim
tima þegar sænska konan
hafði reglulegar linur.
HflSFRÚ AÐ
AIISTAN
SÝNIR Á
MOKKA
Sigriður Vilhjálmsdóttir 65 ára
húsfrú á Egilsstöðum heldur nú
myndlistasýningu á Mokka i
annað sinn á fjórum árum. Alls
eru á sýningunni 21 mynd. Eru
þær allar gerðar úr mislitum
smásteinum, sem limdir eru
saman á spjald. Mest hefur Sig-
riður gert af blómamyndum, en á
seinni árum hefur hún æ meira
farið út i landslagsmyndir.
Þær myndir sem eru á sýning-
unni núna eru gerðar á árunum
68-72, flestar á árinu 71.
Sigriður hefur dundað við þessa
tegund myndlistar i um 10 ár, en
ekki fyrir alvöru fyrr en nú sið-
ustu 5 árin. Myndirnar eru mjög
skemmtilegar að sjá og er margt
að finna innan hins rétthyrnda
myndflatar, sem augað gripur
ekki i fyrstu. 1 stuttu máli, at-
hyglisverö sýning.
Sýningin stendur yfir i 3 vikur
og var fyrsti dagurinn i gær.
Flestar myndirnar eru til sölu.
Það er ekkiáhverjum degi sem ljósmyndarar ná þannig myndum af
kóngafólki — en þetta er sú gerð mynda sem meira er borgað fyrir em
hinar. Afturendinn tilheyrir Karli Bretaprins.
ÞETTA GERÐIST LIKA
Akureyri
Tveir harðir árekstrar urðu á
Akureyri i gær. Meiðsl urðu
engin á mönnum, en hins vegar
skemmdist fóiksbifreið i öðru
tilvikinu nokkuð mikið.
Alþýðublaðið skýrði frá þvi á
laugardag, að siðast hefði sézt
til hans við Ananaust.
Við getum bætt þvi við, að það
sást til hans stinga sér i sjóinn.
Sá, sem var vitni að þvi til-
kynnti lögreglunni ekki um
þetta fyrr en auglýst var eftir
Gaston i fjölmiðlum.
Þjófurinn er ekki á
Stakk sér sama máli og hinir
í sjóinn
Gaston, franski maðurinn,
sem hefur verið týndur siðan á
miðvikudagsnótt, hefur enn
ekki fundizt.
Hans hefur verið leitað um
helgina en án árangurs.
Mennirnir þrir, sem fóru i
landshornaferðalag fyrir
falsaðar ávisanir um siðustu
helgi hafa nú allir verið yfir-
heyrðir hjá rannsóknarlögregl-
unni i Hafnarfirði.
Alþýðublaðið skýrði frá þessu .
á laugardaginn, en þá hafði einn
úr hópnum ekki verið yfir-
heyrður.
Skýrslum tveggja ber fylli-
lega saman, en sá þriðji, en
hann er jafnframt þjófurinn
hefur aðra sögu að segja.
Tveir mannanna sitja i varð-
haldi, en sá þriðji hefur verið
látinn laus.
Enn hafa aðeins komið fram
fjórar ávisanir, en alls fösluðu
þeir félagar 46 stykki.
ÍSLENZKU FYRIRTÆKIN SNÚA
SÉR AÐ VORKAUPSTEFNUNNI
Það verða að þessu sinni engin íslenzk fyrirtæki til að sýna á haustkaupstefnunni i Leipzig, sem
stendur dagana 3. - 10. september -en á sýningunni í vor sýndu fjögur fyrirtæki héðan, og á næstu vor-
kaupstefnu verða aftur íslenzkar sýningardeildir.
A sýningunni nú f haust munu um 6500 framleiðendur frá 50 löndgm hafa sýningardeildir og ná þær
yfir meira en 270 þúsund fermetra svæði. Tii samanburðar má nefna að það samsvarar 110 sýningar-
höllum eins og þeirri i Laugardal.
Meðan á sýningunni stendur verður mikið um aö vera I tónlistar- og leikhússlifi Leipzigborgar, og
gefst ferðamönnum þvi tækifæri til ýmiss annars en virða fyrir sér varning frá öllum heimsálfum. Auk
þess fara ýmsar ráðstefnur fram meðan á sýningunni stendur, m.a. ein um varnir gegn mengun frá út-
blæstri bifreiða.
Það er fyrirtækið Kaupstefnan-Reykjavik, sem er umboðsaðili þessarar kaupstefnu, og veitir allar
upplýsingar og afhendir kaupstefnuskfrteini.
GEIMFERÐIR
I OFSAHITANUM A VENUSI DOU TÆKI VENUSARFARS
SOVETMANNA „HITADAUDA” A 50 MINUTUM
Lendingarhluti sjálfvirku
gcimstöðvarinnar Venus-8 settist
mjúklega á yfirborð plánetunnar
22. júli s.l. eftir 117 daga ferð, 300
milljónir km. Uppiýsingar þær
sem undanfarnar fjórar stöðvar
höfðu veitt, gerðu það kleift að
smiða lendistöð, scm tókst að
„kafa til botns” i gufuhvolfi Ven-
usar og senda þaðan mælingar og
upplýsingar til Jarðar i 50 minút-
ur.
Ilér ræðir irina Lúnatsjarskaja
við aðstoðarmann yfirsmiös Ven-
usarfarsins.
Hvert er hlutverk Venusar-8 og
að hvaða leyti var hún frábrugðin
forverum sinum?
Hingað til hafa öll Venusarför
flogið til hins dimma hluta reiki-
stjörnunnar, en Venus-8 var send
til daghliðarinnar, er að sól snýr,
en það var aðeins tiundi hluti
kringlunnar sem að farinu sneri.
Miðun þurfti þvi að vera afar ná-
kvæm, þvi að hin minnsta
skekkja á annan veginn gat leitt
til þess að farið fleytti kerlingar i
yfirborði gufuhvolfsins og þeytt-
ist aftur út i geiminn, og á hinn
veginn til þess að það lenti á
skuggahliðinni.
Þess vegna voru tvær stefnu-
leiðréttingar áformaðar, en hin
fyrri tókst svo vel að önnur
reyndist óþörf.
Astæðan til þess að visinda-
menn vildu gera rannsóknir á
lýstu hliðinni var, að auk upplýs-
inga um hitastig, þrýsting og
efnasamsetningu lofthjúpsins er
mikilvægt að vita, hvort hann er
ljósþéttur og hvaða sveiflur eru á
hitastigi og þrýstingi dagmegin,
m.ö.o. hvort það sem er bjart á
yfirborðinu þar, og hver er munur
dags og nætur þar efra.
Vilduð þér lýsa lendistöðinni og
sérstaklega hitabrynju hennar?
Þegar lendistöðin skellur á loft-
hjúpnum með hraða sem er meiri
en 11,6 km á sekúndu (escape
velocity), verður stefni hennar
fyrir sammæjum, en gifurleg-
um þrýstingi, sem minnkar hrað-
ann niður i nokkur hundruð metra
á sekúndu. Þetta er hið kritiska
augnablik ferðarinnar, álagið er
tröllslegt og brennheitar gufur
allt um kring. örugg hitabrynja
er þvi frumskilyrði. Fyrri reynsla
þ.á.m. af tunglförum, einkum
Lúna-16 og Lúna-20, gerðu okkur
kleift að reikna út nokkuð ná-
kvæmlega allar aðstæður og taka
allt, sem máli skiptir, með i
reikninginn. Hraði Lúna-16 og
Lúna-20, þegar þær sneru aftur
inn i gufuhvolf Jarðar, er mjög
nálægt þeim hraða, sem geimför
lenda á lofthjúp Venusar með.
Leifarnar af hitavarnarlagi
þeirra sýndu áverkun gufuhvolfs
og þrýstings. Fyrir áhrif hita-
flæðis og geislaorku gufar varn-
arlagið smám saman upp, bráðn-
ar og „fýkur” loks af.
1 rannsóknarstofu okkar gerð-
um við tilraunir með að blása yf-
irmáta heitu plasma á mismun-
andi hitabrynjur og reyndum að
haga aðstæðum svo að þær væru
sem likastar þvi þegar farið er
inn i gufuhvolf Venusar.
Við bollalögðum lengi um lögun
lendistöövarinnar. Fleygur, bil-
lukt og strýta hafa ýmsa kosti, en
öll hafa þessi form sama gallann:
ekkert þeirra stillir sér sjálfkrafa
i rétta stöðu, þegar inn i lofthjúp-
inn er haldið, þau gætu farið aftur
á bak en ekki með hið brynjaða
stefni á undan og brunnið eins og
loftsteinar i gufuhvolfinu. Til að
koma i veg fyrir þetta völdum við
hnattlagið, sem kemur sér sjálft i
rétta stellingu, ef þungamiðja
þess fellur ekki saman við geó-
metriska miðju. Þótt knöttur sé
þannig heppilegur þegar inn i
gufuhvolfið er haldið, er hann
siðri til lendingar á yfirborðinu,
þvi að hann getur oltið til eins og
verkast vill, og gæti þá farið svo,
að Jörðin lendi utan kallviddar
loftnetsins. Reyndar er lendistöð-
in sjálf ekki kúlulaga, heldur i-
löng nokkuð og minnir á egg. Að-
eins tækjaklefinn — rauða eggs-
ins — er hnattlaga og gerður úr
hitaþolnum málmi. Einangrunin
og hitabrynjan mynda „hvituna”.
Aftast i lendingarstöðinni, milli
tækjaklefa og „skurnar” er rúm
fyrir útbúnað, sem þarf að geta
starfað „undir beru lofti” á Ven-
us. Þar á meðal er fallhlif, 2,4
rúmmetrar (það er einn tiundi af
flatarmáli fallhlifarinnar, sem
flutti lendistöð Venusar-4 niöur),
tveir ljósmælár og þrjú loftnet.
Til hvers eru loftnetin svona
mörg?
Eitt er venjulegur hitamælir
eins og i flugvélum og hin tvö eru
fjarskeytanet. Aðalnetið hefur 360
gráðu kallvidd, vegna þess að
þegarlending fór fram var Jörðin
ekki i hvirfilpunkti frá Venus séð,
heldur út við sjóndeildarhring.
En til að tryggja það að Jörðin
missti ekki af útsendingu undir
nokkrum kringumstæðum (eng-
inn gat vitað, hvar lending ætti
sér stað, á sléttri flöt, i gig, fjalls-
hlið eða tjörn úr t.d. bráönu tini),
urðum við að smiða þriðja loft-
netið sem er svo haglega úr garði
gert, að jafnvei þó að lendistöðin
hallist eða kollsteypist, gerir það
ekkert til. Það er tengt við stöðina
með nokkurra metra löngum
sveigjanlegum kapli og slengist
út úr fallhlifarhólfinu, jafnskjótt
og stöðin nemur við yfirborö plá-
netunnar. Þetta er flöt skifa um
20 sm i þvermál og sérstaklega
gerð til að þola „útivist” á Venus.
Kapallinn rekur sig hratt og loft-
netið fellur niður i nokkurra
metra fjarlægð frá stöðinni. Engu
máli skiptir, hvernig það kemur
niður, báðar hliðar skifunnar eru
virkar, en það kviknar alltaf á
þeirri, sem að Jörðu snýr i það og
það skiptið. Þess vegna geta ó-
hagstæð skilyrði við lendingu ekki
þaggað niður i þessum sendi, þótt
hann sé ekki sterkur. En hátiðni-
bylgjur hans berast til Jarðar á 4
minútum, þar sem öflug viðtæki
greina þær vel.
Auk parametra og beinna mæl-
inga á gufuhvolfi Venusar gáfu
merki aðalloftnetsins fleiri mik-
ilsverðar upplýsingar. Með svo-
kölluðum „Doppler effect”
(breytingum á móttökutiðni mið-
að við senditiðni) má greina,
hvort lendistöðin breytir afstöðu
sinni miðað við yfirborð plánet-
unnar á niðurleið, með öðrum
orðum, hvort það er vindur á
Venus.
Hvaða aðferðir voru notaðar til
að rannsaka bergsamsetningu yf-
irborðsins?
A lendingarsvæðinu, er rétt að
bæta við. Til þess notuðum við
gamma-litsjá, sem mældi
gammageislun bergsins i ná-
grenni lendistöövarinnar.
Gammageislun stafar af upp-
lausn geislavirkra kjarna, og gef-
ur hún hugmynd um tegund berg-
efnis, basalts, granits, kvarz
o.s.frv. Mælitækin sem send voru
til Venusar voru ekki viðamikil og
þurftu nokkurn tima til að safna
nauðsynlegum upplýsingum, áð-
ur en þau gætu sent þær til Jarð-
ar. A þeim 50 minútum sem stöðin
sendi út gátu litsjárnar sent upp-
lýsingar sinar nokkrum sinnum,
en slik endurtekning tryggir ná-
kvæmni og áreiðanleika. öllum
útsendingum bar saman eins og
mælitækjum, en þau voru tvö af
hverri gerð til vonar og vara.
Báðir ljósnemarnir (fótósellur)
sýndu t.d. sömu ljósrýrnun eftir
þvi sem neðar dró.
Sagt er, að við lendingu hafi
verið neikvætt hitastig i tækja-
klefa. Ofsahitinn á yfirborði Ven-
usar smáhitaði svo lendistöðina
og eftir 50 minútur dóu tækin
„hitadauða”. Hverju var hinn
upphaflegi kuldi að þakka?
Til að koma i veg fyrir hitun á
leiðinni frá Jörð til Venusar, var
stöðin búin sjálfvirkum útgeisl-
unartækjum, sem dreifðu hita út i
himingeiminn. I lendistöðinni er
„stofuhiti”. I lofthjúp Venusar,
að ekki sé minnzt á yfirboröið, er
hins vegar ógerlegt að losna við
hitaaukningu, eina ráðið er að
verjast henni sem bezt. (Yfir-
borðshitinn er 500 gráður C.). Þvi
má heldur ekki fleyma, að meðan
á hraðaminnkun stendur, geysist
lendistöðin gegnum eldplasma
með hitastigi, sem nemur tugþús-
undum gráða. Til að halda vis-
indatækjunum starfhæfum verð-
ur þvi ekki aðeins að vernda þau
gegn hitun á niðurleið heldur
þurfa þau að geta gripið til
„kuldaforða”. I þvi skyni eru
sjálfvirku útgeislunartækin látin
starfa óslitið nokkra siðustu dag-
ana fyrir lendingu. Þessi stöðuga
hitaútgeislun átti að sjá um veru-
lega hitalækkun inni i lendistöð-
inni, og reyndust þeir útreikning-
ar réttir. Kuldabirgðir entust til
að halda tækjunum starfandi i 50
minútur eftirað niður var komið.
Hvað finnst yður sem hönnuöi
hafa verið erfiðast við þetta
verk?
Að sætta allar þær kröfur til
geimfarsins, sem komu frá
mönnum, er litu aðeins á það sem
tæki til að flytja tæki til annarrar
reikistjörnu. Margir visindamenn
vildu „fá inni”, en rúmið var af
skornum skammti. Okkar verk-
efni var ekki einungis að koma
tækjunum heilu og höldnu á leiö-
arenda og tryggja það að þau
ynnu eins og til var ætlast, heldur
urðum við einnig að sjá til þess að
allar upplýsingar tækjanna kæm-
ust til skila og að þeirra störf og
okkar færu ekki forgörðum, þ.e.
að tryggja fjarskiptasamband.
Vel heppnuð ferð Venusar-8 er
árangurinn af samstarfi visinda-
manna og tæknifræðinga á mörg-
um sviðum: vélfræði, aflfræði,
efnafræði, fjarskiptatækni, eðlis-
fræði o.fl. Við hönnuðirnir urðum
að velja það, sem bezt hentaði frá
hverjum: efni, aðferðir og kerfi,
og binda það i einn „bagga” Við
skulum vona, að þegar visinda-
menn og sérfræðingar verða bún-
ir að fara yfir alla þessa kiló-
metra af fjarskiptaræmum muni
þeir geta afhjúpað einn leyndar-
dóm alheimsins:: hvað eru hinir,
rykþöktu klettar á reikistjörn-
unni, sem svo hvatvislega hefur
verið kölluð „systir” Jarðarinn-
ar.
APN.
Hvað eru hinir
rykþöktu klettar á
reikistjörnunni,
sem svo
hvatvíslega hefur
verið kölluð
„systir”
jarðarinnar
A| ... : . .18
"SSiSif
í
nmn * ?
iSiiaaai
iiiaainH
iiiriii
■RRIIIIr
laaiiaii
IMI isb!
ABTOMATMMÍCKA* MElKnflAHETHA* CTAHUHS „ BEHEPA 8 "
U 3KÞAH OT AATMVIKA. ACTPOOP. CQÚm> Vihi.mA
IíKvKC# CVfCTEMbi |OCW-'/» j; STH«>VXXiiA* A&?r*TfcAír.HA*»
: 4 - c6f\u Tvwpckaft cwctl.5~
XHW*A*.m%CKOk CHCTCMW ÍÖC*«* t»\l ACTpOOPylfNTA..,'.
| . . •^ .-i ; 7-AATMrtK HOCTO*HHO»1 COAHC0«-,■! •
fHTAííii.1 ; S - CHtmm MACTHUí 09-KOAACKíf.'' ■
opmemtauhh. 10- op&MtA.KwiwA úic$«. 11 ■■**&$,*
AAT'AvIKA OniCHTAuiW ; 12- OCTFOHAflÞA^ADÞ'A® CAf'A; i '.vr<^v
KASj' AHT£HHA, 1 3 ~ PkAiTATOP CMCI.t'MW TCRMÖKf VAií*:OSiÞV“,
\ '4 >1 tAAhmmH&AptitÍiM AMTCHMA; KOA4>UO C AAOÁW ;* Vit ?!,
0&LE.KTA K SnOKv' ; 16-nHtftMO&rtCK, iT-OÓViLMTfmi Xn*-*s!.f
r,tCOTTHfKMfe'A 1^ • *-"Af x >
Þriðjudagur 15. ágúst 1972
Þriðjudagur 15. ágúst 1972