Alþýðublaðið - 15.08.1972, Page 12

Alþýðublaðið - 15.08.1972, Page 12
alþýðu mum Alþýðúbankftnn hf ykkar hagur/okkar metnaöur KÓPAVOGS APÓe Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SEMXBtl ASrÖÐiN Hf Larsen ekki launafrekur Nú er sá frægi danskur, Bent Larsen, farinn af iandi brott. Héöan hélt hann til Bandarikjanna á föstudaginn, I þeim til- gangi aö tefla þar á einhverju stórmóti. En meöan hann dvaidi hér á landi, skýröi hann tvær skákir úr einviginu mikla fyrir forvitnum skákáhugamönnum og vakti veröskuidaöa athygli fyrir útskýringar sínar og athuga- semdir. Þegar viö hér á Alþbi. forvitnuöumst um þaö hjá Skáksam- bandinu hvað stórmeistarinn hefði fengið fyrir útskýringar sinar, var ekki vitað um þaö meö vissu, en okkur tjáö aö hann hefði verið mjög sanngjarn og samvinnuþýöur þegar rætt var um launin. ,FISCHER HEFUR EKKI VIT Á LÆKNISFRÆÐI FREKAR EN ÉG Á SKÁK” Hefur Fischer nú enn einu sinni ákveðiö að setja skákein- vigið i klemmu: — nú vegna þess, að hann hefur ekki fengið afrit af læknisvottorði þvi sem heimilaði Spasski að fresta 14. skákinni? I það minnsta kvartaði hann yfirþvi i bréfi til Lothar Schmid yfirdómara i gær, að hafa ekki fengið þetta afrit, og hann segir einnig, að sennilega sé þaö ógilt. Það var Úlfar Þórðarson læknir, sem gaf Spasski læknis- vottorðið, og hann sagöi að það væri dómarans að segja til um það, hvort Fischer fái afrit af þvi. Telji dómarinn, að ein- hverjar reglur heimili það, hafi hann ekkert við það að athuga. Siðan bætti hann við, að viti ekki til þess, að Fischer hafi vit á læknisfræði, frekar en hann sjálfur á skák, og þvi sjái hann ekki að skákmanninum komi heilsufar Spasskis nokkuö við, það væri mál læknisins að úr- skurða hvort hann gæfi út læknisvottorð. Framhald á bls. 4 Þetta eru nýju fötin Fischers, eöa réttara sagt: áskorandinn i nýju fötunum frá Colin Porter. Trúlega hefur hefur hann aldrei verið I jafn nýtizkulegum fötum, enda fara þau honum Ijómandi vcl. Hins vegar er hann vanari vföari sniöi, og fyrir vikið fannst honum þessi þröngt sniðnu föt trufla sig viö skákina. HRADSKAKMOTIÐ Vegna gífurlegrar þátttöku i hraöskákmóti, sem Skáksam- band ísiands gekkst fyrir í út- garði á laugardag urðu tugir manna frá að hverfa. Alls mættu til leiks 120 manns, en i hinu eiginlega hraöskákmóti komust aöcins 28 manns aö. Auk þcss var sett upp eins konar hliöarmót og voru þátttakendur i þvi 50. „Þetta er hneyksli, Skipulags- leysið var algjört og enginn virtist vita neitt í sinn haus”, sagði ungur skákmaður i viðtali við Alþýðublaðið i gær. t hraðskákmótinu tóku þátt þrir stórmeistarar, en sigurvegari varð Haukur Angantýsson. Hann hlaut 22 vinninga af 27 mögu- legum. Friörik Ólafsson lenti i öðru sæti með 21 vinning, Ingi R. Jó- hannsson i þriðja sæti með 20 og hálfan vinning og vestur þýzki stórmeistarinn Lothar Scmid varð fjórði með 19 vinninga. Verölaun i þessu móti voru 27 þúsund krónur, sem Jón Vig- lundsson, bakarameistari gaf Skáksambandinu og voru fyrstu verðlaun helmingur þeirrar upp- hæöar. í hliðarmótinu tóku þátt 50 manns og urðu efstir Kristinn Johnson og Jörundur Hilmarsson. NÚ ER BUCHWALD BÚINN AB GERA BDBBV FISCHER AD SAMNINBAMANNI f PARÍS! Bandariski háöfuglinn Art Buchwald hefur gert heimsmeistara- einvigib aö umtalsefni, og viö höfum endursagt einn af skopþáttum hans, en þeir birtast aö jafnaöi i blööum um allan heim. Hér er sá nýjasti: Eins og fram kom i þessum dáikum minum fyrir nokkrum vikum ráðgerði Nixon forseti að hringja i Bobby Fischer og bjóða honum i kvöldverð i Hvitahúsinu. Talsmenn i Hvita húsinu hafa nú rétt tilkynnt að forsetinn ætli sér að bjóða Fischer hvort sem hann vinnur einvigið við Spasski eða tapar þvi. Það hefur komið i ljós að þarna er ekki aðeins um að ræða venjulegt kurteisisboð. Forset- inn hefur sérstaka ráðagerð á prjónunum, sem ég get nú skýrt frá opinberlega. Forsetinn hefur ákveðið að biðja Fischer að taka að sér stjórn Parisarviðræðnanna við Norður-Vietnami. Úr þvi Fischer tókst að gera alla geggjaða á íslandi, þá heldur forsetinn að honum muni takast það sama i Paris. Og þannig hljóðar áætlun for- setans: Fyrst mun hann tilkynna að hann sendi Fischer til Parisar 1. september. Allir blaðamennirnir biða á Andrews herflugvellinum eftir þvi að Fischer fari um borð i einkaþotu forsetans. En — eng- inn Fischer. Fréttamenn finna hann þá i hótelherbergi hans. Þar til- kynnir lögfræðingur hans að Fischer muni ekki fara til Parisar að ræða við Norður-- Vietnami nema Frakkar, sem halda þessa friðarráðstefnu, borgi honum 100.000 dollara fyrir þátttökuna. Skeytasendingar á vixl. Norður-Vietnamir biða tilbúnir við fundarborðið með slatta af ásökunum i garð Bandarikja- manna, en það er enginn kom- inn til að taka við þeim. Þeim er dæmdur sigur i þessari lotu. en sigurinn naumur, og það er aug- ljóst að þetta hefur komið þeim úr jafnvaegi. Loks tekst að fá Fixcher til að fara til Parisar, og næsti fundur er ráðgerður. Noröur-Vietnamir mæta stundvislega klukkan 10:30, eins og um var rætt, en Fixcher birtist ekki fyrr en á hádegi. Þessi framkoma Fischers hefur reitt þá til reiði, og þeir byrja á hörkuskömmum i garö Bandarikjamanna. Fischer hlustar ekki á þá, heldur kvarta undan þvi hvernig borðið er i laginu og stólarnir. Hann segist ekki geta byrjað samningavið- ræður fyrr en búið sé að kippa þessu i lag. Hann segir Frökkunum enn- fremur að hann sætti sig ekki við að halda þessu áfram nema lýsingunni i salnum sé breytt. Vietnamarnir eru nú orðnir froðufellandi af reiði. Þeim hefur ekki enn gefizt tækifæri til að afhenda öll mótmælin og ásakanirnar i garð Bandarikja- manna, og þeir ákveða að mæta næst sjálfir of seint til viðræðn- anna. Þegar þeir koma svo of seint næsta dag er Fischer þar fyrir. Hann hafði mætt stundvislega og er að tefla skák við sjálfan sig. Hann lætur þá heyra að ef þeir treysti sér ekki til að mæta á réttum tima, þá geti hann alveg eins farið heim. Og Norður-Vietnamar byrja að tala. Fischer setur þá skák- Framhald á bls. 4

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.