Alþýðublaðið - 25.08.1972, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 25.08.1972, Qupperneq 5
Ljóslaus neöan jarðarlest t göngum neðanjarðarlestar- innar i Tblisi i Grúsiu er niða- myrkur. Engin ljós sjást út um glugga lestarinnar, þegar hún er á ferð milli stöðva. Aðalverkfræð- ingur neðanjarðarlestarinnar i Tblisi, V. Gagnidse, gaf þær upp- lýsingar, að þetta væri mikið sparnaðaratriði og i öðru lagi væri komið i veg fyrir þá hættu, sem ljós á milli stöðva gætu haft á starf stjórnandans. Augun þreyt- ast fljótt af óendanlegu leiftri ljósanna og eftirtektin minnkar. Við settum þriðja ljóskastarann á lestarnar og það er alveg nóg. APN HVERAVATN TIL HÚSA- HITUNAR Moskvu. 7- Makhatjkala. höfuðborgin i kákasiska sjálfstjórnarlýðveldinu Dagestan, er sjöunda sovézka borgin, sem nýtir heitt vatn úr hverum og laugum i nágrenninu til húsahitunar. Jarðhita og heitar laugar er viða að finna i Sovétrikjunum — á Kamtsjatka, i Kákasus, Mið-Asiu og Siberiu- og á fjölmörgum stöð- um hefur verið borað eftir heitu vatni. Það er ekki einungis heita vatnið sem nýtt er, heldur og hveragufan, m.a. sem orkugjafi raforkuversins við Pásjetka á Kamtsjatka. A þessum áratug er áætlað að stórauka jarðvarma- nýtinguna i Sovétrikjunum. APN Ég er þeirrar skííiunar.að Sam- einuðu þjóðunum muni takast að setja lög fyrir allt hafið, en það starf mun standa yfir mörg ár enn, og er þvi óhugsandi fyrir ís- lendinga að biða eftir þvi með að- gerðir i landhelgismálum, sagði Benedikt Gröndal i viðtali við Alþýðublaðið i gær. Benedikt var einn af fulltrúum islands á fund- um hafsbotnsnefndar SÞ, sem ný- lcga er lokið, en sú nefnd undir- býr allsherjar hafréttarráð- stefnuna, semupphaflega átti að hefjast 1973. Hann kvaðst telja, að i hinni nýju réttarskipan hafsins mundi verða 12 milna landhelgi, fiskvciðilögsaga i einhverri mynd allt að 200 milum, en allt hafið ut- an þessara marka gert sameign mannskynsins og sett undir al- þjóðlega stjórn. I sambandi við hina hægu þróun þessar mála á vettvangi Samein- uðu þjóðanna kvaðst Benedikt vilja benda á tvö meginatriði til athugunar fyrir tslendinga: 1. Meginverkefni hinnar fyrir- huguðu ráðstefnu er að gera út- hafið og auðæfi þess, sérstak- lega á hafsbotni, að sameign alls mannkynsins. Þetta er ein af stórbrotnustu hugsjónum mannkynssögunnar, sem núlif- andi kynslóð verður að gera að veruleika. tslendingar hafa enn ekki sinnt þessu meginatriði né mótað sér stefnu i þeim mál: um, en ættu að taka þar virkan þátt og sýna félagslegan þroska og áhuga. 2. Mörkin milli úthafs og land- helgi eru eitt viðkvæmasta deilumálið við meðferð þessa verkefnis. A þvi sviði getur far- ið svo, að eftir áratug veiti alþjóöa lög okkur kost á rétt- indum og skyldum varðandi fiskistofna allt að 200 mflum frá ströndum okkar, þ.e. langt út fyrir landgrunnið. Við verðum að gæta þess að gera aldrei neitt, sem dregið getur úr að- stöðu okkar til að nota slikt tækifæri, ef það skyldi verða að veruleika. Erlendir ferðamenn virða fyrir sér islenzkan fiski- bát i Reykjavikurhöfn. Um fyrra atriðið sagði Benedikt Gröndal, að mikil auð- æfi hefðu nýlega fundizt á hafs- botni,,og væru mörg stórfyrirtæki að fullkomna tæki til að vinna málma á miklu dýpi. Eins og al- þjóðalög eru i dag, getur hvaða aðili sem er siglt á haf út og byrj- að málmvinnslu utan allrar land- helgi. Það er þvi hætta á nýju kapphlaupi, sem likja mætti við nýlendukapphlaupið á sinum tima, ef Sameinuðu þjóðunum tekst ekki að koma á alþjóðlegu samkomulagi og nýjum þjóðarétti varðandi þessi mál. Þetta efni rekur mjög á eftir þvi, að hafréttarráðstefnan verði haldin sem fyrst. Hugmyndin er, að arður af vinnslu auðæfa úthafsins renni til þróunarlandanna, og er þeim þvi mjög umhugað að þessi mál kom- ist i höfn áður en auðhringar heimsins láta greipar sópa um hafsbotninn. I hafsbotnsnefndinni eiga sæti um 90 þjóðir, hélt Benedikt áfram, og að ýmsu leyti má segja, að þær hafi 90 mismunandi stefnur i helztu deilumálum, sem upp hafa komið við undirbúning málsins. Þar eru efst á blaði land- helgismál og siglingar um sund. Risaveldin hafa mikinn áhuga á að tryggja sér rétt til þess aö sigla og fljúga um sund, sem skipta hundruðum á jörðinni, og draga ekki dul á, að þar er um hern- aðarlega þörf að ræða. Hins veg- ar eru mörg stór og smá riki, sem þegar hafa mikilla hagsmuna að gæta i fiskveiðum, og eru þeir ær- ið mismunandi. Risaveldin og gömlu nýlendu- rikin eru ihaldssömust i þessum efnum, eins og varla þarf að segja Islendingum. Hins vegar er þró- unarlöndunum, t.d. i Afriku og Asiu, að verða sifellt betur ljóst, hvað fiskveiðiréttur strandrikis er mikilvægur, enda þótt mörg þessara rikja hafi enn sem komið er litlar fiskveiðar. Þá eru riki eins og Astralia og Nýja Sjáland farin að veita þessu máli stór- aukna athygli, enda þótt þau hafi litlar fiskveiðar stundað. A fundum hafsbotnsnefndar- innar er ekki beinlinis talað um fiskveiðilandhelgi, heldur eru notuð orð eins og „efnahags- svæði” (sem mætti kalla hags- munasvæði eða nýtingarsvæði) utan við 12 milna landhelgi strandrikis og ýms slik hugtök notuð. Þýðir þetta þó að verulegu leyti hið sama, og hugsanlegt er, að á lokastigi takist stórveldun- um að hengja einhvers konar skilyrðiá heimildtil slfkra svæða, sérstaklega ef þau verða allt aö 200 milum. Benedikt taldi, að merkasta skref siðasta fundar hafsbotns- nefndarinnar á þessu sviði hafi alþýðu Alþýðublaösútgáfan h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. — Simi 86666. Blaðaprent h.f. ÞAR VAR ENGINN FRA OKKUR Alþjóðadómstóllinn i Haag hef- ur með úrskurði sinum gert til- raun til þess að úthluta brezkum togurum vissum veiðikvóta á islandsmiðum. Sáveiðikvóti á að nema 170 þúsund tonnum á ári. Formælendur brezkra togara- manna hafa tekið þessum „úrskurði" með fögnuði. Þeir hafa tjáð sig reiðubúna til þess að hlýta honum. Og það er ekki furða, þegar að er gáð. Alþýðublaðið birti á forsiðu sinni i gær upplýsingar um ástand þorskstofnsins á islandsmiðum. Þær upplýsingar skýra vissulega „sáttfýsi" Breta. Þær leiða það nefnilega i ljós, að þorskstofnin- um við island hefur hrakað svo vegna mikilla veiða á undanförn- um áruin, að þótt Bretar hafi sig alla við, þá geta þeir að öllum lik- indum ekki veitt i ár upp i þau 170 þús. tonn, sem Alþjóðadómstóll- inn vill af „vizku” sinni úthluta þeim á íslandsmiðum. Þrátt fyrir stóraukna sókn og siaukið dráp á smáfiski geta Bretar ekki pint sinn tslandsafla upp í þessi 170 þús tonn. Fjórtán af fimmtán dómendum i Alþjóðadómstólnum i Haag töldu sig þess umkomna, að kveða upp úrskurð um, hvert veiðimagn Breta og Þjóðverja á islandsmiðum skuli vera án þess að fyrir liggi nokkur úrskurður um, hvort dómstóllinn hafi i raun- inni nokkra lögsögu i málinu. Þessir fjórtán dómendur hafa sjálfsagt aldrei stigið fæti sinum um borð i fiskiskip, — hvað þá heldur, að þeir þekki eitt né neitt af aðstæðunum á íslandsmiðum. Út frá verndunarsjónarmiðunum einum saman er þvi dómsniður- staða þeirra algerlega út i bláinn, þvi þótt Bretar hafi sig alla við, þá gcta þeir ekki veitt þau 170 þús. tonn, sem dómstóllinn ætlar þeim. En hvernig áttu "þessir fjórtán dómarar, sem sennilega hafa á sinni lifsfæddri ævi varla fundið svo mikið sem lykt af fiski, að átta sig á þessu? Ekki hafa Bretar að fyrra bragði farið að skýra þeim frá þvi, að þótt þeir hefðu sig alla við, þá væri ofveiðin á islandsmiðum orðin svo mikil, að þeir gætu með engu móti veitt upp i þessi 170 þús. tonn. Og i Haag var enginn fulltrúi islend- inga til þess að benda dómendun- um á þessa einföldu og augljósu staðreynd. Það er ástæðulaust að ætla, að þessir 14 dóinendur Alþjóðadóm- stólsins séu i eðli sinu sérstaklega andsnúnir okkur islendingum þrátt fyrir dómsuppkvaðninguna. Við skulum minnast þess, að þeir fengu málsatvikum aldrei lýst nema frá einni hlið. 1 Haag komu aldrei nein fslenzk sjónarmið fram. Við áttum þar engan full- trúa til þess að verja vort mál. Þar voru gerð mistök af okkar hálfu. Við verðum að bæta fyrir þau mistök með aukinni áróðurs- sókn á erlendum vettvangi og þar má klaufaskapur einstakra manna ekki verða til þess að slá vopnin úr höndum okkar. HORFAÐ UNDAN Hver er sú alvarlegasta van- traustsyfirlýsing, sem ríkisstjórn getur fengið? Hún er sú, að stjórnarflokkar hlaupist opinber- lega undan ábyrgð á stjórnarat- höfnuin. Engin stjórnarandstaða getur nokkurn tima kveðið upp jafn harðan dóm yfir ríkisstjórn og stjórnarflokkar gera með slfku framferði. Einmitt þetta hafa núverandi stjórnarflokkar gert. Þeir hafa hlaupist undan allri ábyrgð á stjórnarathöfnum. Það má sjá svart á hvitu í Þjóðviljanum og Nýju landi. Ókunnugur gæti ekki látið sér til hugar koma, að það væru stjórnarsinnar, sem þar ráöa skrifum. Kommúnistar og frjálslvndir vilja gera hvað sem er til þess að koma sér undan allri ábyrgð á gerðum rikisstjórnarinnar i skattamálum. Þeir vila jafnvel ekki fyrir sér að ráðast aftan að samstarfsmönnum sinum i þvi sambandi, —eygi þeir aðeins von til þess að geta ef til vill forðað eigin skinni. Hvað er þetta annað en van- traustsyfirlýsing á stefnu þeirrar rikisstjórnar, sem með völdin fer i landinu. Ef tveir af þrem stjórnarflokkum vilja ekki lengur kannast við sitt eigið afkvæmi, hvernig er þá hægt að ætlast til þess, að þjóðin uni þvi, að láta það stjórna sér? HÆGT - EN ÞÓ í RÉTTA ÁTT VAXANDI LÍKUR ERU Á 200 MÍLUM HIÁ S.Þ. RÆTT VIÐ BENEDIKT GRÖNDAL UM FUND HAFSBOTNSNEFNDAR SÞ Föstudagur 25. ágúst 1972 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.